Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 43
KGB fylgdi eftir banni um athöfn við Babi Yar Moskva 30. sept. Reuter. SOVÉZK stjórnvöld vörnuðu í dag Gyðingum þess að komast að minnismerkinu um fjöldamorðin við Babi Yar í Kænugarði, en þeir hugðust minnast þessa með sér- stakri athöfn, eins og frá hefur verið sagt. Tólf andófsmenn í Kænugarði voru sóttir til yfirheyrslu hjá KGB og var það samtimis þvi að athöfnin við Babi Yar minnis- varðann hafði verið fyrirhuguð. Þá voru nokkrir Gyðingar hand- teknir i Moskvu í gærkvöldi er þeir hugðust fara með járn- brautarlest til Kænugarðs til að vera við athöfnina. Talið er að hundrað þúsund manns — langflest Gyðingar — hafi verið drepnir af nazistum við Babi Yar árið 1941. Minnisvarði um fjöldamorðin var reistur í fyrra en þar er ekki tekið fram að meginhluti fórnardýranna hafi verið Gyðingar. Hoxha lofar Kínverja Vfnarborg, 30. september. Reuter. ENVER Hoxha leiðtogi Albaníu hefur staðfest að kfnverskir tæknisérfræðingar séu enn við störf í landinu, auk þess sem hin opinbera albanska fréttastofa segir að Hoxha hafi f ræðu á æskulýðsmóti borið lof á framlag þeirra til iðnaðaruppbyggingar í landinu. Þetta er i fyrsta skipti sem getið er um kínversku sérfræðingana síðan í júlí, en þá kom fram hörð gagnrýni á Kinverja af hálfu stjórnarinnar í Albaniu. Gagnrýn- in var hugmyndafræðilegs eðlis en í kjölfarið komu fregnir um að kínverskum tækniráðgjöfum í Al- baníu yrði vísað til sína heima. Átta létust í sprengingu Bankok 30. sept. AP. ÁTTA manns biðu bana og um hundrað manns slösuð- ust þegar handsprengju var varpað inn í mann- fjölda á sýningu í Búdda- musteri í suðurhluta Thai- lands, nánar tiltekið í Phatthalunghéraðinu, í gærkvöldi. Handsprengj- unni var kastað eftir að í odda hafði skorist milli tveggja hópa karla út af dansmeyjum nokkrum, að því er lögreglan sagði. MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1977 43 Dagur idnaðarins í Reykjavík Hollt fyrir Islendinga að Skúli Magnússon skyldi hafinn til virðingar Dagur iðnaðarins var haldinn hátíðlegur í Reykjavík f gær. Hófst hann með hátíðlegri at- höfn við styttu Skúla Magnús- sonar fógeta. Þar lék Lúðra- sveit Reykjavfkur, áður en Kristján Sveinsson augnlækn- ir, heiðursborgari Reykjavfkur, lagði blómsveig að stalli styttu Skúla. Þá flutti borgarstjórinn f Reykjavík Birgir tsleifur Gunnarsson, ávarp. Sagði borgarstjóri þá: „Eftir að Skúli Magnússon tók við embætti landfógeta árið 1749 hóf hann þegar að kynna sér og hugleiða almenningshagi á Islandi, en eymdarkjör lands- manna á þeim tíma voru flest- um íslenzkum mönnum áhyggjuefni. Strax árið eftir hreyfði hann því við ýmsa máls- metandi menn á Alþingi, að menn bindust samtökum um aðgerðir og framkvæmdir til umbóta á högum lands og þjóð- ar. Hugmyndin þróaðist fljótt og 17. júlí 1751 stofnuðu all- margir menn með sér samtök í þessu skyni. Þessi tiltæki Skúla olli ekki mikilli hrifningu þeirra dönsku manna, sem þá voru valdamestir hér á landi. Mótlætið lét Skúli ekki á sig fá, og 1752 fékkst konungsleyfi fyrir fyrirtæki þvi, sem nefnt hefur verið „Innréttingarnar". Fyrirtækið stóð fyrir margþætt- um atvinnurekstri ásviði iðnað- ar, verzlunar, sjávarútvegs og landbúnaðar. Verksmiðjuhúsin í Reykjavik risu smám saman á árunum 1752 til 1759 og stóðu nálægt þeim stað, sem við nú stöndum á. Rekstur þessa fyrirtækis var algert nýmæli á íslandi, og sýn- ir ótrúlegan stórhug og djörf- ung, ef hugsað er til baka og reynt að skyggnast inn í þann tíðaranda, sem þá rikti. Fyrir- tæki Innréttinganna urðu ekki langlíf og þau fóru um koll á árunum 1790 til 1800. Engu að siður höfðu þau mikil áhrif hér á landi. Stofnun þeirra blés vissum krafti i landsmenn, sýndi mönnum að ennþá voru til dáðmiklir menn, sem höfðu trú á framtið landsins og voru tilbúnir að leggja mikið i söl- urnar til að reyna að tryggja þá framtíð. Fyrir Reykjavík höfðu Innréttingarnar mikil áhrif. Þær voru fyrsti vísir að þétt- býlismyndun i Reykjavik og mynduðu grundvöll þeirrar byggðar, sem hér var, þegar Reykjavik fékk kaupstaðarrétt- indi árið 1786. Skúli Magnússon hefur því oft verið nefndur annar faðir Reykjavikur næst á eftir Ingólfi Arnarsyni. Það er því vel til fundið á „Degi iðnaðarins“ hér í Reykja- vík að heiðra minningu Skúla Magnússonar með þvi að ieggja blómsveig að minnisvarða um hann. Fyrir Íslendinga reyndist það hollt að Skúli Magnússon skyldi hafinn til vegs og virðingar. Megi minning hans og annarra brautryöjenda i islenzkum at- vinnumálum verða öðrum hvatning til að ryðja enn nýjar brautir í atvinnumálum í Reykjavík. Að lokinni athöfninni hófst fundur um iðnaðarmál að Hótel Sögu. Dr. Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra flutti ávarp í upphafi fundar, og er ræða hans birt i heild á bls. 5 í dag. Þá flut-ti Birgir Isleifur Gunn- arsson borgarstjóri yfirgrips- mikla ræðu um atvinnumál í Reykjavik. Verður ræða hans birt i blaðinu á morgun. I ræðu sinni vék borgarstjóri m.a. að lánveitingum þriggja mikil- vægra sjóða á árunum 1972 til 1976, Fiskveiðasjóðs, Byggða- sjóðs og Iðnlánasjóðs. Lét borg- arstjóri þá svo ummælt: „Ef við vikjum að Fiskveiði- sjóði, þá hefur sjóðurinn lánað samtals á árunum 1972 til 1976 að báðum árum meðtöldum 15.3 milljarða króna. Þar af hefur farið til Reykjavikur 1.3 millj- arður, eða innan við 10% af heildarútlánum sjóðsins. Ef Byggðasjóður er skoðaður á sama hátt, þá kemur i ljós, að höfuðstóll veðlána í árslok 1976 frá Byggðasjóði nam 5.1 millj- arð króna. Þar- af hafði verið lánað til Reykjavíkur 207 millj- ónir, eða rétt liðlega 4% af út- lánum sjóðsins. Bezt stendur Iðnlánasjóður sig að þessu leyti, því þar virð- ast Reykvikingar hafa hotið fyrirgreiðslu í hlutfalli við ibúatölu á þessu svæði. Ef teknar eru lánveitingar Iðn- lánasjóðs á árunum 1973 til 1976, þá nema þær samtals 1.9 milljörðum, þar af hefur rúm- lega 1 milljarður farið til Reykjavíkur, eða rösklega helmingur lánanna. Iðnlána- sjóður er þó sýnu veikastur af þessum sjóðum, þvi hér er um minni fjárhæðir að ræða heldur en í hinum tveimur sjóðunum, sem ég gat um áðan. Ef samanlögð eru lán úr þess- um þremur sjóðum á árunum 1973 til 1976 hafa þeir lánað 19.7 milljarða, en þar af til Reykjavikur 2,3 milljarða, eða 11,9% af heildarútlánum sjóð- anna. Þessar tölur tala sinu máli. Þær sýna svo að ekki verður um villzt að þvi fer fjarri að Reykjavík hafi setið við sama borð og aðrir lands- hlutar um lánveitingar frá þessum þremur mikilvægu sjóðum, sem lána til atvinnu- lífsins. Þvi miður tókst mér ekki að afla fyrir þennan fund upplýs- ingar um lán Iðnþróunarsjóðs, þ.e.a.s. hvernig lánveitingar frá honum skiptast eftir kjördæm- um. Fyrir hönd iðnrekenda hélt Gunnar J. Friðriksson aðra framsöguræðu fundarins að Hótel Sögu. Kom Gunnar viða við í ræðu sinni og fjallaði um iðnað bæði i þátið, nútið og framtíð. Fjallaði hann um hin ýmsu vandkvæði sem iðnaður- inn hefur átt við að stríða. Sagði Gunnar i ræðu sinni að hvað almennan iðnað snerti væru flestir sammála um að hann bæri að efla og byggja upp. Sagði hann að hvað mál- efni iðnaðarins snerti hefði jafnt og þétt þokast í rétta átt, en þó væri enn langt i land með að viðunandi væri búið að „þessum yngsta en þó fjöl- mennasta os stærsta atvinnu- vegi þjóðarinnar“. Gunnar sagði ennfremur í ræðu sinni: Á flestum sviðum iðnaðar hafa orðið framfarir þrátt fyrir erfiðar aðstæður, i þvi sam- bandi vildi ég mega nefna fata- gerð úr ull. Þar hafa dugmiklir og hugkvæmir sölumenn, hug- myndaríkir hönnuðir og út- sjónasamir framleiðendur unn- ið stórvirki við að gera verðlitla ull að verðmætri útflutnings- vöru. Slikur árangur næst ekki með neinni miðstýringu heldur þar sem hæfileikar einstakl- ingsins fá að njóta sin. Á öðrum sviðum hafa framfarir því mið- ur ekki orðið eins og nauðsyn- legt og æskilegt hefði verið t.d. Framhald á bls. 28. Á fundinum að Hótel Sögu urðu talsverðar umræður um málefni iðnaðarins í Reykjavfk, og tóku margir til máls. Kosningaskrifstofa í allsherjaratkvæðagreiðslum um tillögu sáttanefndar verður í TJARNARBÚÐ, VONARSTRÆTI 10 Opið frá kl. 13 á sunnudag og mánudag. Þar verður bækistöð fyrir: Öll félög ríkisstarfsmanna Heildarkjörskrá ríkisstarfsmanna fyrir allt landið. Kjörskrársími er 26688 Almennir upplýsingasímar: 26527, 26539 og 26575 Sum félögin hafa auk þess starfsemi á skrifstofum sínum báða kjördagana. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar hefur skrif- stofu í Tjarnargötu 1 2. — Kosning í Reykjavík fer fram í Miðbæjarskól- anum. — Kjósið fyrri daginn —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.