Morgunblaðið - 09.02.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.02.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRUAR 1978 15 Skúli Möller stýrimannaskólakennari: Pétur skal á þing 2. grein Senn liður að þvi að framboðs- listi Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskostningarnar í júní n.k. verði birtur. Um skipan a.m.k. 12 efstu sæt- anna hljóta úrslit prófkjörsins frá í nóvember að ráða. Samkvæmt þeim skipa alþingismennirnir Guðmundur H. Garðarsson form. Verslunarmannafélags Reykja- víkur og Pétur Sigurðsson form. Sjómannadagsráðs 7. og 8. sætið, þ.e.a.s. væntanleg baráttusæti. Þeir félagar hafa um langt ára- bil verið fremstir i flokki innan sinna samtaka og barist ótrauðir fyrir hagsmunamálum félaga sinna og þannig reynst sannir fulltrúar þeirra á Alþingi, en þar sitja þeir ekki næsta kjörtímabil nema stuðningsmenn þeirra þjappi sér saman um þá. Sjálfstæðisflokkurinn er óum- deilanlega stærsti stjórnmála- flokkur landsins og hefur staða hans sjaldan verið glæstari en við siðustu kosningar. Stærð flokks- ins er að sjálfsögðu því að þakka, að þar er rúm fyrir allar stéttir landsins enda hefur aðalkjörorð hans frá upphafi verið „Stétt með stétt“ Andstæðingum flokksins hefur, sem vonlegt er, verið þessi velgengni þyrnir i augum og hafa þeir reynt á alla lund að sá fræi úlfúðar inn i raðir sjálfstæðis- manna, en það fræ hefur sem betur fer ekki borið ávöxt. Vinsælasta nafngiftin sem flokknum er gefin er „lhald“ og á það að vera ónefni, en allir sem vilja vita, sjá að svo er ekki, þvi mikil framfaraspor hafa verið stigin fyrir atbeina sjálfstæðis- manna bæði í borgarstjórn og á Alþingi. Þó er hæfilegt ihald nauðsynlegt, þvi ekki má kasta á glæ öllu gömlu, hvort heldur eru hlutir eða hugmyndir, bara af þvi að það nýja hijóti að vera betra. Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að vera stærsti stjórnmála- flokkur landsins meðan grund- vallarstefna hans um frelsi ein- staklingsins til orðs og æðis er i heiðri höfð. En vikjum þá aftur að fram- boðinu. Það heyrist æ oftar að þing- menn séu ekki fulltrúar ákveðinna hópa heldur séu þeir þingmenn allra landsmanna. Þetta má til sanns vegar færa enda segir svo i eiði þeim sem þingmenn vinna, og um segir i stjórnarskránni, að þingmenn skuli vinna að hagsmunamálum þjóðarinnar allrar samkvæmt bestu sannfæringu. Áður en alþingismenn urðu at- vinnumenn, þe. höfðu aðra vinnu með þingstörfum, var alltaf talað um mikinn fjölda þeirra sem full- trúa ákveðinna hópa i þjóðfélag- inu. Ein af höfuðröksemdunum gegn breytingunni var einmitt sú, að við það væri hætta á að þing- Skúli Möller menn einangruðust frá starfs- stéttum þjóðfélagsins og benti Bjarni heitinn Benediktsson for- sætisráðherra mjög ákveðið á þessa hættu. Er nú svo komið að jafnvel formanni Alþýðubanda- lagsins, Lúðvík Jósefssyni, finnst ekkert endilega að Alþingismenn þurfi að vera fulltrúar einhverra hópa, sbr. ummæli hans í útvarpi á s.l. hausti. Þessi afstaða for- mannsins ræðst ef til vill af þvi hve fáir verkalýðsforingjar skipa þingflokk Alþýðubandalagsins, sem þó gefur sig út fyrir að vera hinn eina sanna verkalýðsflokk landsins. Við sjálfstæðismenn höfum komið þeirri skipan á um val frambjóðenda að viðhafa prófkjör og eru þau bindandi eftir ákveðn- um reglum. Framboðslistar fyrir prófkjörin eru þannig skipaðir að þeir sýni sem mesta breidd. Urslit prófkjara hljóta því að verða þannig að sumir séu ánægðir með árangur sinn og sinna manna. Eins eru aðrir óánægðir. En þessi óánægja má ekki leiða til aðgerðarleysis eða óvildar, því við höfum sjálf valið þessa leið til að stilla upp framboðslistum flokksins, vegna þess að okkur finnst þetta lýðræðislegust vinnu- brögð og þess vegna hljótum við að sætta okkur við vilja meirihlut- ans. Það hefur komið fram i vetur að stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins i sjómannastétt eru óánægðir með úrslit prófkjörsins i nóvember vegna árangurs Péturs Sigurðssonar og er það að vonum, því fáir menn hafa unnið jafn ötullega að velferðarmálum sjómanna og hann á næstliðnum áratugum. Pétur Sigurðsson er þvi okkar maður. Hætt er við að hljóð heyrðist úr horni, ef þingmenn hinna ýmsu kjördæma hættu að sinna öllum þeim mörgu erindum sem þeim berast þar sem þeir væru fyrst og fremst þingmenn þjóðarinnar allrar. Svo er þó ekki, þeir skoða sig þingmenn kjördæma sinna og þannig fulltrúa hinna ýmsu byggðarlaga. Þannig lítum við á Pétur Sig- urðsson. Hann er fulltrúi sjó- manna á hinu háa Alþingi og ekki bara það. Hann er eini sjómaður- inn sem átt hefur fast sæti á AI- þingi mörg kjörtímabil. Við reykviskir sjómenn og aðrir Reykvikingar, sem tengjast sjón- um, eigum því leik á borði, Með þvi að fylkja okkur um Sjálf- stæðisflokkinn i komandi Alþing- iskostningum stuðlum við að þvi að Pétur Sigurðsson verði áfram fulltrúi okkar á Alþingi. Með því kjósum við ekki bara Pétur á þing heldur Iika Guðmund H. Garðarsson og skjót- um þannig Alþýðubandalaginu, sjálfum „verkalýðsflokknum“, ref fyrir rass með því að eiga áfram i okkar röðum meðal þing- manna Reykvíkinga tvo af forystumönnum launþega. r Ileitað horfhum heimi Fall og eyðing Tróju Eftir Robert Wilson Myndskreyting Michael Codd og Roland Berry Þýðing: Loftur Guðmundsson Örn og örlygur örn og örlygur byrjuðu útgáfu á nýjum bókaflokki fyrir jólin: 1 leit að horfnum heimi. Tvær bækur komu þá út í þessum flokki báðar þýddar af Lofti Guð- mundssyni. Bækurnar eru Bðkmenntlr eftir JENNU JENSDÓTTUR Leyndardómar Faróanna og Fall og eyðing Tróju. Mun ég aðeins segja frá seinni bókinni, þar sem hinnar hefur áður verið getið hér í blaðinu. Bókin Fall og eyðing Trjóu byrjar á frásögn um forn- leifafræðinginn þýska Heinrich Schliemann sem fann mikið af gullmunum i Hissarlik á Eyja- Framhald á bls. 30. Fjöruganga á Kjalarnesi Ljnsm.: e þ.g. Útivist ÞRIÐJA ársrit (Jtivistar er komið út, lítil bók en vegleg að efni og útliti eins og hinar fyrri. Fyrst er ritgerð eftir Sigurð Lindal og nefnist (Jtilffsréttur. Það er von- um síðar að rit eins og Útivist flytur lesendum slikar lagalegar leiðbeiningar. í þeim efnum ríkir enn gömul hefð og fornar reglur í bland við ný lög og hefðaleysi vegna breyttra aðstæðna. Fyrir kemur að ferðamaður veit naum- ast hvort hann stendur á réttinum eður ei í bókastaflegum skilningi. Hérlendis liggja langflestar ferðaslóðir um land í einkaeign, jarðir bænda; um þær liggja t.d. þjóðvegirnir. Til skamms tima voru girðingar fáar — aðeins tún- in afgirt — og ekki þótti tiltöku- mál þó farið væri vítt og breitt um óræktað og ógirt land án hliðsjón- ar af eignarhaldi þess. Á síðustu árum hefur víða verið girt með- fram þjóðvegum svo tjaldstæði og aðrir áningarstaðir úti i guðs- grænni náttúrunni eru orðnir vandfundnir við alfaraleiðir nema klofað sé yfir girðingar. En er slíkt þá leyfilegt lögum sam- kvæmt? Sigurður Líndal bendir á 11. grein laga frá 1971 þar sem segir »að almenningi sé heimil för um landsvæði utan landareigna lög- býla, svo og dvöl á þessum svæð- um í lögmætum tilgangi. Um eignarlönd manna er gangandi fólki þó því aðeins heimil för, að þau séu ógirt og að dvöl manna þar hafi ekki í för með sér ónæði fyrir búpening né heldur óhag- Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON ræði fyrir rétthafa að iandinu. Ef land er girt, þarf leyfi landeig- enda til að ferðast um það eða dveljast á því og sama gildir um ræktuð landsvæði.« Það var fyrst með þessari lagagrein frá ’71 að fólki var fortakslaust bannað að fara inn á girt land án leyfis. En hvað um tjaldstæði á ógirtu landi? Meðan lystitúrar voru fátíðir mun fólk hafa litið svo til að því leyfðist að tjalda hvar sem væri á óræktuðu og ógirtu landi ef það gerði engum ónæði eða átroðning. Nú hygg ég hafi skap- ast sú hefð að ferðamenn tjaldi að minnsta kosti ekki i augsýn byggðra býla nema leita fyrst leyfis. Þar sem umferð er veruleg munu sumir landeigendur taka greiðslur fyrir tjaldstæði. En hvað segja lögin um það? Hvað um »dvöl« í áðurnefndri 11. gréin? Sigurður Líndal segir að þá sé »að sjálfsögðu einungis átt við skamma viðstöðu, t.d. í tjaldi, en ekki neins konar bólfestu eða aðsetur. Ekki sýnist þurfa að leita leyfis fyrir slíkri tjalddvöl og Framhald á bls. 29 \fentanlegir vinnirgshafar Þeir, sem misstu af miðakaupum fyrir 1. flokk, hafa nú tækifæri til að tryggja sér miða. Hæsti vinningur er 2 milljónir eða 10 milljónir á Trompmiða. Gleymið ekki að endurnýja! Dregið verður föstudaginn 10. febrúar. 2. flokkur 9 @ 2.000.000,- 18.000.000- 9 — 1.000.000- 9.000.000- 18 -- 500.000,- 9.000 000- 207 — 100.000- 20.700.000- 306 — 50.000,- 15.300.000- 8.163 — 15 000,- 122.445.000,- 8.712 194.445.000- 36 — 75.000 - 2.700.000- 8.748 197.145.000 - HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Hæsta vinni ngshlutfal 1 í heimi! A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.