Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1977 Balzac Það var kysstst í Boulogne- skóginum um aldamótin ekki síður en í dag. Salur I hinu merkilega Cluny- safni frá annarri af byggingu þriðju aldar Napoleon Bonaparti í konungsskrúða — Er í vopnasafn- inu í Invalidhöllinni Frá Gustave Moreau-safninu mínútum og seint og ljóskan fagra farin. Beið í klukkustund i þeirri von að hún kæmi aftur, beið, beið, beið, og beið með hangikjöt i plasti! En ekki kom daman og þurfti ég að rogast með kjötið á milli safna það sem eftir vár dagsins ásam niðþungum sýningarskrám. — En af þvi að ég var nú einu sinni staddur á Mont- matre var sjálfsagt að lita á söfnin þar, en Montmatre var Mekka listamanna þar til þeir fluttust yfir á Montparnasse. Fyrst hélt ég á Montmatre-safnið, sem er safn minja frá blómaskeiði hverfisins. Skemmtilegt safn en gæti þó verið mun betra og yfirgrips- meira. Þar var þá sýning á verkum hins fræga teiknara og brautryðjanda í gerð veggspjalda (plakata) Alexandre Théopile Steinlein. Frábær sýning.. . Siðan hélt ég á Rue Ravignan en þar stóð hin nafntogaða bygging „Bateau Lavoir" þ.e. Vatnsbátur- inn. Dró húsið nafn af þvi að hinir mörgu íbúar hússins þurftu að sækja vatn í lítinn brunn skammt frá — nafnið er því komiskt öfug- mæli. Þarna við brunninn sá Pieasso hina fögru Fernando Olivier i fyrsta skipti, með sín möndlubrúnu augu og heillandi yfirbragð. Astir þeirra og fórnfýsi Fernande er nú sérstakur kafli i listasögu tuttugustu aldar. Húsið var lengi í niðurniðslu en þegar loks átti að hefjast handa um endurbyggingu þess árið 1970, þá brann það (líkt og Bern- höftstorfan), en ég sá ekki betur en að nú væri hafist handa við endurbyggingu en ein hliðin stendur uppi þótt allt annað sé brunnið. Hverfið allt um kring er unaðslega maleriskt og mannlífið litrikt.. . Hélt áfram niður Rue Ravignan og sveigði á hliðargötu er ber nafnið Rue Houdon, var þá komin í hið alræmda hverfi „Pigalle", þar sem holdlegar gerviþarfir eru best ræktaðar i Parisarborg og með yfirgengilegustu tilþrifum, þannig að freistingar eru i hverju fótmáli. En ég er sem betur fer ónæmur fyrir slíku, svo sem allir vita, og þrammaði hiklaust áfram framhjá „beinleitum fljóðum og brúnaþungum hölum" — niður Pigallegötu og að 14 Rue de Rochefoucauld þar sem Gustave Moreau-safnið er til húsa. Sá hélt frægan skóla og voru kempur likt og Rouault og Matisse o.m.fl. frægir myndlistarmenn nemendur hans. Segja má að þessi frábæri hæfileikamaður hafi um margt tekið skakka stefnu á hæðina — þótt nú sé verið að endurreisa hann, ekki sist vegna þess að í kjallara fundust myndir sem eru nauða- líkar nútímapoppi! — Þær eru ekki til sýnis, en méð þvi að vikja að safnverðinum nokkrum frönkum opnast allar dyr. Þetta er gríðarmikið safn sem illa er búið að. En hann formaði það að öllu leyti sjálfur og er Parísar- borg eða franska ríkið tók við gjöfinni skuldbatt það sig að breyta engu. Hér mætti gera úr eitt albesta safn Parísarborgar af úrvali bestu teikninga, vatnslita- mynda og málverka meistarans. Hann var virtuos sem teiknari og frábær sem kennari, — skilur niaður nú betur snilldina hjá Rouaull og Matisse því að hér var uppruninn! . . . Fyrir utan þetta hef ég skoðað á milli 20—30 gallerí en þar eru frekar daufar sumarsýningar þótt sjá mái einstök frábær verk innanum og morð af góðri grafik og listaverkabókum, Hér eru og búðir er selja stórkostlega fallegar brúður, gamlar og fágætar en þvi miður fokdýrar, enda aðallega fyrir ríka safnara. Ég mun skrifa sérstaka grein um Parisarbiennalinn og Pompideusafnið við fyrsta tæki- færi, hef púnktað heilmikið niður. En mér þykir sem mynd- listar- og lífsnautnarmanni frekar hart að sitja yfir skrifum og rit- vélarpikki við verstu hugsanlegar aðstæður með mannlífið brúsandi allt um kring og ótal söfn óskoð- uð. En ég ætla sannarlega ekki að éta yfir mig af list — þvi að slíkt hefur jafnan hinar örlagarikustu afleiðingar. I bitið i fyrramálið held ég til Antwerpen á vit Helenar Fournemont, einnar fegurstu konu er lifað hefur og mannsins, sem gekk að eiga hana og málaði i ótal útgáfum Pieter Paul Rubens. Þar hitti ég Erró i anddyrinu á hádegi, en hann þurfti í skottúr til Amsterdam. Bragi Asgeirsson. Fermingar á morgun Fermingarbörn í Háteigskirkju 2. október, kl. 10.30 árd. Stúlkur Anna (iuðrún Viðarsdóttir Hólmgarói 2(». R. Arnhjörg Sverrisdóttir Strandasoli 11. R. Aslaug Þóröardóttir Kríuhóluin 2. R. Dagný Haróardóttir Lyngbrekku 22. Kóp. (iuöriöur Kristin Jónsdóttir Drápuhlíö 45. R. Hrefna Steinarsdóttir Skipholti 42. R. Inga Margrét Róhertsdóttin- Rólstaöarhlíö 50. R. Jónína Olesen Rarniahlíö .'»5. R. Kristfn Sverrisdóttir Strandaseli 11. R. Ólöf Hafdís (>uölaugsdóttir Skiphholti 20. R. Sigui laug Margrét Jónasdóttir Kskihliö 10. R Svanfríöur Anna Lárusdóttir Suöurlandshraiit 05. R. Vigdfs (iunnarsdóttir Stigahlíö 24. R. Piltar: Raldur Rorgþórsson (inoöavogi 20. R. Ky jólfur Sveinsson Skaftahliö 2. R. (tunnar (íi*org Smith Rólstaöarhlíó 10. R. Jónas Valdimarsson Rláskóguni 2. R. Markús (íunnarsson Stigahliö 24. R. Orri Snorrason l lhlíö 15. R. Siguröur Rjarni (iuömiindsson Rárugötu 0 R. Stefán Jón Stefánsson DrápuhlíöK. R. Prestarnir. Asprestakall: Ferming í Laugar- neskirkju kl. 2 síðd. sunnudaginn 2. október. I’restur sr. Grímur Grímsson. Stúlkur: Klsa Firíksdóttir. Kamhsvegi 7. Sæunn (iísladöttír. Sa*\ iöarsundi 22. Drengir: Atli (iuómundsson. Skipasundi 54. Rernódus Kristinsson. La*kjarfit 5. (iaröaha* (iuömundur (iiiömundsson. Kleppsvegi 70 Kjartan Jónsson. Austurhrún 0 Jón Lárus (iuömundsson. Kleppsvegi 70 Óskardiiöni (iunnarsson. Skipasundi 40. Ferming í Fríkirkjunni í Re.vkja- vík 2. október. Prestur: Séra Þorsteinn Bjórnsson Stúlkur: Aldís Siguróardóttir (inoöarvogi 7(» Fjóla Ilólm Ólafsdóttir. Stifluseli 1 Ilanna (iiióríóur Daníelsdóttir. Meistaravöllum 22 llelga Magnúsdóttir. Ilólmgarói 4(> Kristín Rreiófjörö. Réttarholtsvegi 80 Regína Krist jánsdóttir. Torfufelli 48 Sigríöur Jakohsdóttir. Oldugötii 40 Piltar: llilniar Sigurbjörnsson. Reynimel 28 Jóhannes Þorgeirsson, Meístaravöllum 20 Krist ján Krist jánsson. Torfufelli 48 Olafur Þór Aðalsteinsson. Sólvallagötu 27 Ragnar Ragnarsson. Smyrilsvegi 20 EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.