Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 44
AUOLYSINCiASIMINN ER: 22480 3W»raiinbt«íii?) LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1977 BANASLYS í GRÍMSEY NlU ÁRA drengur féll í höfnina í Grímsey á fimmtudaginn. Honum var hjargað í land á síðustu stundu en dvölin í köldum sjónum hafði varanleg áhrif á líkama drengsins Gudrún með 2 há- hyrninga VÉLBÁTURINN Guó- rún hefur að undan- förnu verið vió há- hyrningsveióar út af suöaustanveróu land- inu og undir skipstjórn Jóns Gunnarssonar, forstöðumanns Sæ- dýrasafnsins. Bandarískur sér- fræóingur er um borð í þessum leiöangri og eftir síóustu fréttum virðist þeim hafa orðið nokkuð ágengt, þar sem í gær var skipið á leið til lands með tvo háhyrninga og er væntanlegt til Grinda- víkur í dag. og lézt hann á sjúkrahúsi í Reykjavík síðdegis f gær, skömmu eftir að hann hafði verið fluttur flug- leiðis þangað frá Akureyri. Drengurinn hét Bjarni Jóhannesson til heimilis að Sveinagörðum í Gríms- t*y- Það var um þrjú leytið á fimmtudaginn að drengurinn fór hjólandi niður að höfninni í Grímsey, en þar var enginn stadd- ur. Kom hann við i húsi nálægt höfninni. Rétt eftir að drengur- inn var þaðan farinn tók hús- móðirin eftir því að hann var á floti í höfninni. Er talið að hann hafi hrasað á hjólinu og fallið í höfnina. Var brugðið við skjótt og mannaður bátur, sem lá bundinn við hafnargarðinn og náðist pilt- urinn á síðustu stundu og var hann meðvitundarlaus. Lífgunartilraunir voru strax hafnar og báru þær árangur. Hins vegar varð fljótlega ljóst að drengurinn var mikið veikur eftir veruna í sjónum. Svo heppilega vildi til að sýslumaður var í eynni til að halda manntalsþing og var því flugvél stödd á flugvellinum. Var drengurinn fluttur í skynd- ingu til Akureyrar og var hann kominn á sjúkrahúsið þar aðeins klukkutfma eftir að hann datt í sjóinn. Til Reykjavíkur var drengurinn fluttur lífshættulega veikur siðdegis í gær og lézt hann skömmu eftir að komið var með hann á sjúkrahús. Bensínlítrinn hækkar í 93 kr. BENStN hækkar frá og með deg- inum í dag úr 88 krónum lítrinn f 93 krónur. Nemur hækkunin 5,7% og er hún vegna gengissigs íslenzku krónunnar gagnvart er- lendum myntum, samkvæmt þeim upplýsingum, sem verðlags- skrifstofan veitti Mbl. í gær. Nú um mánaðamótin verður reiknuð ný byggingarvísitala og ef hún hækkar, sem fastlega má gera ráð fyrir, hefur ríkið heimild til að óska eftir hækkun á vegagjaldi. sem innheimt er í bensínverðinu og kann það að leiða til enn frek- ari hækkana á hensíni innan skamms. Verðlagsnefnd samþykkti ben- sínhækkunina á miðvikudaginn og hlaut hún staðfestingu ríkis- stjórnarinnar í gærmorgun. Þá var einnig stafffest hækkun á gas- olíu úr 36 krónum litrinn í 39,80 krónur eða 10,6% og hækkun á Framhald á bls. 28. Pása Tap fiskvinnslunnar 2500-3000 miiljj. kr. áári SH boðar til aukafundar um miðjan októbermánuð „VIÐ Núverandi skilyrði nemur tap fiskvinnslunnar 2500—3000 milljónum kr. á ári, allt eftir því hvort eingöngu er miðað við frystihúsin eða vinnsluna í heild. „Þetta segir m.a. í fréttatilkynningu, sem Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna sendi frá sér í gær vegna þeirra umræðna sem átt hafa sér stað að undanförnu um hag frysti- húsanna í landinu. Segir að þótt Þjóðhagsstofnun hafi ekki að fullu lokið við yfirstandandi athugun á rekstri frystihúsanna, þá sé athugunin komin það langt á veg að ljóst sé að tap fiskvinnslunnar nemi framangreindri upphæð. 1 fréttatilkynningu SH segir, að fulltrúar vinnslustöðvanna hafi átt viðræður við stjónvöld um rekstrarvanda fiskvinnslunn- ar eftir gerð kjarasamninga í sumar og ákvörðun um fiskverð frá 1. júli s.l. Þessar viðræður leiddu til þess að Þjóðhagsstofnun var falið að gera itarlega úttekt á rekstri, sem flestra vinnslustöðva og þá einnig með tilliti til staðsetningar þeirra, þannig að fram kæmi hvort um verulegan afkomumun væri að ræða eftir landshlutum. I frétta- tilkynningunni er síðan vikið að tapinu og segir siðan að það tapist misjafnlega eftir vinnslustöðvum og landshlutum en fullyrða megi að nær ékkert fyrstihús sé tekið taplaust við núverandi skilyrði. „Sá misskilningur mun all út-' breiddur að vegna þess hve fá frystihús hafa ennþá stöðvast að fullu, þá sé rekstrarhallinn ekki eins mikill og af sé látið. Á þessu er sú einfalda skýring að enginn lokar eða stöðvar sinn rekstur á meðan nokkur leið er til að halda áfram. í allt of mörgum tilvikum Framhald á bls. 28. Sautján ára piltur stór- slasaður eftir bílslys SAUTJÁN ára piltur ligg- ur stórslasaður á gjör- gæzludeild Borgarspítal- Skáksamband íslands býdur í heimsmeistaraeinvígid 1978 STJÓRN Skáksambands tslands ákvað á fundi sín- um í gær að stefnt skyldi að því að heimsmeistara- einvígið í skák 1978 milli Anatoly Karpovs og sig- urvegarans í einvígi þeirra Spasskys og Korts- nojs yrði haldið hér á landi, og kemur fram í frétt frá Skáksamband- inu að þetta er ákveðið með fulltingi ferðamála- ráðs, sem jafnframt hef- ur gefið Skáksamhand- inu fyrirheit um mynd- arlegan fjárstuðning í þessu skyni, ef af verður. Tveir stjórnarmenn Skáksambandsins munu á næstunni reifa þetta mál á fundi innan Al- þjóða skáksambandsins, FIDE. Morgunblaðið spurði Heimi Hannesson, formann ferða- málaráðs, í gærkvöldi, hvernig stæði á því að ráðið hefði ákveð- ið að láta einvígishald þetta til sin taka. Heimir sagði, að nú undanfarið hefðu átt sér stað viðræður milli fulltrúa ferða- málaráðs og Skáksambandsins eftir að þetta mál hefði verið tekið til umræðu bæði innan landkynningarnefndar og ferðamálaráðs sjálfs. í þessum viðræðum hefði það orðið nið- urstaðan að ferðamálaráð tæki að sér að styðja við Skáksam- bandið í þessu máli þar sem þarna væri um mikinn atburð að ræða sem væri til þess fall- inn að verða mikilvæg land- kynning út á við. „Ferðamálaráð ákvað að taka frumkvæðið í þessu máli,“ sagði Heimir, „í því skyni eigin- lega á höggva á hnút sem við óttuðumst að væri að koma upp þess eðlis að hver visaði á ann- an og jafnframt vildi ráðið leggja sitt lóð á vogarskálina og hétum við að leggja til þessa fé, sem yrði annars vegar hlutur í Framhald á bls. 28. - Hefur fengið fyrirheit ferðamálaráðs um dyggilegan stuðning ans eftir umferðarslys á Bústaðavegi í gærdag. Slysið varð með þeim hætti, að pilturinn ók aust- ur Bústaðaveg um hálftvö- leytið í gær. Ók hann inn í hliðina á strætisvagni, sem var að fara yfir Bústaða- veginn frá Sogavegi yfir á Stjörnugróf, sem er fram- hald Sogavegar. Lenti bifreiðin á strætis- vagninum við afturhurð. Pilturinn var fluttur á slysadeild Borgarspítalans, þar sem gert var að meiðsl- um hans. Er hann mjaðma- grindarbrotinn, mikið skorinn á höfði og hlaut auk þess fleiri meiðsli. Að aðgerð lokinni var hann fluttur á gjörgæsludeild spítalans. Enginn meiddist í strætisvagninum. Pilturinn er sem fyrr segir aðeins 17 ára og hafði hann öðlast ökuréttindi 16. september s.l.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.