Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTOBER 1977 t Eiginmaður minn GUÐNI E KRISTJÁNSSON, lézt á Hrafnistu þann 29 september Gfslfna Magnúsdóttir. t Kona mín og móðir okkar HALLFRÍÐUR JÚLÍUSDÓTTIR, Sólvöllum, Bergi, Keflavík, lézt í Landspítalanum 2 7 september Útförin verður gerð frá Þjóðkirkj- unni í Hafnarfirði þriðjudaginn 4 október kl 14 Magnús Kolbeinsson, Guðfinna, Ragnar, Július, Jóhanna, Gréta. t Eiginmaður minn og faðir okkar SÆMUNDUR AUÐUNSSON skipstjóri lézt að heimili sínu aðfaranótt 30 september Arndís Thoroddsen Auðunn Sæmundsson, Ingibjörg Sæmundsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar GUÐMUNDAR INGÓLFSSONAR Rauðalæk 1 3. Sigrún Ingólfsdóttir, Ingibjörg Ingólfsdóttir og aðrir aðstandendur. t Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar. tengdamóður og ömmmu. GUÐRÚNAR S ÁRNADÓTTUR, Otti Pétursson, Helga Pétursdóttir, Guðbjartur Kristinsson, og barnaborn Þökkum innilega auðsynd samúð og vinarhug við andlát og jarðarför PÉTURSANNASSONAR Geitafelli Systkini. t Innílegar þakkir fyrir auðsynda samúð og vinarhug, við andlát og útför, KOLBEINS STEFÁNSSONAR, frá Skuld Vestma n naeyjum. Vandamenn. t Þökkum samúð og vmarhug við andlát og útför móður okkar STEINUNNAR SÍMONARDÓTTUR ZOÉGA Unnur Zoega Jóhannes Zoega Reynir Zoega t Þökkum af alhug samúð við andlát og útför ÖNNU INGIGERÐAR JÓNSDÓTTUR, Reykjum, Mjóafirði. Hans Wium Guðmundsson, börn, tengdabörn, barnabörn og systkini hinnar látnu. Haukur Magnússon Minningarorð Haukur Magnússon lést á Land- spítalanum aðfararnótt 20. þ.m. eftir langt stríð við erfiðan sjúk- dóm. Barátta hans við dauðann var hörð og miskunnarlaus, en karlmennska hans var mikil og manninum ekki ljúft að láta und- an og falla fyrir aldur fram. Hvað eftir annað varð lífsvilji hans ofaná, kjarkurinn óbilandi og sjúkdómurinn varð að hopa. En að lokum varð ekki barist lengur, vopnin lögð niður og hvildin tók við. Dagsins önn var lokið hjá hugprúðum dreng. Haukur var fæddur 13. nóv. 1930, sonur þeirra ágætu hjóna Jónínu Hafliöadóttur og Magnús- ar Runólfssonar i Haukadal á Rangárvöllum, sem þar búa enn, komin nokkuð við aldur. Þeim hjónum varð fjögurra banra auð- ið, en hafa nú misst tvö þeirra. Hauk og Sigrúnu, sem var tveim- ur árum eldrí en hann, og lést á miðju ári 1973. Hin tvö sem eftír lifa eru Stefania Heiða búsett í Reykjavík og Hafsteinn búsettur i Keflavik. Öll voru börn þessara öndvegis hjóna manndömsfölk. Haukur Magnússon sýndi snemma hvað í honum bjó hvað dugnað og áræði snerti. Hann miklaði ekki fyrir sér hlutina, en tókst á við það sem að höndum bar af mögiunarlausri snerpu. Ungur að árum hélt hann úr föð- urgarði til starfa þar, sem vinnu var að fá, drifinn áfram af þeirri sjálfsbjargarviðleitni, sem átti eftir að fylgja honum ævina alla. Þó lét hann ekki undir höfuð leggjast að afla sér nokkurrar menntunar og lauk landsprófi frá héraðsskólanum að Núpi í Dýra- firði. En stæling líkamans var honum líka ofarlega í huga og þvi lá leið hans einníg um hlöðin á Haukadal í Biskupstungum í íþróttaskóla Sigurðar Greipsson- ar, þess aldna heiðursmanns og iþróttafrömuðar. Síðar lá svo leið Hauks til þétt- býlisins, þar sem starfið tók við og sú lífsbarátta, sem allír verða að heyja. Um árabil stundar hann ýmis störf og þá aðallega akstur uns leið hans liggur á sjóinn. Og þar hefst hans raunverulega Iífs- starf. Samkvæmur sjálfum sér, að gera hlutina ævinlega til fulis, fer hann í Sjómannaskólann og lýkur þaðan prófi árið 1963. Síðan varð sjómennskan hans aðalstarf; að draga fisk úr sjó. Þar var dugnaði hans og einstakri sjálfshörku við- brugðið. Sjómennskan átti vel við skap- lyndi Hauks. Hún krafðist þeirrar karlmennsku, sem hann átti i svo rikum mæli. Baráttan við válynd veður stældi hann til aukinna átaka. Þau störf, sem þar varð að vinna, voru honum kær og hann kunni þar vel til verka. Þar kom þó að lokum að leið hans lát til lands á ný og þar starfaði hann að mestu nú siðustu árin. Lífshlaup þessa vinar mins varð ekki langt, en þó mun hann hafa Jóhannes Stefánsson \i (;lvsiní;asiminn kr: 22480 B'orguubTníiiíi Siglufirði Jóhannes Stefánsson, Hávegi 21, Siglufirði, var fæddur 31. júlí 1901 í Bæ í Skagafirði, foreldrar + Þökkum innilega auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu. HALLDÓRU V. JÓNSDÓTTUR Fyrir hönd vandamanna, Fríða Jónsdóttir, Margrét Jónsdóttir Bull. + Við þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og útför ástkæru móður okkar, tengdamóður, fósturmóður og ömmu. ÞÓRUNNAR GUÐBJARGAR HALLDÓRSDÓTTUR, Lyngbergi Ásgeir Guðmundsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Emil Guðmundssin, Karl Guðmundsson, Ólfna Guðmundsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Magnús Guðmundsson, Erla Flosadóttir, Hjalti Guðmundsson, Kristin Guðmundsdóttir, tengdabörn og barnaborn + Þökkum innilega auðsynda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa ELLERTS JÓHANNESSONAR, Skúlagötu 15, Stykkishólmi. Guð blessi ykkur _ « , Al , . Guðrun Olafsdóttir, Ingibjörg Ellertsdóttir, Magnús Ó Jónsson, Jóhanna Elllertsdóttir, Finnbogi Ólafsson. Ólafur Ellertsson. Ingibjörg Björgvinsdóttir, Ingimar Ellertsson, Sigurrós Sigurðardóttir. Þórey Ellertsson, Páll Guðmundsson, og barnabörn + Þökkum af alhug auðsýnda smúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞORBJARGAR JÓNSDÓTTUR, Norðurbrún 1. Ragnhildur Gísaldóttir, Olgeir Sigurðsson, Helga Gisladóttir, Ámi Guðbjörnsson. Ólafía Andrésdóttir, Viðar Guðbjörnsson, Guðný Lárusdóttir, Gísli Guðbjörnsson, Þorbjöm Guðmundsson, og barnabarnabörn. — Minning voru Stefán Jóhannesson útvegs- bóndi og Hólmfríður Þorsteins- dóttir. Þau fluttust að Bæ árið 1900 og reistu sér þar hús, en Stefán var einn aflasælasti sjómaður Skagafjarðar og þaul- kunnugur öllum miðum þar. Stefán og Hólmfríður eignuðust 6 börn, en aðeins tveir drengir komust á legg, Jóhannes og Þor- steinn. Á Bæ átti Jóhannes heima til 1945 er hann fluttist til Hofsóss, bjó þar með fjölskyldu sinni til 1947, er aftur var breytt um og farið til Siglufjarðar þar sem hann átti heimili til æviloka. Jóhannes var ætíð kallaður Jói frá Bæ þó langt væri liðið frá því að hann flutti af æskuslóðum, enda var hugur hans löngum bundinn þar þó sjaldan hefði hann ástæður til að skreppa þangað er árin liðu. Við vorum* mörg uppeldissystkinin sem ólumst upp á Bæ, öll á svipuðum aldri. Barnaskóli og unglingaskóli voru á heimilinu og var Jöi Stefáns þar mjög vel hlutgengur. Er hann var kominn um tvítugt gekk hann einn vetur i Hólaskóla, en annars var hugur hans og starfsvettvangur við og á sjónum allt þar til hann fluttist til Siglu- fjarðar, þar vann hann að ýmsum störfum, við fiskvinnu og útgerð, nokkur ár var hann verkstjóri hjá Þráni Sigurðssyni útgerðarmanni þar. Jói Stefáns eins og mér er tamast að kalla hann var ekki flasgefinn en prúðmenni og mjög vel greindur, skrifaði listagóða rithönd, var ákveðinn i skoðunum og ekki man ég eftir ákveðnari sjálfstæðismanni alveg fram i fingurgóma. Ekki komst Jói hjá því að verða fyrir nokkrum áföllum og reynslu i lífinu og má þar til nefna að hann var á báti með föður sínum og tveimur öðrum i sunnan fárviðri 2. desember 1933 og tók þá út af bátnum hjá þeim Jóhann Jónsson bónda i Glæsibæ. Var gerð leit að bátnum sem fannst fram i djúpi úti af Siglufirði. Þetta tók á Jóa þó hann léti það ekki mikið uppi, einnig varð fjölskyldan og við öll fyrir áfalli er Stefán faðir þeirra bræðra fórst með pístbátnum Þengli við Dali 7. febrúar 1938. Þegar ég lít til baka yfir langan veg sé ég að flest af þessu fólki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.