Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1 OKTOBER 1977 10 Hér fer á eftir áttunda viðtal Morgunblaðsins viS borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Að þessu sinni er rætt við Ragnar Júliusson, skólastjóra, formann fræðsluráðs Reykjavíkur og formann útgerðarráðs BÚR, um fræðslumál og framleiðslugreinar atvinnulífsins í höfuðborginni. Fyrsti togari BÚR: Ingólfur Arnarson. Skólahúsnœöi skortir í nýjum borgarhverfum — nemendum fœkkar verulega í þeim eldri Aðdragandi og stofnun BÚR S p.: Það er ástæða til að spyrjast fyrir um, hvers vegna borgarstjórnar- meirihluti Sjálfstæðisflokksins stóð að stofnun bæjarútgerðar í Reykja vik á sinum tima? í Reykjavik stóð vagga togaraútgerð- ar í landrnu Þegar nýsköpunarstjórnin beitti sér fyrir endurnýjun og aukningu togaraflota landsmanna á sínum tíma, var það mörkuð stefna bæjarstjórnar, að Reykjavík skyldi halda hlutfalli sinu í togaraútgerð, eins og það var á fyrirstríðsárunum Þegar til kom reynd- ust ekki fyrir hendi kaupendur að það mörgum skipum, sem eðlilegt þótti að féllu í hluta Reykjavíkur Þá var ákveð- ið að efna til bæjarútgerðar í Reykjavík — BÚR — sem keypti fjóra nýsköp- unartogara Fyrsti togarinn, Ingólfur Arnarson, kom til landsins 17 febrúar 1947 Sá dagur er talinn stofndagur BÚR Ríkisstjórnin samdi síðar um smíði 10 togara og komu fjórir i hlut BÚR og urðu því skipin átta Árið 1955 strandaði eitt skipa út- gerðarinnar Tryggingarfé þess var nýtt Ragnar Júlíusson, borgar- fulltrúi til að koma upp nýjum togara, Þormóði goða, er bættist í flota BÚR árið 1 958 Þessi togari er nú eini síðutogarinn af stærri gerð sem enn er gerður út og þegar þetta viðtal birtist er Þormóður goði i sinni síðustu veiðiferð — og síðutogarar BÚR úr sögunni 1948 hóf BÚR fiskvinnslu á Meist- aravöllum, aðallega saltfiskverkun; en í dag er þar einnig skreiðarverkun og síldarverkun, þegar sá fiskur fæst til verkunar 1959 kaupir síðan BÚR Fiskiðjuver rikisins, þar sem nú er frystihús BÚR Með í þeim kaupum var u þ b þriðjungur í hlutafjáreign fisk- bræðslunnar á Kletti, sem er í eigu nokkurra fiskverkenda í Reykjavik Á árunum 1973 og 1974 var tog- arafloti BÚR endurnýjaður með til- komu 3ja skuttogara af stærri gerð, smiðaðra á Spáni 1 976 er síðan ráðist i að kaupa skuttogara af minni gerð, bv Hjörleif BÚR gerir því út í dag 4 skuttogara, þrjá af stærri gerð og einn af minni, auk síðutogarans Þormóðs goða sem áður er getið Vinnsluaðstaða í landi Sp.: Hverjar eru helztar fréttir af starfsemi BÚR á líðandi stund? Stefnt er að og unnið að umfangs- miklum breytingum á vinnsluaðstöðu í landi Tugum milljóna króna hefur þegar verið varið í þessar endurbætur Fyrst skal nefna endurbætur á frysti- húsinu sjálfu, þar sem starfsaðstaða öll verður stórbætt, sem og hreinlætisað- staða, komið upp nýju mötuneyti, þ.e aðbúnaður allur bættur, bæði í vinnu og vinnuhléum Þá er stefnt að því að breyta vinnslukerfi hússins þannig, að vinna megi á 2 vinnslulínum samtímis, sem er forsenda þess að hægt sé að koma upp ..bónuskerfi'' í vinnslunni Það er talið hagkvæmt, bæði fyrir starfsfólkið og fyrirtækið Þá er stefnt að gjörbyltingu í móttöku fisks Kassa- væða á öll skipin og er slikur útbúnað- ur þegar kominn í bv Hjörleif og að hluta til einnig í Spánartogarana Kassavæðing togaranna byggist á kældri fiskmóttöku, sem koma á upp i Bakkaskemmu Að þeim framkvæmd- um loknum verður löndun úr togurum BÚR flutt í Vesturhöfnina og vonandi flyzt einnig öll önnur fisklöndun þang- að (starfsemi Togaraafgreiðslunnar) Meginástæður fyrir þessum breyt- ingum eru þessar: 1) Vinnuaðstaða starfsfólks stórbatnar 2) Fiskur, sem til vinnslu berst, er mun verðmætari úr kössum en úr lausum stíum 3) Með bættu hráefni hækkar nýtingarhlutfall þess Sem dæmi má nefna að hækki nýtingarhlutfall hráefnis úr 35% i 36% eykur það verðmæti framleiðsl- unnar um 30 m.kr. miðað við verð- lag 1976 og framleiðslu frystihúss- ins það ár. Þegar Þormóður goði hefur verið seldur er það á stefnuskrá útgerðarráðs að eignast 2 nýja eða nýlega skuttog- ara af minni gerð Borgarráð hefur þegar heimilað BÚR að taka upp samn- ingaviðræður við Stálvík hf um hugs- anlega smíði á slíkum skuttogara fyrir BÚR, en ef slikur smíðasamningur verður gerður verður hann að sjálf- sögðu lagður fyrir borgarráð og borg- arstjórn, áður en fullfrágenginn verður Ég geri ráð fyrir að meðalaldur togara (starfsending) sé vart meiri en 1 0— 1 5 ár Útgerð, sem gerir út 5 togara, þarf því að fá nýtt skip á 2—3 ára fresti, ef um eðlilega endurnýjun á að vera að ræða 500 starfsmenn Sp.: Hvað vinna margir hjá BÚR og hver voru greidd vinnulaun fyrir- tækisins á sl. ári? Hjá BÚR vinna að meðaltali um 500 manns (starfsgildi) allt árið Á launa- skrá þess komust hins vegar 1703 einstaklingar, ef allir eru meðtaldir, sem störfuðu skemmri eða lengri tíma á sl ári í þessu sambandi er og rétt að Tjeta þess að fjölmargar konur vinna hjá fyrirtækinu aðeins hluta úr degi Vinnulaun, sem fyrirtækið greiddi á sl ári, reyndust u.þ.b. 640 m.kr. Auk Efla þarf framleiðslugreinar atvinnulífs í höfuðborginni Í?ÍSÍ!ÍS#;S5í:|Í^W '' - c JT ■ 1^ WS§mm M í!® ■J'Æ^eí-X neaifeai : i .. Helstu nýjungar: Nú fæst einnig gasolía í Hafnarstræti. Bensín og gasolía er nú afgreitt af hinum nýju hraðvirku rafeindadælum okkar. Innkeyrsla er bæði frá Hafnarstræti og Tryggvagötu. Við bjóðum stóraukið vöruval í rúmgóðri verslun, þ.á.m. hinar nýju TRIDON ÞURRKUR. Olíufélagið hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.