Morgunblaðið - 12.01.1978, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 12.01.1978, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JANUAR 1978 Lítil eftirspum enn eftir loðnuafurðum LtTIL hreyfing er enn komin á sölumál loðnuafurða, að þvf er Gunnar Petersen hjá Bernharð Petersen og co. sagði f samtali við Morgunblaðið f gær. Kvaðst Gunnar ekki hafa haft fregnir af neinum fyrirframsölum héðan undanfarið. Hvað snerti verðið á erlendum markaði sagði Gunnar, að hann vissi til þess að í Danmörku hefði lýsi tilsvarandi loðnulýsi verið selt á 410—419 dollara. Hvað Grímsey: Hver íbúi fer 18 sinn- umáárium flugvöllinn Grfmsey. 11. janúar MJÖG rysjótt tið hefur verið hér i vetur, ýmist stormur, frost eða þýða. Þá þykir okkur rétt að geta þess vegna frétta frá Vopnafirði fyrr í vetur um að hver íbúi færi að meðaltali þrisvar sinnum um flugvellinn hjá þeim á ári, að hjá okkur er þessi tala mun hærri eða sem svarar til þess að hver íbúi Grímseyjar fari 18 sinnum um flugvöllinn á ári hverju, en þrátt fyrir þessa miklu tfðni fáum við ekkert fjármagn til að gera öryggisaðstöðuna á flugvellinum þolanlega. Heilsufar hefur verið mjög gott hjá okkur og jól og áramót gengu mjög vel fyrir sig með því, að mikill dansleikur var fimmtán mínútur yfir tólf á gamlárskvöld og dansað fram á nótt. Að lokum má geta þess að hér er mjög snjólétt og allir vegir færir. Alfreð. — Gatnagerð- argjöld Framhald af bls. 2 baggi. Ef þau t.d vilja stækka við sig kemur þetta mjög illa niður á þeim. Gjaldið er trúlega um eitt þúsund krónur á rúmmetra í húsi og getur því orðið allt að 10% byggingarkostnaðar. Allir sem gatnagerðargjöld greiða bera sig illa og kvarta undan þeim. Ekki er hægt að leggja þau alveg niður, en verði þau aftur á móti tekin í formi lóðarleigu þá verða þau ekki eins tilfinnanleg fyrir at- vinnureksturinn. Þannig dreifast þessar greiðslur á miklu lengri tíma og standa ekki í vegi fyrir byggingum og stækkun fyrir- tækja.“ mjölið áhrærði mætti ætla að unnt væri að selja lítið magn i einu á um 7.15 dollara hverja einingu en sennilega væri verðið lægra ef um meira væri að ræða. 1 fyrra við upphaf vertíðar hefði aðalsamningurinn verið við Pól- verja og þar verið samið um 7.15—7.19 dollara, þannig að verðið nú væri heldur lakara. Hins vegar væri enn sem komið er sáralitil eftirspurn eftir mjöli á venjulegum mörkuðum okkar, og því erfitt að meta horfurnar. — 3 skipstjórar á fund for- sætisráðherra Framhald af bls. 36. sem var ákveðin með atkvæðum kaupenda og oddamanns eins og fram hefur komið, en ekkert hefði stoðað. Sögðu þeir ennfrem- ur, að ósennilegt væri að unnt yrði að breyta þessari verðákvörð- un þar sem hún væri bundin lög- um þar til hún rynni úr gildi þann 15. febrúar nk. Það kom fram hjá fnönnum á fundinum, að þeim fannst furðu- legt að afkoma verksmiðjanna hefði ekki batnað meira á síðasta ári en tölur Þjóðhagsstofnunar sýna, miðað við það, að hráefni til þeirra jókst um helming. Það kom einnig mjög til um- ræðu á fundinum að senda full- trúa sjómanna og útgerðarmanna til Færeyja og jafnvei víðar til að kynna sér rekstur fiskimjölsverk- smiðja og m.a. var margrætt að verksmiðjan í Fuglafirði greiddi nú krónur 15.29 á hvert loðnukíló á sama tíma og loðnuverð á ís- landi væri 12,90 þegar allt væri tekið með eins og útflutnings- gjöld og fleira. Sögðu sjómenn að þeir myndu ekki beygja sig fyrr en leiðrétting á þessu hefði feng- izt. A fundinum kom fram, að öll stéttarfélög sjómanna styðja heilshugar, að bræðsiuskipið Norglobal komi hingað til lands i vetur og töldu menn þau mótmæli sem fram hefðu komið gegn leigu skipsins órökstudd. Voru menn beðnir að greiða atkvæði með eða móti leigu á skipinu. Allir réttu upp hönd til samþykktar utan tveir sem voru á móti. Eftirfar- andi tillaga var samþykkt á fundinum f Nýja-biói: „Fundur loðnuveiðimanna haldinn 4 Nýja- bíói á Akureyri 11. janúar 1978 samþykkir að kjósa þriggja manna nefnd til að fara á fund forsætisráðherra á morgun til að fá svar við því, hvort hægt sé að fá endurskoðun á loðnuverði þvi sem auglýst var 10. janúar s.l. Loðnuveiðisjómenn munu ekki fara út til veiða fyrr en þessi nefnd kemur til baka og hefur skýrt svör þau er hún kann að fá frá forsætisráðherra á fundi hér á Akureyri. Það verður síðan að taka afstöðu um framhald þessa máls.“ Fundurinn í Nýja-bíói hófst klukkan 16 í gær og yfirfylltist húsið strax, þannig að fjöldi manna stóð í göngum. Umræður voru mjög fjörugar allt til klukk- an 19 að gert var hlé til klukkan 20, en áður en fundarhlé var gert var kosin sérstök sjö manna nefnd til að leggja fram ákveðna tillögu er fundur hæfist að nýju klukkan 20. Það var þessi nefnd sem lagði til að kosnir yrðu full- trúar sjómanna til að fara á fund forsætisráðherra. Fundinum lauk síðan um klukkan 20.30. Fundar- stjóri á fundinum i gær voru þeir Jónas Þorsteinsson og Guðjón Jónsson og fundarritarar þeir Gunnar Arason og Baldvin Þorsteinsson. — Guðmundur Skaftason Framhald af bls. 2 anum til stuðnings kæru bank- ans á hendur fyrrverandi for- stöðumanni ábyrgðadeildar. Þessi gögn hefur endurskoð- unardeild bankans unnið fyrir Rannsóknarlögregluna að hennar fyrirsögn og nú hefur Ölafur Nilsson endurskoðandi tekið við umsjón þessarar vinnu innan bankans, eins og fram hefur komið í Mbl. Ólafur var tilnefndur til þessa verk- efnis af Hallvarði Einvarðssyni eftir að ósk hafði komið um það frá bankaráði og bankastjórn Landsbankans ð hann tilnefndi óháðan löggiltan endurskoð- anda til þess að hafa umsjón með rannsókninni innan bank- ans til þess að taka af allan vafa um, að rétt væri að henni staðið af hálfu bankans. Bæði Guðmundur Skaftason og Ólafur Nilsson hafa mikla reynslu af bókhaldsstörfum og athugunum á bókhaldi. Guð- mundur hefur bæði lokið við- skipta- og lögfræðiprófi frá Há- skóla Islands og hann er löggilt- ur endurskoðandi. Hann hefur gegnt mörgum trúnaðarstörf- um og mun m.a. hafa verið um árabil ráðunautur ríkissaksókn- araembættisins í bókhaldsmál- um. Guðmundur gegndi embætti skattrannsóknarstjóra á árunum 1964—‘67 en Ólafur tók við þvi embætti af Guð- mundi og gegndi því til ársins 1975. Ólafur er viðskiptafræð- ingur að mennt og iöggiltur endurskoðandi. Loks er þess að geta, að nokk- ur fyrirtæki hafa lígt fram gögn vegna málsins að ósk og eftir fyrirsögn Rannsóknarlög- reglu ríkisins. — Ritstjóri Framhald af bls. 17 miðnætti þar sem biskupinn Manuel Salazar Mendosa flutti út- fararræðu. Lík hins 53 ára gamla ritstjóra, sem hæfður var 22 skot- um f andlit, háls, bringu og hand- leggi, var flutt I höfuðstöðvar andstæðinga Somozastjórnarinn- ar og var síðan flutt til blaðsins, sem hann ritstýrði, La Prensa, þar sem líkið lá á viðhafnarbörum áður en það var aftur flutt til heimilis hans i gærdag. Fréttir herma að syrgjendur standí fyrir utan hús fjölskyldu hans og muni gera svo þar til jarðarförin fer frarp á fimmtudag. Heimildir segja að jarðarförin verði sú viðhafnarmesta sem farið hefur framlengi. Þegar lik ritstjórans var flutt frá spítalanum til heimilis hans á þriðjudag voru í fremstu röð syrgjenda 50 blaðasölustrákar frá La Prensa. Fremstu blaðamenn Mið- Ameríku hafa lýst óhugnaði sín- um yfir morðinu á ritstjóranum. Utanríkisráðuneytið í Washing- ton sagði að stjórn Carters mundi ekki láta frá sér yfirlýsingu varðandi morðið fyrr en meiri upplýsingar fengjust. Vitni segja að bifreið með þremur mönnum hafi króað bif- reið ritstjórans af á þriðjudag og hafið skothrfð á hann. — Barátta gegn reykingum Framhald af bls. 1 safnað í fjórtán ár,“ sagði Califano. „Reykingar eyði- leggja heilsuna. Reykingar drepa.“ Þessi herferð er mjög víðtæk eins og Califano greindi og frá, að hert verður á opinberum aðgerðum gegn reykingum, tek- ið verður til athugunar að hvetja fólk til að hætta reyking- um með aðgerðum í skattamál- um og auknar verða rannsóknir á tengslum milli reykinga og sjúkdóma. — Iðngarðar í Breiðholt? Framhald af bls. 2 verkfræðing til að fræðast frekar um þetta mál. Hann sagði: — Hugmyndin er að iðngarðar rísi á svæði fyrir norðan Krummahóla í Breiðholti III. Til er skipulag að iðnaðarsvæði þar, eftir á þó að koma í ljós hvort það skipulag henti iðngörðum. Rætt er um að allt að ár taki að undir- búa framkvæmdir í þessu máli. Þannig verður rætt við samtök iðnaðarins um þessi mál áður en byggingarframkvæmdir verða hafnar. Búast má við miklu sam- starfi við samtök iðnaðarins í þessum efnum, enda hafa þeir sjálfsagt ákveðnar hugmyndir um hvernig að þeim skuli staðið o.s.frv. Hugmyndin er að iðngarðar verði sjálfstætt fyrirtæki sem leigi út húsnæði til iðnaðar. Ekk- ert hefur þó á þessu stigi málsins verið ákveðið um hvort borgin fjármagni þessar framkvæmdir eða hvernig þær verða fjármagn- aðar. Þá á t.d. eftir að athuga hvort þessar framkvæmdir séu iðnaði, sérstaklega nýiðnaði, hvati eða ekki. — Gaullistar Framhald af bls. 1 reyna ð vega gegn flokki gaullista víðs vegar um Frakkland. Hann lét þess þó getið að flokkurinn mundu styðja samstarfsflokkana í annarri umferð kosninganna, þegar kosið verður milli þeirra tveggja frambjóðenda í hverju kjördæmi sem flest atkvæði hafa fengið I fyrri umferðinni. Þessi ákvörðun gaullista mun hafa það í för með sér að franskir kjós- endur munu geta valið um fram- bjóðendur a.m.k. fjögurra flokka I fyrri umferð kosninganna, þ.e. frambjóðanda gaullista, annarra stjórnarflokka, sósfalista og kommúnista, en bandalag tveggja síðastnefndu flokkanna er einnig farið út um þúfur. — Víetnam Framhald af bls. 1 unum í New York í dag þar sem segir að tvær herdeildir Kambódíumanna séu enn á viet- nömsku landsvæði og að aðgerðir Víetnama séu sjálfsvörn. Sendi- herra landsins í Hollandi skoraði í dag á allar vinveittar þjóðir að beita áhrifum sfnum og reyna að fá stjórnir landanna tveggja til að setjast að samningaborði. Víet- namar hafa æ ofan í æ hvatt til viðræðna en Kambódíumenn sagt að útilokað sé að nokkrar viðræð- ur fari fram fyrr en víetnamskt herlið sé á brott frá Kambódíu. Vfetnam og Thailand hafa nú gert með sér loftferðasamning, sem meðal annars heimilar flug- félögum landanna að lenda hvoru f annars landi. Einnig var samið um viðskipti milli landanna, en aðstoðarforsætis- og utanrfkisráð- herra Víetnams, Nguyen Duy Trinh, er nú í Thailandi til að semja um þessi mál. Löndin tvö tóku upp stjórnmálasamband f ágúst sl. og er búizt við að þau muni skiptast á sendiherrum fljótlega, en andað hefur köldu í samskiptum þessara tveggja stærstu ríkja í Suðaustur-Asíu þar til nú nýlega. — HungurverkfaU Framhald af bls. 17 við réttarhöldin í október s.l„ sem voru þau mestu gegn andófs- mönnum frá því að mannréttinda- yfirlýsingin 1977 var undirrituð fyrir ári síðan. Hinir þrir ákærðu, sem allir undirrituðu mannréttindayfirlýs- inguna, játuðu að hafa reynt að smygla andófsgreinum til vest- rænna þjóða en neituðu að hér væri um undirróður gegn ríkis- stjórninni að ræða. Stór hópur þeirra 930 manna, sem undirrituðu mannréttinda- yfirlýsinguna, mun fara í hungur- verkfall á morgun samtímis því er hæstiréttur fjallar um áfrýjun- ina. Lederer og Ornest voru dæmdir til þriggja ára fangavistar en andófsmennirnir Pavlicek og Havel fengu skilorðsbundinn dóm. S.l. föstudag stytti hæstiréttur þriggja og hálfs árs dóm andófs- mannsins Vladimir Lastuvka um 12 mánuðu. — Tillögur borgarstjóra Framhald af bls. 3. lega upp til langframa, og með áhrifum á skipulag svæðanna geta aðilar nýtt þá tækni betur og byggt ódýrari húsa- gerðir út frá henni. Guðmundur J. Guðmundsson form. Verkamannasambands íslands og varaformaSur Verkamannafélags ins Dagsbrúnar: í heild sinni eru til- lögur borgarstjóra um stefnuskrá í at- vinnumálum tvimælalaust til bóta og fagna ég þeim. Mér skilst. að yfirleitt séu allar tillögurnar til bóta og sumar til verulegra bóta. Þó er ekki þar með sagt að ég vildi ekki við þær bæta eða einhverju breyta. Verkamenn hafa átt þess kost að tjá sig um þessi mál með þyi að eiga fulltrúa í viðræðunefnd um þessi mál, en sú nefnd var undir forystu borgar- stjóra. Umræður í þessari nefnd voru góðar og er það ánægjulegt og til stórra bóta að verkamenn skuli hafa verið beðnir um að taka þátt i að móta tillögur um aðgerðir i atvinnumálum. — Sovétmenn Framhald af bls. 16 drægjust á langinn. Sagði Pravda að bardagarnir hefðu valdið áhyggjum öllum þeim, sem um langa hríð hefðu haft samúð með hetjulegri frelsis- baráttu þjóðanna í Indókína gegn ásókn heimsvaldasinna, eins og það var orðað, um leið og tekið var undir kröfu stjórnarinnar í Hanoi um að Kambódíumenn settust að samningaborði hið fyrsta. (Fréttaskýring frá Reuter). — Indira Framhald af bls. 16 Indira var kvödd fyrir nefndina en vitnaleiðslur hófust í septem- ber sl. Nefndin skipaði Indiru sl. þriðjudag að útskýra frekar yfir- lýsinguna um neyðarástandslög- in, sem gengu i gildi 25. júní 1975, og handtökurnar sem fylgdu I kjölfar þeirra. Frú Gandhi neitaði að útskýra nokkuð, þar sem hún væri bundin þagnareiði samkvæmt stjórnar- skránni. Þegar Indira gekk út úr hinni rammbyggðu byggingu voru I fylgd með henni sonur hennar, Sanjay, ásamt öðrum fjölskyldu- méðlimum og beið þeirra lítill hópur stuðningsmanna. Fyrirlestur um stjórnmál og stjórnarskrá Bandaríkjanna PR0FESSOR Charles L. Black, Jr., frá Yale-háskólanum í Connecticut f Bandarfkjunum flytur opinberan fyrirlestur f boði lagadeildar Háskóla Islands föstudaginn 13. janúar nk. Fyrir- Sænsk dagskrá í Norræna Húsinu NÆSTKOMANDI sunnudags kvöld verður f Norræna húsinu sænsk dagskrá, en sænski leikar- inn Ernst-Hugo Járegárd verður gestur Norræna hússins. I frétt frá Norræna húsinu segir að Járegárd sé einn af fremstu leikurum Svía, hefur starfað lengi við Dramaten í Stokkhólmi og leikið í sjónvarpi og kvikmyndum. Hefur hann m.a. leikið í leikriti Enquists, Nótt ást- meyjanna, og hlaut mikið lof gagnrýnenda og áhorfenda, segir I frétt Norræna hússins. Dagskrá Járegárd hefst kl. 21.00 á sunnudagskvöldið. lesturinn, em nefnist „Politics and the Constitutron in America Today“, verður haldinn kl. 11.00 f stofu 101 I Lögbergi, húsi laga- deildar. Prófessor Charles L. Black, Jr„ kemur hingað til lands á eigin vegum. Auk ofangreinds fyrir- lesturs heldur hann erindi um bandarískan sjórétt á fundi Lög- fræðingafélags íslands fimmtu- daginn 12. þ.m. kl. 20.30. Verður erindið flutt á sama stað og há- skólafyrirlesturinn. (Frétt frá Háskóla íslands) Skotbardagi í Baskahéraðum Famplona, 11. janúar. Reuter. TVEIR meintir hryðjuverka- menn Baska og lögregluforingi biðu bana í skotbardaga f Pamplona á Norður-Spáni f dag. Nokkrir særðust f bardaganum sem hófst þegar lögreglumenn fundu felustað liðsmanna sam- takanna ETA f verkamannahverfi horgarinnar og leituðu þar. t leit- inni fundust sprengiefni, vopn og skilrlki. Aður hafði lögreglan handtekið tvo meinta hryðjuverkamenn og unga konu og fundið vélbyssu, tvær skammbyssur og hand- sprengju í ibúð þeirra. Lögreglan hefur staðið fyrir umfangsmiklum aðgerðum gegn hryðjuverkamönnum síðan á laugardag þegar til skotbardaga kom skammt frá Pamplona og einn meintur hryðjuverkamaður særðist og var tekinn fastur. Mikil leit var gerð víða í nótt og nokkrir voru handteknir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.