Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR 1977
Minnisvarði um
drukknaða sjó-
menn í Grindavík
UM þessar mundir vinnur Ragnar
Kjartansson myndhöggvari að
gerð minnisvarða um drukknaða
sjðmenn, sem rfsa á í Grindavfk
og á hann að ljúka verkinu til
afsteypu í brons um n.k. áramót.
Það var f janúar 1952, sem Kven-
fólag Grindavfkur stofnaði
„Minningarsjóð drukknaðra
sjómanna," og voru tekjur
sjóðsins af sölu minningarkorta.
Vegna verðbólgunnar varð
sjóðurinn aldrei það afl, sem
honum hafði verið ætlað að verða,
þ.e. að standa undir kostnaði við
gerð minnisvarða.
Á 25 ára afmæli sjóðsins í
janúar 1977, var samþykkt á
fundi í kvenfélaginu að óska eftir
samstarfi við bæjarfélagið og
. sjómannafélagið um að hrinda
málinu í framkvæmd. Fékk málið
góðar undirtektir og var skipuð 8
manna undirbúningsnefnd með
þátttöku fyrrgreindra aðila og Út-
vegsbændafélags Grindavíkur,
sem óskáði eftir aðild að málinu.
Nefndina skipa: Sæunn
Kristjánsdóttir, formaður og
Ölína Ragnarsdóttir, ritari frá
kvenfélaginu; Helga Emilsdóttir,
gjaldkeri og Sigurpáll Einarsson
frá bæjarstjórn; Kjartan
Kristófersson og Haraldur Tómas-
son frá sjómannafélaginu og
Tómas Þorvaldsson og Einar
Simonarson frá útvegsbænda-
félaginu.
Kom nefndin saman til fyrsta
fundar 31. mars 1977 og hefur
síðan unnið að undirbúningi
málsins. Að undangengnum ýms-
um athugunum og viðræðum m.a.
við ýmsa Iistamenn var ákveðið að
reisa minnisvarða eftir verki
Ragnars Kjartanssonar mynd-
höggvara og voru 3 tillögumyndir
eftir hann sýndar í Félags-
heimilinu Festi á sjómannadag-
inn 1977. Var síðan ein þeirra
mynda valin sem fyrirmynd
varðans, og undirbúningsnefnd-
inni falið hlutverk framkvæmda-
nefndar. Samningur við lista-
manninn var undirritaður 12.
desember s.l. og á hann að skila
verkinu tilbúnu til afsteypu í
brons um áramótin 1978—79. Fer
nú fram athugun á því hvar muni
vera hagkvæmast að fá afsteypu
af myndinni.
Gerð þessa minnisvarða er
nefndarmönnum sem og Grind-
víkingum öllum mikið metnaðar-
mál, en víst er að hún mun kosta
mikið fé. Fyrsta fjáröflun
nefndarinnar fór fram í Festi 3.
desember s.l. og vill nefndin
þakka þeim mörgu sem studdu
þetta málefni þá. Margir ein-
staklingar hafa gefið fé til
minningar um látna ástvini.
Verkalýðsfélag Grindavíkur gaf
500.000 kr. og Skipstjóra- og stýri-
mannafélagið Vísir í Keflavík
300.000 kr. Ýmsir aðrir, félög og
einstaklingar hafa lofað fjárfram-
lögum og þakkar nefndin öllum
þessum aðilum höfðinglegar gjaf-
ir og góðar undirtektir.
Að endingu skorar nefndin á
alla þá, sem áhuga hefðu á að
leggja máli þessu lið, að snúa sér
til einhvers framangreindra
nefndarmanna.
Rafiðnaðarsamband-
ið mótmælir hugsan-
legri kjaraskerðingu
FUNDUR Sambandsstjórnar Raf-
iónaðarsambands Islands var
nýverió haldinn og voru þar eink-
um þrjú mál á dagskrá, þróun
kjaramála, llfeyrissjóðsmál og
frumvarp til laga um iðnaðarlög.
A fundinum voru eftirfarandi
samþykktir gerðar:
1)
Vegna margítrekaðra yfirlýs-
inga stjórnvalda um að fyrirhug-
aðar aðgerðir í efnahagsmálum
hljóti með einum eða öðrum hætti
að snerta gildandi kjarasamninga
ályktar sambandsstjórnarfundur
Rafiðnaðarsambands Islands,
haldinn 4. febrúar 1978 eftirfar-
andi:
Kjarasamningar þeir sem gerð-
ir voru vorið 1977 voru að sjálf-
sögðu gerðir í fullu trausti þess að
við þá yrði staðið að öllu leyli
bæði af ríkisvaldinu og atvinnu-
rekendum. Allar vanefndir af
hendi þessara aðila hljóta því að
svifta þá því trausti sem verka-
lýðshreyfingin hefur borið til
þeirra sem heiðarlegra viðsemj-
enda og leiða til nýrra átaka á
vinnumarkaði sem myndu án efa
magna allan efnahagsvanda og
auka enn á verðbólgu.
Sambandstjórnin mótmælir því
harðlega öllum áformum um að
leysa aðsteðjandi vandamál með
árásum á lífskjör launafólks og
varar ríkisvald og atvinnurekend-
ur við þvi að hrófla á einn eða
anrian hátt við þeim skuldbind-
ingum sem þessir aðilar tókust á
hendur með gildandí kjarasamn-
ingum.
2)
Sambandsstjórnarfundur Raf-
iðnaðarsambands íslands, 4.
febrúar 1978, mótmælir harðlega
þeirri ákvörðun Alþingis að
skylda lífeyrissjóði stéttarfélag-
anna með lögum til þess að káupa
verðtryggð skuldabréf fjárfest-
ingarlánasjóðs fyrir 40% af ráð-
stöfunarfé sjóðanna. Telur sam-
bandsstjórnin slíka ihlutun
stjórnvalda um málefni lífeyris-
sjðanna, sem stofnaðir eru með
frjálsu samkomulagi aðila vinnu-
markaðarins með öllu óviðunandi
og jafnast á við hreina upptöku á
fjármunum sjóðanna.
Sambandsstjórnin bendir á að
slík lagaþvingun veldur því hvað
Lífeyrissjóð rafiðnaðarmanna
snertir að sjóðnum verður með
öllu ókleift að standa við eðlilegar
skuldbindingar sínar við sjóðfé-
laga.
Sambandsstjórnin skorar á
stjórn Sambands almennra líf-
eyrissjóða að leita allra tiltækra
ráða til þess'að rétta hlut lífeyris-
sjóðanna gagnvart þessari frek-
legu íhlutun ríkisvaldsins í fjár-
mál sjóðanna og heitir jafnframt
stjórninni fyllsta stuðningi sínum
í þeirri viðleitni.
3)
í tilefni af framkomnu frum-
varpi til iðnaðarlaga, samið af
nefnd á vegum iðnaðarráðuneyt-
Framhald á hls. 37.
Snjórinn fór
þegar skíða-
kennari kom
Reyðarfirði, 6. febrúar.
Á MIÐVIKUDAG kom hingað
skíðakennari frá Akureyri, Ás-
geir Sverrisson, á vegum grunn-
skólans til að kenna nemendum
hans á skiðum. Mjög góð þátttaka
var í skíðaæfingunum, en ekki
voru veðurguðirnir hliðhollið
íþróttinni, því hér hefur rignt
mikið síðan á miðvikudag og snjór
því sem næst horfinn.
Skíðakennarinn fór heim í dag
eftir 4ra daga kennslu, en við
vonumst til að hann komi aftur,
þ.e.a.s. af það snjóar á ný.
Gréta.
Þær eru svaka góðar þessar bollur maður.
Ljósm. RA\
„Bóndi” fékk góða
dóma í Svíþjód
KVIKMYND Þorsteins Jónssonar
kvikmyndagerðarmanns „Bóndi“,
hefur nú verið sýnd 1 sjónvarpi á
öllum Norðurlöndunum nema f
Danmörku. Var hún fyrir
skömmu sýndf sænska
sjónvarpinu undir nafninu
Island, samfélag á breytinga-
skeiði.
Kvikmyndin ,,Bóndi“ fjallar um
sveitafjölskyldu sem býr við erfið
skilyrði og vill þrátt fyrir slæm
lífsskilyrði eins og segir í
kynningu um myndina, ekki
hætta að yrkja jörðina. I gagnrýni
i blaðinu „Sydsvenska Dagblad-
et“ fær kvikmyndin góða dóna og
segir þar meðal annars:
„Þó Island téljist til Norður-
landanna er það samt ekki næsti
nágranni og í sjónvarpinu hefur
maður ekki fengið að vita margt
um lífið á eynni. Það getur auðvit-
að stafað af því, að íslendingar
sjálfir hafi verið seinir til að not-
færa sér þannan nýja miðil. Hvað
sem því líður kom í ljós punktur
þaðan á sunnudagsköldið var.
Stutta heimildarmyndin um
Guðmund og stóru fjölskylduna
hans var einföld og heiðarleg
skissa af örlögum nokkurra
manneskja. Ekki var mörgum
orðum eytt f að lýsa eða greina,
aðalpersónan sjálf var hrjúfur
kumrandi maður og textinn var
knappur svo að til fyrirmyndar
var. Þrátt fyrir þessa fjarveru
texta eins og hann tíðkast var
fólksins lýst á skýran
örlögum
hátt.“
„Bóndi“ verður sýnd á kvik-
myndahátíðinni sem nú stendur
yfir í Reykjavík á laugardaginn
kemur, 11. febr., þegar aðrar
fslenzkar kvikmyndir verða sýnd-
ar, en það er kl. 13—17. Myndin
hefur áður verið sýnd hér á landi,
f Fjalakettinum f febrúar 1976 og
í sjónvarpinu á páskum sama ár.
INNLENT
Jeppi
veltur
Revdarfirði 6. febrúar
UM fimmleytið f gærmorgun valt
Bronco-jeppi frá Fáskrúðsfirði
hér handan fjarðarins, f svo-
nefndu Handarhaldi utan við
Hrúteyri. Hjón voru f bflnum og á
leið frá Héraði til Fáskrúðsfjarð-
ar, þar sem þau búa. Er þau komu
að Handarhaldi, lenti bfllinn f
skurði ofan vegar, sfðan fór hann
5 til sex veltur niður eftir
skurðinum, og þegar hann kom
upp úr skurðinum fór hann þvers-
um á veginum og rann fyrst 10
metra á hjólnum niður 40 metra
snarbratta brekku niður f sjó.
Valt hann sfðan 3 veltur niður
brekkuna og stöðvaðist um 4
metra fyrir ofan sjávarborð.
Hjónin komust úr bílnum og
gengu þau 5 km til næsta bæjar
sem er Slétta. Voru þau skólaus
og konan illa á sig komin, skorin í
andliti, marin og tognuð, en
maðurinn var minna meiddur.
Farið var með hjónin til læknis
á Egilsstöðum. Var konan lögð
inn á sjúkrahúsið þar, en maður-
inn kom til Reyðarfjarðar í gær á
ný til að huga að bílnum, en hann
er talinn gjörónýtur.
Mikil hálka var á veginum,
þegar óhappið átti sér stað.
Gréta.
Fjölmenni á árs-
hátíð Kísiliðjunnar
Björk Mývatnssvcit. 6. feb.
ÁRSHATlÐ Starfsmannafélags
Kísiliðjunnar h.f. f Mývatnssveit,
var haldin f Hótel Reynihlfð s.l.
föstudag og hófst kl. 20.30 með
borðhaldi. Á borðum voru kaldir
réttir. Ekki kann ég að nafn-
greina þá, né heldur hve margir
þeir voru. Allt var þar stórglæsi-
lega framborið. Formaður félags-
ins og foringi Snæbjörn Péturs-
son setti samkomuna með stuttu
ávarpi.
Mikið fjölmenni sótti þessa árs-
hátíð, eða eins og húsrými frekast
leyfði og þótti skemmtunin takast
með afbrigðum vel. Dagskráin var
sérlega fjölbreytt og flest heima-
tilbúið efni. Fyrst söng harmonfu-
söngsveitin undir stjórn Kristfnar
Jónasdóttur. Þá sungu góðglaðir
náungar 1. nóv. 1977, ennfremur
fór Friðrik Steingrímsson með
bragarbót. Kristján Þórhallsson
sagði frá Færeyjaferð á s.l. ári. Þá
brugðu Kalli og Baddi á leik og
Parísartfzka-Mývatns-mode var
sýnd. Að lokum var stiginn dans
af miklu fjöri fram eftir nóttu.
Skemmtiatriði árshátíðarinnar
voru endurtekin fyrir börn í gær,
sunnudag, við mikla hrifningu
barnanna.
Kristján.
stolið
Allharður árekstur varð á fjórða tímanum á sunnudagsnótt á mótum Bústaðavegar
og Grensásvegar og voru hílarnir iila útleiknir. Ljósmynd: Ágúst Isfjörð
Á föstudagskvöld 3. febrúar var
bifreiðinni Y-1293 stolið frá
Hjallavegi 29. Bifreiðin, Ford
Cortina, árgerð 1970, er rauð á Iit
með gráum skellum. Þeir sem
kynnu að hafa orðið bifreiðarinn-
ar varir eru vinsamlega beðnir að
láta lögregluna vita.