Morgunblaðið - 07.02.1978, Síða 13

Morgunblaðið - 07.02.1978, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR 1977 13 yfirtaki verkefni sýslunefndanna fyrir hreppsfélögin. Og í öðru lagi að gera sér grein fyrir hvort hugsanlegt sé og hagkvæmt að sameina sveitarfélögin á Fljóts- dalshéraði í eitt sveitarfélag. Þá í þriðja lagi að skoða það samstarf sem þegar er á komið og gera sér grein fyrir hvort hægt sé að auka það. Jafnframt þessu að gera sér grein fyrir hugsanlegri framtíðarstöðu Héraðshreppana með tilliti til stjórnsýslukerfa ríkisins og sveitarfélagana. Það er öllum ljóst sem fylgst hafa með framgangi byggða- stefnumála og umræðu um leiðir til að ná því markmiði að stöðva fólksflóttann til suð- vesturhornsins, að meginatriði væri sterkt félagslegt samstarf sveitarfélaga í hverjum lands- hluta. Hins vegar hefur verið deilt um, hver staða sveitarstjórnar- sambandanna skuli vera í stjórn- sýslukerfi þjóðfélagsins. í þeirri umræðu hafa komið fram tvö mjög andstæð sjónar- mið, annars vegar að fá sambönd- um í hendur ýmiss konar stjórn- sýslu ríkisins og ýmsa lögbundna umsýslun sveitarfélaga og hins vegar það sjónarmið að lands- hlutasamtökin séu ólögbundin og frjáls samtök sveitarfélaga með það höfuð hlutverk að skapa um- ræðu og ályktunarvettvang fyrir sveitarstjórnarmál almennt, og sameiginleg framfaramál lands- hlutans. Niðurstaða greindrar umræðu hér á Austurlandi fram til þessa er að landshlutasamtökin eigi að vera frjáls og óháð samtök sveitarfélagana án lögbindingar. Er hér um að ræða meirihiuta skoðun bæði alþingismanna kjör- dæmisins og fulltrúa á aðalfundi S.S.A. Ég er sammála ofangreindri niðurstöðu, m.a. vegna þess að ég hef óttast að breytingin yrði til þess í reynd að færa völd þ.e. framkvæmdarvald frá sveitar- félögunum í enn ríkari mæli yfir til ríkisvaldsins, vegna þess að ríkistengslin yrði útilokuð að ein- angra frá landshlutasamtökunum ef þau hefðu umsjón með verk- efnum ríkisvaldsins eða sameigin- Iegum verkefnum sveitarfélag- anna. Það er því niðurstaðan að leiðin til að efla samtökin er að efla einingarnar sjálfar þ.e. sveitar- félögin til að þau sjálf geti yfir- tekið verkefni frá ríkisvaldinu í enn ríkari mæli en hingað til. Margir telja leiðina til þessa sé að sameina sveitarfélögin m.a. er til lög um sameiningu sveitarfé- laga nr. 70. 1970, hins vegar eru aðrir er telja frjálst samstarf á milli nágrannasveitarfélaga í sem flestum málaflokkum sé miklum árangursríkari leið en lögbundin sameining þeirra. Ef þessi mál eru skoðuð í sam- bandi við aðstæður hér á Héraði — er það mín skoðun að til greina kæmi sameining ákveðinna hreppa á frjálsum grundvelli. Hér á ég fyrst og fremst við samein- ingu ýmissa sveitarhreppa, en tel að sameining þeirra við þéttbýlis- hreppinn Egilsstaði ekki vera til hagsbóta fyrir fbúana eins og til er ætlast með sameiningaráform- um yfirleitt. Hins vegar hlýtur að vera mest um vert að það frjálsa samstarf sem hingað til hefur borið ríkan ávöxt verði eflt sem mest og hafið verði samstarf í enn fleiri mála- flokkum. Samstarf Héraðshrepp- anna er bæði lögbundið og ólög- bundið. Lögbundið er samstarf i sýslufélagi, en þar er vandamálið stærst því hrepparnir eru í tveim sýslufélögum. Meginsamstarfsflokkarnir eru að öðru leyti jieilbrigðismál, dval- arheimilismál eldri borgara, brunavarnir, Héraðsheimilið Valaskjálf og menningarmál, Borgarfjörður er í samstarfi við Héraðshréppana f heilbrígðismál- um og ásamt fleiri sveitarfélögum í dvalarheimilismálum eldra fólksins. Þá má nefna samstarf í atvinnu- réttindamálum, þar sem er sam- eiginlegt verkalýðsfélag, iðnaðar- mannafélag og vörubílafélag, en þetta þýðir í raun að Héraðið er eitt atvinnusvæði þvert yfir öll sveitarmörk og sýslumörk, og þá f atvinnumálum að stærsta sameig- inlega atvinnufyrirtækið er Kaupfélag Héraðsbúa. Gera má ráð fyrir að næstu skref samstarfsins verði fyrst og fremst á sviði menningar- og menntamála ásamt þvf að auka samstarfið í atvinnumálum. Stjórnsýsla samstarfsins hefur hins vegar, enn sem komið er, ekki náð að mótast. Oddvitafund- ir eru haldnir að tilhlutan stjórna hinna ýmsu samstarfsstofnana og eiga fundirnir að vera æðsta vald samstarfsins, en annmarkar eru þeir að oddvitarnir geta ekki lög- um samkvæmt bundið sveitarfé- lögin fjárhagslega án samþykktar viðkomandi sveitarstjórna. Þetta fyrirkomulag er alltof þungt í vöfum og þarfnast gagn- gerðrar endurskoðunar með það fyrir augum að gera sveitarstjórn- ir ábyrgari fyrir rekstri og fjár- festingum samstarfsstofnana. A vissan hátt kemur hér að að- alrökum fyrir áframhaldi Egils- staðahrepps, en það væri með þeim hætti að Fljótsdalshérað og Borgarfjörður yrðu sett i sérstakt sýslufélag og væri þá hægt að fela því á g-rundvelli laga að annast alla þætti samstarfsins, enda yrði þá sýslusjóður bakhjarl sam- starfsins og sýslunefnd æðsta vald þess, en sýslumaður væntan- lega framkvæmdastjóri. Eins og sjá má af framangreindu er af- leiðing breytingar yfir f kaupstað aðeins fólgin í því fyrir samstarf Egilsstaðahrepps við önnur sveit- arfélög að sveitarfélagið er ekki lengur í sýslufélaginu sem slíku, en þrátt fyrir það er opin leið fyrir bæjarstjórn að hefja og halda við samstarfi á víðtækum grundvelli. Sérstaklega skal bent á að sam- starf sveitarfélaganna á Suður- nesjum er mjög viðamikið þrátt fyrir mismunandi félagslega stöðu hvað þetta mál varðar. Niðurstaðan er því sú að ekki þurfi að óttast að samstarf það sem á er komið verði fyrir tjóni af völdum breytingarinnar — held- ur miklu fremur er hægt að vænta þess að með breytingunni sé hægt að skapa nauðsynlegan grundvöll til að efla og auka sam- starfið til mikilla muna. Bæjarfógeta- embættið I umræðum um þetta mál hefur æði oft verið bent á að engin trygging væri fyrir því að löggjaf- arvaldið samþykki staðsetningu sérstaks bæjarfógeta í Egilsstaða- kaupstað, þótt það samþykkti kaupstaðarréttindi. Ég hef einnig haft í huga að slík afstaða gæti komið fram af hálfu löggjafans, þar sem eðlilegt hlýt- ur að teljast að löggjafarvaldið sem um leið er fjárveitingarvald, gæti hófs hvað snertir aukinn kostnað í stjórnsýslu ríkisins. Ibúar Egilsstaðahrepps hljóta í þessu sambandi og einnig á grundvelli meginatriðis málsins sem er fullkomin þjónusta þeim til handa af hálfu rfkisvaldsins að mótmæla þessari afstöðu löggjaf- ans. Hinu má þó ekki gleyma að slíka þjónustu er einnig hægt að fá þótt sýslumaður Suður- Múlasýslu yrði, jafnframt þvf að vera bæjarfógeti Eskifjarðar- kaupstaðar, bæjarfógeti Egils- staðakaupstaðar, og er það fyrir- komulag á allan hátt meira í anda samhljóða stefnu núverandi sveit- arstjórnar að hagsmunir Héraðs- hreppanna séu sameiginlegir hagsmunum Egilsstaðakauptúns. Með því fyrirkomulagi gætu íbúar Valla-, Skriðdals- og Eiða- hrepps notið þjónustu embættis- ins á Egilsstöðum, meðan núver- andi sýsluskipan er við lýði, en því miður yrðu fbúar hinna sex hreppanna og Borgarfjarðar að leita lengra. Það sem ber að leggja áherzlu á í þessu sambandi er að eitt af markmiðum þessa máls er að ná fram sameiginlegri stjórnsýslu fyrir alla hreppa Fljótsdalshéraðs og verður því sveitarstjórn Egils- staðahrepps skilyrðislaust að starfa að málinu í þeim anda, ef svo fer að íbúarnir yrðu samþykk- ir ósk um kaupstaðarréttindi. Um það hefur verið spurt hvort þeir sem að þessu máli standa í sveitarstjórn Egilsstaðahrepps, hafi kynnt sér fyrirfram afstöðu löggjafans til ofangreindra atriða. Hér er til að svara að það er f valdi sveitarstjórnar að óska eftir þessari breytingu á skipulagi sveitarfélagsins og það er á valdi Alþingis að samþykkja eða hafna lagafrumvarpi um kaupstaðar- réttindi. í meðferð málsins á fundi með Framhald á bls. 33. Bílgreinasambandið: Meðalinnflutningur bifreiða verði 8-10 þúsund á ári BlLGREINASAMBANDIÐ hefur sent frá sér frétt þar sem segir að eðlilegt sé að innflutningur bif- reiða sé um 8—10 þúsund á ári miðað við að til séu f landinu nú um 80 þúsund bifreiðar. A árinu 1977 var heildarinn- flutningur bifreiða 7776 bifreiðar sem er rétt yfir meðaltali áranna 1971 — 1977, en það er 7041 bif- reið. Segir bflgreinasambandið að innflutningurinn eigi enn langt f land með að ná árinu 1974 sem hafi verið metár, en sfðan verið f lágmarki árið eftir, eða um 3500 bifreiðar. Sfðan segir. „Einnig hefur komið fram að aukning á innflutningi vörubif- reiða hafi verið mikil. Það er al- rangt, þar sem með vörubif- reiðunum eru taldir pick-up bflar, sem ekki er hægt að telja til vöru- bíla og er innflutningur vörubíla 1977 aðeins 122 bflar, en meðaltal áranna 1971—1977 var 188 bílar, sem er alltof Iftið, þar sem um 60% vörubfla nú eru eldri en 10 ára, en árið 1969 var ekki nema 44% vörubfla eldri en 10 ára. Nú' er meðalaldur vörubfla tæp 13 ár“. Þá segir einnig f frétt Bflgreina- sambandsins að það sé þjóðhags- lega mikið vandamál hve mikið sé af gömlum vörubifreiðum f land- inu og liggi ýmsar ástæður að baki þeirri þróun, sú helzt að vörubílar séu dýr tæki og renni stór hluti af bflverðinu til ríkis- ins. Fari nú um 40% útsöluverðs vörubifreiða til ríkisins, en af fólksbifreiðum er þessi tala um 60%. ýmsar rádstafanir heföi mátt gera til þess aö fyrirbyggja aö svona f»ri, t.d. setja upp -►fl u i r o hfi c jíi-5— eldviövörunarkerfi. Þaö er vel pekkt kerfi, sem hefur bjargaö miklum verömætum og gœti líka bjargaö fyrirtæki yöar. Leitiö upplýsinga strax í dag um -►fl u tr □ n i c h—í— kerfin. Þaö getur borgaö sig. ► Í~1 utr □ n i c r-i eldviövörunarkerfi fvrir fvrirtæki. verksmiöiur sjúkrahús o.fl. SKIPUIAGNING * RÁÐGJÖF • ÞIÓNUSTA. heimilistæki sf Tæknideild. Sætúni 8. sími 24000 eee

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.