Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1977 Lagmetisiónadurinn á íslandi — Lagmetisiðnaðurinn á íslandi — Lagmetisiðnaðurinn á íslandi — Framleiösla lagmetis til út- flutnings hefur alltaf átt erfitt uppdráttar hér á landi, og svo er enn á því herrans ári 1977. Enda þótt íslenzkur sjávarútvegur hafi haft yfir að ráða heimsins beztu hráefnum til framleiðslu á lag- meti, þá hefur lagmetisiðnaður- inn íslenzki aidrei getað notað sér þá aðstöðu fyllilega. Veldur þar auðvitað mestu að iðngrein þessi er tiltölulega ný hér á landi, hefst á árunum 1930—40, en þá var framleiðsla lagmetis úr fiskafurð- um þegar orðin rótgróinn og arð- bær atvinnuvegur hjá okkar nágranna- og viðskiptaþjóðum. Hér þurfti þvi hvort tveggja í senn, að sækja tæknikunnáttu til erlendra lagmetisverksmiðja og keppa við þær á þeirra eigin mörkuðum. Erlendir lagmetisframleiðend- ur hafa lengi sótt og sækja enn mörg sín beztu hráefni hingað til Islands. Fyrir þessar vörur greiða þeir jafnan fljótt og vel, og með það eru íslenzkir útvegsmenn að sjálfsögðu ánægðir. íslenzkum lagmetisframleiðendum, févana og fákunnandi og hafandi litinn markað, gengur því erfiðlega að ná þeirri stærð og þeirri sam- stöðu, að þeir geti boðið þessum erlendu keppinautum byrginn. Það skal tekið fram að þegar ég skrifa hér um íslenzkan lagmetis- iðnað, þá á ég við þann hluta hans, sem miðast við útflutning. Magn þeirra islenzku sjávaraf- urða, sem henta til framleiðslu lagmetis, er svo mikið, að lag- metismarkaðurinn innanlands hefur þar enga þýðingu. Með þessu er ekki verið að gera lítið úr þeirri lagmetisframleiðslu, sem miðast við íslenzka neytendur. Sú framleiðsla á fullan rétt á sér, en hún er allt annars eðlis en út- flutningsframleiðslan. Þvi getur það verið varasamt, þegar ein- stakir framleiðendur, sem aðeins þekkja lagmetismarkaðinn hér heima, fara á eigin spýtur að senda framleiðslu sína til annara landa, eins og hér hefur margoft átt sér stað og lítinn árangur bor- ið. Framleiðsla matvæla fyrir al- þjóðamarkað er vandasöm. Hún krefst sérkunnáttu, samtaka og mikils fjármagns. Þetta hafa þeir sannreynt, sem hér hafa unnið að framleiðslu á saltfiski, saltsíld og freðfiski síðustu 40 árin, en fram- leiðsla og sala þessara fiskafurða hefur verið skipulögð í sterkum sérsamtökum til mikilla hagsbóta fyrir alla aðila. Það var sumarið 1972 að Sölu- stofnun lagmetis var sett á laggir- nar skv. lögum frá 26/5 sama ár. Nú skyldi íslenzkum lagmetis- framleiðendum smalað saman og þeir studdir til að taka upp fram- leiðslu- og viðskiptahætti hinna stærri og þróaðri greina fisk- iðnaðarins hérlendis. Voru lag- metisframleiðendur með þessu nánast þvingaðir til þess að vinna saman og koma fram á erlendum markaði sem einn aðili. Sameigin- leg sölustofnun og markaðsleit, sameiginlegt vörumerki, sam- eiginleg innkaup á umbúðum og ýmsum hráefnum, eigin tækni- þjónusta og vörueftirlit, endur- bætur og samræming á fram- leiðsluaðferðum og framleiðsla nýrra tegunda af lagmeti. Þetta voru meginatriðin í framkvæmda- áætluninni, og þau voru i alla staði eðlileg ogsjálfsögð. Ráðstafanir voru einnig gerðar til styrktar Sölustofnuninni fjár- hagslega. Tryggður var nokkur ríkisstyrkur fyrstu árin, og stofnuninni voru auk þess fengnar til ráðstöfunar tekjurnar af útflutningsgjöldum þeim, sem greidd eru af söltuðum grásleppu- hrognum og áður runnu í ríkis- sjóð. Með öllum þessum aðgerð- um átti nú að vera unnt að hressa upp á íslenzka lagmetisiðnaðinn. Nú var honum gefið tækifæri til þ^ss að sanna sinn tilverurétt. Ég, sem þessar linur rita, var þess mjög hvetjandi, að ríkis- valdið tæki hér í taumana, eins og gert var árið 1972, og skipulegði framleiðslu lagmetis og út- flutning, þar sem framleiðendum hafði ekki tekizt það sjálfum. Ég var því einn af þeim bjartsýnu, þegar Sölustofnun lagmetis hóf starf sitt. En það er eins og eitthvað hafi nú brugðist, lagmetisiðnaðurinn ætli eftir sem áður ekki að ná sér upp úr fásinninu. Virðist svo sem þessi marghrjáða iðngreiri sé að falla, eða henni sé ætlað að falla, á því prófi, sem henni var gert að þreyta fyrir fimm árum siðan. Framfaraspor Sölustofnun lagmetis var sett stjórn og varastjórn. Formaður og varaformaður matvælaefnafræð- ingar, þau Guðrún Hallgrímsdótt- ir og Jóhann Guðmundsson, og með í stjórninni voru auk þess tveir reyndustu lagmetisframleið- endur á Islandi, þeir Kristján Jónsson, Akureyri, og Tryggvi Jónsson, Reykjavík. Fram- kvæmdastjóri var ráðinn ungur hagfræðingur, dr. Örn Erlends- son. Hafizt var handa með myndar- skap og þeirri trú á málefnið, sem nauðsynleg er hverju nýju fyrir- tæki. Sett var upp glæsileg skrif- stofa, þó mjög við vöxt. En þó að sviðsetningin væri þarna með ágætum, þá tókst ekki eins vel til með hlutverkin. Eigi svo að skilja, að ekki væri valinn maður i hverju hlutverki, heldur hitt að nokkrum nauðsynlegum hlut- verkum var sleppt. Sviðið fylltist því af fólki með þekkingu á verzl- unarviðskiptum og tilheyrandi bókhaldi og almennum skrifstofu- störfum, en aftur á móti án kunn- áttu í framleiðslu eða meðferð þeirrar vöru, sem fyrirtækið byggðist á. Vorið 1974 voru starf- andi á skrifstofunni 15 manns, þar af aðeins einn með tæknilega þekkingu á framleiðslu lagmetis. Markaðsleitin bar þegar nokk- urn árangur. Náðust auknir sölu- möguleikar í Japan og i Banda- ríkjunum, en áður hafði íslenzkt lagmeti einkum verið selt til Austur-Evrópu. Fór fram- kvæmdastjóri sölustofnunarinnar víða um lönd og bauð nokkrar valdar tegundir af íslenzku lag- meti, sem tvímælalaust voru sam- keppnisfærar um gæði. Og fleira var gert af dugnaði. Eitt allra stærsta vandamál lag- metisiðnaðarins hér á landi hefur alla tíð verið útvegun umbúða, einkum dósa. Réttar umbúðir, til- tækar fyrirvaralitið, hvenær sem á þarf að halda. Þetta er frumskil- yrði þess, að hægt sé að vera með á lagmetismarkaðinum erlendis. Sölustofnunin tók þegar að vinna að þessu verkefni. I fyrsta lagi voru hafin sameiginleg innkaup umbúða og söfnun nauðsynleg- ustu birgða. Samtimis var tekið upp sameiginlegt vörumerki og samræming á útliti umbúðanna, og aukin áherzla var lögð á stein- prentun dósa. Kom árangur þess- ara aðgerða fljótt fram í fallegri umbúðum og betri merkingum vörunnar. I öðru lagi þá tók Sölu- stofnunin upp nána samvinnu við Dósagerðina h.f. í Kópavogi og gerðist meðeigandi þess fyrirtæk- is í byrjun ársins 1974. Sameigin- lega áttu svo bæði þessi fyrirtæki LNURIT II Stöðnun eða stóriðja eftir dr. Sigurð Pétursson að njóta fyrirgreiðslu og tækni- þjónustu Noblikk-Sannem, sem er vel þekkt stór umbúðaverksmiðja í Noregi, i nánum tengslum við erlend fyrirtæki í sömu grein.. Nokkrum islenzkum framleið- endum, sem lengst höfðu unnið lagmeti úr sjávarafurðum, hafði Otflutt lagmtti (1967 - 1976 (1977) Magn (tonn) og verftniati (kr/$) Miljónir Meðalgengi Þúsundir Ar Tonn króna 1 I dollara 1967 694.0 39.1 44.10 886 1968 1204-. 5 59.9 62.10 964 1969 1450.1 123.0 87.90 1399 1970 1233.4 144.7 87.90 1646 1971 1115.9 177.3 87.61 2023 1972 1361.5 229.8 87.37 2630 1973 1751.4 293.5 89.67 3273 1974 1620.8 490.8 99.84 4915 1975 1094.3 465.5 153.63 3030 1976 963.1 599.1 181.91 3293 Jan.- ágúst 1977 613.6 434.8 þegar tekist að gera fáeinar lag- metistegundir, er jöfnuðust á við það, sem gott þykir í þeirri grein erlendis. Má þar nefna gaffalbita, sildarflök, sjólax, grásleppukaví- ar, rækjur, þorshrogn, murtu og síldarsardínur. En erfiðlega gekk að staðla þessar vörur og bæta við nýjum tegundum sökum vöntun- ar bæði á tæknikunnáttu og þekk- ingu á erlenda markaðnum. Sölu- stofnunin tók þetta mál að sjálf- sögðu strax til meðferðar. Árið 1973 var gerður samningur við Gastronomiske Institut i Dan- mörku um stöðlun uppskrifta fyr- ir Sölustofnun lagmetis og þróun nýrra vörutegunda, en þess konar þjónustu veitir hin danska stofn- un lagmetisverksmiðjum bæði þar i landi og erlendis. Danirnir gerðu milli 30 og 40 endurbættar eða nýjar tegundir lagmetis úr íslenzkum hráefnum. Uppskrift- unura fylgdu til Sölustofnunar- innar leiðbeiningar um fram- leiðslu varanna, ásamt tillögum um umbúðir o.fl. Vörur þessar fengu mjög góða dóma hér heima, sumar þeirra höfðu ekki þekkst hér áður, og menn gerðust ennþá bjartsýnni á framtíð íslenzks lag- metisiðnaðar. Og nú var eftir að stíga eitt framfaraspor til viðbótar, en það var að lagfæra þau mistök, sem gerð voru í upphafi, þegar hinum tæknilegu hlutverkum innan Sölustofnunar lagmetis var ekki nægur gaumur gefinn. Nú þurfti að ráða vel menntaða matvæla- og tæknifræðinga, innlenda eða erlenda, til þess beinlinis að kenna lagmetisframleiðendum grundvallaratriðin i þessari iðn- grein. Mátti þá um leið fækka bókhaldshlutverkunum á aðal- sviði stofnunarinnar, en þau höfðu alltaf verið of mörg. En þetta spor var ekki stigið, því mið- ur. Ljón á veginum Það er sérkennandi fyrir utan- ríkisverzlun okkar Islendinga, hversu mikið við flytjum út af hálfunnum fiskafurðum. Mikið af þessum afurðum fer i erlendar lagmetisverksmiðjur þar sem þær eru fullunnar. Söltuð sild fer þar i alls konar síldarrétti, fryst síld og fryst hrogn fara þar til niður- suðu, saltaður upsi i sjólax og söltuð hrogn í kaviar. Þessar hálf- unnu fiskafurðir fást hvergi betri en frá Islandi, enda hafa Islend- ingar langa reynslu í framleiðslu þeirra. Þær er einnig auðvelt að selja fyrir gott verð. Þvi er það, að margir hér heima halda því fram, að við eigum ekki að vera að full- vinna svona vörur, það borgi sig ekki. Þessi hugsunarháttur er stærsta ljónið á vegi íslenzka lag- metisiðnaðarins. Ráðandi menn i sjávarútvegi á Islandi hafa lítinn áhuga fyrir þessari iðngrein, finnst hún bara vera til leiðinda. Og þeir, sem gæta sparifjár þjóð- arinnar, telja það betur geymt í loðnubræðslum og stórum togur- um, sem þó er vitað að oft eru reknir með tapi, heldur en hætta því í lagmetisverksmiðjur. Það var að sjálfsögðu eitt af hlutverkum Sölustofnunar lag- metis að liðsinna lagmetisfram- leiðendum við hráefniskaup og útvegun rekstrarfjár, hliðstætt því sem gerist í öðrum greinum fiskiðnaðarins. Þetta mun þó hafa reynst þungur róður, vegna rót- gróinnar vantrúar lánastofnana á þessari iðngrein. Þvi miður virð- ist islenzka lagmetisiðnaðinum enn ætla að ganga erfiðlega að ávinna sér traust ráðamanna í sjávarútvegi og fjármálum þjóð- arinnar. Og það þrátt fyrir þá opinberu aðstoð. sem hann hlaut með setningu laganna um Sölu- stofnun lagmetis árið 1972. Hvorki Sölustofnunin né einstak- ar lagmetisverksmiðjur virðast ætla að hafa bolmagn til þess að taka á sig þann kostnað og þá áhættu, sem því er samfara að koma nýjum vörutegundum inn á erlendan markað. Á árinu 1974 var farið að bera á markaðskreppu erlendis, sem lika kom niður á lagmetisiðnaðinum. Meira að segja Norðmenn, sem höfðu fyrir löngu haslað sér völl víða um heim fyrir sitt lagmeti, urðu að draga saman seglin. Kom það m.a. niður á Norðurstjörn- unni h.f. í Hafnarfirði, en hún hafði framleitt eina tegund lag- metis undir norsku merki. Hagsveiflur sem þessar eru ekki neitt nýtt i viðskiptalífinu, krepputímabil valda oft erfiðleik- um. Vörur seljast treglega og liggja í vörugeymslum lengur en gert er ráð fyrir. Hvort það var nú kreppuráðstöfun eða bara smá- smugulegt íslenzkt valdabrölt, skal ósagt látið, en svo mikið er víst, að árið 1975 var skipt um formennsku i stjórn Sölustofnun- ar lagmetis. Matvælaefnafræð- ingarnir, sem þeim störfum höfðu gegnt áður, voru látnir víkja, en í þeirra stað var alþingismaður skipaður formaður og varaalþing- ismaður varaformaður. I sjálfu sér þarf ekkert að vera á móti þvi að stjórnarformaður svona fyrir-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.