Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. OKTÖBER 1977 Ólafur Ólafsson landlæknir Inngangur Á ný hafa miklar umræður hafist um manncldis- mál. Ej> hefi fyljjst með umræðum um manncldismál allt frá þvi ad NLFt hóf baráttu fyrir aukinni grænmetisneyslu hér, en sirtan hófst tímabil „fitu- takmarkana" og nú erum við stödd í upphafi „trefja- aldar". Ég fagna umræðum, ritgcrðum og fræðslu- þáttum um manneldi, sem áreiðanicga verða fólki til fræðslu og heilsubótar, enda gjainan flutt af eld- heitri sannfæringu. Allmikið hefur verið rætt um tiðni „menningar- sjúkdóma" hér á landi. Því hefur verið haldið fram að tiðni kransæðasjúkdóma hafi aukist hér i öllum aldurshópum, gagnstætt því er gerst hefur meðal annarra þjóða og þá gjarnan miðað við Bandaríki Norður-Ameríku. Jafnvel hefur mátt lesa að tiðni sykursýki, háþrýstings o.fl. langvinnra sjúkdómá hérlendis sé nú orðin svipuð og gerist hæst meðal nágrannaþjóða — enda hafi heilsufarí landans hrak- að mjög — en heilbrigðisyfirvöld aðhafist lítið til varnar. Erindi mitt á ritvöllinn er að draga fram í dagsljós- ið nokkra pósta úr Heilbrigðisskýrslum íslands og nágrannalanda er gefa nokkra aðra m.vnd af heilsu- fari okkar en að framan greinir. Um skráningu dánarmeina Dánartíðni vegna langvinnra.sjúkdóma hefur ver- ið nýtt sem mælistika á heilsufar í ofannefndum skrifum og því skal farið nokkrum orðum um gildi skráningar dánarmeina áður en lengra er haldið. Alþjóðleg skráning dánarmeina hófst árið 1920, en skráningin hefur verið á höndum Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar í Genf frá 1948. Skráningar- reglur eru endurskoðaðar á 10 ára fresti, en veruleg- ar breytingar voru gerðar á skráningarreglum 1951 og 1961 en minni lagfæringar árið 1971. Samanburður á tíðni dánarmeina milli ára Af ýmsum ástæðum er erfiðleikum háð að gera samanburð á dánartíðni einstakra sjúkdómaflokka milli ára og eru þessar helstar: 1. Verulegar breytingar hafa verið gerðar á skrán- ingarreglum á 10 ára fresti. Hér skal nefna tvö dæmi til skýringar. a. Með gildistöku 6. dánarmeinaskráningarinnar (6th Revision ICD) árið 1951 fjölgaði mjög skráð- um hjartasjúkdómum en dauðsföllum af völdum ellihrumleika (Senilitar) fækkaði að sama skapi (sjá töflu 1). Tafla II Árleg tala dáinna vegna kransæðasjúkdóms meðal 100.000 karla 35—64 ára. Hjartasjúkdómar Ellihrumleiki 1941 — 1950 .. 109 86 1951 — 1960 .. 171 11 Vitaskuld hækkaði ekki dánartala vegna hjarta- sjúkdóma um 57% og tala látinna vegna ellihrum- leika lækkaði ekki um 82% á þessu tímabili. Þessi sveifla stafaði af breyttum skráningarreglum. b. Á árunum 1968 — 1971 tók gildi 8. dánarmeina- skráin (8th Revision ICD). Ur töflu 2 má lesa þær breytingar er verða á skráðum kransæðatilfellum við þau skip.ti. Tafla 2 Árleg tala dáinna vegna kransæðasjúkdóms meðal 100.000 karla 35—64 ára. 1965 1968 1969 Bandaríkin ..... 407 424* 375 Sviss........... 173 137* 137* ísland ......... 245 260 (1966—70) (1971*—75) (*Gildistaka 8. dánarmeinaskrár). Greinilegt. er að breyttar skráningarreglur hafa haft marktæk áhrif á skráða tíðni dauðsfalla í Bandaríkjunum og Sviss til lækkunar. Ekki er mark- tækur munur á tölum frá tslandi en ljóst má vera að samanburður milli landa er ýmsum erfiðleikum háð- ur. Próf. ermeritus Júlíus Sigurjónsson hefur gert þessu máli rækilega skil. (11, 12). Við gildistöku 7. dánarmeinaskrár (Bandaríkin 1958 og Island 1961) voru þó gerðar nokkuð minni breytingar á reglum. í Bandarikjunum og víðar hefur verið reynt að áætla breytingar á tíðnitölum er orðið hafa við breytingar á skráningu. Við gíldistöku 7. dánarmeinaskrárinnar fækkaði skráðum dauðsföllum v. kransæðasjúkdóma um 2% en við gildistöku þeirrar 8. fjölgaði skráðum dauðs- föllum í fyrstu nokkuð en fækkaði siðan verulega. Erfitt er þó að meta þessi áhrif til fulls þvi að greiningarvenjur lækna eru mjög mismunandi. Meðal þeirra er fást við úrvinnslu á skráníngar- gögnum er talið hæpið að draga ályktanir af saman- burði á dánartiðni einstakra sjúkdómsflokka milli ára, nema sömu skráningarreglum hafi verið fylgt. Ályktanir af samanburði á dánartiðni milli, t.d. áranna 1957 — 1975 er þvi vægast sagt hæpnar, sérstaklega ef mismunurinn er mældur í nokkrum prósentum. En fleira kemur til, sem veldur því að samanburður sem nær yfir siðasta 20 ára tímabil er óraunhæfur, þ.e. 2. Á timabilinu 1960—1970 héldu innreið sina mjög áhrifarikar greiningaraðferðir við kransæðasjúk- dóma s.s. a. Enzymákvörðun (S.O.T., G.P.T. o.fl.) b. Æðamyndataka (Angiography) Enginn vafi er á að mun fleiri tilfelli kransæða- Hér og nú Þjóðleikhúsið: TÝNDA TESKEIÐIN Grályndur gamanleikur eftir Kjartan Ragnarsson. Leikmynd og búningar: Guðrún Svava Svavarsd. Lýsing. Kristinn Daníelss. Leikstjóri: Bríet Héðinsdóttir Týnda teskeiðin er annað leikrit Kjartans Ragnarssonar samið á eftir Saumastofunni en á undan Blessuðu barnaláni Efnislega er auðvelt að skilja þetta, en þegar lístræn vinnu- brögð eru höfð í huga finnst manni einhvern veginn að Týnda teskeiðin sé nýjasta verkið í Týndu teskeiðinni hef- ur Kjartan Ragnarsson náð þeim þroska sem skipar honum í sveit þeirra íslensku leikrita- höfunda sem mest er af að vænta Týnda teskeiðin kallast ,.grá- lyndur gamanleikur" Slíkar skilgreiningar skipta ekki veru- legu málí, en benda má á að undir niðri er nóg um alvöru í leikritinu og stundum er það á mörkum þess að breytast í ærslaleik Kvöldboð hafa löngum vérið eftirlætisviðfangsefni leikrita- höfunda. Slík boð eru vel fallin tíl þess að kynna persónur i leikriti, sýna áhorfandanum inn í hugarheim þeirra Kjartan notfærir sér þetta. Við fáum fljótt nokkuð glögga mynd af persónum hans. En ósköp venjulegt boð með glasagaumi fyrir matinn tekur óvænta stefnu. Óvelkominn gestur verður til þess að skemmtun breytist í kvalræði Úrvönduer að ráða Afleiðingar leiks verða manndráp. Áhorfandi kemst ekki hjá að setja atburði leikrits- ins i tengsl við fræg morðmál, enda segir höfundurinn að leikurinn gerist hér og nú Ef til vill hvarflar að einhverj- um að Kjartan Ragnarsson sé að gefa vísbendingu um framda glæpi Það held ég að sé fráleitt að ætla. En það er viss ádeilubroddur í lýsingu hans á því fólki sem óviljandi verður manni að bana og til- raunum þess til að hvitþvo sig Þjóðfélagsaðstaða og peningar skipta þetta fólk mestu máli, en mannúðin er aðeins til punts. Frá gjörðum sínum getur það aftur á móti ekki flúið í öllum er eitthvað til sem heitir sam- viska. Eða eigum við að segja að niðurstaða Týndu teskeiðar- innar sé sú að einn glæpur kalli á fleiri glæpi Hjólið snýst þegar það á annað borð er komið af stað. Hugsanlegum boðskap Kjartans Ragnarssonar er vert að gefa gaum þótt einfaldasta leiðin sé að afgreiða verk hans sem gaman og ærsl. Gaman- leikrit þurfa síður en svo að vera ómerkari heimildir um samtímavanda en verk sem vís- vitandi eru samin til að „fletta ofan af öllu svínaríinu". Dæmin sanna gildi gamanleiksins við gerð ádeilukenndrar þjóð- félagsmyndar. Pérsónur Týndu teskeiðar- innar eru trúverðugar, að minnsta kosti innan ramma verksins. Begga, konan i kjallaranum, og Baldi, maður hennar, eru alþýðuflólk af þeirri gerð sem Kjartan Ragnarsson hefur yndi af að fást við Hjónin Júlla og Aggi og Bogi og Ásta hafa ekki áður komið við sögu i leikritagerð Kjartans og m.a. þess vegna er ekki lítils um vert hve vel hon- um tekst gerð þeirra Rúnar, sonurinn i kjallaranum, og Jóa, dóttirin á efri hæðinni, eru ásamt lögreglumanni beint úr kokkabók Kjartans. Leikstjórn Bríetar Héðins- dóttur er örugg Nokkrir veikir punktar í siðari hluta verksins verða sennilega fremur að skrifast á reikning Kjartans en Bríetar Fyrsti þáttur er af- burðavel saminn. Siðari hluti verksins er langdregnari, of lengi er dvalið við það sem nægt hefði að gefa i skyn. Tilhneiging Kjartans til að semja ærslaleik virðist ætla að fá yfirhöndina Ádeilukenndir gamanleikir eru aftur á móti Kjartani eðlilegastir. En margt i Týndu teskeiðinni sýnir að Kjartan gaeti með góðum árangri samið alvarlegt leikrit og lætur hann vonandi verða úr því. í Týndu teskeiðinni er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.