Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1977 Harðar kosningar í Heimdalli; Kjartan Gunnarsson var kjörinn formaður KJARTAN Gunnarsson laganemi var kjörinn for- maður Heimdallar, kjör- dæmasambands ungra sjálfstæðismanna í Reykja- vík, á aðalfundi sambands- ins í gærkvöldi. Kjartan hlaut 184 at- kvæði en mótframbjoðandi hans, Júlíus Hafstein fram- kvæmdastjóri, hlaut 135 at- kvæði. Fundurinn var fjöl- sóttur og á honum gerði Jón Magnússon, fráfarandi formaður Heimdallar, grein fyrir störfum síðustu stjórnar og afgreidd var stjórnmálaályktun. Ennþá stendur í stappi um Vængi EKKERT mjakaðist í átt. til sam- komulags í Vængjadeilunni svo- nefndu í gær samkvæmt upplýs- ingum deiluaðila. Jón E. Ragnars- son lögmaður stjórnar Vængja sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þeir Vængjamenn væru reiðubúnir að leggja deilumálið undir gerðardóm eins eða fleiri manna, sem aðilar tilnefndu með samkomulagi sín á milli, en Björn Guðmundsson, formaður Félags ísl. atvinnuflugmanna, sem farið hefur með mál flug- manna hjá Vængjum í deilu þess- ari, hvað tilboð þessa efnis enn ekki hafa borizt FlA fra stjórn Vængja. Björn Guðmundsson sagði hins vegar, að hann teldi fremur ólík- legt, án þess þó að vilja fullyrða um það á þessu stigi, að FÍA gaeti fallizt á gerðadómslausn í deilu Stolið úr sautján sumarbústöðum RANNSÓKNARLÖGREGLA rfkisins hefur haft hendur f hári nokkurra ungra pilta, sem höfðu orðið uppvfsir að þvf að brjótast inn f 17 sumarbústaði f Grafningi nú f vikunni. Rannsóknarlögreglan hefur mál þetta nú til rannsóknar og er ekki fullkannað hve miklu pilt- arnir stálu úr bústöðunum. Sást til þeirra og var lögreglunni gert viðvart og voru þeir handteknir er þeir komu akandi til Reykja- víkur á fimmtudaginn. Einn sækir um Norðf jörð RUNNINN er út umsöknarfrest- ur um prestsembættið í Norðfirði. Einn umsækjandi er um embætt- íð, sr. Svavar Stefánsson, settur sóknarprestur á staónum. Utankjörstað- aratkvæði í BSRB-deflunni MORGUNBLADINU hefur borizt tilkynning til ríkisstarfsmanna í BSRB frá yfirkjórstjórn þess efn- is á sáttanefnd hafi samþykkt að þeir rikisstarfsmenn í BSRB, sem fari af landi brott og verði ekki hérlendis dagana 1. og 3. október n.k. þegar atkvæðagreiðsla um sáttatillögu sáttanefndar í yfir- standandi kjaradeildu milli ríkis- ins og BSRB fer fram, geti greitt atkvæði utankjörstaðar í dag, laugardag, milli kl. 16 og 18 á skrifstofu BSRB að Laugavegi 172. þar sem um væri að ræða skýlaust samningsbrot. Jón E. Ragnarsson sagði hins vegar að í reynd snerist deilan um mismunandi túlkun á einu ákvæði í kjarasamningi aðila og hinn löglegi aðili til að fjalla um slík ágreiningsatriði væri félagsdómur. Flugmenn Vængja hefðu hins vegar kosið að leggja niður vinnu, gert ólöglegt verk- fall, sem þeir reýndar sjálfir köll- uðu ýmist veikindi eða óhagstæð veðurskílyrði en siðan gerðu þeir kröfur um launagreiðslu fyrir Framhald á bls. 28. Nýr bíll skemmdur A TÍMABILINU klukkan 11.20 til 13 í gær, föstudag var ekið á bifreiðina G-103, þar sem hún stóð austan- vert við Sambandshús- ið við Sölvhólsgötu. Þetta er splunkuný Audi fólksbifreið, mosagræn að lit, og var hægri framhurð hennar dælduð. Þeir, sem telja sig geta veitt upplýs- ingar um ákeyrsluna eru beðnir að hafa samband við slysarannsóknadeild lögregl- unnar í Reykjavík. Tveir i gæzlu vegna þjófnaða SAKADÓMUR Reykjavík- ur hefur úrskurðað tvo menn í gæzluvarðhald vegna þjófnaða og fleiri af- brota. Vár þetta gert að kröfu Rannsóknarlögreglu rikisins, sem hefur rann- sókn málanna undir hönd- um. Annar mannanna var úr- skurðaður í gæzluvarðhald fyrir fjársvik, bílveltu, ölvun við akst- ur og stuld á bifreið. Hinn, sem er aðeins 17 ára, er úrskurðaður vegna 30 innbrota ög þjófnaða það sem af er þessu ári. .*..!,.**•/• T ¦' i.i^giý -1 X Í...-.1U-.- [rf A F L • t'; i " '' ** * - kL' '. .t,.. / ,W>4N£S "'* ' ^N""N_- .. .... ...... 1 .„»t ¦ "*** \ A' ,. -, '"•'-*.-' ' 2 ¦ ...... ir jr >»s KttíJtvlX f-.-.' \ '' Tnnirr- - ' *'' _t V, i ¦-. ti ,-;¦¦' íf 5 'l^t .....¦- uft*iDAVf*. ' - • V-¦>"¦'¦¦ ^% 'f ^x' +*¦'¦¦ .* ..t** - ' ? * VÍS1MANNAEYJA.B «^i* Vf / Rallið hefst á morgun LENGSTA og erfiðasta rall- keppni sem hér á landi hefur verið háð hefst í kvöld, laugar- dag, kl. 18. Verða eknir 950 km á um 18 klukkustundum og er stór hluti leiðarinnar ekinn ¦ myrkri en víða er mjög erfitt yfirferðar og gerir keppnin því miklar kröfur til ökumanna og bifreiða. Þegar hafa um 20 öku- þórar skráð sig til keppni. Það verður um hádegi á morgun, sunnúdag, sem öku- mennirnir nálgast aftur höfuð- borgina og fyrir þá sem áhuga hafa á að fylgjast með keppn- inni skal bent á að kl. 07 í fyrramálið verða bílarnir komnir til Þingvalla og fá þar smáhvíld áður en lagt er á Kaldadal og þeir koma siðan á hótel Loftleiðir um kl. 12.30, þar sem þeim keppendum sem komast alla leið verður fagnað, en sigurvegarinn verður hyllt- ur á dansleik á Hótel Loftleið- um kl. 22 um kvöldið. Sæmundur Auðuns- son skipstjóri látinn 1 FYRRINÓTT lézt á heimili sfnu hér í Reykjavfk hinn landskunni skipstjéri Sæmundur Auðunsson, sem var skipstjóri á hafrannsókn- askipinu Bjarna Sæmundssyni. Hann hefði orðið sextugur á mánudaginn kemur 4. október. Kom Sæmundur úr siðasta leið- angri sinum á sunnudaginn var. Fæddur var hann suður á Minni- 10% hækkun á farmgjöld- um Eimskips HEIMILUÐ hefur verið 10% hækkun á fargjöldum Eimskipa- félagsins, en samkvæmt uppiýs- ingum Verðlagsskrifstofunnar, hafði félagið farið fram á 37% hækkun. Þá var einnig heimiluð 28% hækkun á upp- og útskipun- argjaldi og er það i samræmi við gerða kjarasamninga. Vatnsleysu, sonur Auðuns Sæ- mundssonar sem var kunnur sjó- sóknari og vélbátaformaður og konu hans Vilhelmínu Þorsteins- dóttur. Allt frá unglingsárum stundaði Sæmundur sjómennsku, eins og fleiri í þessari miklu sjó- sóknarætt. Hann var meðal þeirra er komust af er togarinn Skúli fógeti fórst í Grindavik, þá var Sæmundur 15 ára gamall. Þess má geta t.d. að Sæmundur varð fyrsti skipstjóri Útgerðarfélags Akureyrar er það eignaðist ný- sköpunartogarann Kaldbak. Var Sæmunur um nokkurra ára skeið togaraskipstjóri nyrðra. Er hann kom aftur til Reykjavikur varð hann framkvæmdastjóri togaraút- gerðarinnar Fylkis, sem átti sam- nefndar togara. Fór Sæmundur i nokkra fiskileitarleiðangra með skip sitt. Um margra ára skeið hefur nafn Sæmundar þannig verið tengt fiskileit og veiðitil- raunum, en nú siðustu 7 árin var hann skipstjóri á Bjarna Sæ- mundssyni — frá því hann var smíðaður fyrir Hafrannsókna- stofnunina. Þess má geta að um nokkurn tíma var Sæmundur for- stjóri Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar. — Hann lætur eftir sig konu, Arndísi Thoroddsen og tvö uppkomin börn, dóttur og son. Kílómetragjald hækkar í 40 kr. FERÐAKOSTNAÐAR- NEFND hefur reiknað út nýtt kílómetragjald fyrir bifreiðir, sem ríkisstarfs- menn nota vegna vinnu i þágu hins opinbera. Iðnkynningunni í Laugar- dalshöll lýkur um helgina IÐNKYNNINGIN í Reykjavík lýkur um þessa helgi. Verður henni slitið við Sýningarhöll- ina í Laugardal á sunnudags- kvóid með hátiðlegri athöfn sem hefst kl. 22. Lýkur þá jafnframt Iðnkynn- ingu í Laugardalshöll, en svo nefrtist sýning og kynning á reykvískum iðnaði sem stendur yfir í Laugardalshöllinni. Iðnkynning i Laugardalshóll verður opin i dag og á morgun frá kl. 13—22 báða dagana. A kynningunni verður hvorn dag efnt til Iveggja gestabingóa og þriggja tízkusýninga. Samkvæmt upplýsingum Tóm- asar Sveinssonar, formanns nefndarinnar, hækkar almennt gjald úr 37 krónum í 40 krónur fyrir kílómetrann. Nemur hækk- unin 8.1%. Þetta gjald er miðað við að eknir séu færri en 10 þús- und kílómetrar. A bilinu 10 þús- und til 20 þúsund kílómetrar verða greiddar 34 krónur í stað 31 krónu og ef eknir eru yfir 20 þúsund kílómetrar fyrir ríkið eru greiddar 29 krónur fyrir hvern kílómetra umfram það. Sérgjald, sem gildir fyrir akstur á malarvegum hækkar úr 43 í 47 krónur kílómetrinn fyrir fyrstu 10 þúsund kílómetrana og tor- færugjald hækkar úr 53 í 58 krón- ur hver kílómetri fyrir fyrstu 10 þúsund kílómetrana. wm ms> ^ig w r pröf- KJöRM/EKNlR \ - - - f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.