Morgunblaðið - 01.10.1977, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKT0BER 1977
21
/■
Hver Islend-
ingur neytir
8 kg af
osti í ár
Staldrað við 1 Osta- og smjörsölunni
— Þar sem viö erum einir
hérna á markaóinum verðum
við ætíð að vera þess minnugir
að því fylgja skyldur. Þær
skyldur eru að misnota ekki
aðstöðuna heldur byggja þetta
upp og koma með jafngóðar
vörur og i svipuðu útliti og ger-
ist meðal nágrannaþjóðanna.
Þetta er það sem við höfum
stefnt að, sagði Öskar Gunnars-
son forstjóri Osta- og smjör-
sölunnar er við litum inn hjá
honum i vikunni til að fræðast
um fyrirtækið i tilefni Iðn-
kynningar í Reykjavík.
Óskar Gunnarsson sagði að
Osta- og smjörsalan hefði verið
stofnuð 1959. Megin tilgangur
fyrirtækisins hefði frá upphafi
verið sá að annast dreifingu á
vinnsluvörum mjólkurbuanna i
landinu, þ.e. smjöri, ostum og
öðru slíku, jafnframt þvi að
stunda leiðbeiningarstarfsemi
fyrir búin og neytendur. Osta-
og smjörsalan hefur frá
upphafi verið í þeim húsa-
kynnum sem hún er nú í við
Snorrabrautina, en Öskar sagði
að fyrirtækið hefði nú fengið
lóð við Bæjarháls og vonast
hann til að framkvæmdir þar
hefjist i haust. Sagði hann að
þar yrði mun rýmra en á
Snorrabrautinni og einnig væri
gert ráð fyrir víötækari starf-
semi þar.
Hjá Osta- og smjörsölunni
starfa nú á milli 40 og 50
manns. Veita fyrirtækisins var
um 2500 milljónir á sl. ári og i
ár er áætlað að veltan verði um
3500 milljónir. Árið 1976 voru
seld um 1600 tonn af osti á
innlendan markað, þ.e. um 7 kg
á hvern íslending, en með
þeirri aukningu sem Óskar
sagði hafa verið i sölunni er
líklegt að hver maður snæði að
jafnaði um 8 kg á þessu ári.
Um nýjungar i framleiðsl-
unni sagði Óskar Gunnarsson
að að jafnaði ríkti áhugi fyrir
slíku hjá mjólkurbúunum.
Kvað hann þó framleiðslu-
möguleika þeirra þurfa að
batna til muna, þó að þakka
bæri auknum gæðum og sæmi-
legu úrvali þá söluaukningu
sem átt hefði sér stað. Kvað
Óskar framleiðslumöguleikana
vera.helztu erfióleikana sem
búin og Osta- og smjörsalan
ættu við að striða, auk þess sem
erfitt væri að gera nokkrar
söluáætlanir fram í tímann
vegna rikjandi verðlags-
þróunar.
Osta- og smjörsalan flytur út
ost (il Bandarikjanna og kasein
til Evrópu. Sagði Óskar að þessi
útflutningur, væri dropi i hafið
miðað við það sem samkeppnis-
aðilarnir settu á markað.
Á næstunni koma á markað
nýjar smjörpakkningar, að
sögn Óskars verður frágangur
loksins á þeim öilu betri en
verið hefur hingáð til, og jafn-
framt verður nákvæm efnasam-
setning innihalds dósanna
áprentað á hinar nýju umbúðir,
en Óskar sagði að slikt yrði með
allar vörur Osta- og smjör-
sölunnar innan tiðar.
Neytendamarkaðurinn er
þungamiðjan i okkar starfi í
dag, sagði Birgir Skaftason hjá
fyrirtækinu Rafrás er Morgun-
blaðið ræddi við hann í tilefni
þess að fyrirtækið sýnir fyrst
allra íslenskra fyrirtækja inn-
lenda framleiðslu á litsjón-
varpstækjum og hljómflutn-
ingstækjum á iðnsýningunni í
Laugardalshöll.
Þetta fyrirtæki okkar er að-
eins um tveggja ára gamalt og
við höfum eingöngu einbeitt
okkur að ýmiss konar sérverk-
efnum svo sem elektróniskum
stýribúnaði svo og sérpöntuð-
um hljómflutningstækjum.
Hafið þið getað lifað á þess-
um sérpöntuðu hlutum ein-
göngu, samhliða því að byggja
fyrirtækið upp?
— Þetta hefur gengið ein-
göngu meó því að við eigend-
urnir höfum tekið mjög lítið
kaup fyrir okkur sjálfa, en látið
því meira ganga til fyrirtækis-
ins til ýmiss konar tækjakaupa,
því það þarf mjög mikið af dýr-
um og vönduðum tækjum til
þess að hægt sé að starfa í
þessu á sómasamlegan hátt og
veita þá þjónustu sem ætlast er
til.
Þessi tæki, sem við erum með
í vinnslu, eru plötuspilarar,
sem eru unnir eftir írskri fyrir-
mynd, hátalarar, magnarar svo
og litsjónvarpstækið góða.
Þetta er ekki komið á almennan
markað enn þá en við vonumst
til að geta sett hátalarana og
Við get-
um fram-
leitt eftir
sérþörfum
hvers
og eins
plötuspilarann á markað eftir
um tvo mánuði en hitt eitthvað
seinna.
Aðrir hlutir sem vió erum að
vinna að eru t.d. tölvur til notk-
unar fyrir fyrirtæki. Þessa
stundina erum við með tvær
erlendar tölvur, sem við getum
fengið framleiðsluleyfi á, i ým-
iss konar rannsóknum. Síðan
erum við með eina sém við er-
um að hanna alveg eftir eigin
höfði, sem yrði þá má segja
alíslensk tölva, en það er tölu-
vert lengra i að tölvurnar verði
komnar á markað, en hinir
hlutirnir.
Er þessi framleiðsla ekki
tæknilega erfið viðureignar?
— Nei alls ekki, tæknivanda-
málin eru nú þegar yfirstigin
Frá tilraunastofu Rafrás.
en aðalvandinn er sá gifurlegi
stofnkostnaður sem er þessu
samfara.
Það sem við höfum framyfir
erlenda framleiðslu er fyrst og
fremst það, að fólk getur lagt
inn pantanir með öllum sinum
séróskum um ýmis afbrigði,
sem ekki væri mögulegt að gera
við erlenda framleiðslu. T.d.
getum við framleitt sendi sem
sendir hljóð úr sjónvarpstækj-
um þráðlaust i heyrnartæki.
Þetta væri t.d. mjög gott fyrir
sjúkrahús og elliheimili og
svona mætti lengi telja.
Heimsækið sýningardeiid okkar (nr. 4) á Iðnkynningunni
í Laugardalshöll og skoðið boltann sem hangir í lausu lofti
eða fáið ykkur ís í glasið. VERIÐ VELKOMIN.
STJÖRNU
HISTÁLhf
STÁLVER hf, ÞRYMUR hf, VOGUR hf, BLIKKOG STÁLhf, MÁLMTÆKNI sf