Morgunblaðið - 07.02.1978, Side 38
38
MORGUNBLAöIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR 1977
Jóhann Snœfeld
Pálsson —Minning
Fæddur 18. febrúar 1919,
Dáinn 17. desember 1977.
„Þegar brotnar bylgjan þunga
brimid heyrist yfir fjöll
þegar hendir sorg við sjóinn
syrgir, tregar þjóðin öll.“
Þegar mér barst sú harma-
fregn, að Jóhann hefði farist méð
báti sínum, Pólstjörnunni 17. des.
síðast liðinn, rifjast upp fyrir mér
samtal -okkar frá síðastliðnu
sumri, er ég hitti hann á heimili
sínu, en hann var einn heima. Ég
hafði lítinn tíma til að stoppa.
Hann sagði þá við mig, að næst
þegar ég yrði á ferðinni vestur á
Ströndum, skyldum við gefa okk-
ur tíma til að spjalla saman og
rifja upp gamla daga. Nú er það
Ijóst, að það verður á öðrum stað
en heima á Ströndum sem við
hittumst næst, því skrifa ég nú
þessar fáu línur sem kveðjuorð og
þakklæti fyrir vináttu Jóhanns öll
þessi ár.
Við ólumst upp saman á
Reykjarfirði öll fjögur, Jóhann og
Bjarni bróðir hans hjá afa þeirra,
ég og Halla, konan hans, hjá Carli
Jensen í næsta húsi.
Ekkert okkar hafði neitt veru-
lega af foreldrum að segja og þess
vegna urðum við kannske enn
samrýmdari en ella. Okkur leið þó
öllum mjög vel í uppvextinum og
höfðum ekki yfir neinu að kvarta
en það er kannske meira en hægt
var að segja um unglinga í þá
daga, sem ólust upp utan for-
eldrahúsa.
Við strákarnir lékum okkur
saman, oftast í fjörunni. Þegar
brimaði við sandinn, höfðum við
það að leik að hlaupa undan bár-
unni, elta þær á útsoginu og
hlaupa svo undan þeim til baka.
Fullorðna fólkið sagði að við
mættum ekki gera þetta, því ef
við dyttum, tæki sjórinn okkur.
Við lögðum ekki trúnað í það. Við
áttum okkar drauma eins og aðrir
unglingar um hvað við ætluðum
að verða þegar við værum orðin
stór.
Ég ætlaði að verða skáld, yrkja
kvæði og skrifa sögur. Bjarni
bróðir Jóhanns ætlaði að búa til
lög og þá kannski við kvæðin mín.
En Jóhann ætlaði að verða skip-
stjóri. Nú, ég varð aldrei skáld,
Bjarni samdi saldrei lag, en hann
varð skipstjóri, fyrst á trillu, sem
við áttum saman allir þrír.
Síðan skildu leiðir. Jóhann fékk
sér stærri bát, var fæddur fiski-
maður. Bjarni bróðir hans gerðist
farmaður, hann fór á stóru skipin,
sigldi um öll heimsins höf, og
siglir enn. Ég flutti yfir flóann,
yfir á Skagaströnd, en Jóhann
flutti inn á Steingrímsfjörð.
Þannig höfum við búið, svo að
segja beint á móti hvor öðrum sitt
hvoru megin við Húnaflóa. Þessi
flói var hans haf, hans starfsvett-
vangur. Þar þekkti hann hvern
boða og hvert sker, að minnsta
kosti að vestanverðu, og sótti sjó-
inn fast, enda var flóinn gjöfull.
Hann hélt vel sínum hlut þó sam-
keppnin væri stundum hörð, enda
var honum ekki að skapi að láta
draga neitt úr höndum sér.
Auðvitað lenti hann oft í erfið-
leikum með að ná landi í vondum
veðrum, það er vond leið að ferð-
ast norður úr flóa og inn á Stein-
grímsfjörð, í hríð og náttmyrkri.
— Þegar við vorum strákar og
fórum út með sjð, sem kallað var,
í stórbrimi á veturna, sáum við
hvað brimið gat verið ofsalegt
þegar það skall á klettunum. Þá
gerðum við okkur held ég ljóst, að
undan svona bárum væri ekki
hægt að hlaupa. Þá settum við
kannski niður i skjóli við stóran
stein og sungum við raust til að
reyna að yfirgnæfa hávaðann,
ekki man ég hvað við sungum, en
stundum sungum við „ef dimmur
er Ægir, og dökkt undir éi“. Já,
hafið gefur, hafið tekur, þeir sem
búa við strendur þessa lands,
þekkja hafið með öllum sinum
breytileika. Stundum gjöfult og
blítt, stundum úfið, grimmt og
miskunnarlaust.
Jóhann, vinur minn, var einn af
þeim mönnum sem þekktu hafið í
öllum sínum myndum. Svo allt I
einu í skammdeginu rétt fyrir jól-
in, hátið ljóss og barna, þá tók
hafið hann fyrirvaralaust, og
hann fékk ekki að ljúka þessari
vertíð — fyrirvaralaust kom kall-
ið. Fyrirvaralaust kom síðasta
báran; sem enginn getur hlaupið
undan. Hún tók hann með sér
niður í þann flóa, sem hafði gefið
honum svo mikið, sem hafði verið
hans gullkista. 1 þessari gullkistu
hvilir hann nú. Kannski fer ekki
verr um hann þar en annars stað-
ar, það veit ég ekki.
Eitthvað þessu líkt hefði samtal
okkar sjálfsagt orðið ef við hefð-
um hitzt næsta sumar norður í
Ströndum. Hvernig það verður
þegar við hittumst á öðrum stað
veit ég ekki, en eitt er víst, þá
höfum við nógan tima, því þar
segir enginn „flýttu þér“. Svo
kveð ég vin minn.
„Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi, hafðu þökk fyrir allt og
allt.“
Höllu, börnum hennar, systkin-
um Jóhanns og öllum öðrum að-
standendum, votta ég innilega
samúð.
Góður drengur hefur gengið
sinn veg til enda. Eftir er minn-
ingin ljúf og sorgin sár sem tím-
inn einn getur læknað.
Bernódus Ölafsson.
Horfinn er ástkær bróðir.
Fregnin um andlát hans kom eins
og þruma úr heiðskíru lofti. Hann
sem þekkti hvert sker og hvern
boða á þessum slóðum, að þar
skyldi hann einmitt verða bani
búinn. Þar hafði Jóhann marga
hildi háð við trylltan ægi, en
ávallt siglt heill í höfn með farm
t Móðir okkar og tengdamóðir
GUÐRÚN SIGRÍÐUR JONSDÓTTIR.
Freyjugötu 40,
lést að morgni 4 febrúar
Jón Benediktsson Jóhanna Hannesdóttir
UnnurH. Benediktsdóttir Guðmundur Benediktsson Magnús E. Baldvinsson
t
Fóstursonur minn og bróðir okkar.
ÓLAFUR GUÐMUNDSSON,
Ljósvallagötu 22,
lézt 4 febrúar
Theódóra Jónsdóttir
og systkini hins látna.
+
Móðir okkar og tengdamóðir,
SIGURBJÖRG EINARSDÓTTIR.
Stigahlið 1 2,
sem lést 1 febrúar. verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginr
8 þ m kl 3
Asmundur Einarsson,
Anna Einarsdóttir, SigurðurE. Garðarsson,
Hildur Einarsdóttir, Egill Ágústsson.
+
Eiginmaður minn og faðir okkar
HERMANN ÁGÚST HERMANNSSON
Álftamýri 57,
lést í Landakotsspitala 4 febrúar s I
Ása Þ. Mathiesen og börn.
t
Sonur okkar. fóstursonur og bróðir
RÓBERT BIRGIR SIGURÐSSON,
Stóragerði 18,
lézt af slysförum aðfararnótt laugardags 4 þ.m.
Fyrir hönd ættingja,
Margrét Marinósdóttir, Sigurður Olafsson,
Kristjana Herbertsdóttir, Paul Oddgeirsson,
Svanhvít Sigurðardóttir,
Sigrún Margrét Sigurðardóttir,
Bjarney Ingimunda Bjarnadóttir.
t
Þökkum samúð og vináttu við andlát og jarðarför föður okkar
HARÐAR ÓLAFSSONAR
Skarphéðinsgötu 20
Steinar Harðarson.
Ingibjörg Helgadóttir
sinn þar til nú. Guð ræður, en
mennirnir þenkja. Við ráðum svo
litlu um tímans rás. En eitt er ég
sannfærð um, að ef nokkur fær
himnasælu notið þá er það ein-
mitt hann. Annar eins öðlingur og
ljúfmenni sem hann var í dag-
legri umgengni við menn og mál-
leysingja.
Við vorum alin upp saman frá
bernsku ásamt yngri bróður okk-
ar, Ólafi Bjarna, hjá ömmu og afa.
Ég var elst, og þar af leiðandi átti
ég að hafa vitið mest. En ef eitt-
hvað bar út af var alltaf gott til
Jóhanns bróður míns að leita.
Hann bar smyrsl á sárin. Já, það
er margs að minnast frá sælum og
áhyggjulausum bernskuárum. En
við svona timamót vekja minn-
ingarnar sáran trega. En það er
huggun i raun að geta ávallt
minnst hans sem þess ljúfmennis
sem hann var i lifanda lifi.
Guð gefur og Guð tekur, það er
lífsins saga.
Megi kær bróðir, hvíla í Guðs
friði.
Konu Jóhanns, börnum, barna-
börnum og öldruðum föður okkar
bið ég huggunar Guðs í sárri sorg.
Hinsta kveðja frá
Boddu systur.
Minning — Vigdís
Waage Ólafsdóttir
í dag kveðjum við vinkonu okk-
ar, Vigdisi Waage Ólafsdóttur,
Meðalholti 6. Hún var fædd og
uppalin I Reykjavík. Foreldrar
hennar voru Gunnfríður Tómas-
dóttir og Ólafur Benediktsson
Waage. Systkini hennar voru 9 og
eru nú eftir aðeins bróðir hennar,
Ingólfur, sem býr hér í bæ. Var
mjög kært með þeim systkinun-
um.
Vigdís giftist Guðmundi Sig-
mundssyni sjómanni, miklum öðl-
ingamanni. Hann andaðist fyrir
rúmum þremur árum. Eignuðust
þau fjögur börn og eru þau mikið
myndarfólk og eiga sín heimili.
Vigdís átti við vanheilsu að
stríða síðustu árin. Hún barðist
við sjúkdóminn af sérstökum
dugnaði og hörku, enda naut hún
ummönnunar barna sinna, sem
aldrei létu hjá líða að koma til
hennar og hafa hana hjá sér eins
og hún vildi. Ég held að slík um-
hyggja sé fádæmi.
Við nábýliskonur hennar vor-
um í kaffi hjá henni sama dag og
hún veiktist um kvöldið og var
hún eins og hún átti að sér og
töluðum við og hlógum eins og
venjulega, þegar við vorum sam-
an, sem var alloft, enda búnar að
búa svo að segja á sama hlaði hátt
á fjórða áratug.
Vigdís var oft búin að öska þess,
að hún fengi að fara fljótt þegar
kallið kæmi. Henni varð að ósk
sinni.
Við vinkonurnar söknum henn-
ar mikið, en þetta er gangur lífs-
ins, hópurinn smá þynnist. Um
margra ára skeið vorum við átta
saman í saumaklúbbi. Sá hópur er
ekki orðinn stór, en minningarnar
lifa.
Við kveðjum Vigdísi að sinni og
þökkum henni allar samveru-
stundirnar, sem við áttum saman.
Við sendum ástvinum innilegar
samúðarkveðjur og biðjum Vig-
dísi allrar Guðs blessunar.
Far þú i friði,
friður Guðs þig blessi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
María, Guðbjörg og Sigrfður.
Sunnudaginn 29. janúar, andað-
ist á Borgarspítalanum frú Vigdis
Ólafsdóttir. Þann sama dag var
Slysavarnafélag Islands að minn-
ast 50 ára afmælis síns, en fyrir
því félagi helgaði Vigdís krafta
sína af alhug til síðasta dags. Með
henni er enn ein af okkar mikil-
hæfu félagskonum fallin í valinn.
Þær hverfa af sjónarsviðinu hver
af annarri þær konur sem voru
með í brautryðjendastarfi
kvennadeildar Slysavarnafélags-
ins í Reykjavík. Vigdís var ein af
þeim. Hún reyndist sérstaklega
dugleg og fórnfús í starfi.
Við fjáröflun fyrir deildina var
hún svo afkastamikil, að við vor-
um oft undrandi hve miklu henni
tókst að safna. Hvort heldur við
vorum að vinna að hlutaveltu,
kaffisölu eða merkjasölu, þá var
Vigdis alltaf með. Hún var mjög
félagslynd kona, og lét sig sjaldan
vanta á fundi deildarinnar. Hún
var f stjórn kvennadeildarinnar
frá 1971 til 1975. Það sama ár var
hún gerð að heiðursfélaga
deildarinnar. Þá var hún oft full-
trúi fyrir sína deild á þingum
Slysavarnarfélagsins.
Við sem eftir stöndum, munum
minnast Vigdísar með virðingu og
þökk í huga. Hún og allar þær,
sem áður voru farnar yfir móðuna
miklu, hafa miðlað okkur sem
yngri erum af reynslu sinni og
stutt okkur með ráðum og dáð.
Þær hafa gefið okkur kraft til að
halda áfram því göfuga starfi sem
slysavarnastarfið er. Við stöndum
f mikilli þakkarskuld við þessar
konur, því vegna þeirra fórnfúsu
starfa hefur mikið og gott verk
verið unnið í slysavörnum á ís-
landi. Minningin um Vigdísi
Ólafsdóttur mun lifa meðal okkar
um ókomin ár.
Aðstandendum hennar sendum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
F.H. kvennadeildar
Slysavarnafélagsins f Rvík.
Hulda Victorsdóttir.
Afmælis- og
minningar-
greinar
ATHYGLl skal vakin á þvf, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á f mið-
vikudagsblaði, að berast f síð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera f sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
Ifnubili.
t
Hjartkær eiginkoná min, dóttir min. móðir okkar. tengdamóðir og
amma.
JARÞRUOUR wick BJARNARSON,
Álftamýri 46,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 8 febrúar kl
!3.30. Óli Ragnar Georgsson
ÞuríðurT Bjarnarson
Vilhelmfna Ragnarsdóttir Georg Ragnarsson
Tómas H. Ragnarsson Bengt Hansson
Stella Gunnarsdóttir Auður Snorradóttir
Bára Ragnarsdóttir og barnabörn