Morgunblaðið - 07.02.1978, Side 21

Morgunblaðið - 07.02.1978, Side 21
Hþróltlrl „Þetta var svo sem ágætt" ÍSFIRÐINGURINN Sigurður Jónsson blandaði sér öllum á óvart í hóp helztu skfðamanna í heimi er hann á sunnudaginn varð f 13. sæti f stórsvigskeppni heimsmeistaramóts skfðafólks í V-Þýzkalandi. Skaut Sigurður mörgum frægum köppum aftur fyrir sig, en alls hófu liðlega 100 skíðamenn stórsvigskeppn- ina. — Þetta var svo sem ágætt, sagði Sigurður Jónsson er Morgunblaðið hafði samband við hann á sunnudaginn. Vildi hann ekki gera mikið úr þessu afreki sínu og hélt fullkomlega eðlilegri ró sinni. * Sigurður, sem er 18 ára gam- all, hafði rásnúmer 46 i fyrri ferðinni, en keyrði þá mjög vel, auk þess sem mörgum hlekktist á og urðu að hætta keppni. Eft- ir fyrri ferðina hafði Sigurður 14. bezta tímann og í seinni ferðinni var hann ræstur númer 14. Sagði Sigurður að allt annað og betra hefði verið að fara brautina i seinni ferð- inni, hún hefði verið betri í alla staði. Náði hann þá að bæta enn stöðu sína og endaði i 13. sæti eins og áður sagði. Fékk Sigurður samanlagðan tíma 1:45.75, 54:77 i fyrri ferð- inni og 50.98 í þeirri síðari. Tími sigurvegarans Ingemars Stenmark var samanlegt 1:39.54. Tveir aðrir Islendingar voru meðal keppenda í stórsvig- inu, þeir Haukur Jóhannsson og Hafþór Júlíusson. Hlekktist þeim báðum á í fyrri ferðinni og voru þar með úr leik. — Þessi árangur minn núna er sá bezti sem ég hef nokkurn tímánn náð á svona stóru móti, sagði Sigurður á sunnudaginn. — Eg reiknaði alls ekki með að þetta gengi svona vel, þar sem ég er rétt búinn að jafna mig eftir meiðsli og byrjaði t.d. ekki að skíða á nýjan leik fyrr en fyrir einum mánuði. Ég er /alveg orðin góður af meiðslun- um, en á ekki að vera kominn í neina æfingu. — Þessi árangur gefur mér töluvert af FlS-punktum, sem gefa mér betri rásnúmer á mót- um hér i Evrópu. Þá ætti að reynast auðveldara að komast að á stórmótum með þetta sem vegarnesti. Núna eru framund- an hjá mér nokkur mót í Sví- þjóð og Noregi, en síðan aftur mót hér niðri í Evrópu, sagði Sigurður að Iokum. Hákon Ólafsson, formaður Skfðasambands íslands, var í sjöunda himni er Morgunblaðið talaði við hann á sunnudaginn. — Þetta er frábær árangur hjá stráknum og vekur örugglega mikla athygli hjá þeim sem mest og bezt fylgjast með skíða- íþróttinni úti i heimi. Það kæmi mér ekki á óvart þó tilboð um aðstoð og aðstöðu streymdu til Sigurðar eftir þessa frammi- stöðu. Þá gerir þetta okkur hjá Skiðasambandinu auðveldara fyrir í samskiptum við erlenda aðila, sagði Hákon Ólafsson, og var hinn ánægðasti. Beinar sjónvarpssendingar voru i sjónvarpsstöðvum viða í Evrópu frá keppninni. I Sví- þjóð var þess sérstaklega getið er Sigurður hafnaði í 13. sætinu að hann væri nú í rauninni sænskur, hann æfði a.m.k. með sænska landsliðinu. V-þýzka sjónvariið gat Sigurður líka sér- staklega og talaði um hann sem þann skíðamann, sem mest hefði komið á óvart í þessari keppni. Þarna væri mikið efni á ferðinni. — áij. MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1977 VLADO Stenzel var hylltur sem konungur að loknum leik V-Þjóðverja og Sovétmanna I úrslit- um HM ( handknattleik I Kaupmannahöfn á sunnudaginn. V-Þjóðverjar unnu leikinn 20:19 og ætlaði fagnaðarlátum áhorfenda aldrei að linna. Var Stenzel borinn fram og aftur um gólf hallar- innar og á höfuð hans var sett kóróna. Þessi jógóslavneski undramaður handknattleiksins sagði að úrslitaleiknum loknum að hann hefði ekki gert ennað en hann hefði lofað og alltaf vitað að yrði veruleiki í Danmörku, að V-Þjóðverjar yrðu heimsmeistarar f handknattleik eins og knattspvrnunni. 1 opnu blaðsins er greint frá sfðustu leikjunum I HM og þess má geta að sjónvarpið sýnir úrslita- leikinn klukkan 18.30 í kvöld. Skrílslæti í Garðabæ MÖNNUM hitnaði mjög í hamsi á lokamínútum leiks Stjörnunnar og Fylkis í Ásgarði á sunnudagskvöldið Einn leikmanna Stjörnunnar. Eyjólfur Bragason, var rekinn af velli i 2 mínút- ur og honum likaði þessi ákvörðun dómaranna svo illa. að hann var útilok- aður frá frekari þátttöku í leiknum fyrir Ijótan munnsöfnuð Gekk i stimabraki að koma Eyjólfi til búningsklefanna og nokkur töf varð á þvi að leikurinn hæfist, þvi reiðir áhorf- endur hentu smápeningum inn á leik- völlinn Þegar flautað var til leiksloka kom Eyjólfur á þeysispretti út úr bún- ingsklefanum og gerði aðsúg að öðr- um dómaranum og sló m a flautuna úr^munni hans Leikmenn Stjörnunnar komu aðvifandi og afstýrðu frekari vandræðum, eins og meðfylgjandi mynd sýnir Hins vegar höfðu áhorfendur ekki sagt sitt siðasta orð, því einhverjir þeirra htæktu á dómarana. Guðmund og Þórð Óskarssyni. er þeir gengu til búningsklefanna Þeir bræður sögðu eftir leikinn að þeir mundu kæra fram komu Eyjólfs til aganefndar HSÍ og á hann í vændum leikbann og einnig ætluðu þeir að kæra framkomu áhorf- endanna, sem var vægast sagt ekki til fyrirmyndar At'-simamyna SONJA Hreiðarsdóttir úr Ægi setti tvö íslandsmet á Norðurlandamóti unglinga, sem haldið var i Sarpsborg um helgina. í 200 metra bringusundi varð hún 6. á tímanum 2:48.92 og i 100 metra baksundi varð hún 7. á 1:12.53. Báðir þessir tímar hennar eru ný íslandsmet. Tvö met, tvö brons Hugi Harðarson frá Selfossi hreppti þrenn bronzverðlaun á mót- inu. Hann varS þriSji i 200 metra baksundi á 2:23.39 og i 1 500 metra skriðsundi á 17:31.89, sem er nýtt drengjamet. Hugi varS fjórði i 400 metra skriðsundi, Sonja varð sjö- unda i 200 metra fjórsundi og sjötta i 100 metra bringusundi Guðný Guðjónsdóttir. Ármanni, varð 7. i 100 metra skriðsundi og 8. i 100 metra baksundi og 200 metra fjór- sundi. Keppendur i kvennasundunum voru 8, 3—6 i piltagreinunum. Blakmeistarar ÞESSAR hressilegu Húsavikurstúlkur komu suður til Reykjavikur um helgina til keppni i íslandsmótinu i blaki. Norður héldu þær aftur á sunnudag sem islandsmeistarar i greininni að lokinni sigurferð. Hafa þær ekki tapað leik i vetur og þó mótinu sé ekki lokið getur ekkert lið náð þeim að stigum. Þjálfari þeirra er Gisli Haraldsson, en meðal leikmanna Björg Jónasdóttir, fyrrum landsliðskona ii handknattleik, sem er þriðja frá hægri i aftari röð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.