Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1977 Höfum ekki undan að fram- leiða íslenzka skartgripi Jón og Öttar við vinnu sína. Hverjar eru helstu breyting- ar í úraiðnaðinum? — Það helsta er að í tölvu- úrunum, sem nú eru ríkjandi á markaðnum, eru hin svo- kölluðu ljósborð að hverfa úr sögunni og við taka fljótandi borð og svo vísar eins og i gömlu góðu gerðinni, en þau eru eigi að siður svo kölluð tölvuúr. En hvað með framleiðslu hér- lendis? — Það er enginn markaður hér fyrir slíkt. Það fjármagn sem þyrfti í slíka framleiðslu myndi krefjast margfalt meira fjármagns heldur en fyrir hendi er. Þá viljum við vekja athygli á þeim misskilningi, sem virðist ríkja meðal sýningargesta, þeir spyrja furðu lostnir þegar þeir sjá úrin hjá okkur hvort hér sé ekki bara verið að kynna ís- lenskan iðnað. Hér er aðeins verið að kynna úrsmíðaiðnina, sem slika og það verður vart gert öðru visi, en með hjálp erlendra úra. Þá voru þeir félagar að því spurðir hvenær þeir hefðu stofnað fyrirtækið og hvort ein- hver stækkun væri í bígerð. — Við stofnuðum fyrirtækið 9. janúar 1971 hér á þessum sama stað við Laugaveg 70, nú hvað varðar stækkun þá stendur hún ekki fyrir dyrum, við trúum því, að með því að hafa verzlun- ina litla og þægiiega náum við betur til viðskiptavina okkar, heldur en við værum með mun stærri og ópersónulegri verzlun. Gefur það góða raun að vera í samvinnu, gullsmiður og úr- smiður? — Tvímælalaust, þessir þættir eru svo samtvinnaðir í hugum fólks, að með því að hafa til reiðu sérfræðiþjónustu á báðum sviðum getum við boðið upp á mun betri þjónustu heldur en ella. Einnig förum við árlega á vörusýningar erlendis til að kynna okkur það nýjasta i þessum málum. Við leggjum mikið upp úr því að allir okkar skartgripir séu úr ekta efnum. Eins og áður sagði, þá erum við með úr til sýnis á sýning- tlr verslun þeirra félaga. unni og eru þau fyrst og fremst til að kynna iðnina sem slika. T.d. hefur fólk ekki gert sér grein fyrir þvi hve úr eru í raun og veru flókin fyrirbæri og má í þvi sambandi nefna að einfaldasta gerð úra er saman- sett úr 172 hlutum og venjuleg sjálftrekkt úr eru samansett úr allt að 400 hlutum. í þessu sam- bandi erum við einmitt með sundurtekið úr svo fólk geti fræðst um þetta með eigin augum. — Modelskartgripír eru til muna ódýrari hér á landi heldur en erlendis, og skapast það aðallega af því, að hér er álagning á skartgripum mun hóflegri heldur en gerist er- lendis, sögðu þeir félagar Jón Sigurjónsson og Óskar Oskars- son hjá Jón & Öskari er Morgunblaðið ræddi við þá í tilefni iðnsýningar í Laugar- dalshöll. — En, almennt um skart- gripi, er það að segja að við getum aðeins keppt við erlenda í dýrari klössunum, en þeir ódýrari eru langtum ódýrari er- lendis frá, vegna þess að hin seinni ár hafa tollar af skart- gripum frá EFTA löndum farið hraðminnkandi og eru í dag 18%. — Annars getum við ekki kvartað þar sem við höfum aldrei haft undan að framleiða íslenska skartgripi. Og nú hið allra síðasta hafa islenskir steinar verið að komast aftur i tí^ku. Hjá okkur eru nú starf- andi tveir gullsmiðir og tveir úrsmiðir og svo höfum við einn sérstaklega í klukkum. stalver Önnur af tveimur fsingarvélum f heiminum sem getur tekið sjó beint í fsingu framleidd af einu Stjörnustálsfyrirtækjanna. Getum boðið í stœrri verk en áður með stofhun Stjömustáls Fumástæðan fyrir stofnun Stjörnustáls er sú að þau fimm fyrirtæki sem að því standa telja sig standa betur að vigi við að bjóða í stærri verk en áður og vinna þau til muna betur en þau hefðu getað ein og sér, sögðu for- ráðamenn fyrirtækisins er Morgunblaðið ræddi við þá. Fyrir- tæki þau sem að Stjörnustáli standa, eru, Blikk og stál, Málm- tækni, Stálver, Vogur og Þrymur. Fyrsta verkefni þessa sam- vinnufélags okkar var nokkuð yf-' irgripsmikið verk við Kröflu- virkjun. Það var við safn- og dreifikerfi fyrsta áfanga virkjunarinnar. En einmitt þessa stundina standa yfir samninga- viðræður um sama verk við 2. áfanga virkjunarinnar. í þessu verki við Kröflu var samstarf fyrirtækjanna mikið og samkomu- lagið gott. Það skal þó tekið fram að Stjörnustál var alls ekki stofn- að í þeim eína tilgangi að vinna að þessu verkefni víð Kröflu eins og sumir k.vnnu að halda. Við erum bara rétt að byrja. Við vonumst til að samstarfið þróist þannig að fyrirtækið geti starfað á traustum grunni og i því sambandi má nefna að okkar aðal hugarfóstur í dag er að setja á stofn skipasmíða- stöð hér í Reykjavík nánr tiltekið inn við Ellíðavog. Gæti þessi stöð i framtiðinni smíðað allt upp í 10000 tonna skip og að sjálfsögðu tekið skip af þeirri stærð til viðgerðar 1 dag geta tildæmis fæst skip Eimskipafélagsins fengið viðgerð hér á Iandi, en við komu slíkrar stöðvar spöruðust ófáar milljónirnar í eriendum gjaldeyri, að ótalinni allri þeirri vinnu sem skapaðist. Á síðasta ári fóru um sex milljarðar króna til ýmiss konar viðhalds og breyt- inga á skipum erlendis, það er því ekki um neina smámuni að tefla. En þessi mál eru nú mjög til umræðu milli okkar og borgar- stjórnar og vonumst við til að fljótlega fáist jákvæð svör frá borginni svo hægt verði að hefja framkvæmdir. Hjá fyrirta'kjunum vinna sam- tals um 400 manns, en það er þó breytilegt eftir verkefnum. Velta félaganna var á síðasta ári um 800 milljónir króna. Hins vegar sýnir hvert fyrir- tæki útaf fyrir sig sína eigin fram- leiðslu hér á sýningunni, en við höfum þó að sjálfsögðu unnið að uppsetningu á þessu í mesta bróð- erni. Við vinnum dags daglega hver i sínu lagi að ákveðnum verkefnum og jafnvel í sam- keppni hver við annan, en það hefur ekkert að segja þegar að stærri verkefnum kemur, þá stöndum við einhuga að þeim og mætti í því sambandi nefna að hvert fyrirtæki er skylt að láta fyrirvaralaust um 35% af sínum mannafla í verkefni sem Stjörnu- stál tæki að sér. Þá viljum við gjarnan að það komi fram að þótt þessi iðn- kynning sé á enda verður að halda merki islensks iðnaðar áfram á loft og hvergi slaka á i því efni, sogðu þeir félagar að lokum. Allt í fullum gangi hjá Stálver.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.