Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÖBER 1977 37 + Nýlega hefur verið opnað í London mjög nýtískulegt sjúkrahús sem nefnt hefur verið eftir Grace furstaynju í Monaco. Furstaynjan var að sjálfsögðu viðstödd og er hún hér að skrifa nafn sitt i gestabók sjúkra- hússins. Það kostar rúm- ar 30 þúsund krónur á dag að liggja á sjúkra- húsinu og er þá ekki inni- falið skurðaðgerðir og íyf Ætlar að reyna aftur + Sjónvarpsstjarnan vinsæla Peter Falk „Columbo" ætlar að fara að gifta sig í annað sinn. Sú útvalda heitir Shera Danese og er 26 ára. Þegar Peter Falk skildi við konu sína Alyce eftir 16 ára hjónaband sagði hann að þetta yrði sitt fyrsta og síðasta hjónaband. En víst hafa menn leyfi til aö skipta um skoðun. fclk f fréttum + Leikarinn Tony Curtis og kona hans Leslie hafa ákveðið að skilja í dálítinn tíma til reynslu. Curtis hefur yfirgefið hús þeirra í Kaliforníu og keypt sér hús á landamærum Kanada. „Þar ætla ég að reyna að finna sjálfan mig“. + Calypso söngvarinn Harry Bela- fonte hélt ný- lega hljóm- leika í Kaup- mannahöfn og gerði storm- andi lukku sem endranær. Söngvarinn er iiú orðinn fimmtugur en alltaf jafn vin- sæll. + Soraya fyrrverandi drottn- ing í Persíu hefir gert erfða- skrá. Stóra húsió hennar í Róm fá dætur hennar tvær sem hún átti með Franco Indovina en hann fórst í flug- slysi. Húsið er virt á 75 milljónir. Öðrum eignum sínum hefur hún skipt milli nánustu ættingja. Einnig hefur hún séð þjónustufólki sínu fyrir árlegum lífeyri. Soraya hefur viðurkennt að hún lifi í stöðugum ótta við að deyja. Fimm af bestu vinum hennar hafa látist á síðastliðn- um fjórum árum. 1 flugslysi, af eitrun, ofneyslu eiturlyfja, einn framdi sjálfsmorð og einn var myrtur. Minning: Salóme María Einarsdóttir Margir eru það sem verða að flytjast aó heiman þegar starfs- þrekið er þrotið. Á sveitaheimil- um vantar yfirleitt vinnukraft til •þess aó annast þá sem farnir eru að heilsu og búnir að slíta út sínum kröftum eftir marga og langa ómælda vinnudaga, sem oft fylgja löngum búskap í sveit. Salóme Maria Einarsdóttir frá Rauóbarðaholti í Hvammssveit varð að flytjast á vistheimi í Reykjavík, þegar heilsan var bil- uð og kraftarnir þrotnir. Mikil umskipti eru það eftir áratuga búskap á sama stað, að þurfá að hverfa langt í burtu frá bænum sinum og fögru umhverfi hans og sjá ekki lengur til fólksins, vin- anna á bæjunum í kring. Þótt vel fari um fólk á vistheimilum, eru dagarnir oft langir í slíkum bið- sölum, því oft er það svo, að vinir og ættingjar hafa ekki tíma til aó líta nógu oft inn. bannig var því ekki farið méð Salóme, því börn hennar og aðrir ættingjar, svo og vinirnir að vest- an, gerðu sitt besta til að gleðja hana og gera henni lífið létt. ..Ljósar voru næturnar í Laxár- dalnum", kvað skáldið mágur hennar úr Kötlum, en í Laxár- dalnum var Salóme fædd og alin upp á ástríku heimili foreldra sinna í glaðværum hópi systkina, þar sem hún um ..ljósar nætur" og daga naut alls hins besta. Salóme var elsta barn merkis- hjónanna Einars Þorkelssonar og Ingiriðar Hansdóttur sem allan sinn búskap bjuggu fyrirmyndar- búi á Hróðnýjarstöðum í Laxárdal eða í fimmtiu og fimm ár. 1938 missti Salóme móður sina en faðir hennar varð rösklega hundrað ára gamall og hafði næstum óbilað vinnuþrek til dauðadags. Systkini Salóme voru átta, svo félagsskapurinn á heimilinu var mikill og eftirsóttur af ungu fólki að koma að Hróðnýjarstöðum þvi systkinin voru einstaklega frjáls- leg og glaðvær, söngvin og list- hneigð. Ung gekk Salóme að eiga mann sinn, Kristmund Eggertsson frá Gröf i Laxárdal. Hann var sonur Eggerts Guðmundssonar bónda í Gröf en Eggert var ættaður frá Bessatungu i Saurbæ. Móðir Kristmundar var Guðlaug Guð- mundsdóttir frá Magnússkógum. Það var 1917 sem þau Salóme og Kristmundur lögðu af stað með trússahestana sína og fénaðinn út með Hvammsfirði og staðnæmd- ust i Rauðbarðaholti, en sá bær er í Hvammssveit, næstu sveit við Laxárdalinn. Hvammsfjörðurinn hefur þá sjálfsagt verið fagur og sléttur á að líta og svanirnir sung- ið ungu elskendunum fagra söngva, þvi þetta var um fardag- ana þegar fuglarnir syngja best. Með Kristmundi og Salóme að Rauðbarðaholti fluttist Guðlaug móðir Kristmundar og tvær ungar systur hans. Með móður sinni hafði Kristmundur búið i Gröf i tvö ár, eftir að faðir hans dó. I Rauðbarðaholti hófust fljótt vorverkin, því ungu hjónin voru samhent i dugnaði og eljusemi. Húsakostur var lélegur, túnið þýft og lítið. Inni og úti breyttist kotið í snotra bújörð, á ótrúlega fáum árum. Hvammssveitungar sáu fljótt að til Rauðbarðaholts var komið fólk, sem kunni að búa og yrkja jörðina. Snyrtimennskan var frábær, bæði úti og inni. Kristmundur og Salóme eignuð- ust fimm börn en urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa Georg son sinn i blöma lífsins. 16 ára gamlan. Georg var gáfaður efnis- drengur og dáður af þeim sent þekktu hann. Salóme og Kristmundur bjuggu i Rauðbarðaholti í fjörtíu og fjög- ur ár, eða þar til Kristmundur andaðist, en það var 1961. Fjiigur börn þeirra Salóme og Kristmundar kveðja nú góða móð- ur. Þau eru Einar sem tók við búi í Rauðbarðaholti af föður sinum látnum, Guðlaug sem búsett er i Reykjavik, Ingiriður Hahsina sem býr á Lýsuhólum í Staðarsveit og Eggert Kristján byggingameistari í Reykjavik. Öll eru systkinin fjöl- skyldufólk. Salóme Einarsdóttir var mynd- arleg kona sem naut trausts og virðingar þeirra sem henni kynnt- ust. Hún var sérlega hagsýn hús- ntóðir, sem vildi hafa nóg fyrir framan hendurnar til að spila úr, enda mun henni að mestu hafa hlotnast sú gæfa. Það var árvisst, þegar ég var barn, að foreldrar mínir og við tvær yngstu systurnar fórum i heimsókn að Rauðbarðaholti, gist- um þar og við systurnar lékum okkur við krakkana. Hvergi var alúðin méiri eða betur tekið á móti fólki, og súkkulaðinu hennar Salóme gleymir víst enginn sem á þvi bragðaði. Oftast einu sinni á ári komu þau Salóme og Kristmundur í heimsókn til foreldra minna á leið sinni að Hróðnýjarstöðum. Þau voru ævinlega á góðum hestum sem léku við tauminn. Salóme reið i söðli tiginmann- I^ga klædd og reisuleg með silfur- búna svipu, sem var tryggðar- panturinn frá manninunt hennar. Þegar hún þeysti upp hlaðvarp- ann var hún fyrirmannleg i söðl- inum sínum. Kristmundur hjálp- aði henni af baki og hnýtti hest- ana við hestasteininn, efst i tröð- inni. Það var eins og kóngur og drottning væru á ferð. í dag verður Salóme til nioldar borin i Hvammi í Dölum, en þar hvílir ntaðurinn hennar sem hún varð að sjá á bak i blóma lifsins. Ættingjum og vinum Salóme Maríu Einarsdóttur votta ég dýpstu samúð og bið þess að hún megi hvila i guðs friði. Jensína Halldórsdóttir. ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU \n;LVsiN(; v SÍMINN KR: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.