Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1977 7 "I i Verkfall? Með hvaða hætti? Hér verður ekki að sinni fjallað um kjaradeilu BSRB og rikisvaldsins f.h. almennings, er ber uppi ríkiskerfið með skatttiund sinni. Rikisstarfsmenn eiga tvimælalaust rétt á hliðstæðum kjarabótum og kjörum og um hefur verið samið á almennum vinnumarkaði, en naumast meiri, enda njóta þeir nokkurra umfram réttinda, s.s. verðtryggðs lifeyrissjóðs. Það, sem er efst i huga hins almenna borgara i dag, varðandi yfirstandandi kjaradeilu, er, hver háttur verður á verkfalli opinberra starfs- manna, ef til þess kemur sem vonandi verðu ekki. Sá var skilningur flestra leikmanna, er lögin um takmarkaðan verkfallsrétt opinberra starfsmanna vóru samþykkt, að fyrir- varar varðandi verkfalls- rétt tryggðu ótvirætt, að haldið yrði uppi nauðsyn- legri heilsugæzlu og sjúkraþjónustu — og ekki Borgarís um mánaðamótin september/október á sl ári siður öryggisþjónustu og löggæzlu þótt til verkfalls kæmi. Það mun og álit flestra landsmanna að á vettvangi sjúkraþjónustu og heilsugæzlu sé naum- ast um nokkuð það að ræða, sem sé umfram nauðsyn. Sama máli gegnir um hvers konar öryggis- og löggæzlu. Þar er frekar van en of, ef þarfir eru rétt metnar. Sérstök nefnd mun nú fjalla um þann ramma eða mörk, sem verkfalls- réttindum eru sett, i gild- andi lögum, þ.e.a.s., fram- kvæmd hugsanlegs verk- falls innan ramma lag- anna. Almenningur i land- inu á kröfu á þvi að þessi mál verði rækilega skýrð og skilgreind, þegar viðkomandi nefnd hefur lokið könnunum sínum. Haust er vetrarboði í gær var fagurt haust- veður i Reykjavik, hreint og tært, og haustlitir skörtuðu sinu fegursta í náttúru og umhverfi. Haustið felur engu að siður i sér þá staðreynd að gróður fölnar og deyr. Og það boðar komu vetrar og skammdegis. En hver árs- tíð, haustið ekki siður en vorið, hefur sitt aðdráttar- afl, sitt framlag handa manneskjunni að njóta. Steingrímur Thorsteins- son kvað: Vor er indælt ég það veit, þá ástar kveður raustin. En ekkert fegra á fold ég leit en fagurt kvöld á haustin. Veturinn hefur og sína kosti, ef vel er að gáð. Þeir, sem skíðaíþróttir stunda, hafa sótt hamingju og heilbrigði til hans. Veturinn er og timi skólanna, sem móta og þroska manninn og búá hann undir fullorðinsár og framtíðarstarf, þrátt fyrir margumrædda annmarka þeirra, skólanna og mannanna. Það þarf aðeins að þekkja vetur- inn, gera sér grein fyrir eðli hans og innræti. og haga lifi sinu og hegðan i samræmi við þær aðstæður, sem fyrir hendi eru hverju sinni. Við þurfum að breyta þvi i umhverfi okkar — og i okkur sjálfum —, sem breyta má til bóta, og við ráðum við að breyta, en taka hinu, sem ekki verður breytt, eins og það er — og gera eins gott úr öllum hlutum og geta okkar frekast leyfir. Og veturinn er siðast en ekki sizt timi leikhúsanna, sem fært hafa Reyk- vikingum marga sólskins- stund, þótt sól sé af himni, sem og timi marg- háttaðrar menningarstarf- semi í samtökum áhuga- fólks. Vonandi verður sú breidd i leikritavali aðall leikhúsanna i vetur, sem oftast áður, að þau komi til móts við leikhússmekk og áhuga sem flestra landsmanna. ítlfööur á morgun GUÐSPJALL DAGSINS: Lúkas 14: Jesús læknar á hvíldardegi LITUR DAGSINS: Grænn. Táknar vöxt. Eink- um vöxt hins andlega lífs. DOMKIRKJAN. Messa kl. 11 árd. Frumflutt verður ný messa eftir Ragnar Björnsson dóm- organista. Séra Þórir Stephen- sen prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Hjalta Guð- mundssyni. Barnasamkoma í Vesturbæjarskólanum við Öldugötu í dag, laugardag, kl. 10.30 árd. Séra Hjalti Guð- mundsson. HATEIGSKIRKJA. Messa kl. 10.30 árd. — Ferming. Prest- arnir. FRÍKIRKJAN. Fermingar- messa og altarisganga kl. 2 síðd. Organisti Sigurður ísólfsson. Séra Þorsteinn Björnsson. DÓMKIRKJA KRISTS Kon- ungs, Landakoti. Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. Alla virka daga er lágmessa kl. 6 siðd. nema á laugardögum, þá kl. 2 síðd. FÍLADELFÍUKIRKJAN. Safn aðarguðsþjónusta kl. 5 síðd. Al- menn guðsþjónusta kl. 8 siðd. Ræðumaður Öli Agústsson. Ein- ar J. Gíslason. GRENSÁSKIRKJA. Barnasam- koma kl. 10.30 árd. Guðsþjón- usta kl. 2 síðd. Kynning á starfi Gideonfélagsins. Organisti Jón G. Þórarinsson. Séra Halldór S. Gröndal. NESKIRKJA. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Athugið breyttan messu- tíma. Séra Frank M. Halldórs- son. IIALLGRIMSKIRKJA. Messa kl. 11 árd. Altarisganga. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. LANDSPlTALINN. Messa kl. 10 árd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL. Messa í Bústaðarkirkju kl. 2 síðd. Barnasamkoma i Breið- holtsskóla kl. 11 árd. Séra Lár- us Halldórsson. FELLA- OG HÓLASÖKN. Barnasamkoma í Fellaskóla kl. 11 árd. Guðsþjónusta í skólan- um kl. 2 siðd. Séra Hreinn Hjartarson. LANGHOLTSPRESTAKALL. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Séra Arelíus Níelsson. Guðs- þjónusta kl. 2 siðd. Fyrsta guðs- þjónusta séra Sigurðar Hauks Guðjónssonar eftir ársleyfi. Einsöngur, Olöf K. Harðardótt- ir, við orgelið Jón Stefánsson. Sóknarnefndin. KIRKJA OHÁÐA safnaðarins. Messa kl. 2 síðd. (Kirkjudagur safnaðarins). Séra Emil Björns- son. LAUGARNESKIRKJA. Fjöl- skyldumessa kl. 11 árd. Sóknar- prestur. Arbæjarprestakall. Barnasamkoma i Arbæjarskóla kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta i skólanum kl. 2 síðd. (Athugið breyttan guðsþjónustustað og tima). Séra Guðmundur Þor- steinsson. ASPRESTAKALL. Ferming i Laugarneskirkju kl. 2 siðd. Séra Grímur Grimsson. SELTJARNARNESSOKN. Barnasamkoma veröur i félags- heimilinu kl. 11 árdegis. Séra Guðmundur Oskar Olafsson. BUSTAÐAKIRKJA. Barnasam koma kl. 11 árd. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Séra Lárus Halldórs- son, kór og organisti Breiðholts- safnaðar flytja messu. Dómpró- fastur. DIGRANESPRESTAKALL. Barnasamkoma í safnaðarheim- ilinu við Bjarnhólastíg kl. 11 árd. Guðsþjónusta i Kópavogs- kirkju kl. 2 síðd. Séra Þorberg- ur Kristjánsson. KARSNESPRESTAKALL. Barnastarfið hefst n.k. sunnu- dag með samkomu í Kársnes- skóla kl. 11 árd. Séra Arni Páls- son. KAPELLA St. Jósepssystra, Garðabæ. Hámessa kl. 2 síðd. VÍÐISTAÐASÓKN. Barnasam- koma í Víðistaðaskóla kl. 11 árd. Guðsþjónusta í Hafnar- fjarðarkirkju kl. 2 síðd. Séra Sigurður H. Guðmundsson. HAFNAREJARÐARKIRKJA. Barnaguðsþjónusta kl. 11 árd. Séra Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði. Barnaguðsþjónusta kl. 10-30 árd. Guðsþjónusta kl. 2 siðd. Séra Magnús Guðjónsson. KEFLAVlKURKIRKJA. Fjöi- skylduguðsþjónusta kl. 11 árd. — Fermingar- og sunnudaga- skólabörn eru hvött til að mæta ásamt foreldrum. Sóknarprest- ur. GRINDAVlKURKIRKJA. Barnaguðsþjónusta kl. 11 árs. Sóknarprestur. HVALSNESKIRKJA. Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA. Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 árd. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA. Barna samkoma kl. 10.30 árd. Séra Björn Jónsson. Sunnudaginn 2. október 1977 klukkan 1 3 00 til 1 1 .30 fyrir hádegi heldur Nýja Postulakirkjan samkomu að Hótel Loftleiðum í Leifsbúð Allir hjartanlega velkomnir. Tilboð óskast m í nokkrar fólksbifreiðar, jeppabifreið og nokkrar ógangfærar bifreiðar er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 4, október kl. 1 2 — 3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 Sa/a Varnarlidseigna. Haustfagnaður Fyrsta Utsýnarkvöld vetrarins verður haldið að Hótel Sögu sunnudagskvöid 2. október. 1 9 00 Húsið opnað — Svaladrykkir og lystaukar. •^•Kl 19.30 Fagnaðurinn hefst — Ljúffengur franskur veizlumatur Gigot d'agneau Fermiére. Verð aðeins 2.250 — -^-Tizkusýning: Modelsamtökin sýna nýju haust- og vetrartizkuna -^•Myndasýning nýjar myndir frá sólar- ströndum -^-Ferðabingó. Spilað verður um þrjár sólarferðir með Útsýn til Spánar og ítalíu ■^■Skemmtiatriði -^■Dansað til kl 1 FerSaskrifstofan Austurstræti 1 7, Munið að panta borð snemma hjá yfirþjóni í síma 20221 Hjá Útsýn komast jafnan færri að en vilja Útsýnarkvöld eru skemmtanir í sérflokki Þar sem fjörið og stemmningin bregðast ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.