Morgunblaðið - 07.02.1978, Síða 26

Morgunblaðið - 07.02.1978, Síða 26
26 - AU)RaU\TBLAÐIÐ. HiIÐ.LUDAG.L’K 7. FERUl.'AR 1977 ...knattspyrnupunktar... írarendur- ráða Giles JOHNNY Giles var í fyrrakvöld endurráðinn sem framkvæmda- stjóri írska landsliðsins í knatt- spyrnu, en hann hafði sagt starfanum lausum fyrir 12 dög- um. Hafði Giles viljað fá tvo fasta aðstoðarmenn með sér, en um það atriði náðist ekki sam- komulag fyrr en í fyrrakvöld. Eftir að samningar höfðu verið undirskrifaðir að nýju lýsti Giles því yfir að hann væri ánægður með að málin skyldu vera leyst á farsælan hátt. • * v.#0 Hrakfalla- bálkur LÁNIÐ lék ekki við Jean Trappeniers fyrir nokkru. Hann er markvörður belgíska fyrstu deildar-liðsins Antwer- pen. Félagar hans sendu knött- inn í net andstæðinganna og varð hann að sjálfsögðu kátur mjög. Hoppaði hann upp í loftið í gleði sinni, en sneri sig svo illa um ökklann er hann kom niður, að hann var frá keppni í tvær vikur. • ' Ferskt útl it, gamlirósiöir PERNANDO Diaz, varnarmað- ur hjá spænska liðinu Athletico Madrid, hafði lengi átt í útistöð- um við dómara. Sjálfur var hann viss um að villimannslegt útlit sitt væri ástæðan fyrir því að hann var rekinn út af sí og æ, en Diaz leit út eins og Neanderthals-maður með sitt axlasfða hár og alskegg. Diaz lét því klippa sig og raka. í fyrsta leiknum sem hinn nýi Diaz lék, braut hann af sér oftar og af meira offorsi en nokkru sinni fyrr og eftir leikinn heyrðist í einum áhorfenda, að dómarinn hefði örugglega rekið hann út af ef hann hefði þekkt hann aftur. • * V.#- Meöbrosávör ADOLFO Leon Osorio var al- gerlega óþekktur áhugamaður í fótbolta og lék með liði nokkru í Bogota í Kólombíu. Hann komst hins vegar í fréttirnar í heimalandi sínu fyrir nokkru. Þá afrekaði hann það að skora mark sem tryggði liði sínu jafn- tefli. Og er félagar hans föðm- uðu hann og kysstu, fékk hann hjartaslag og var þegar allur. • ' Héltá flautunni BELGÍSKUR áhugamaður í fót- bolta var bókaður fyrir hættu- leik. Er dómarinn hélt á lofti gula spjaldinu, þreif sá belgíski spjaldið af honum og kastaði því í burtu. Dómarinn lyfti þá rauða spjaldinu og vildi fá kauða burt af vellinum, en skaphundurinn reif þá spjaldið öðru sinni af dómaranum og sendi það sömu leið og hitt. Nú átti dómarinn aðeins flautu sína eftir og blés hann í hana til að undirstrika dóm sinn, en varð síðan að grípa til örþrifa- ráða til þess að halda í flautu sfna, því að dóninn reyndi að rífa hana út úr munni hans til þess að henda henni burt! Netzerog hundurinn UM DAGINN var hinn kunni þýski fótboltamaður Gunther Netzer að æfa á grasbletti með liði sínu Grasshoppers frá Sviss. Þá gerðist það, að hundur skokkaði inn á grasið og þvæld- ist fyrir Netzer og félögum hans. Eftir nokkurt þóf • tók Netzer af skarið og hugðist fjar- lægja þann ferfætta, en viður- eign hans við seppa lauk hins vegar með því, að Netzer var studdur af velli illa farinn, því að hann var stórum bita úr öðr- um handlegg fátækari. Ekki fylgdi sögunni hvernig bitinn bragðaðist seppa. Blessuð dýrtíðin ÞÖ AÐ nú á dögum geysi hams- laus verðbólga og fólk sé fyrir lifandi löngu hætt að kippa sér upp við jafnvel ótrúlegustu verðhækkanir, er þó ekki ótrú- legt að stjórn ítalska félagsins Torínó hafi þótt dýrar appelsín- urnar þrjár sem félagið þurfti að borga fyrir nokkru. Þær kostuðu 600 sterlingspund, eða 200 pund stykkið! Það var sú upphæð, sem félagið varð að greiða í sekt, eftir að blóðheitur áhorfandi hafði haft dómarann að skotspæni, með ávextina að vopni. v,#’ Metiö slegið UM DAGINN sögðum við frá Belga sem var aðeins inn á knattspyrnuvellinum í 50 sekúndur áður en hann var rek- inn útaf fyrir dólgshátt. Töld- um við að það afrek yrði seint leikið eftir honum. Okkur skjátlaðist. Skömmu eftir að við birtum fréttina, barst okkur til eyrna afrek Spánverja nokk- urs, sem hélst aðeins við inn á vellinum í 30 sekúndur áður en hann rak mótherja sinn kjafts- högg mikið og fékk samstundis að kæla sig það sem eftir lifði leiks. Fer knatlspyrnumaður Evrópu. Allan Simonsen. frá Mönehengiad- haeh til Bareelona? Hvaða stjarna kemurístað Johans Cryuff? JOIIAN tryuff, hollenska stjarnan hjá Bareelona á Spáni. hefur ítrekað lýst því yfir að hann a'tli að hætta hjá félaginu að þessu keppnistímahili loknu. Menn velta því nú'ákaft fyrir sér hver verða muni arf- (aki hans hjá Bareelona og hafa nöfn margra snillinga verið nefnd í því samhandi. Beree- lona hefur lýst því yfir að keyptur verði leikmaður úr hópi þeirra sterkustu í heimi i stað Cryuffs og að ekkert verði til sparað til að fá sem heztan leikmann. Spurningin er að- eins hver fær tilhoðið. Nýjasta nafnið i hópi þeirra. sem nefndir hafa verið i sam- bandi við Bareelona. er Daninn Allan Simonsen. knattspyrnu- maður Evrópu 1977. UdoLatek. þjálfari v-þýzka meistaraliðsins Mönehengladbach. sleppir varla þessum sterkasta leik- manni sinuni af fúsum og frjálsum vilja. Simonsen þýðir of niikið fyrir lið hans til þess. En Mönchengladbaeh hefur áð- ur sýnt að félagið slær ekki hendinni á móti gróðavænleg- um viðskiptum. það gerði félag- ið ekki þegar annar Dani. Henning Jensen. var seldur til Real Madrid — þá á hátindi ferils sins. Á Spáni hefur Jen- sen haldið áfram að blómstra. A óskalista Barcelona eru mörg fræg nöfn. Auk Simonsen má nefna bezta leikmann Frakka. Miehel Platini. niarka- kónginn Klaus Fiseher frá V- Þýzkalandi og ensku stjörnuna Kevin Keegan. Þó svo að allt þetta séu snjallir lgikmenn og enginn efist um hæfileika þeírra hefur Johan Cryuff sjáffur bent á allt annan leik- mann sem sinn bezta arftaka hjá félaginu. — Eg hef sagt stjórn Baree- lona að i staðinn fyrir mig skuli þeir kaupa argentínska Ieik- manninn Rene Houseman. ség- ir Johan Cryuff. — Ég kynntist honuni á HM í V-Þýzkalandi 1974 og hann hafði mikil áhrif á mig með góöum leik sinum. Síð- an hef ég heyrt að honum hafi enn aukizt geta og minni rnjög á mig í leik sinum, skori bæði mikið af mörkum sjálfur og sé duglegur við að byggja upp fyr- ir aðra. I Heimsmeistarakeppn- inni i júnimánuði nk. getur hann með frammistöðu sinni sannað stareelona að hann sé rétti maðurinn. segir Cryuff. GISLIVANN HALLDOR EFTIR HÖRKUKEPPNI - í opnum flokki AfmæHsmdts JSI SEINNI hluti afmælismóts Júdósamhands lslands var háður sunnu- daginn 5. febrúar f fþróttahúsi Kennaraháskólans. Keppt var ( opnum flokki karla, opnum flokki kvenna og ( þyngdarflokkum unglinga 15—17 ára. Úrslit urðu þessi: OPINN FLOKKUR KARLA: 1. Gísli Þorsteinss. Árm. 2. Halldór Guðbjörnss. JFR. 3. Bjarni Friðrikss. Árm. 4. Hákon Halldórsson JFR. Keppendum var skipt í tvo riðla og komust tveir efstu menn úr hvorum riðli í úrslitin. Barizt var af mikilli hörku i riðlunum og svo fór að fjórir ofangreindir menn komust í úrslitin. Það er óvenju- legt að maður úr léttari þyngdar- flokkunum eins og Halldór (71 kg) komist í úrslit í opnum flokki. Og Halldór gerði meira en það, hann vann bæði Bjarna og Hákon i úrslitunum, sem eru báðir þyngri menn. í úrslitaviðureign- inni reyndist Gísli hins vegar öfl- ugri Halldóri. Hvorugur fékk stig i þeirri viðureign en dómararnir voru samhljóða er þeir úrskurð- uðu Gísla sigurinn. Halidór er annálaður fyrir gott bardagaskap og hann er orðinn mjög „taktísk- ur“ i keppni. Ef Gisli temdi sér harðari baráttuvilja myndi hann sjálfsagt ná meira afgerandi ár- angri i keppni, því hann á góða bragðtækni og er vel þjálfaður. OPINN FLOKKUR KVENNA: Þóra Þórisdóttir Arm. Anna G. Líndal Arm. Hólmfríður Garðarsdóttir KA. Þóra kann greinilega mest fyrir sér af þessum stúlkum, en Anna veitti henni harða keppni. Hólm- fríður varð fyrsti Akureyringur- inn sem vinnur til verðlauna á júdómóti. UNGLINGAFLOKKAR: LÉTTVIGT Einar Ólafsson, Reyni. Kristján Guðmundss. Reyni. Gunnar Jóhanness. UMFG. isfirsku piltarnir sem keppa fyrir iþr.fél. Reyni i Hnífsdal höfðu hér yfirburði. MILLIVIGT: Þórarinn Ólason UMFK Finnbogi Jóhanness. Reyni. Jón Haraldsson JFR. Sigur Þórarins var aldrei í hættu, en Finnbogi veitti honum samt góða keppni. Árangur Jóns er með ágætum. Hann er aðeins 14 ára gamall og fékk undanþágu til að taka þátt í mótinu, þvi að það er ekki ætlað svo ungum pilt- um. ÞUNGAVIGT: Sigurður Hauksson UMFK Elvar Dagbjartsson Árm. Halldór Bjarnason UMFK. Þeir Sigurður og Elvar eru báð- ir geysiefnilegir júdómenn, og eiga trúlega eftir að láta að sér kveða í þyngri flokkunum meðal fullorðinna í framtíðinni. 18 pilt- ar kepptu í unglingaflokkunum. EÞ/SS. Viðar Guðjohnsen Viðará batavegi og farinntil æfinga í Japan HINN KUNNI júdómaður Viðar Guðjohnsen hefur ekki keppt siðan í maí i fyrra, en þá slasaðist hann illilega í keppni á Evrópumeistara- mótinu í Þýskalandi. Taugar slitnuðu í övl Viðars er hann var í keppni við Austur-þjóðverjann l'ltsch sem varð þriðji i þessum þyngdar- flokki. Við skyndirannsókn á slysaspítala komu engin alvarleg meiðsl í Ijós. en þegar heim kom, gekkst Viðar undir skurðaðgerð á Borgarspít- alanum eftir að i Ijós kom hvernig meiðslum var háttað. Ekki tókst að gra'ða þær taugar sem slitnað höfðu. í s.l. viku gekkst Viðar undir skurðaðgerð i Vestur-Þýzkalandi. en þangað fór hann að eigin frurn- kvæði, þar sem hann hafði fyrir tilviljun frétt að hægt væri að fá bót við slikum meiðslum þar i landi. Aðgcrðin tökst vel. en hefði samt þurft aö gerast fyrr. Viðar getur farið að æfa aftur af kappi eftir mánuð. Hann held- ur beint til Japans frá Þýska- landi. en þangað ætlaði hann reyndar að fara i fyrra. Þeirri ferð varð að fresta vegna þessara meiðsla sem ekki tókst að bæta hér á landi. Nú ætlar fyrirætlun Viðars hins vegar yð rætast. Hann heldur af stað til Japans um niiðj- an mánuðinn. Einn annar íslensk- ur júdómaður er þégar kominn til Japans fyrir nokkrum mánuðum. Þaö er Níels Hermannsson. Þeir Viðar og Niels ætla báðir að stunda nám í Japan og æfa júdö af kappi i góðum júdóskólunt hjá hinum færustu meisturum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.