Morgunblaðið - 07.02.1978, Side 34

Morgunblaðið - 07.02.1978, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUH 7' FÉBRÚÁR 197T Jón Þ. Árnason — Lífríki og lífshættir VI: Úr akri í eyðimörk „ VIÐ komumst að réttum niðurstöðum í rangri röð. sem þýðir með öðrum orðum, að við lærum tök á náttúrunni áður en við höfum lært tökin á sjalfum okkur. " — Raymond Foschick. að reisa sorpeyðingarstöðv- ar, í löndum sínum. Stjepan Klekkes, forstöðu- maður Miðjarðarhafs- framkvæmdaáætlunar Um- hverfisverndarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna (UNEP), hef- ir því naumast ofmælt, þegar hann lýsti yfir f lok ráðstefn- unnar, „að það er með öllu til- gangslaust að halda fast við samningstexta, sem hlutaðeig- andi ríkisstjórnir munu ekki fallast á.“ Á meðan beðið er eftir samn- íngsdrögum, sem hlutaðeigandi ríkisstjórnir munu e.t.v. geta fallizt á seint og um síðir, streymir eitraður óþverri við- stöðulaust í Miðjarðarhafið úr öllum áttum: af strandlengj- unni Genua-Barcelona einni um 414.000 smálestir á sér- hvern ferkílómetra utan henn- ar á ári. Ágreiningur um uppkast Milljónir manna gera sér ljóst, að úthöfin eru í vaxandi hættu, og enn aðrar milljónir horfast daglega í augu við að innhöfin breytast I vilpur. Astand Miðjarðarhafsins er án nokkurs efa einna ískyggileg- ast, og um hörmulegar framtíð- arhorfur þess hafa verið haldn- ar margar ráðstefnur og birtar margar álitsgerðir. Síðasta ráð- stefnan sat á rökstólum I Mon- aco um miðjan sl. mánuð. Á henni báru saman bækur sínar fulltrúar 17 ríkja, sem lönd eiga að Miðjarðarhafinu. Von- azt hafði verið til, að samkomu- lag myndi takast um undirritun uppkasts að samningi, er ætlað yrði að kveða á um samræmdar aðgerðir með það fyrir augum að draga úr flóði eiturefna frá mengunarvöldum borga og byggða, s.s. iðnaðarúrgangi, skaðskemmdaefnum landbún- aðarframleiðslu, skolpi, skarni og sorpi. Ef samkomulag hefði tekizt, var ástæða talin til að ætla, að undirritun þessarar „þriðju bókunar" gæti farið fram síðar á árinu, um leið og lokafrágang- ur „Samnings um að halda Mið- jarðarhafinu ómenguðu", sem uppkast hafði verið gert að i Barcelona árið 1976. En ráð- stefnunni f Monaco lauk án samkomulags um annað en að fresta undirskrift samninga, sem síðan er áformað að fari fram í Aþenu einhvern tíma fyrir árslok 1979, og fela sér- fræðingum að hittast í Genf til að freista að útkljá deilumálin í haust. Deilumálin, sem leysa á í haust, eru allt annað en auð- veld viðureignar. Þau eru í höf- uðatriðum fólgin I a.) að nær öll ríkin 17 telja sér fjárhagslega um megn að taka á sig nauðsynlegar skuldbindingar vegna þess kostnaðar, sem þær myndu hafa í för með sér, b) að iðnaðarríkin, einkum Frakkland og ítalía óttast ráðstafanir þær, sem samn- ingsdrögin mæla fyrir um, sökum þess að þær myndu vafalítið leiða til aukins at- vinnuleysis hjá sér, og c) að Afríkuríkin telja væntan- lega samninga óhjákvæmi- lega hindrun í vegi „þróun- ar“ sinnar, og krefjast und- anþága, sérréttinda og frest- unar á að hefja nauðsynleg- ar framkvæmdir, eins og t.d. Sókn eyðimerkurinnar Eyðilegging heimshafanna er þvi miður ekki einsdæmi um þau heljartök, sem tæknivædd skammsýni mannkynsins hefir tekið náttúruna, og eru þó nóg- samlega þrælsleg ein út af fyrir sig. Af andrúmslofti og dýra- ríki er svipaða sögu að segja. Líka úr gróðurríkinu, þótt einnig þar beri að hafa í huga, að spjöll og skemmdir eru ekki eingöngu afleiðing þess, sem manneskjan gerir, heldur ekki síður þess, er hún lætur ógert. Hún bregst varðveizluskyldu sinni með átakanlegum afleið- ingum. Uppblástur gróðurlendis, eyðing skóga og spilling jarð- vegs, eru staðreyndir, sem sér- hver dagur ber í skauti sínu, þó að ekki þyki lengur fréttaefni fremur en annað, sem orðið er hversdagslegt. Samt sem áður sækir eyðimörkin fram án af- láts og þrengir í sífellu lífsrými manna, dýra og jurta. Slíkt ger- ist ekki eingöngu í Afrfku. Það gerist m.a.s. í „velferðarríkjun- um“, en þar kveður einna mest að steinsteypueyðimörkinni. Um það segir þýzki lífsverndar- sinninn og læknirinn, Bodo Manstein t.d. (í bók sinni „Im Wíirgegriff des Fortschritts"): „Nú þegar nemur eyðing ræktunar- og skóglendis vegna íbúðarhúsa- og iðnað- arbygginga, svo og lagningu Lífvana gróðurleifar f eyðimerkursandinum. Afríka heimtar sérréttindi Á hitt má raunar einnig líta, að bændur hafa ekki alltaf ver- ið barnanna beztir í samskipt- um við náttúruna. Fyrirhyggju- laus gróðurfíkn bænda hefir iðulega dregið ljótan dilk á eft- ir sér. Tilvalin dæmi um það er ég landið, ég ræð öllu einn og enginn getur rænt mig þvf. Allt í einu tók vindurinn að hvína, því að nú voru engin skjólbelti skóganna til varna. Þetta var reyndar ekki einu sinni að- gangsharður vindur, því síður stormur, en samt nógu sterkur til þess að leggja afkomu tug- þúsunda efnaðra og auðugra bænda í rúst, án þess að nokkur lifandi manneskja megnaði að hindra „landránið". Búandfólk hnipraði sig saman innandyra, búfénaður fórst unnvörpum á víðavangi og nýsæðið kafnaði í ryk- og moldarmekki. Fræðimönnum reiknaðist síð- ar svo til, að hinn fyrsta „svarta dag“, hinn 17. marz 1934, hafi 300.000.000 smálestir jarðvegs fokið út í Atlantshaf. Og 160.000 dugmiklar bændafjöl- skyldur urðu öreigar á svip- stundu, forsenda lífsafkomu þeirra var brostin. Þær áttu ekki annarra kosta völ en að flykkjast allslausar til stórborg- anna. Aðvörun ekki sinnt Lffríkið gefur sér 50—200 ár, eftir verðurfari og hnattstöðu, til að skapa 1 sm þykkt lag gróðurmoldar. A þessum eina degi ruku milljónir hektarar dýrmætustu gróðurmoldar, allt að 18 sm þykkt lag, út í haf og loft. En ein synd býður annarri heim, og þess vegna sat ekki við það eitt. Nokkrum vikum siðar steyptu skýjabólstur úrkomu í stríðum straumum yfir hið hrjáða land og afleiðingarnar urðu eins og vænta mátti vatns- flóð og skriðuföll. I kjölfar upp- blásturs af völdum loftstrauma fór landsvörfun af völdum vatnsflóða. Einn einasti snjó- laus þurrviðravetur hafi nægt til að breyta frjósömum unaðs- reit í eyðimörk. „Svo nærri höfðu bændurnir gengið skóg- unum“, segir A.J. Karbe (í „Wasser, Segen und Gefahr") að jafnvel krákurnar áttu erfitt með að finna sér hreiðurstað.“ Karbe telur sig hafa öruggar heimildir fyrir því, að „land- námsafrek“ Bandaríkjanna hafi 160.000 öreigar á einum degi gjöreyðilagt stórskemmt sökkt ofurselt 20.000.000 ha akurlendis með uppblæstri, 80.000.000 ha akurlendis með uppblæstri, 2.000.000 ha akurlendis undir sand, og 25.000.000 ha akurlendis sandfokshættu nýrra vega, minnst 70 ha daglega I Sambandslýðveld- inu. Umreiknað jafngildir þessi eyðilegging þremur 100-dagslátta búum, sem þannig glatast landbúnaðin- hið gengdarlausa skógarhögg í Bandaríkjunum. Um 300 ára skeið hafði kyn- slóð eftir kynslóð bandarískra bænda rutt skóglendið og þanið ekrur sínar út fyrir heila hreppa, sýslur og væna hluta heilla fylkja. I upphafi hægt og sígandi, með tímanum, eftir að hafa tekið ,,vélmenninguna“ í þjónustu sína, með síauknum hraða og ákafa. Allir bændur sögðu það sama við sjálfa sig: Hér vinn ég baki brotnu frá morgni til kvölds; þess vegna á á 150 árum til ársins 1957. „Þetta er hin gjöfula, frjósama mold Ameríku, er þarna hverf- ur undan vindinum út I loftið," segir hann. Og bætir við: „Þetta er ferðalag, sem aldrei verður snúið úr heim aftur. Það er þjóðarharmleikur að því er Bandaríkjamenn varðar og síð- asta aðvörunin íil allra annarra þjóða heimsins . . .“ Bandaríkjamenn virðast ekki hafa látið sér að kenningu verða: „Og gríðarleg flæma í Arizona og New Mexico, sem voru þakin safarfku grasi árið Framhald á bls. 37. Eyðimörkin rekur flóttanna. Ofbeit á Sahel-svæðinu kostaði yfir 100.000 mannslff.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.