Morgunblaðið - 09.02.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.02.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRUAR 1978 5 Kvikasilfur hef- ur ekki fundizt í appelsínum hér MORGUNBLAÐIÐ spurðist fyrir um niðurstöður rannsókna á appelsínum hjá Hrafni Friðrikssyni, forstöðu- manni Heilbrigðiseftirlits ríkisins, en sýni er tekin voru hjá innflytjendum i síðustu viku hafa verið til rannsókn- ar hjá Rannsóknastofnun fiskiðnað- arins. Hrafn Friðriksson sagði að niður- stöður sýndu að ekkert óeðlilegt væri við þær appelsinur er rannsakaðar hefðu verið. að í þeim væri ekki óeðli- legt kvikasilfursmagn Þá sagði hann að landlæknir og heilbrigðiseftírlitið hefðu sent fyrirspurnir til heilbrigðisyf- irvalda Hollands og Þýzkalands og Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og beðið um frekari upplýsingar um þess- ar fréttir og hafa borizt svör frá þeim. Eru svörin á þá leið að sprautað hefur verið kvikasilfri í appelsínur og að engin alvarleg eitrunartilfelli hafi kom- ið upp, en vitað er um nokkur tilfelli þess að fólk hafi byrjað að borða appelsínur án þess að hljóta nokkurt varanlegt mein af. Það virðist einnig vera Ijóst. sagði Hrafn að hér er um að ræða nokkrar appelsínur. sem hafa fundizt í Hollandi, Vestur-Þýzkalandi og ein í Sviþjóð. Er þetta væntanlega staðbundið og er um að ræða ísraelsk- ar Jaffa-appelsinur er farið hafa gegn- um Holland. Ef sprautað hefur verið kvikasilfri i þær ætti það að sjást auð- veldlega, en hins vegar ef sprautað hefur verið i þær kvikasilfursblöndu sem litar appelsinur lita þær út eins og þær væru myglaðar og sjálfsagt er að fólk neyti þeirra ekki. Hafa heilbrigðis- yfirvöld í þessum löndum varað fólk við að neyta skemmdra appelsína Hrafn sagði ennfremur að heilbrigð- iseftirlitið hefði lagt það til við ráðu- neytið að innflytjendur yrðu að sjá til að tekin væri sýni úr appelsínum og rannsökuð til að minnka hættuna á því að inn verði fluttar skemmdar appeisín- ur. Mikil aðsókn að Hans og Grétu LEIKFÉLAG Vestmannaeyja hefur að undanförnu sýnt barnaleikritið Hans og Grétu við mjög góða aðsókn f Bæjarleikhúsinu f Eyjum, en alls koma fram um 20 leikarar f sýningunni. Leikstjóri er Sigurgeir Scheving. Næstu sýningar eru f kvöld, fimmtudag, kl. 20,30 og á Iaugardag og sunnudag kl. 4. Meðfylgjandi myndir tók Sigurgeir Ijósmyndari f Vestmannae.vjum af leikarahópnum og nokkrum sératr- iðum. Athugasemd frá Vegagerd ríkisins „VEGNA fréttar Morgunblaðsins af strandi vb. Hafrúnar f Arnar- firði og viðbrögðum rekstrar- st jóra Vegagerðar rfkisins á svæð- inu við ósk um snjómokstur yfir Hálfdán frá Tálknafirði til Bíldu- dals og á Ketildalavegi frá Bfldu- dal að strandstað við Austmanns- dal, skal eftirfarandi tekið fram: 1. Sú fullyrðing, að hafnað hafi verið þeirri ósk „að ryðja veginn áfram út að strandstað (Ketildala- veg)“, er röng. Staðreyndin er sú, að vegurinn var ruddur, og til marks um skjót viðbrögð Vega- gerðarinnar skal bent á, að haft var samband við rekstrarstjórann um kl. 15.30 á fimmtudag og milli kl. 19 og 20 var veghefill frá Pat- reksfirði kominn á strandstað. Hafði hann þá farið um 46 km leið og rutt snjó af fjallvegi á Ieiðinni. 2. Fullyrt er ennfremur að odd- vitinn á Bíldudal hafi óskað eftir mokstri yfir Hálfdán af öryggis- ástæðum, „en fengið þau svör að slíkt væri ekki unnt nema séð væri til þess að Vegagerðin þyrfti ekki að bera kostnað af þeim mokstri . . .“ Nú vill svo til að Vegagerðin mokar Hálfdán einu sinni í viku skv. snjómoksturs- reglum útgefnum af Samgöngu- málaráðuneytinu. Sá moksturs- dagur er á mánudögum ef veður leyfir. Rekstrarstjórum Vega- gerðarinnar er ekki heimilt að moka oftar en reglurnar segja til um, nema til komi greiðsla, að hálfu eða öllu leyti eftir aðstæð- um, frá þeim aðila, sem óskar eftir mokstrinum. Vegna stöðu út- gerðarmanns Hafrúnar sem odd- vita á Bildudal hlýtur honum að vera kunnugt um ofangreindar Framhald á bls. 30. Lítill munur á vigt og áætluðu magni Leiðrétting VEGNA fréttar I blaðinu 2. febr. s.l. hefur blaðinu borizt yfirlit frá Sfldarverksmiðjum ríkisins um áætlað og vegið loðnumagn frá verksmiðjunum á Siglufirði í janúar. A yfirlitinu sést að munur er yfirleitt litill á áætluðu magni og því sem mælist, og vigtin oft meiri en áætlað er. I fréttinni eru tilgreindir 5 bát- ar, sem lönduðu á tímabilinu frá 25.—28. janúar, og var ekki farið rétt með áætlað magn tveggja þeirra. Samkvæmt yfirliti Sildarverk- smiðjanna lítur þetta þannig út: Aætlað Vigt Gfsli Árni RE 550 535.9 Pétur Jónsson RE 420 422,6 Skarðsvfk SII 200 188.4 Kap 2 VE 100 108,9 Pétur Jónsson RE 250 242,1 í frétt blaðsins var áætlað magn Péturs Jónssonar RE sagt 440 í fyrri löndun og áætlað magn Kaps 2 130 tonn. Það var ekki aS sjá aS hin nýju tlmamörk háðu Polugaevsky. þegar hann tefldi viS GuSmund Sigurjónsson I fyrradag, en þá skák vann hann örugglega. Ljósm Mbl : RAX „Fyrri tímamörk- in mjög hættuleg” — segir Lev Polugaevsky — „PERSÓNULEGA er ég ekki sáttur við þessa nýju skipan, en hins vegar er hún athyglisverð tilraun og það er út af fyrir sig áhuga- vert að taka þátt í henni," sagði sovézki stórmeistar- inn Lev Polugaevsky, er Mbl. ræddi við hann eftir fjórðu umferð Reykjavíkur- skákmótsins, þar sem Polu- gaevsky sigraði Guðmund Sigurjónsson mjög örugg- lega. ,,Mér finnast fyrri tímamörkin, 30 leikir á einni og hálfri klukkustund. mjög hættuleg, einkum fyrir sterka skákmenn, sem kjósa að gaumgæfa mjög áætlun sína frá 1 5 í 30 leik Þessi tímamörk kreppa mjög að þeim, eins og skák mín gegn Browne í fyrstu umferð sýndi, en þar missti ég af auðveldu jafntefli við 30 leikja mörkin og tapaði Hins vegar tel ég hina breyting- una, 50 leiki á tveimur og hálfum klukkutíma í stað 40, til bóta og hugsa að hún verði lifseigari á meiri háttar mótum en 30 leikja markið Auðvitað geri ég mér Ijóst að áhorfendur hafa helmingi meiri ánægju af að sjá okkur skákmennina berjast við tvö timamörk heldur en eitt En hitt er líka athyglisvert, hvaða áhrif þetta hefur á skákina sjálfa." Vitni vantar að árekstri milli strætis- vagns og olíu- flutningabíls Mánudaginn 16. janúar s.I. klukkan 10.40 varð árekst- ur á Miklubraut rétt vestan gatnamóta Skeiðar- vogs og Réttarholtsvegar. Strætisvagn var á leiö vestur Miklubraut og lenti hann í árekstri við olíu- flutningabíl, sem ók suður Skeiðarvog og beygði inn á Miklubraut til vesturs. Nokkrir kyrrstæðir bílar voru á Miklubraut austan gatnamótanna og eru það tilmæli slysarannsókna- deildar að vitni í þeim bílum gefi sig fram, því mönnum ber ekki saman um stöðu umferðarljós- anna. Síminn er 10200. Rithöfundavaka FÉLAG fsl. rithöfunda hcldur aðra kvöldvöku sína og bók- mcnntafund f vetur að Hótcl Esju I kvöld, fimmtudag. kl. 8.30. Kvöldvakan veróur með nýju sniði. Koma fram 12 rithöfundar og lesa stutta kafla úr verkum sínum. Nýr kröftugur KENWOOD KR-4070. Lágmarks afl við 8 ohm 2 x 40 RMS wött frá 20 - 20000 Hz, bjögun mest 0.1%. Verð aðeins kr. 119.430.— Aö eignast þetta reginafl, með hinu víðfræga KENWOOD útvarpi ásamt fjölda af fágætum eiginleikum, fyrir slíkt verð, er einsdæmi. Hvernig getur KENWOOD þetta? Það er nú einmitt það sem Pioneer, Marantz o.fl. velta vöngum yfir. Nýr kröftugur KENWOOÐ KR-4070 NÚ FÆRÐ ÞÚ ÞÉR ^KENWOOD FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.