Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÖBER 1977 41 því hlægiieg. Eins og það t.d., að hann talaði ekki íslensku og að enskir dýralæknar mundu nota önnur meðul og aðferðir við dýrin og lækningar á þeim en hér tiðk- aðist. Ég get ekki ímyndað mér annað en dýrahjúkrunarkonan sem er alíslensk og talar íslensku bæði við menn og dýr, gæti túlk- að, þegar þess gerðist þörf. Það var heldur ekki verið að biðja um atvinnuleyfi fyrir dýralækni sem ætti að starfa annars staðar en á Dýraspitalanum. Mér sýnist því á öllu, að þarna sé verið að reyna að leggja stein í götu fyrir því að spitalinn gæti nú ioks tekið að fullu og öllu til starfa. Hann segir og einhvers staðar, að þarna eigi aðeins að lækna hunda og ketti. Þetta er furðulegt. Sem betur fer, eru hingað og þangað um landið ýms smádýr sem geta orðið veik og eigendur vilja gjarnan að gerð sé tilraun til að lækna. Þá veit ég ekki betur, en ætlunin 'sé að koma upp skála þar sem hægt væri að taka stærri dýr inn, svo sem hesta o.fl. o.fl. Enda er Hestamannafé- lagið Fákur í Reykjavík eitt af þeim félögum sem standa að spit- :lanum. Nei synjunarrökin hjá yfirdýralækninum fyrir þessari beiðni um atvinnuleyfi fyrir er- lendan dýralækni til að vinna við dýraspítalann eru að minum dómi ákaflega haldlítil. Mér finnst, að hann svo og ráðuneytið sem fer með þessi mál ættu að endur- skoða afstöðu sína og veita þess- um manni leyfi til þessara starfa í t.d. 6—12 mánuði til reynslu. Að lokum vildi ég segja, að allir vita að fjöldinn allur af erlendum læknum, sjúkraþjálfum og hjúkr- unarfræðingum hefur starfað og starfar enn við hin ýmsu sjúkra- hús í landinu og veit ég ekki betur en þetta fólk hafi fyllilega getað unnið það starf, sem það var ráðið til, þó það ekki talaði orð í íslensku. Og hvað um allt það fólk sem þurft hefur að leita til ann- arra landa með ýrnsa sjúkdóma, sem ekki hefur verið mögulegt að sinna hér vegna tækjaskorts og sérþjálfunar lækna við ýmsa fá- gæta sjúkdóma. Þetta fólk hefur oft fengið góðan bata og i flestum tilfellum ágæta hjúkrun, þó það ekki hafi talað neitt mál annað en íslensku. Ég vil að endingu skora á yfir- dýralækninn að sýna þann stór- hug, að falla frá fyrri ákvörðun sinni og leyfa erlendum dýra- lækni að starfa við dýraspítalann, þar til íslenskur dýralæknir fæst til þess starfs. Þar með mundi hann leggja allstórt lóð á vogar- skálina til að sýna ísienskum dýr- um velvild og skilning. Akureyri, 25. sept. 1977. Marfus Heigason. 0 Busavígslur Velvakanda hefur einnig horizt innlegg frá bréfritara ein- um um busavígslurnar og er hon- um greinilega nóg boðið: Góðan daginn, Velvakandi. „Enginn er verri þótt hann vökni.“ Mér datt þetta máltæki í hug, þegar ég sá i sjónvarpsfrétt- um aðfarirnar hjá ísfirzku menntaskólanemunum, þegar fyrstu bekkingar voru þar teknir ,,í samfélag heilagra". Er þetta til fyrirmyndar? Ég segi NEI. Hvaða hugsunarháttur er á bak við svona menntaskóla- nemaaðfarir og geta ekki yngri börn leikið svipaðan leik? Það þarf að koma krókur á móti bragði: Ég gef fyrstu bekkingum það ráð að klæðast föðuriandinu áður en farið er i slaginn. Geirþrúður". Þessir hringdu . . . Sjónvarpsáhorfandi: „Mig iangar til að beina þeirri fyrirspurn til ráðamanna sjónvarpsins hvort brezki fram- haldsþátturinn um Melissu hafi ekki verið sýndur einhvern tima áður í sjónvarpinu og hvenær það hafi verið. Margt í þessum þætti kemur mér og ýmsum öðrum svo ótrúlega kunnuglega fyrir sjónir, að við teljum útilokað annað en að við höfum séð þáttinn áður í sjónvarpinu." Svei mér þá ef Velvakandi getur ekki tekið undir þetta með fyrírspyrjanda. Getur ekki verið að sjónvarpið hafi þarna keypt endurnýjaða útgáfu af þessum spennuþætti Durbridge og eldri útgáfan með öðrum leikurum hafi verið sýnd hér? Væri fróðlegt að fá svör þeirra sjónvarpsmanna við þessu. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson A alþjóðlega skákmótinu i Sochi í Sovétríkjunum, sem nú er nýlokið kom þessi staða upp í skák þeirra Kárners, Sovétríkjun- um, sem hafði hvítt og átti leik, og hins tékkneska evrópumeistara unglinga, Ftaeniks: 22. Be3! — Dxe7 (Eða 22. . . b6 23. Hadl — Dxc7 24. Hd8-+-!!) 23. Bc5+ og svartur gafst upp, því að eftir 23... Dxc5 24. Df7 er hann mát. Sigurvegari á mótinu varð Tal. Hann hlaut 10 !4 v. af 15 mögulegum. HÖGNI HREKKVÍSI Velasýnmg vi8 Smábátabryggjuna i Hafnarfírði laugardag KOMIÐ I REYNSLUTUR 00 l okt kt. 10.00—17 MAGISIUS O OLAFSSON HEILDVERZLUN NLPLOTUR Vegg- og loftklædningar á ótrúlega hagstæóu verdi Koto Kr. 1.990,- Guilálmur Kr. 2.590 - Oregon pine Kr. 3.150- Eik Kr. 3.370 - Teak Kr. 3.370 - Hnota Kr. 3.440 - Palisander Kr. 3.580 - Strigaáferð Kr. 1.410- Öll verð pr. fermeter, með söluskatti. — + Ennfremur eigum við furu — og greni — pan- el í 6 mismunandi gerðum. Gerið verðsamanburð — það borgar sig. DflLE CARNEGIE Hérna getur þú dæmt um það, hvort Dale Carnegie námskeiðið gæti komið þér að gagni. ““ Kynningarfundur mrnmammmmmmmmm verður haldinn i dag kl. 14.00—1 5.30, að Skipholti 21, i fundarsal Rauða krossins (gengið inn frá Nóatúni). Þú getur sjálfur dæmt um það hvernig Dale Carnegie námskeiðið getur hjálpað þér og hvernig það hefur aðstoðað fjölda manns að fá stöðuhækkun, hærri tekjur. viðurkenningu og mairi hamingju út úr lifinu. Þú munt heyra þátttakendur segja frá þvi. hversvegna þeir tóku þátt i námskeiðinu og hver var árangurinn. Þú ert boðinn ásamt vinum og kunningjum. að lita við hjá okkur án skuldbindinga eða kostnaðar Þetta verður fræðandi og skemmti- legur fundur er gæti komið þér að gagni. Fjárfesting i menntun gefur þér arð ævilangt. 82411 ( í í ink,flf?y fi á IslaruJi „,/HLstjórnunarskólinn N {U>K h: 11) IN konráð Adolphsson EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU 4* AIGLYSINGA- SÍMINN KR: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.