Morgunblaðið - 22.01.1978, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANUAR 1978
Soffía Karls! Hvar hefur
hún haldið sig allan þennan
tíma? sögðu margir sjón-
varpsáhorfendur, sem komnir
eru af barnsaldri, þegar Soffía
birtist á skjánum í spurninga
þætti. Þeir minntust Soffíu í
Bláu stjörnunni og ýmiskonar
revíum og gamanþáttum.
Þeir yngri hafa að vísu oft
heyrt hana syngja af plötum
„Það er draumur að vera með
dáta" og „Ég býð þér upp i
dans" í þáttum i útvarpinu,
en tengja það lítt við þessa
grannvöxnu, kviku og hressi-
legu konu. Þetta varð tilefni
þess, að undirritaður blaða-
maður sat einn góðan veður-
dag í stofunni hjá Soffiu á
Faxabraut i Keflavík, þar býr
hún með manni sinum, Jóni
H. Jónssyni, framkvæmda-
stjóra hjá Verktökum Suður-
nesja, og þar hafa þau alið
upp börnin sin tiu.
— Það eru orðin 25 ár síðan ég
hætli að skemmta. svaraði Soffia fyrstu
Soffia og Jón H. með átta af
tíu börnum sínum. Standandi
frá vinstri: Kristin G. B.,
Karen, Heba, Dagný Þórunn,
Jón H. yngri, Helga Sif og
Sólveig. Sitjandi frá vinstri:
Ragnheiður Elfa, Soffia, Jón
H. og Halldóra Vala. Tvær
dætur vantar á myndina.
Önnur er i Þýzkalandi og hin
býr i Borgarfirði.
Andrésson hringdi. Hann hafði séð
hana á sviði, og nú vildi hann fá hana i
Bláu stjörnuna. — Ég sló til. Þetta var
auðvitað gullið tækifæri, segir Soffia.
En hvað var Bláa stjarnan? Það voru
reviusýningar, sem þeir voru með Har-
aldur Á. Sigurðsson, Alfreð Andrés-
son, Indriði Waage og Tómas Guð-
mundsson. — Þó man ég þetta ekki.
segir Soffía. Um leið og ég brenndi
brýrnar að baki mér, hætti ég að hugsa
um þetta og muna það. En við vorum
þrír fastir leikarar þessi 7 ár, sem ég
var með, Haraldur, Alfreð og ég.
Stundum var Brynjólfur Jóhannesson
og einhverjir fleiri. Og iðulega voru
fengnir útlendingar til að skemmta
spurningunni. — Já, skrúfaði alveg
fyrir. Það var samkomulag milli okkar
hjónanna, þegar við giftam okkur, að
ég færi aldrei upp á svið aftur. Þá gerði
ég það, sem ég hefði í raun aldrei átt
að gera Ég brenndi öllum textunum,
sem ég hafði látið semja fyrir mig.
Sumt af þessu voru dýrmætir textar
eftir góða höfunda, og mikið safn Ég
brenndi þeim og öllum finu kjólunum,
sem ég hafði komið mér upp til að
koma fram i.
— Þetta voru heilmargir textar og
höfðu kostað mig mikið. Þá fékk ég
1 50 kr. fyrir kvöldið i Bláu stjörnunni
og 500 kr. fyrir að koma fram á
skemmtun á kvöldin, en hver texti,
sem saminn var fyrir mig, kostaði 500
kr. Og stundum kom fyrir að ég gat
ekki notað þá þegar til kom Ég hafði
ekki úr miklu að spila, varð að vinna á
daginn í búð. Ég man að ég fékk
stundum leyfi hjá Innflutningskrifstof-
unni fyrir svolitlu af erlendum pening-
um og fékk stráka á millilandaskipun-
um til að kaupa fyrir mig kjóla, því hér
fékkst ekkert Strákarnir voru mjög
smekklegir og það gekk allt vel. Text-
ana fékk ég úr ýmsum áttum Til
dæmis var Loftur Guðmundsson mjög
duglegur við að semja. Stundum feng-
um við senda texta utan af landi — og
þá fyrir ekkert Árni Helgason úr Stykk-
ishólmi samdi stundum fyrir okkur (
Bláu stjörnunni, en i henni var ég í 7
ár Alltaf var sett upp nýtt stykki á
hverju hausti, sum gengu í 50 skipti i
Sjálfstæðishúsinu. Ef séð varð að svo
yrði, þurfti ekki að endurnýja fyrir
vorið Undirbúningurinn var raunar
ekki langur, því oft var verið að skrifa
fram á siðustu stundu.
— En hvenær byrjaðirðu að
syngja?
Nú hlær Soffia — Ég byrjaði aldrei
að syngja, var aldrei söngkona, svarar
hún að bragði. Ég kom til Reykjavíkur
frá Akranesi 1 6 ára gömul, fór í Leik-
skóla Lárusar Pálssonar. Var þar i þrjú
ár.
Og nú er rétt að fara aftur i ætt og
uppruna Soffíu, að góðum íslenzkum
sið. Móðir hennzy var Kristin Guð-
mundsdóttir, ættuð úr Dýrafirði og
Arnarfirði Faðir hennar var Karl O.J.
Björnsson, en stjúpfaðir hennar Björn
Jónsson frá Brúarlandi á Skagaströnd.
Hún á því rætur viða á landinu. Fór
hálfs þriðja árs til afa síns og ömmu á
Þingeyri og ári siðar til Skagastrandar
Fluttist siðan 10 ára gömul með stjúpa
sínum og móður tíl Akraness.
— Á Skagaströnd var stunduð leik-
list, segir hún. Systkini stjúpa mins
voru 14 og bæði afi og börn hans tóku
þátt i þvi starfi. Pabbi lék aldrei Ég
man að ég lá á maganum, þar sem litið
bar á og fylgdist með æfingum. Stjúpi
minn og systir hans áttu það til að
yrkja hvort til annars, ef þau þurftu að
eiga orðastað. Og þá var Ólina amma
góð kona. Hún var Ijósmóðir á staðn-
um Ég er satt að segja alin upp með
svo góðu fólki og átti svo góða æsku,
að mér dettur alltaf i hug. þegar heima-
haga ber á góma, Ijóðið sem byrjar
svona. í heiðardalnum er heimabyggð
min, þar hefi ég lifað svo glaðar stund-
ir . . .
0 Lukkuhringinn
vantaði á
frumsýninguna
— Eftir að ég kom til Akraness á
tíunda ári, heldur Soffia áfram, lét
kennslukonan mig í skólaleikritið. Ég
man að hún sagði: „Þú ert fædd leik-
kona." Þá ákvað ég að verða leikkona.
En það skrýtna var, að skólinn lánaði
mig í leikritin, sem fullorðna fólkið var
að setja upp, ef á krakka þurfti að
halda. Liklega hefi ég verið 12 ára
gömul. þegar ég varð með i einu slíku
leikriti, sem ég held að Slysavarnafé-
lagið hafi verið að leika Ég var svo fljót
að læra textana að ég kunni öll hlut-
verkin. Þá gerðist það, eitt sinn að
aðalleikarinn mundi ekki það sem hann
átti að segja. Ég stóð á sviðinu og
fannst þetta ekki ganga nógu veL svo
ég sagði honum upphátt hvað hann
ætti að segja Þetta þótti ekki nógu
gott, og ég var skömmuð fyrir þetta.
Eftir að barnaskóla lauk, fór Soffia i
kvöldskóla Um enga aðra menntun
var að ræða á Akranesi. En árið eftir,
1943, var stofnaður Gagnfræðaskóli
Akraness og hún fór i annan bekk í
þann bekk settust þeir, sem höfðu farið
að heiman í aðra skóla eða verið i
vinnu, og því voru sumir í bekknum
miklu eldri en hún. Eftir gagnfræða-
próf, hélt Soffía til Reykjavíkur til að
verða leikkona.
— Til að geta verið i leikskóla Lár-
usar Pálssonar, sem var dýrasti leik-
skólinn í borginni, fór ég í vist, segir
Soffia Ég var í vist hjá Sigurði Ólafs-
syni, kolakaupmanni, og Guðrúnu
Árnadóttur, sem reyndust mér ákaflega
vel, 2eins og beztu foreldrar. Ég hafði
300 kr í kaup á mánuði, en skóla-
gjaldið var 1 50 kr. Skólinn stóð síð-
degis frá 5 til kl. 7 Þá hljóp ég heim,
tók til kvöldmatinn og gekk frá og var
komin aftur í skólann kl 8. Þar héldum
við svo áfram fram eftir kvöldi. Náði
þvi? Já, já, blessuð góða, ég var kvo
fljót að hlaupa, að ég var ekki nema
fimm mínútur frá Vesturgötu 54 og
upp í Þjóðleikhús, þar sem skólinn var
til húsa, þó að byggingin væri ekki
fullbúin. En þetta var mjög góður skóli
og margar greinar kenndar. Til dæmis
kenndi okkur Brandur Jónsson tal-
kennari, Sif Þórs og siðan Sigrlður
Ármanns kenndu dans og ballett.
Klemens Jónsson skylmingar, og Har-
aldur Adolfsson sminkun og margir
fleiri. Og okkur var ætlað að lesa
heilmikið af bókmenntum heima hjá
konu úti í bæ og sálarfræði utan skól-
ans. Ég skil nú ekki hvernig mér datt
það í hug með öllu þessu Siðan hefi
ég alltaf verið að grúska i sálarfræði,
sem hefur reynst mér mjög gagnlegt á
lífsleiðinni.
— Varstu þá ekki farin að leika?
— Jú, við lékum auðvitað ýmis
hlutverk hjá Lárusi. Min frumraun var
hlutverk i Eftirlitsmanninum. En Lárus
misreiknaði sig á mér, eins og hann
sagði siðar við mig, átfaði sig ekki á
týpunni og ætlaði að gera mig að
karakterleikara. Hann lét mig æfa
dramatísk hlutverk. Ég man að ég var i
hlutverki Anitru í Pétri Gaut, þegar
norskir leikar komu hingað í heimsókn,
þar á meðal Agnes Mowinkel. Þeim
þótti skemmtilegt að sjá hvemig við
gerðum þetta. því við létum Anitru
koma stökkvandi upp úr kistunni
— Mjög skemmtilegt atvik gerðist,
þegar ég kom í fyrsta skipi fram i Iðnó,
þá sem þjónustustúlka Avdotju i rúss-
neska leikritinu „Eftirlitsmanninum".
Haraldur Björnsson, virtur leikari. sem
maður bar mikla virðingu fyrir, var í
aðalhlutverki. Hann var mjög sérkenni-
legur maður og bar alltaf hring, sem
hann taldi einhvers konar verndargrip.
Hann var kominn á sviðið, þegar hann
sá allt i einu að hringinn vantaði. Hann
kallaði þvi þrumandi raustu: Avdotju.
komdu hingað! Svo hvislaði hann að
mér, að fara niður i búningsklefann og
sækja hringinn i skartgripa-skrýnið Eg
gerði það. En þetta var þá ekki rétti
hringurinn. — Bölvuð vitleysa er
þetta, það er aldrei hægt að treysta
þessu andskotans þjónustufólki! þrum-
aði Haraldur. Og svo geystist aðalleik-
arinn út af sviðinu. til að sækja hring-
inn sinn. En við stóðum eftir og biðum
Það er alveg hræðilegt að lenda i
þessu, þegar maður er að „debútera".
Soffia segir að Haraldur hafi verið
sér mjög góður. Ef flett er upp i ritinu
Leikhúsmál frá þeim tima, má sjá að
hann nefnir í leikdómi og segir þar:
„Soffia Karlsdóttir er ennþá óskrifað
blað. Mig mundi ekki undra þótt ekki
yrði þess langt að biða að það blað yrði
útskrifað."
0 Var ekki
söngkona
Eftir að náminu i þessum þriggja
ára leiklistarskóla lauk, var ekkert hægt
að fá að gera. Soffia tók það til bragðs
að halda heim, upp á Akranes. En ekki
voru tveir dagar liðnir, þegar Alfreð
með okkur. Á bak við man ég eftir
Indriða Þorkelssyni, eiginmanni Áróru
Halldórsdóttur, Púlla og Jóni Jóns-
syni, einum Bakkabræðra I kvikmynd-
inni. Ég mætti i Sjálfstæðishúsinu kl. 8
á kvöldin og að sýningu lokinni var
dansað til kl. 1. Kostaði 10 kr. inn eftir
klukkan 10.
— Við lékum mest einþáttunga um
menn og málefni, drógum upp „skets-
ur", svaraði Soffía, þegar hún var
spurð um hlutverk hennar í Bláu
stjörnunni. — Nei, ég söng ekki, enda
hafði ég aldrei sungið. Ekki einu sinni
dottið það i hug. Hafði raunar ekki haft
efni á tónlistarnámi. En einn góðan
veðurdag komu þeir Haraldur Á. og
Alfreð með texta, sem þeir voru búnir
að þýða við vinsælt danskt lag. Þeir
fengu undirleikaranum Aage Lorange
nóturnar og sögðu mér að syngja. Ég
varð að gera það. Bragurinn sló i gegn.
Þó söng ég lltið í næstu revíum. En þá
urðu svo mikil vandræði með erlendan
skemmtikraft, konu sem sagðist vera
rússnesk og átti að syngja rússnesk
lög. að þeir urðu að senda hana til
baka i miðju kafi. Ég hafði verið uppi á
Akranesi að skemmta og hafði stæit
suður-amerisku söngkonuna Carmen
Miröndu. sem þá var mjög i tizku. Og
það sama kvöld var þessum þætti
minum skotið inn i sýninguna i staðinn
fyrir rússneska sönginn. Örlygur Sig-
urðsson, listmálari, var þá nýkominn
frá París. Hann hljóp upp að borð og
hrópaði „encore" með bæglsagangi.
Lætin voru svo mikil í honum, að hann
var að lokum látinn út. Fyrir þetta var
hann lengi reiður við mig. En það
lagaðist svo vel að hann skreytti bílinn
okkar með listaverkum seinna, þegar
við Fúsi Halldórs vorum á ferðinni úti á
landi með skemmtiatriði. En þarna var
ég ákaflega stolt. Listamaður, nýkom-
inn frá Parfs, hlaut að vita hvað boðlegt
er
— Eftir þetta fórum við að skjóta
inn í sungnum þáttum. Ég held að sá
bezti hafi verið einn, þar sem við
sungum saman Haraldur Á. Sigurðs-
son, Alfreð Andrésson og Brynjólfur
Jóhannesson. Ég var svartklædd og
gerð mun eldri en ég var. Bragurinn
fjallaði um stjórnmál, og var sunginn
undir vögguljóði. Nei, ég veit ekki
hvort hann er til. Útvarpið tók töluvert
upp á stálþráð, eins og siður var þá. og
átti þætti með okkur. En Tage Amen-
drup tók upp á plötur þau lög, sem nú
eru til. Þá var ég farin að skemmta i
kabarettum í Austurbæjarbiói. sem
hann var með. Og farin að syngja
meira. En aldrei á böllum með hljóm-
sveitum. Þegar ég fór út á land með
KK-sextettinum, sem var mjög vinsæll,
var það til að syngja gamanvísur. Rétt
kom fram með hljómsveitinni, meðst til
að sýna mig. En söngkona var ég ekki,
segir Soffia enn. Hún bætir því við, að
hún eigi það mest Pétri Péturssyni
útvarpsþul að þakka að plöturnar
hennar séu svo mikið spilaðar enn.
Hann virðist hafa sérstakt dálæti á
þeim.
Soffia í hlutverki Avdotju, sem var „stúlka hjá borarstjóra" í
leikritinu Eftirlitsmaðurinn eftir Gogol, sem sýnt var hjá
Leikfélagi Reykjavíkur. Með henni er Vilhelm Norðfjörð í
hlutverki þjónsins. Haraldur Björnsson lék aðalhlutverkið og
Soffia segir i þessu viðtali frá skemmtiiegu atviki, sem gerðist
i sambandi við Harald.