Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1977 11 þess greiddi það að sjálfsögðu vinnu- laun i gegnum keypta þjónustu frá ýmsum aðilum: togaraafgreiðslu, slipp, vélsmiðjum og fjölmörgum fyrir- tækjum á sviði tækniþjónustu og verzl- unar Vinnulaun í þannig keyptri þjón- ustu reiknast mér að hafi numið a.m.k. rúm 200 m.kr. Fyrirtækið kaupir og net frá Hampiðjunni fyrir nokkra tugi milljóna á ári Heildarvelta í verkun- arstöðvum BÚR var um 1600 m.kr á sl ári og um 1 100 m.kr hjá útgerð- inni Skólakerfið í Reykjavík. Sp.: Ef við vendum okkar kvæði í kross, Ragnar, og hverfum frá fisk- vinnslu til fræðslukerfis; hve mörg börn sækja nám á grunnskólastigi í höfuðborginni? í forskóla (6 ára) eru 1 300 börrví 70 bekkjardeildum í 1 til 6 bekk (yngra stig) grunnskóla eru 8 200 börn í 341 bekkjardeild og í 7 —9 bekk (eldra stig) 4 500 börn i 176 bekkjardeild- um Á grunnskólastigi er rekinn 21 skóli, auk 3ja sérskóla (ísaksskóla, Landakotsskóla og Æfingadeildar Kennaraháskólans) Auk þess hefur Reykjavíkurborg stofnað fjölbrautar- skóla, hinn fyrsta á landinu, sem starf- ræktur er i Breiðholti (nú eru slíkir skólar einnig á Suðurnesjum, Hafnar- firði og á Akranesi) Á sl hausti varð grundvallarbreyting á skólakerfinu á grunnskólastigi Gagn- fræðapróf var tekið i síðasta skipti á sl vori Þéssu fylgir að þeir skólar, flestir, sem áður ráku aðeins 7 og 8 bekk, hafa nú bætt við 9 bekk Stefnt er að þvi að grunnskólinn allur sé í hverju hverfi borgarinnar Vandamálin í eldri borgar- hverfum. Sp.: Hefur ekki tilfærsla byggðar i borginni, flutningur fólks frá eldri hverfum i ný hverfi valdið vissum vandamálum i fræðslukerfinu? Vissulega Veruleg fækkun nemenda í eldri hverfum — og ör fjölgun í nýjum hverfum hefur kallað á stór- auknar skólabyggingar i hinum nýju hverfum — á sama tíma sem skólar i eldri hverfum borgarinnar verða minna setnir en áður var. Verkkennslustofa Fjölbrautaskólans í Breiðholti, fyrsta skóla sinnar tegundar á íslandi Nærtækasta dæmið er sá skóli, er ég starfa við, Álftamýrarskóli, sem tók til starfa haustið 1964 Skólaárið 1967 — 68, eða fyrir 10 árum, voru þar 1 135 nemendur, þó þá væri eng- inn forskóli, þ e 6 ára börn í dag, 10 árum síðar, eru nemendur aðeins rúm- lega 560 að forskóla meðtöldum, þ e nemendum fækkar um rúmlega helm- ing, ef forskóli er meðtalinn Þegar nemendafjöldi er í hámarki er því hag- kvæmt að notast við færanlegar kennslustofur, eins og gert hefur verið hér í Reykjavík á nokkrum undanförn- um árum Sp.: Er ekki um veruleg vandamál að ræða í nýjum hverfum? Jú, þar knýr nemendafjöldinn hins vegar á um mannvirkjagerð í fræðslu- kerfinu Aðalframkvæmdir hafa að sjálfsögðu verið í Breiðholtshverfum í Breiðholti I eru enn veruleg þrenglsi í þeim skóla sem þar er. í Breiðholti III er Fellaskóli fullbyggður, og byggður 1 áfangi Hólabrekkuskóla en 2 áfangi hans er að fara i útboð, sem kallað er Ennfremur er það unnið að stækkun Fjölbrautaskólans, en 1 áfangi hans er þegar byggður, auk verkkennsluhúss og innisundlaugar — í Breiðholti II. var 1 áfangi Ölduselsslóla fullbyggður nú i haust. Þar var á sl. skólaári kennt í færanlegum kennslustofum Unnið er að undirbúningi Seljaskóla í eldri hverfum borgarinnar er einnig sinnt marínvirkjagerð Byggja á íþrótta- hús við Hlíðaskóla Ennfremur íþrótta- hús, aðstöðu fyrir sérkennslu og fyrir kennara við Hvassaleitisskóla Byrjað verður á þessum framkvæmdum á yfir- standandi ári og þeim lokið 1978—79 Framhaldsskólinn. Hvað vilt þú, Ragnar, segja um framhaldsskólann? Laugalækjarskóli og Ármúlaskóli starfrækja nú framhaldsdeildir (deildir ofan grunnskólastigs) Ætti að verða nægilegt rými fyrir þær þar i næstu framtíð Fjölbrautaskólinn annast fram- haldsdeild starfandi við Kvennaskól- ann í Reykjavík Þá má nefna athyglis- verða framhaldsdeild — sjóvinnudeild — við Hagaskóla Menntaskólarnir og aðrir sérskólar sem rikið rekur, starfa svo að sjálfsögðu eins og verið hefir Þá má geta að samvinna hefur tekizt milli Vörðuskóla og Iðnskplans, en sá fyrrnefndi hefur tekið að sér bóknáms- kennslu fyrir hinn síðari. Þannig hefur Iðnskólinn losað húsrými, er nýta má til verknáms Lóðir þessara skóla liggja saman á Skólavörðuholtinu Að þessu samstarfi er góð hagræðing VIÐ STJÓRN- VÖL B0RGAR Þá er að geta Námsflokka Reykja- víkur, sem fengið hafa gamla Mið- bæjarskólann til afnota Það fer nú fram athyglisverð starfsemi m a á sviði fullorðinsfræðslu og endurmennt- unar. Lokaorð :Hvað vilt þú segja að lokum, Ragnar, varðandi fræðslumálin? Miklar breytingar hafa átt sér stað í starfi skólanna i Reykjavik á undan- förnum árum Námsefni hefur verið endurskoðað, auknar kröfur gerðar til endurmenntunar kennara, sérkennsla stóraukin sem og þjónusta við börn, sem þarfnast sérstakrar aðstoðar i grunnskólanum (stuðningskennsla, athvarfsiðja og fleira) Þá hefur orðið mikil aukning i félagsstarfi á grunn- skólastigi, enda gera grunnskólalögin ráð fyrir að félagsstörf verði rækt meira meðal yngri nemenda en áður var Þá vil ég nefna tillögu sem við Davið Oddsson, borgarfulltrúi, fluttum i borgarstjórn 16 desember sl þess efnis, að rannsakað yrði hvernig betur mætti nýta skólamannvirki i borginni, bæði fyrir skólastarfið, nemendur skól- anna og aðra ibúa i viðkomandi skóla- hverfum, ekki sízt til félagsstarfsemi, ennfremur að slík starfsemi yrði fram- vegis höfð í huga er' skólatnannvirki yrðu hönnuð Menntamálaráðuneytið skipaði nefnd til að vinna að þessari athugun Við erum báðir i þeirri nefnd, flutningsmenn tillögunnar Nefndin mun skila ýtarlegu áliti innan skamms tima Og lokaorð um BÚR? í niðurstöðum embættismanna, sem unnu athyglisverða úttekt á atvinnulifi og atvinnuhorfum i höfuðborginni. kemur glögglega fram, að framleiðslu- atvinnugreinar hafa dregizt iskyggilega saman, en framleiðsluatvinnugreinar eru forsenda margháttaðrar annarrar atvinnustarfsemi, s.s. úrvinnslu og þjónustuiðnaðar, verzlunar og fleiri atvinnugreina Frekari samdráttur framleiðslugreina i Reykjavík gæti ógnað atvinnuöryggi borgarbúa BÚR er eitt fárra fyrirtækja i framleiðslu- greinum í borginni, sem hefur umtals- verða starfsemi, verðmætasköpun og vinnugjöf Þetta fyrirtæki er nú þrítugt Tilvera þess er staðreynd, sem á margan hátt hefur gefið góða raun Og hver sem ..prinsipp" afstaða manna er til bæjarrekstrar sem slíks, tek ég skýrt og skorinort fram, að meðan mér og samflokksmönnum mínum er falin stjórnun slíks fyrirtækis. munum við rækja hana af trúmennsku, samvizku- semi og hagsýni, eftir því sem geta okkar stendur til, með samtíma- og framtíðarhagsmuni fyrirtækisins og borgarinnar i huga Niðurstöður embættismanna um atvinnuþróun i hófuðborginni benda ótvírætt til þess. að nú þurfi að efla öll fyrirtæki i framleiðsluatvinnugreinum i borginni, hvert sem rekstrarform þeirra er — sf. Ný ESSO bensínstöð við Stórahjalla í KÓPAVOGI Þar bjóðum við: Mikið vöruval í rúmgóðri verslun, þ.á.m. hinar nýju Bensín og gasolíu af hinum nýju TRIDON ÞURRKUR. hraðvirku rafeindadælum okkar. Þvottaaðstöðu á bifreiðum. Olíufélagió hf. IOFA KRISTINAR »-=>- 15.16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.