Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1977 Spjallað við Ásgeir Nikulásson hjá sútunardeild SS flutningurinn um 30%. Kváðu þeir annan útflutning vart mögu- legan því samkeppni væri gífur- leg í þessari framleiðsluiðn. 1 dag eru útflutningsmarkaðir fyrir- tækisins í Danmörku, Færeyjum og Kanada, en síðastnefndi markaðurinn er nýtilkominn og binda þeir félagar miklar vonir við þann markað. Gunnar tjáði Mbl. að Hampiðjan framleiði árlega um 1200 tonn af veiðarfæragarni. Sagði hann framleiðsluna talda i tonnum, því ef hún væri talin í metrum þá væri verið að tala i stjarnfræðilegum tölum og um vegalengdir sem væru nokkrar hringferðir um jörðina. Aðspurðir um hver væri hin eig- inlega framleiðsla fyrirtækisins Nokkrar hring- ferðir um jörðina A síðustu árunum hafa hráefni valdið hálfgerðri byltingu hjá fyrirtækinu. Höfum við verið að stækka það talsvert á siðustu árum og erum að sjálfsögðu með áform um frekari stækkun á prjónunum. Þannig mæltu þeir Magnús Gústafsson forstjóri og Guðni Svavarsson viðskipta- fræðingur hjá Hampiðjunni er við heimsóttum fyrirtækið í víkunni. Guðni hélt áfram: — Það hefur orðið mikil aukning í sölunni á undanförnum árum, bæði vegna stækkunar togaraflotans svo og vegna þess að við erum að verða fyllilega samkeppnisfærir við innflutning. Því hefur þetta alltaf verið að stækka og kallað á meira húsrými en áður. Þeir Magnús og Guðni tjáðu Mbl. að fyrirtækið hefði verið stofnað árið 1934. Fyrstu árin voru árlega framleidd um 120—150 tonn af garni og handhnýttum botnvörpunetum úr hampi, og á árum síðari heims- styrjaldarinnar sá Hampiðjan öllum togaraflotanum fyrir botn- vörpum, og komst framleiðslan þá upp i um 500 tonn á ári. Eftir heimsstyrjöldina átti fyrirtækið við mikla erlenda samkeppni að etja og féll framleiðslan á tíma allt niður i um 60 tonn. Ekki tókst að rétta verulega úr kútnum fyrr en um og upp úr 1960, en þá hafði vélakostur og húsnæði verið endurnýjað. Eftir að hætt var að framleiða úr hampi og náttúru- legum efnum, hefur svo Hampiðj- an sótt í sig veðrið með ári hverju, að því er Magnús og Gunnar sögðu. Þeir félagar tjáðu Mbl. að alls væru um 220 manns hjá fyrir- tækinu, þar af um 20 manns á skrifstofu. Er unnið á tveimur vöktum frá klukkan 7.30 að morgni til 11.30 að kvöldi. Magnús og Gunnar sögðu að ekki væri fyrirhugað að fara út í neinar megin nýjungar hjá fyrir- tækinu, hugsanlegar væru í mesta lagi einhverjar smávægilegar breytingar í framleiðslunni. Hafin var framleiðsla á algerri nýjung í byrjun ársins, plaströr- um fyrir jarðlagnir og niðurfalls- lagnir í veggi. Hvað aðrar nýjungar snerti kváðu þeir markaðskönnun fyrst nauðsyn- lega, en þeir kváðu of lítinn markað hér fyrir hinn nýja fram- leiðsluþátt sinn, plaströrin. Magnús og Gunnar sögðu að í dag væri útflutningur fyrirtækis- ins um 12% af veltunni, þegar allt er með talið. Útflutningurinn er þó svo til eingöngu efni í botn- vörpunet, og af þeirri framleiðslu Hampiðjunnar nemur út- sögðu þeir Gunnar og Magnús að fyrirtækið framleiddi botnvörpu- net, kaðla og alls konar garn. Sögðu þeir svo til alla framleiðsl- una vera dreift um landið af sér- stökum dreifingaraðilum, en sjálf dreifir Hampiðjan um 20% fram- leiðslunnar sem fer á innanlands- markað og svo sér fyrirtækið sjálft um allan útflutning. Þeir sem lm nú stendur yfir i Laugardalshöll hafa sennilega veitt athygli trolli nokkru, við aðkeyrsluna að höllinni. Er það framleitt af Hampiðjunni. Tjáðu þeir Gunnar og Magnús Mbl. að netið i slíkt troll væri um 600 kíló og kostaði fujlbúið troll með hlerum og öllu tilheyrandi um 3 milljónir. Einungis netið er þó framleitt af Hampiðjunni og kostar það tæpa eina milljón. Aðr- ir aðilar setja hlera, víra og bobbinga á. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1977 23 Full ástœða fyrir okkur að hyggja að aukinni fjölbreytni — Aðalframleiðsla okkar eru svokallaðar skrautgærur, sagði Asgeir Nikulásson hjá sútunar- deild Sláturfélags Suðurlands þegar við litum þar inn á dögun- um. Ásgeir sagði að þessi tegund gæra hefði reyndar verið aðal- framleiðsla sútunardeildar SS frá þvi verksmiðjan tók til starfa árið 1965 á þeim stað sem hún er nú, á Grensásvegi I Reykjavík. En verk- smiðjan var í 1800 fermetra hús- næði á tveimur hæðum. — Við framleiðum nú um 120 — 130 þúsund gærur á ári auk þess sem við verkum nokkuð af trippahúðum. I upphafi var fram- leiðslan um 40 — 45 þúsund gær- ur á ári, en undanfarin 4—5 ár hefur framleiðslan verið yfir 100 þúsund stykki, mest hefur hún farið i tæpar 140 þúsund gærur. Húsnæðið í dag leyfir ekki meiri framleiðslu, en það hefur annars verið einkennandi fyrir' þetta fyrirtæki aö það hefur alltaf verið að sprengja húsnæðið utan af sér og hefur stækkun hverju sinni ekki dugað nema til skamms tíma, sagði Ásgeir. Ásgeir Nikulásson sagði Mbl. að hjá fyrirtækinu ynnu um 34—38 starfsmenn. Sagði hann að verk- smiðjan ynni úr hráefni sem bær- ist frá sláturhúsum SS. Þau leggja raunar til meira hráefni en verksmiðjan getur tekið við, sagði Ásgeir, og er umframmagnið selt til annarra aðila. Ásgeir sagði að verðmæti út- flutningsframleiðslu sútunar- deildar SS hefði verð um ein milljón Bandaríkjadala á ári und- anfarin ár. Að miklu leyti eru skrautgærurnar seldar til Banda- ríkjanna en einnig er talsvert selt á markað i Evrópu. Alls reiknaði Asgeir með að um 98% fram- ieiðslunnar væru seld á erlendan markað. Asgeir sagði að helztu vand- kvæði sútunardeildarinnar væru þau að vinnukraftur héldist ekki sérlega vel i þessari iðn, en hið mikla handverk í greininni krefð- ist þess að vanir menn væru að verki. Auk þess sagði hann það svo vandkvæði að sútunardeildin gæti lítið sem engin áhrif haft á verð framleiðslu sinnar á erlend- um mörkuðum. — Við erum svo litlir i þessu, en samkeppnin er geysileg. P’ramboð á gærum og skinnum er mikið, og þótt is- lenzka gæran sé með þessum sér- einkennum sinum, þ.e. löngu Þær voru hressar þessar st: rfsstúlkur Sútunardeildar SS er Ijósmynd- arinn leit þar við. Við eina vélina af yfir 100 vinnslustigum sútunardeildar SS hári, þá nægir það ekki til að keppa við gærur t.d. frá Nýja- Sjálandi, Bretlandi og Ástralíu. Hvað framtið fyrirtækisins snerti, sagði Asgeir það vera sina von að hægt yrði að auka á fjöl- breytnina, auk þess sem hann vona að losið á mannskapnum minnki. Asgeir hélt áfram: — Verðmætaaukningin yrði senni- lega mest ef við færum út í að pelsverka gráu og mórauðu skinn- in, þ.e.a.s. láta háralitinn njóta sin með virkilega vandaðri með- ferð. Hvað hinar gærurnar snertir þá verður verðmætaaukningin i þeim sennilega mest með þvi að verka þær fyrir fataframleiðslu, þ.e. i mokka. Sem betur fer hefur afkoma okkar verið nokkuð góð. En við erum háðir verðsveiflum og höfum ekki getað mjakað verð- inu neitt til, þannig að full ástæða er fyrir okkur að hyggja að auk- inni fjölbreytni, sagði Asgeir að lokum. STALDRAÐ VIÐ í HAMPIÐJUNNIHE Síðpilsin sviftast og faldarnir lyftast í Laugardalshöll Tískusýningarnar á iönkynningunni í Laugardalshöll eru af stærstu og glæsi- legustu gerð. Fleiri en 130 sýningar- atriði hverju sinni. Ekkert þeirra hefur komið fram á sýningu fyrr. Gjöf til gests dagsins: íslenskt alullargólfteppi frá Álafossi, 25 m2 aðeins 2 dagareftir Opnað kl. 1. Iðnaðarbíngíó kl. 2 og 4. Tiskusýningar kl. 6 og 9. Aðgangseyrir: Fullorðnir kr. 400.-. Börn kr. 150.-. _ ■ IÐNKYNNING „ LAUGARDALSHÓLL 'áí: V - ! ", í ■ '" í O ' *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.