Morgunblaðið - 07.02.1978, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 07.02.1978, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1977 Davíð Scheving Thorsteinsson: Vöruframleiðslan veikasti hlekk- urinn í íslenzka efnagskerfinu Davlð Scheving Thorsteinsson, formaður Félags fslenzkra iðn- rekenda var meðal frummælenda á ráðstefnu Stjórnunarfélags ts- lands I Munaðarnesi I síðasta mánuði þar sem hann ræddi um, „Afkomu tslendinga og stjórnun fyrirtækja". t máli hans kom m.a. eftirfarandi fram: Um áramótin 1976—1977 gaf Félag iðnrekenda út blað, sem þið hafið séð hérna sem við kölluðum „Hvert ætlum við?“, og var það von okkar að í framhaldi af því skapaðist umræða . um framtíð þjóðarinnar hér á íslandi, alvar- leg málefnaleg umræða, en sú hefur því miður ekki orðið raunin á, fyrr en þá e.t.v. nú á þessari ráðstefnu. Mér hefur lengi fundist sinnu- leysi okkar islendinga í þessum málum furðulegt, því það er eins og við höfum gengið að því sem sjálfsögðum hlut, að við og niðjar okkar búum hér á þessu landi um ókomna framtíð við síbatnandi lífskjör, svona eins og af sjálfu sér. Auðvitað getur slfkt ekki gerst, nema markvisst sé að því unnið og þá er nauðsynlegt að óskir okkar, eða kröfur, séu nokk- uð skýrt hugsaðar og skilgreind- ar. Auðvitað er það svo, að flestar óskir um bætt kjör, eða sam- félagslegar umbætur, hafa iðnrekenda, „Hvert ætlum við?“ kostnað í för með sér og hvorugt er framkvæmanlegt, nema að framleiðslan standi undir þeim kostnaði, en að mlnu mati er alvarlegasta staðreyndin í okkar efnahagsmálum sú, að það er sjálf framleiðslan, vöruframleiðslan, sem er veikasti hlekkurinn I ís- lenska efnahagskerfinu, og ég sé þvi miður ákaflega fá teikn á lofti um það, að leiðtogar okkar snúi sér að því af alvöru að auka og efla vöruframleiðslu landsmanna. Þetta er að vísu alls ekki það, sem ég átti hér um að tala, en því hef ég haft þennan formála, að mér finnst svarið við þeirri spurn- ingu, sem mér var ætlað að svara, vera svo augljóst, að það þarf ekki að ræða. Auðvitað mun bætt stjórnun íslenskra fyrirtækja auka hagvöxt og bæta afkomu þjóðarinnar. Hitt er svo annað mál, sem vert er að skoða, hvernig stendur á því, að framleiðnin I vöruframleiðslunni, og sjálfsagt þjónustunni lfka, er yfirleitt mun lægri á Islandi en I nágrannalönd- unum. Vafalaust liggur hluti af skýr- ingunni á þessari lágu framleiðni I lélegri stjórnun islenskra fyrir- tækja, og það er ekki nokkur vafi að við eigum langt í land til þess að ná keppinautum okkar á þvi sviði, sem öðrum, þótt ýmislegt hafi batnað á undanförnum árum. Ein skýring gæti verið sá hákarl, sem í kjölfarinu er, þ.e. verðbólg- an. íslenskir stjórnendur fyrir- tækja eru menn og verðbólgu- hugsunarhátturinn ærir þá rétt eins og aðra íbúa landsins. Hvatinn til bættrar stjórnunar, sem ætti að vera bætt afkoma fyrirtækisins, reynist oft harla lít- HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF RÍKISSJÓÐS UPPLÝSINGATAFLA FLOKKUR HAM ARKSLANS ÚTDRÁTT- VINN ÁRLEGUR VÍSITALA VERO PR.KR MEÐALVIRK- TÍMI = INN ARDAGUR INGS % FJOLDI 01.11.1977 100 MIÐAO VIO IR VEXTIR F. LEYSANLEGi VINNINGA 840 STIG. VÍSITÖLU TEKJUSKATT SEÐLABANKA - HÆKKUN j % 01.11.1977 FRÁ ÚTG D FRÁ OG MEÐ") *“) **•*> 1972-A 15.03.1982 15.06 7 255 435.03 535 03 34.7% 1973 B 01.04.1983 30.06 7 344 359.02 459.02 39.7% 1973 C 01.10.1983 20.12 7 273 300.00 400.00 40.1% 1974 D 20.03 1984 12.07 9 965 247.11 347.11 41.1% 1974 E 01.12.1984 27.12 10 373 145.61 245 61 34.7% 1974 F 01.12.1984 27.12 10 646 145.61 245.61 35.7% 1975 G 01.12.1985 23.01 10 942 71.08 171.08 31.4% 1976-H 30.03.1986 20.05 10 942 65.68 165.68 37.6% 1976 I 30.11.1986 10.02 10 598 30 23 130.23 33.4% 1977-J % 01.04.1987 15.06 10 860 23.17 123.17 42.9% ill, þegar meiri ágóði er I þvf fólginn að því að fjárfesta í stein- steypu, heldur en að bæta rekstr- arafkomu fyrirtækisins. Við slíkar aðstæður er hætt við að kraftar stjórnandans beinist fremur að fjárfestingu, sem verð- bólgan gerir sfðan arðbæra, held- ur en því að bæta reksturinn sjálfan og leggja lánsféð í vélar og tæki, hagræðingaraðgerðir og bæta þannig framleiðni og rekstr- arafkomu fyrirtækisins, en bera samt mun minna úr býtum en verðbólguspekúlantinn, sem not- ar allt fáanlegt fjármagn í stein- steypu. Við þekkjum öll dæmi um hvorutveggja og svari hver fyrir sig hvora leiðina hann mundi fara sjálfur, ef hann stæði frammi fyr- ir slfku vali, og raunar býst ég við að flestir viðstaddir séu þegar búnir að svara þessari spurningu í sinu einkalífi. Annnað atriði, sem kemur inn f þessa mynd, er það, að afskipti eða afskiptaleysi hins opinbera hefur, eða getur haft, svo margfalt meiri áhrif á afkomu fyrirtækisins, heldur en stjórnendurnir hafa nokkra möguleika á að hafa. Ég á hér við ýmiss konar lög og reglur, skráning krónunnar, öfug notkun verðjöfnunarsjóðs, uppbætur, styrki, bæði innlendir og til erlendra keppinauta, opin- ber tízkufyrirbrigði í fjárfest- ingu, þ.e. þegar lánsfénu er skyndilega beint í mjög stórum mæli til einhvers ákveðins at- vinnurekstrar, afurðalán til ákveðinna forgangsatvinnuvega, meðan aðrir eru sveltir um fjár- magn o.s.frv., o.s.frv. Miðað við hið óvingjarnlega umhverfi, sem islenskum fyrir- tækjum er gert að starfa í, álít ég að íslenskum fyrirtækjum hafi verið furðu vel stjórnað, því ella væru þau öll löngu gjaldþrota, og mér er til efs að öðrum stjórnend- um hefði tekist betur að sigla hinn úfna sjó óðaverðbólgunnar og óvinsamlegs umhverfis. Stjórnun fyrirtækja hefur færst í nýtfzkulegra horf undan- farin ár, meðal annars með notk- un nýrrár tækni, og við höfum dæmi þess, t.d. í iðnaði í vissum Davfð Scheving Thorsteinsson fyrirtækjum í vissum greinum, hversu afkoma fyrirtækjanna hefur batnað með beytingu nýrr- ar tækni við stjórnun jafnframt aukinni hagræðingu á öðrum svið- um. Starfsemi Stjórnunarfélagsins hefur vafalaust haft þýðingu á þessu sviði og enginn vafi er á því, að ef við lítum þó ekki nem’a 20 ár aftur í tímann, þá hefur skeð mjög mikil breyting á stjórn- un fyrirtækja til betri vegar, yfir- sýnin yfir reksturinri er meiri, bókhaldið betra og fullkomnara, fjármálastýring er betri, og þó að áætlanagerð sé nánast ófram- kvæmanleg við íslenskar aðstæð- ur, þá eru þó fleiri og fleiri fyrir- tæki, sem reyna að gera sínar framleiðslu- og rekstraráætlanir. Við höfum hjá Félagi iðnrek- enda ráðið tvo menn til starfa í þessum tilgangi. Við köllum þá vekjara, því að I gamni og alvöru höfum við skilgreint höfuðmark- mið með ráðningu þeirra á þann hátt, að þeim væri ætlað að vekja stjórnendur til vitundar um nauð- syn enn bættrar stjórnunar og ég held, að þó að þeir hafi ekki starf- að nema i 2—3 ár, sé þegar kom- inn allgóður árangur af stafi þeirra hjá þeim fyrirtækjum, sem þeir hafa heimsótt og annast. Það er heldur enginn vafi á því, að hin mörgu ráðgefandi fyrir- tæki, sem sprottið hafa upp nú á síðastliðnum áratug, eiga hér stór- an hlut að máli og hafa að auki hjálpað stjórnendum að mæta Framhald á bls. 37. : ) Happdrællisskuldabréfin cru <*kki innl<*ysanleg. fyrr en hámarkslánsKma er náð. |: ) Heildarupphæð vinninga í hverl sinn. miðast við ákveðna % af heildarnafnverði hvers úlboðs. Vinningarnir eru því Stjórnunarfélag íslands: óverðlryggðir. ) \ erð happdrælljssknhfahréfa miðað við rramfærsliivísiliilu 01.11.11)77 reiknasl þannig: llappdrællisskuldahréf. flokkur l!)74-l). að nafnverði kr. 2.0IMI.- hefur verð pr.kr. 100.- = :<47.IO. Verð happdra*llisbréfsins er því 2.000 \ .'<47.11/100 = kr. «.942.- miðað við framfa*rsluvfsilöluna 01.11.1977. ) Meðalvirkir vevlir p.a. f> rir lekjuskall frá útgáfudegi. sýna uppha ð þeirra vaxla. sem ríkissjóður hefur skuldhundið sig að greiða fram að þessu. .Vleðalvirkir vexlir segja hins vegar ekkerl um vexli þá. sem bréfin koma til með að bera frá 01.11.1977. Þeir segja helilur ekkeii iim ága*li eínstakra flokka. þannig að flokkur 1974-F. er l.d. alls i*kki lakari en liokkur 1974-1). Auk þessa greiðir ríkissjóður úl ár hverl vinninga í ákveðinni % af heildarnafnverði flokkanna. VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓOS FLOKKUR hamarks LANSTIMI til'i . INNLEYSANLEG 1 SEÐLABANKA RAUN VEXTIR FYRSTU 4—5 ARIN %**) MEÐAL TALS RAUN VEXTIR % VÍSITALA 01 01 1978 176(3 490) STIG HÆKKUNí % VERÐ PR KR 100 MIÐAÐ VIO VEXTI OG VÍSITOLU 01 01 19 78***) MEÐALVIRKIR VEXTIR F TSK FRÁ UTGÁFUDEGI %••*•) 1966 1 20 09 78 20 09 69 5 6 1141.99 2370 96 32.4% 1966 2 15 01 79 15 01 70 5 6 1091 13 2225 97 32.7% 1967 1 15 09 79 15 09 70 5 6 1071.14 2091 02 34.4% 1967 2 20 10 79 20 10 70 5 6 1071 14 2076 79 34 7% 1968 1 25 01 81 25 01 72 5 6 1011 46 1810 56 38.3% 1968 2 25 02 81 25 02 72 5 6 951 20 1703 54 37.8% 1969 1 20 02 82 20 02 73 5 6 734.93 1270 95 38 2% 1970 1 15 09 82 15 09 73 5 6 694 99 1168 50 40 1% 1970 2 05 02 84 05 02 76 3 5 566 03 854 84 36 4% 1971 1 15 09 85 15 09 76 3 5 552 34 806 16 39.3% 1972 1 25 01 86 25 01 77 3 5 478 77 702 61 38 9% 1972 2 15 09 86 15 09 77 3 5 410 98 601 38 40 4% 1973 1A 15 09 87 15 09 78 3 5 309 14 464 49 43 0% 1973 2 25 01 88 25 01 79 3 5 282.26 429 37 44 9% 1974 1 15 09 88 15 09 79 3 5 1 70.54 298 21 39 4% 1975 1 10 01 93 10 01 80 3 4 123 29 243 80 35 0% 1975 2 25 01 94 25 01 81 3 5 /b. /3 186 05 37.9% 1976 1 10 03 94 10 03 81 3 4 67.62 178.62 37.1% 1976 2 25 01 97 25 01 82 3 3.5 39 68 143 58 47.5% 1977 1 25 03 97 25 03 83 3 3 5 30.37 133.36 45 8% 1977 2 10 09 97 10 09 82 3 3.5 10 69 1 11 70 43.6% *) Eflir hámarkslánslíma njóla spariskfrleinin ekki lengur vaxla né verðlryggingar. M *) Kaunvexlir tákna v<*xli (nettó) umfram verðhækkanir eins og þær eru mældar skv. byggingarvfsitölunni. ***) Verð spariskfrteina miðað við vexti og vísitölu 01.01.78 reiknasl þannig: Spariskírleini flokkur 1972-2 að nafnverði kr. 50.000 hefur verð pr. kr. 100 = kr. «1)1.38. Heildarverð spariskírteinis er því 50.000 x 601.38/100 = kr. 300.690 - miðað við vexli og vlsitölu 01.01.1978. ****) Meða.'virkir vexlir fyrir tekjuskatt frá úlgáfudegi sýna heildarupphæð þeirra vaxta, sem ríkissjóður hefur skuldbundið sig til að greiða fram að þessu. þegar tekið hefur verið tillit lil hækkana á byggingarvísitölunni. Meðalvirkir vexlir segja hins vegar ekkert um vexli þá. sem bréfin koma lil með að bera frá 01.01.1978. Þeir segja heldur ekkerl um ágæti einstakra flokka, þannig að flokkar 1966 eru alls ekki lakari en l.d. flokkur 1973-2. Þessar upplýsingatöflur eru unnar af Verðbréfamarkaði Fjárfestingafélags tslands. 6 stjórnunarkvik- myndir McGraw Hill sýndar hér í SÍÐUSTU viku voru sýnd- ar 6 stjórnunarkvikmyndir á vegum Stjórnunarfélags íslands að Hótel Loftleið- um. Kvikmyndirnar, sem eru framleiddar af Mc Graw Hill bókaútgáfufé- laginu, voru fengnar til iandsins með milligöngu Menningarstofnunar Bandarfkjanna. Þar sem verulegur áhugi hefur komið fram á endur- sýningu myndanna, verða þær endursýndar á morg- un og fimmtudag í húsa- kynnum Menningarstofn- unarinnar að Neshaga 16 og hefjast sýningarnar kl. 17:00 báða dagana. Á morgun verða sýndar þrjár myndir: LEADER- SHIP: STYLE OR CIRCUMSTANCE, GROUP- DYNÁMICS- „GROUP-THINK“ og COMMUNICATION — THE NONVERBAL AGENDA. Á fimmtudag 9. febrúar verða sýndar: BUSINESS, BEHAVIORISM AND THE BOTTOM LINE, PRODUCTIVITY AND THE SELF-FULFILLING PROPHECY: THE PYGMALION EFFECT og WOMEN IN MANAGMENT: THREAT OR OPPORTUNITY? * í myndunum er talað við ýmsa aðila þar á meðal Dr. B.F. Skinner, Dr. Irving Janis og dr. Fred E. Fiedl- er. Sýningartími hverrar mynijar er u.þ.b. 30 mínút- ur. Þeir, sem hafa áhuga á þessum sýningum eru vin- samlegast beðnir um að hafa samband við skrif- stofu Stjórnunarfélagsins í síma 82930. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.