Morgunblaðið - 15.09.1977, Side 36

Morgunblaðið - 15.09.1977, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1977 Vt£9 MORÖtlKc Mffinu 0\ tt Þakka þér innilega fyrir ána*Kjuli‘Kt kvöld — þad var vissult’Ka þessara 5000 króna viröi. Alltaf er þaö eins hér á þessu heimili. — Ekkert skothelt vesti hreint þeKar maöur þarf á því aö halda. Þeir eru að spyrja um hvort viö séum húin aö nota vossfóðurs- sýnishornin þeirra? BRIDGE Umsjón: Péll Bergsson SAGNÆFING I upphafi keppnistímabils eru eflaust margir farnir að taka til i vopnabúri sínu. Og áöur en lengra er haldið ættu lesendur að hafa samband við spilafélaga sinn og taka æfingu — jafnvel í síma. Efst er hönd vesturs sem var gjafari og neðst í þættinum er hönd austurs. En í miðjunni er sýnt hvernig tveir Italir sögðu á spilin í Olympíumótinu 1960. Vestur S. AKG63 H. A4 T. ÁK7 L. KDG Spil þetta er ekki sérlega erfitt í sögnum og ætti að vera á flestra færi að ná upplagðir alslemmu. Á sínum tíma þótti sagnröð Italanna athyglisverð. Hvort ykkar setti músina í brynjuna hans? Manngæzka K.B. skrifar: Maður les svo oft um mann- vonzku i dagblöðunum. Langar mig þess vegna að segja sanna smáa sögu um það, sem ég kalla manngæzku. Þann 9. þ.m. var ég að fara af sjúkraheimili (eftir að hafa verið lasin í sex vikur). Er út kom, sá ég að númerið á bíl mínum hafði verið tekið af honum (þann 8. sept.) vegna aðalskoðunar. Þótti mér þetta leitt, engu siður en óþægilegt. Sneri ég þá við inn aftur og byrjaði á að tvringja til kunningja, er ég hélt að gætu ráðlagt mér eða aðstoðað mig i þessu málefni. Ekki náði ég í þá, svo ég hringdi á lögreglustöðina og bað um varðstjóra umferðar- lögreglunnar. Fékk ég þá sam- band við mann að nafni Baldvin. Sagði ég honum blákaldan sann- leikann, minn lasleika og þar með að ég hefði ekki hugsað um skoð- un á bílnum, þar eð ekki væri liðið eitt ár frá því hann var skoð- aður síðast. Var Baldvin mjög kurteis og þægilegur, sagðist mundu sjá til hvort hann gæti hjálpað mér i þessu og að hann mundi hríngja til mín. Settist ég þvi niður við símann og beið. Ekki leið á löngu áður en inn gengu tveir brosleitir, hugguleg- ir, ungir lögregluþjónar. Voru þeir með númeraskiltin af bilnum með sér. Þeir fóru niður með mér, festu þau á bilinn, en sögðu mér um leið að ég yrði að fara beina leið með bílinn á bifreiðaeftirlit- ið. Spurði ég þá hvort þeir gætu ekki gefið mér eitthvað i hend- urnar, svo að ég þyrfti ekki að fara þangað fyrr en á mánudag. Sögðust þeir ekki geta það, en þeir mundu fara með hann í skoð- un fyrir mig. Það mundi ekki taka þá langan tima. Ég var yfirfull af þakklæti. Og þar með óku þeir á eftir mér heim og komu inn til að ná i kvittun fyrir tryggingagjöldum. Eftir um það bil klukkutíma komu þeir með bilinn og annar þeirra kom inn til að færa mér lyklana. Varð mér þá að orði: „Hvernig gekk?“ „Allt i lagi,“ svaraði hann. „Hvernig er annars með ljósastili- ingu?“ spurði ég og hann svaraði: „Það létum við gera lika.“ Ég átti engin orð til að þakka honum, því ég hefi ekki orðið fyrir svona mik- illi hjálpsemi í langan tima. „Þeg- ar okkur er sagður sannleikurinn, reynum við,“ var svarið. „Skulda ég ekki eitthvað?" Og svarið var nei. „Enn einu sinni þakka ég ýkkur kærlega fyrir, og bið þig að skila kveðju minni til Baldvins með þakkiæti fyrir hjálpina,“ sagði ég að lokum. „Hvað heitirðu?" „Hreinn", svaraði hann. Þö lasin væri og þreytt, þá leið mér næstum vel. Þessi góða og kurteisa framkoma lögregluþjón- anna hlýjaði mér sv o innilega um hjartað. Einnig er ég svo glöð að vita að ennþá eru til drenglyndir piltar á landinu minu bláa. — K.B. Vestur S. ÁKG63 H. Á 4 T. ÁK7 L. KDG Vestur 1 L 1) 2 S 3 S 4 G 3) 7S Austur S. D72 H. 102 T. D8532 L. A63 Austur 1 S 2) 3 T 4 S 5 L 4) P Sagnirnar eru blanda gervi- og eðlilegra saga. 1) Sterk hönd, 17 punktar eða meir. Talið 1, 2, 3, 4. 2) Segir frá tveim kontrólum, annaðhvort ás eða tveir kóngar. 3) Alhliða slemmutilboð. Ekki ásaspurning. 4) Sýnir ásinn og tekur undir slemmutilboðið. Hefði hann ekki átt spaðadrottninguna var slemmuáhugi ekki fyrir hendi og réttasögnin verið fimm spaðar. estur sagt slemmuna með nokkru öryggi. Sagnir þeirra voru sam- kvæmt Neapolitan kerfinu, sem var undanfari Bláa Laufsins. Austur S. D72 H. 102 T. D8532 L. Á63 RETTU MER HOND ÞINA Framhaldssaga eftir GUNNAR HELANDER Benedikt Arnkelsson þýddi 43 Allt f einu varö hann stjarf- ur. Köldum svita sló hann um út um hann. Hann haföi stung- iö hendinni niður f bakvasann. Allir seölarnir voru horfnir. Einungis Iftiisháttar smámynt var f botninum á vasanum. Hann leitaði f fáti f öllum vös- um. Það var ekki lengur um að villast. Peningunum hafði ver- ið stolið. Ilvað ef taskan væri Ifka.. .Hann hljóp að pallinum og varpaði öndinni léttar, þegar hann sá töskuna. En nú var hann sannarlega kominn í klfpu. Hann gat auð- vitað hríngt til húsbóndans f útvarpsfélaginu og beðið hann ásjár, en hann þekkti hann ekki ennþá, og auk þess hafði hann tvfvegis sent honum pen- inga fyrirfram. Það var Mary ein, sem hann gat snúið sér til. En það var ekkert gaman. Aö vfsu hafði honum verið boðið að koma og búa hjá Mary, en hann hafði vonazt til, að hann kæmist hjá því. Ileldur kaus hann þriðja flokks gistiheimili meö veggja- lús í skápunum og daunillri dýnu. Ilann vildi sfzt af öllu halda til hjá fjölsk.vldu. þar sem hann yrói aó vera kurteis og snyrtilegur frá morgni til kvölds — og sér f lagi, þegar litið yrði á hann sem hálfgild- ins tengdason á heimilinum. En það var Ifklega ekki um annaó að ra-ða. Mary yrði senni- lega tilbeydd að koma og sækja hann, meira að segja í bfl. Pen- ingarnír mundu ekki nægja fyrir leigubfl. En það yrði neyðarlegt, að þurfa að segja frá þvf, að vasa- þjófur hefói hirt sfðustu fimm pundín hans. Tuttugu og fimm pund væri glæsilegra. Eða fimmtfu. Ilann reyndi að hemja skap sitt, tróð sér með töskuna inn f sfmklefa, stakk sfðustu pening- unum inn f tækið og hringdi til Mary. __ xxx Tveir innfa'ddir þjónar báru kaffið og konjakió inn í setu- stofuna á heimili Mary. Erik sat í sófanum við hliö hennar. Andrúmsioftið var þrungið þeirri kennd, að heill heimilis- ins hvildi á blessun tengdamóð- ur og tengdaföður. Erik hafði losnað við að skrifa, meðan hann var i Jóhannesarborg, þar sem hann hafði handieggina f gifsumbúðum, en þar á móti hafði hann orðið að skemmta fjölskyldunni við matarborðið með þvf að segja nákvæmlega frá lífsreynslu sinni f „gull- borginni". Janet var þó hvergi að finna f frásögninni. Hins vegar hafði hann greint frá hin- um fyrirhuguðu antflópuveið- um með kristniboðanum á Jagersdrift.__________________ Faðir Mary sat f hæginda- stólnum og virti hann fyrir sér, vingjarnlegur.________________ — Jæja þá, þú ætlar að hitta kristnihoða. Við skulum vona, að þeir fylli þeig ekki af ofsa- trú. Þeir koma hingað með fangió fullt af fáránlegum kenningum og æsa svert- ingjana upp á móti okkur. Þeir eru í raun réttri svikarar við hvfta kynstofninn. Það er svo sem gott eitt, sem vakir fyrir þeim, býst ég við. Ég get frætt þig um það. að ég neyddist þlátt áfram til þess að brenna sænska trúboöskirkju einmitt við Jagersdrift. — Einmitt það? Hefur frændi þá verið þar? Hvenær var þetta. — O, það er nú langt sfðan. Það var f Mambatauppreisn- inni forðum daga. Þá var ég ungur og fríður, ha, ha! Þú þekkir Ifklega þá sögu? — Hef aldrei heýrt hana. Lof mér að heyra. Mary andvarpaði og tók upp dagblað. ________ — Þetta verðum við að þola f hvert skipti, sem gestir koma f heimsókn, mæiti hún. — Nú, nú, ungi vinur þinn vill áreiðanlega heyra þetta. Þú veizt, að þeir vildu efna til upp- reisnar. Það var, þegar stjórnin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.