Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÖBER 1977 i * iii §§W 1 ZTSSHm '■iliui;; \vi|ir '.vli Sýning í LaiiRartlalshitll. Staldrað við í Stálprýði hf. Nokkurtnost- ur við þetta Við stofnuðum þetta fyrir- tæki uin mánaðamótin júlí/ ágúst i f.vrra, og hðfum síðan verið í leiguhúsnæði hér á Vagnhöfða 6. Við lítum nú nokkuð björtum augum til framtíðarinnar, en hinu er ekki að neita, að stund- um hefur maður hálfpartinn séð eftir því að hafa farið út í svona rekstur. En þegar vel gengur hefur okkur fundízt við hafa breytt rétt. Þetta sögðu þeir Örn .Jóhannsson og Magn- ús Gíslason, forráðamenn Stál- prýði hf., er við heimsóttum það 'fyrirtæki nú í vikunni. Það var sæmilegt í þeim hljóðið, þegar okkur bar að garði í Stál- prýði eftir nokkra leit og króka- keyrslu upp á Ártúnshöfðan- um. Örn og Magnús tjáðu Mbl. að þeir sérhæfðu sig í framleiðslu stiga og handriða, en auk þess tækju þeir að sér ýmsa járn- smíði, nýsmíði, en þeir félagar eru vélvirkjar að mennt og auk þeirra starfa tveir aðrir smiðir í fyrirtæki þeirra. Stigarnir og handriðin sem við framleiðum eru mest innanhússhlutir. Og þar sem við leggjum áherzlu á aó hafa hlutina vandaða og fal- lega, enda oftast um stofu- mublu að ræða, þá krefst hver hlutur talsverðs nosturs og mik- illar vinnu. sögðu þeir félagar. í spjallinu við Örn og Magnús kom fram að þeir hefðu svo til alveg fjármagnað sitt fyrirtæki sjálfír, en aldrei leitað til lána- stofnana. Sögðu þeir fjárfest- inguna í tækjum og hráefni vera talsverða, svo og væri raf- magnskostnaður mikill því öll tækin sem þeir notuðu væru rafmagnsfrek. Þeir félagar sögóu að þeir ættu við svipuð vandkvæði að etja og t.d. hús- gagnaframleiðsla hvað sam- keppni varðaði fyrir utan svo það, að stundum gengi illa að innheimta, en þeir kváðu slíkt sennilega henda alla. Sögðust þeir m.a. eiga í samkeppni við innflutning á tilbúinni vöru, en kváðust vona að hin innlenda framleiðsla næði yfirtökunum með tímanum, en þeir sögðu að tekizt hefði að minnka hlut inn- flutnings að undanförnu. Magnús og Örn sögðust selja sína framieiðslu nánast út um allt land og sögðust þeir telja .sæmilegan markað fyrir fram- leiðslu sína. Fljótlega vonast þeir til að geta flutt starfsemi sína úr kjallaranum á Vagn- höfða 6 upp á næstu hæð húss- ins, en þar fá þeir um 200 fer- metra gólfflöt, en starfsemin er nú á um 120 fermetrum, sem þeir telja nokkuð lítið fyrir sig. Fyrirtækið Stálprýði tekur þátt í iðnkynningunni r Laugar- dalshöll, og er það í fyrsta sinn sem þeir kynna framleiðslu sína að einhverju marki á opin- berum vettvangi, að þvi er þeir sögðu Örn og Magnús. Okkur sýnast undirtektirnar þar ætla að verða mjög góðar, reyndar miklu betri en okkur hafði nokkurn tima órað fyrir, sögðu Magnús og Örn í lokin. Örn nostrar við eitt handriðanna. Séð yfir vinnuaðstöðuna í Stálprýði að Vagnhöfða 6. Fremstur er Magnús Gfslason að rafsjóða arin (Ljósm. Kristinn Ol.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.