Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTOBER 1977 Fráfarandi formaður, Jón Magnússon, óskar nýkjörnum formanni Heimdallar, Kjartani Gunnarssyni, til hamingju með kjörið á aðalfundi Heimdallar. Croissant handtekiim Ræða Einars París, 30. september. Reuter. EINN helzti verjandi hryðju- verkamanna úr Baader- Meinhofklíkunni, v-þýzki lög- fræðingurinn Klaus Croissant, var handtekinn í Parfs í da«. Hans hefur verið leitað í Frakk- landi frá því f júlí en eftir að franska stjórnin lýsti yfir fullum stuðningi við v-þýzk stjórnvöld í Pol Pot i öndvegi í þjóðhátíð- arveizlu í Peking Peking, 30. september. Reuter. POL POT forsætisráðherra ógnar- stórnar Rauðu khmeranna í Kambódíu sat í öndvegi ásamt Hua Kuo Feng, formanni kín- verska kommúnistaflokksins, er hátíðarhöld vegna þjóðhátíðar- dags Kínverja hófust með 3 þús- und manna veizlu í Höll alþýð- unnar í Peking í kvöld. I skála- ræðu lét Hua þess sérstaklega get- ið að Kínverjar teldu sér mikinn heiður af því að hafa fengið Pol Pot í heimsókn, en móttökurnar sem hann hefur fengið í Peking þykja með fádæmum innilegar. Pol Pot átti í dag viðræður við Hua Kuo Feng annan daginn i röð, auk þess sem hann hitti að máli varaforsætisráðherrana Teng Hisao-Ping og Li Hsien- Nien. baráttunni við hryðjuverkamenn um daginn hefur leitin að Croissant verið hert mjög. Yfirlýsing stjórnarinnar hefur verið talin standa í beinu sam- bandi við ránið á Hanns-Martin Schleyer. V-þýzka lögreglan hefur óskað eftir því að Croissant verði fram- seldur. Lögreglan i París hefur enn sem komið er ekki gefið aðrar upplýsingar um handtökuna en að Croissant hafi fundist í íbúð einni í fjórtánda hverfi borgar- innar. — Vængjadeilan Framhald af bls. 2 vinnu, sem þeir hefðu ekki innt af hendi. Jón kvað það persónulega skoð- un sína, að enda þótt undir eðli- legum kringumstæðum ætti að vera unnt að halda uppi rekstri Vængja með góðum árangri, væri það hins vegar ógjörningur við þessar aðstæður að reka flugfélag sem Vængi og hefði hann því lagt til við stjórn Vængja, hún hætti rekstrinum og seldi flugvélar félagsins úr landi. Þessi ummæli voru borin undir Björn Guðmundsson og sagði hann þetta væri vafalaust það skynsamlegasta sem stjórn félags- ins gerði, sem sæist bezt á því að nær látlaust stapp hefði staðið í kringum þetta flugfélag s.l. tvö ár. Kvaðst Björn reyndar vera orðinn sannfærður um af feng- inni reynslu að affarasælast væri að Flugleiðir hefðu hönd í bagga með rekstri þessara litlu flugfél- aga, eins og fordæmi væru nú orðin víða fyrir, enda tryggði það bezt öryggi og eftirlit með þessum flugfélögum og farþegunum þá þjónustu sem þeim bæri. Framhald af bls. 1 aukaþing Sameinuðú þjóðanna um afvopnunarmál yrði sem árangursrfkast. Þá vék Einar Agústsson að mannréttindamálum og sagði að nauðsynlegt væri að koma á ná- inni samvinnu þjóða um virkt al- þjóðlegt eftirlit með því að mann- réttindi væru virt. Benti hann einnig á mikilvægi þess að efla ráðstafanir til að vernda saklaust fólk gegn hermdarverkastarf- semi, og áréttaði í því sambandi að enn sem fyrr væri það helzta hlutverk Sameinuðu þjóðanna að vernda einstaklinginn og réttindi hans. Um málefni S-Afríku sagði Einar Agústsson utanríkisráð- herra: „Astandið í Suður-Afriku verður sífellt alvarlegra. tslenzka sendinefndin mun styðja allar raunhæfar aðgerðir Sameinuðu þjóðanna til þess að binda endi á ómannúðlega misréttisstefnu ríkisstjórnrinnar í Suður-Afriku og þá harðneskjulegu valdbeit- ingu, er við stöðugt heyrum um frá því landi. Rétt er að geta þess hér að nýlega ákváðu utanrikis- ráðherrar Norðurlanda að setja á stofn vinnunefnd til þess að at- huga hvaða nýjum efnahags- þvingunum ætti að beita gegn ríkisstjórn Suður-Afríku: „Þá lýsti hann stuðningi við tilraunir til að finna friðsamlega lausn á vandamálum í Namibíu, svo og tilraunum til að koma á meiri- hlutastjórn i Rhodesiu átakalaust. 1 ræðu sinni minntist Einar Ágústsson á ástandið í Mið- austurlöndum og lét i ljós vonir um að unnt yrði að koma á nýrri Genfarráðstefnu á næstunni, „um leið og hann taldi forsenduna fyr- ir því að hægt væri að stuðla að varanlegum friði í þessum heims- hluta vera þá að viðurkenndur yrði réttur Palestinumanna til heimalands og þátttöku þeirra í störfum Genfarráðstefnunnar. Um leið tók hann fram að Palestinumenn yrðu að viður- kenna tilverurétt Israelsríkis. Ráðherrann rakti í stuttu máli þróun hafréttarmála og horfur á alþjóðlegum hafréttarsáttmála. Lét hann i Ijós vonir um að að jafnaður yrði ágreiningur á haf- réttarráðstefnu SÞ um alþjóða hafsbotnsvæði þannig að hægt yrði á undirrita hafréttarsáttmál- ann á árinu 1978. Hann kvaðst binda vonir við að verulegur ár- angur næðist á næsta fundi haf- réttarráðstefnunnar, sem hefst í Genf 27. marz n.k. en taldi vafa- samt að það gæti orðið síðasti fundurinn. — Ránið Framhald af bls. 1 sem nú eru á leiðinni til Dacca, er Junzo Okudaira, sem ákærður er fyrir þátttöku í árás á franska sendiráðið í Haag árið 1974 og á bandarísku ræðismannsskrifstof- una í Kuala Lumpur árið 1975. PERUSALA Lionsmanna í Hafnarfirði FELAGAR í Lionsklúbbi Hafnar- fjarðar munu á laugardag og sunnudag ganga í hús í Hafnar- firði og bjóða Ijósaperur til sölu. Öllum ágóðanum af perusölunni verður varið til styrktar þroska- heftum börnum. I fyrra afhenti Lionsklúbbur Hafnarfjarðar bæjarstjórn Hafnarfjarðar eina milljón króna, sem notuð var i sama skyni. Er nú komin aðstaða fyrir þroskaheft börn í dagheimilinu Viðivöllum í Norðurbænum í Hafnarfirði. Er þess vænzt að Hafnfirðingar bregðist vel við og kaupi perurnar af Lionsfélögunum. Með því styrkja þeir gott málefni og fá ljósaperurnar á hagstæðu verði. (Fréttatilkynning) — Tap Framhald af bls. 44. er það gert með þeim hætti, að einungis nauðsynlegustu rekstrargjöldum er sinnt, en ann- að látið sitja á hakanum og þar með safnað lausaskuldum. Þetta getur að sjálfsögðu ekki gengið nema takmarkaðan tima, og þess vegna er ekki einungis nauðsynlegt að rýmka rekstrar- skilyrðin heldur verður einnig að bæta lausafjárstöðu fyrirtækj- anna, enda versnar hún einnig stöðugt vegna verðbólgunnar. Af þessum ástæðum hafa vinnslustöðvarnar óskað eftir að Stjórnvöld beiti sér fyrir að við- skiptabankar sjávarútvegsins framkvæmi sérstaka könnun á lausafjárstöðu fiskvinnslustöðv- anna, og að þeirri athugun verði lokið sem fyrst.“ Að lokum segir, að stjórn Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna hafi ákveðið að boða félagsmenn til aukafundar um miðjan næsta mánuð til að ræða þessi vanda- mál. — Bensín Framhald af bls. 44. svartoliu úr 23.200 krónum tonnið í 23.900 krónur eða 3%. Samkvæmt upplýsingum verð- lagsskrifstofunnar hækkaði ben- sínlitrinn úr 80 krónum í 88 krón- ur 27. júli s.l., en næsta hækkun þar á undan var 17. desember 1976, en þá hækkaði bensínlitrinn úr 76 krónum i 80 krónur. Hækk- unin frá desember í fyrra til septemberloka í ár er því 22,4%. Býður í heims- meistaraeinvígið Framhald af bls. 44. sjálfri verðlaunaupphæðinni og hins vegar að kosta kynningar- herferð fyrir einvíginu erlend- is. Fulltrúar i ferðamálaráði telja mikilvægt að Skáksam- bandið fái dyggilegan stuðning i þeirri viðleitni sinni að gera Island að alþjóðlegri miðstöð í þessari hugans íþrótt, sem ís- lendingum er svo kær, en það er rétt að taka það fram að málið hefur verið rætt við sam- gönguráðherra og hann hefur lýst fullum stuðningi við að gera þetta að veruleika." I fréttatilkynningu Skáksam- bandsins segir meðal annars: Þá er vitað að geysimikill áhugi er fyrir þessu máli meðal fjölmargra fyrirtækja og ein- staklinga, og er það von stjórn- ar Sl að með samstilltu átaki skákhreyfingarinnar, hins opinbera, ferðamálayfirvalda og einkaaðila, verði hægt að gera þetta kleift. Af þessu til- efni hefur orðið að ráði að tveir stjórnarmenn Skáksambands Islands, þeir Einar S. Einars- son, forseti og Gísli Arnason, gjaldkeri, sæki fund miðstjórn- ar og fastanefnda Alþjóða- Skáksambandsins, sem haldinn verður i Caracas, Venezuela, eftir rúma viku .eða dagana Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki AUSTURBÆR: LINDARGATA BERGSTAÐASTRÆTI, ESKIHLÍÐ, HÆRRI TÖLUR, ÚTHVERFI: BLESUGRÓF Upplýsingar í síma 35408 T0'—16. október nk. Verða þar mættir margir forvígismenn skáklistarinnar i heiminum. Slíkir fundir eru haldnir annað hvert ár milli aðalþinga FIDE. Til umræðu verða fjölmörg mál, þó aðallega mál sem snerta fyrirkomulag ýmissa móta og skákkeppna á vegum FIDE, en hæst ber þó að ganga á frá nýjum reglum og reglugerðar- ákvæðum um heimsmeistara- einvígið i skák 1978, og fram- kvæmd þess, jafnframt því sem það verður formlega boðið út. Fulltrúar Sí munu fylgjast vel með allri framvindu mála og tilkynna um væntanlegt tilboð Islendinga í einvígishaldið, ennfremur verður tækifærið notað til að vinna að kjöri Frið- riks Ölafssonar, stórmeistara, til forsetaembættis í FIDE. — Þessi bók Framhald af bis. 3. jafnvel rammbyggilegar og ís- lenzkar auglýsingar í blöðum þar sem stóð til dæmis: Þú sem stalst frá mér svipu i þessari rétt, það sást til þín o.s.frv. Nú er meiri lausagangur í stílnum. Menn hafa ekki tíma til þess að liggja yfir setningum og gera þær skotheldar. Það er mjög hlægilegt að lesa hástemmdan stil um hversdagslega atburði og kynduga sem gerast i okkar þjóðfélagi. Menn lesa svo mikið af dönskum vikublöðum og það ruglar þá mjög i málinu, lesa of mikið af skrílfregnum úr þess- um blöðum, sem eru sá mesti óþverri sem hægt er að draga upp á Norðurhveli manna. Þetta hef ég alltaf verið að setja út á, því þar sem menn skrifa eina setningu á máli Ara Þorgilssonar og hina úr dönsku vikublaði, er ekki um neinn stíl að ræða, heldur bilun í mannin- um og menningunni". — á.j. — Hollt fyrir íslendinga Framhald af bls.43 þarf í véla- og málmiðnaði að gera stórátak til þess að bæta fyrir það sem misgert hefur verið gagnvart þeirri iðngrein. Hann þarf að gera svo öflugan og þróttmikinn aó hann geti hannað ný tæki og endurbætt og viðhaldið því sem í gangi er til þess að íslenzk framleiðsla geti staðið í fremstu röð hver á sínu sviði. Við sem í iðnaði er- um megum ekki einskorða okk- ur við að gera kröfur til ann- arra. Við verðum að gera kröf- ur og það meiri kröfur til okkar sjálfra. Þvi aðeins getum við vænst skilnings og trausts þjóð- ar og ráðamanna að við sýnum það í verki að við séum trausts- ins verðir. — Stöðnun Framhald af bls. 25 aðilinn legði til kunnáttuna og markaðinn. Fjármögnun færi eft- ir samkomulagi. Ekki mundi þetta ágæta fyrir- tæki, við getum nefnt það ISIJP, einskorða sig við súpur, soðnar niður í dósir. Súpurnar ætti að sjálfsögðu líka að selja þurrkaðar, eins og norsku fisksúpuna, sem áður var getið. Aðaláherzlan yrði lögð á fisksúpur í alls konar formi, þar sem meginhráefnið væri kolmunni, spærlingur, loðna eða annar smár fiskur, sem leyfi- legt væri að veiða. Til viðbótar kæmu svo ýms fleiri hráefni til uppfyllingar og bragðbætis, s.s. sláturafurðir, þurrmjólk, humar- klær, rækja o.s.frv.. Fyrirtæki sem þetta gæti orðið lyftistöng fyrir íslenzkan lagmet- 'isiðnað og elft aðrar greinar hans. Það gæti framleitt fleiri tegundir lagmetis úr fiski, sjálft eða i sam- vinnu við aðrar verksmiðjur hér- lendis, og komið þeim á erlendan markað. Skilyrðið er auðvitað að fyrirtækið sé í áliti, bæði hjá is- lenzkum lánastofnunum og á er- lendum mörkuðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.