Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 48
An.l.YSINí.ASÍVflNN KR:
22480
2W*rjjmiblot>iÍ>
ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR 1977
Lækkar
hitakostnaðinn
Geir Hallgrímsson:
„Mismunandi og mögulegar
leiðir kannaðar til lausnar
efnahagsvandanum
Gengisfellingin raunveruleiki með ákvörðun Verð-
jöfnunarsjóðs og Verðlagsráðs” — segir Ólafur
Jóhannesson. — „Efnahagsráðstafanir afleiðing af
vanda frá síðastliðnu ári”— segir Matthías Bjarnason
MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gær til Geirs Hallgrfmssonar, forsætisráðherra, Ólafs Jóhannessonar,
viðskiptaráðherra, og Matthfasar Bjarnasonar, sjávarútvegsráðherra, og spurði þá um efnahagsráðstafan-
ir þær, sem nú eru f undirbúningi hjá stjðrnvöldum og sérfræðingum þeirra. Blaðið lagði þær spurningar
fyrir tvo hina fyrst töldu ráðherra, hvort brcyting yrði gerð á vfsitölubindingu launa, þannig að
hclmingur ha-kkunar verði afnuminn, hvort rætt hefði verið um að skera niður rfkisframkvæmdir, hvort
vörugjald yrði lækkað og hvort ætlunin væri að gera hreytingar á skattvfsitölunni og auka skyldusparnað.
Forsætisráðherra sagði: „Meðan málið er til umræðu f rfkisstjórn og þingflokkum vil ég ekki tjá mig
ncitt um einstök atriði, en að sjálfsögðu eru allar mismunandi og mögulcgar leiðir kannaðar til iausnar
þeim vanda f efnahagsmálum, sem við stöndum andspænis."
Viðskiptaráðherra sagði m.a.: „Gengisfellingin sjálf má heita raunveruleiki, og hefur krónan f raun og
veru verið fclld með ákvörðun Verðlagsráðs sjávarútvcgsins og stjórnar Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðar-
ins og er gengisfellingin því sem næst hcin afleiðing þessara ákvarðana og auðvitað vegna þess að endar
ná ekki saman i fiskvinnslunni, fyrst og fremst.“
Sjávarútvegsráðherra sagði m.a., „að þessar efnahagsráðstafanir nú væru ekki gerðar fyrir sjávarútveg-
inn, hetdur til þess að halda gangandi atvinnutækjum, sem skapa útflutningsverðmæti og eru undirstaða
þcss, að þetta þjóðfélag geti þrifist. Útflutningsgreinum, bæði f iðnaði og landbúnaði, er ekki sfður þörf á
að fá fleiri íslenzkar krónur fyrir afurðir sfnar en sjávarútveginum."
Ólafur Jóhannesson viðskipta-
ráðherra bætti því við fyrri um-
mæli sín, þegar Morgunbfaðið
innti hann eftir því, hvort von
væri á frumvarpi um gengishagn-
aðarsjóð á Alþingi í dag, að svo
væri ekki og sagðist ekki geta sagt
neitt um, hvort það yrði í vikunni.
Þá sagði viðskiptaráðherra, þegar
hann var spurður um þau atriði,
sem getið er í upphafi þessarar
fréttar, þ.e. kaupgjaldsvísitöluna,
vörugjaldið, skattvísitöluna,
skyldusparnaðinn og niðurskurð
á ríkisframkvæmdum, að hann
vildi ekkert segja um þessi mál
hvert fyrir sig, „en allt hefur
þetta verið rætt. Hvað verður
raunverulegt af þessu, veit ég
ekki,“ sagði ráðherrann.
Bandarfski stórmeistarinn Walter Browne hefur einn unnið allar
sfnar skákir á Reykjavfkurmótinu og er nú með 3 vinninga; heilum
vinning á undan næstu mönnum. t gær sigraði Browne (til vinstri)
Margeir Pétursson. l.jiism Mhi.: Kas.
Browne með eins
vinnings forskot
Sterkasta skákkona Breta teflir hér
Sj;\ frásÖRn nj* skvr-
iiij'ar bls. 17. 18 oj- 19.
BANDARtSKI stórmeistarinn
Walter Browne er nú efstur á
Reykjavfkurskákmótinu með 3
vinninga eftir 3 umferðir. Na'stir
með tvo vinninga eru: Friðrik,
Hort, Larsen og Miles, Lonibardy
er með l'A viuning og biðskák,
Ku/.min og Polugaevsky eru með
1H vinning hvor. (íuðmundur
Sigurjónsson er með 1 vinning og
biðskák. Ögaard og Smejkal eru
með H vinning hvor og óteflda
skák innbyrðis, og með hálfan
vinning eru: Ilelgi Ólafsson, Jón
L. Arnason og Margeir Pétursson.
Þriðja umferðin var tefld í gær.
Larsen vann Helga Olafsson.
Browne vann Margeir Pétursson.
Ku/.min vann Ögaard og jafntefli
gerðu Hort og Friðrik, Jón L.
Arnason og Smejkal og Miles og
Polugaevsky. Skák Lombardys og
(iiiðmundar Sigurjónssonar fór í
bið.
Nú hefur verið ákveðið að
Skákþing Reykjavikur í kvenna-
flokki byrji að Hótel Loftleiðum á
fiistudaginn og inun Jana Harts-
ton. fremsta skákkona Breta.
tefla sem gestur á mótinu. Meðal
íslenzku þátttakendanna verða
Guðlaug Þorsteirtsdóttir, Ólöf
Þráinsdóttir og Birna Norðdal, en
keppendur verða sjö (alsins.
Fyrstir til að ljúka skák sinni í
gær urðu þeir Miles og Poluga-
evsky, sem sömdu um jafntefli
eftir 25 leiki. Skömmu síðar kom
Framhald á bls. 3(1.
SANNGJÖRN LAUSN
Matthías Bjarnason sjávarút-
vegsráðherra sagði aðspurður um
efnahagsráðstafanirnar nú, til
viðbótar því sem fyrr getur: „Þær
efnahagsráðstafanir, sem nú
verða gerðar á næstunni, eiga sér
alllangan aðdraganda. Ekkert
þjóðfélag þolir jafn miklar kaup-
og verðlagshækkanir á einu og
sama árinu og hér hafa orðið á
Islandi — og verðhækkanir inn-
anlands verða að vera í samræmi
við aukningu á verðmæti og
magni útflutnings. En það hefur
sýnt sig, að við höfum í verð- og
kaupgjaldshækkunum innan-
lands, farið langt fram úr því, sem
Framltalri á bls. 30.
Sprengidagur er f dag
og má því vænta þess
að margir leggi sér
saltkjöt og baunir til
munns í kvöid. Mynd-
in var tekin í gær,
þegar kaupmenn
könnuðu gæði salt-
kjötsins.
LJðsm. Mbl.: ÓI.K.M.
Matthías Bjarnason um skýrslu Hafrannsókn-
arstofnunar:
„Hún er ekki lengur
svört, hún er grá
'99
MATTHÍAS Bjarnason,
sjávarútvegsráðherra,
sagðist ekkert vilja segja
um skýrslu Hafrann-
sóknarstofnunarinnar um
ástand nytjafiska á íslands-
miðum og aflahorfur 1978,
þegar Morgunblaðið spurði
hann um skýrsluna í gær.
En þegar blaðamaðurinn
spurði: „Er þetta framhald
af Svörtu skýrslunni?“
svaraði ráðherrann: „Hún
er ekki lengur svört, hún
er grá.“
Islenzkukennsla í út-
varpi og sjónvarpi
Flutningsmenn tillögu þar um úr öllvun flokkum
FIMM þingmenn úr öllum
þingflokkum hafa lagt fram á
Alþingi tillögu til þingsál.vkt-
unar um fslenzkukennslu í út-
varpi og sjónvarpi. Segja þeir
íslenzka tungu eiga f vök að
verjast, sérstaklega varðandi
talað mál, framburð og fram-
sögu. Einnig fari orðaforði
fólks þverrandi og erlend áhrif
hvers konar vaxi. Tillagan
hljóðar svo: „Alþingi ályktar
að fela ríkisstjórninni að sjá
svo um að sjónvarp og útvarp
annist kennslu og fræðslu f öll-
um greinum móðurmálsins.
Þrettán manna ráð, kosið hlut-
fallskosningu á Alþingi, skal
hafa með höndum stjórn þeirra
mála.“ Flutningsmenn tillög-
unnar eru: Sverrir Hermanns-
son (S), Tómas Árnason (F),
Jönas Arnason (Abl.), Gylfi Þ.
Gfslason (A) og Karvel Pálma-
son (SVF). Sverrir Hermanns-
son, fyrsti flutningsmaður til-
lögunnar, sagði í viðtali við
Mbl. f gær, að rétt beiting svo
áhrifarfkra fjölmiðla gæti leitt
til stóraukins almannaáhuga á
bökmenntum okkar og móður-
Framhald á bls. 30.