Morgunblaðið - 09.02.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.02.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRUAR 1978 21 slíkra ráðstafana er gengisbreyt- ingin ein sér skammgóður vermir. Ætlunin að stöðva gengissig Einnig er rétt að taka það fram, að með þessari nýju gengis- ákvörðun er ætlunin að víkja frá þeirri stefnu í gengismálum, sem fylgt hefur verið síðustu þrjú ár- in, en á því tímabili hefur verið reynt að varðveita samkeppnisað- stöðu atvinnuveganna með hæg- fara breytingum á gengisskrán- ingunni, er nægðu til þess að jafna samkeppnisaðstöðu fyrir- tækja hér á landi og í helstu við- skiptalöndum okkar, þar sem verðbólga hefur verið miklu minni. Þótt þessi stefna hafi að ýmsu leyti reynst vel, hefur hún óneitanlega haft þann ókost að draga úr aðhaldi um verðlags- og launaþróun hér á landi. Hún hef- ur heldur ekki reynst þess megn- ug að jafna metin, þegár stórfelld- ar breytingar verða á innlendum kostnaöi, eins og átti sér stað á Geir Hallgrfmsson, forsætisráðherra, flytur framsögu sfna með stjðrn- arfrumvarpi um ráðstafanir vegna breytingar á gengi íslenzku krón- LjUl' ráðstöfunum a atvinnu, hamla gegn verð- itöðu þjóðarbúsins út á við síðastliðnu ári. Hefur því nú verið horfið að þvi ráði að leiðrétta þá skekkju, sem auðsjáanlega er orð- in í gengisskráningunni, með því að leiðrétta gengið í einu skrefi. Jafnframt er það ætlun ríkis- stjórnarinnar að stöðva frekara gengissig, þar sem hún telur, að stöðugt gengi geti við núverandi aðstæður og i samhengi við aðrar ráðstafanir orðið til þess að draga verulega úr þeirri verðbólguþró- un, sem nú hefur náð tökum á hagkerfinu. Frumvarpið Mun ég nú víkja að einstökum atriðum í því írumvarpi, sem hér liggur fyrir. Meginatriði þess er, að gert er ráð fyrir að gengismun af útflutningsbirgðum sjávaraf- urða verði varið til lausnar sér- stakra fjárhagsvandamála innan sjávarútvegsins. Fyrst og fremst er talið mikilvægt að efla fjárhag Verðjöfnunarsjóðs en einnig að ætla nokkuð fé til þess að greiða fyrir hagræðingu í fiskiðnaði og létta stofnfjárkostnaðarbyrði fiskiskipa. Þörfin fyrir hið síðast- nefnda er þó ekki jafn mikil og oftast áður vegna þess, að hagur fiskveióa er nú allgóóur. Hins vegar eru gengistryggðar skuldir flotans miklar að vöxtum. Þörfin fyrir hagræðingu í fiskiðnaði er brýn, ekki síst þar sem gengis- ákvörðun og aðrar tekjuákvarðan- ir í sjávarútvegi sníða fiskiðnað- inum það þröngan stakk, að leita þarf allra leiða til þess að bæta skipulag um framleiðni í grein- inni. Lauslega áætlað er talið, að alls gætu komið um 2.100 milljón- ir króna í gengismunarsjóðinn og er þá ekki reiknað með tekjum af skreið eða ógreiddum saltfiski, sem seldur var til Zaire, og einnig dregið frá það, sem greitt skal skv. 2. gr. frumvarpsins til ríkis- sjóðs vegna Verðjöfnunarsjóðs. Fé þetta mun skiptast i aðalatrið- um þannig að: 1) Verðjöfnunarsjóður fengi um 1.300 m.kr. 2) Til að létta stofn- fjárkostnað fiski- skipa færu um 450 m.kr. 3) Til hagræðingar í fiskiðnaði færu um 350 m.kr. SAMTALS 2.100 m. kr. Það skal tekið skýrt fram, að það fé, kr. 350 m.kr. að varkáru mati sem ætlað er til að stuðla að hagræðingu í fiskjðnaði, mun koma til viðbótar þeim 500 m.kr., sem rikisstjórnin hefur beitt sér fyrir að verði til reiðu sem sér- stakt lánsfé frá Byggðasjóði á þessu ári til að bæta fjárhag og skipulag fiskvinnslufyrirtækja, sem átt hafa í rekstrarerfiðleik- um. En þau lán eiga á hverjum stað að miða að betri nýtingu hrá- efnis, fjármagns og starfskrafta en ekki aukningu afkastagetu. Möguleikarnir til að leysa vanda fiskvinnslunnar hafa því batnað að mun. Eg mun nú gera grein fyrir einstökum greinum frumvarps- ins. I fyrstu grein eru svo sem venja hefur verið við gengisbreytingar settir frestir um tollafgreiðslu, en að öðru leyti gilda almenn ákvæði tollskrár- laga um tollmeðferð skjala, eftir að hið nýja gengi tekur gildi. Við útflutning, vegna þeirra af- urða, sem framleiddar hafa verið fyrir áramót en ekki fluttar út fyrr en eftir gengisbreytinguna. Ennfremur þykir eðlilegt, að greitt verði af gengismun, áður en honum er ráðstafað, það, sem rfkissjóður hefur vegna fram- leiðslu ársins 1976 greitt til Verðjöfnunarsjóðs. Er hér um að ræða 174 milljónir króna. í þriðju grein er fjallað um ráðstöfun á gengis- munarsjóði. Nokkur óvissa ríkir um það, hversu mikið fé hér verð- ur um að ræða, þar sem miklar birgðir eru af óseldri skreið og alger óvissa ríkir um hvernig kunni að seljast eða hvenær. Sama máli gegnir um verkaðan saltfisk, sem sendur var til Zaire og ekki hefur fengist greiddur enn. Ekki er þó óliklegt, að heildarverðmæti birgða og þess, sem ógreitt er en þegar flutt út, geti numið um 18 milljörðum króna og er þá hvorugt þess, sem hér var nefnt talið með sakir óvissu. Ennfremur eru ákvæði um ráð- stöfun á gengismunarsjóði. Gert er ráð fyrir, að 65% af því fé, sem kemur í sjóðinn af verðjöfnunar- afurðum, renni til viðkomandi deilda hans. Mikil þörf er á að efla Verðjöfnunarsjóð, sem á und- anförnum árum hefur orðið að taka á sig skuldbindingar sem hafa verið bein afleiðing af kostn- aðarhækkunum framleiðslunnar innanlands. Því er eðlilegt, að þegar genginu er breytt til að vega upp á móti innlendum kostn- aðarhækkunum, þá renni hluti af þeim gengismun, sem til verður, til Verðjöfnunarsjóðs. Einnig virðist eðlilegt, að stofnuð verði sérstök deild við Verðjöfnunar- sjóð fyrir saltsíld, þar sem fram- leiðsla hennar virðist nú komin á öruggan grundvöll og fer vaxandi. Gert er ráð fyrir, að hluti af gengismun vegna saltsildar renni í þessa nýju deild sem stofnfram- lag. Þvf fé, sem þá er eftir i gengis- munarsjóði ásamt því, sem til fell- ur af öðrum sjávarafurðum, skal síðan að hluta varið til að létta stofnkostnaðarbyrði eigenda fiskiskipa, sem orðið hafa fyrir gengistapi vegna erlendra og gengistryggðra skulda. Við fyrri gengislækkanir hefur hluta gengismunar einnig verið ráðstaf- að á þennan hátt og þykir ekki óeðlilegt, að eigendum fiskiskipa verði bættur að nokkru sá út- gjaldaauki, sem af gengislækkun- inni leiðir, þar sem itkuldir þeirra eru að mestu gengistryggðar. Að hluta verður þessu fé síðan ráðstafað til að greiða fyrir hag- ræðingu i fiskiðnaöi. Enda þótt miklum fjármunum hafi á undan- förnum árum verið varið til endurbóta í fiskiðnaði er brýnt að auka hagræðingu og bæta fram- leiðni á ýmsum sviðum. Gert er ráð fyrir að sjávarút- vegsráðuneytið setji nánari regl- ur um notkun þessai hluta gengis- munarsjóðs. Ekki þykir ástæða til að setja hliðstæð ákvæði vegna annarra útflutningsgreina; einkum af þvi að þar er ekki um að ræða sömu forsendur um skiptingu fram- leiðslunnar á tvö stig, veiðar og vinnslu, þar sem annað stigið, vinnslan, nýtur að óbreyttu alfar- ið gengismunar, né heldur er þar um að ræða jöfnunarkerfi af þvi tagi sem Verðjöfnunarsjóður er. í landbúnaði verður gengis- breytingin tekin beint til þess að lækka þörfina fyrir útflutnings- bætur og verður ekki varið betur. Þar er ekki þörf fyrir sjóðmynd- un. Að svo mæltu vil ég leyfa mér að leggja til að frv. þessu verði vísað til 2. umr. og hv. fjh,- og viðsk.n. Samtök migraine- sjúklinga stofnuð Káúunauíar siaribim-mi viu laiiuuuiuuaiiaiiiisuMiir ræua m.a. marKaúsmái u& tfukauúf;i niui. Ljósm. Mbl. RAX. Hafrún dregin til Reykjavíkur VÉLBATURINN Hafrún sem strandaði 1 Arnarfirði í fyrri viku er nú á leið til Reykjavlkur þar sem báturinn verður tekinn f slipp til fullnaðarviðgerðar. Bráðabirgðaviðgerð var fram- kvæmd á bátnum nú um helgina og lauk henni á hádegi i gær, en við hana únnu menn af kafara- skipinu Oríon. Björgunarskipið Goðinn kom til Bildudals um há- degisbilið i gær og síðdegis tók það Hafrúnu í tog áleiðis til Reykjavíkur. Er gert ráð fyrir að skipin verði komin til Reykjavik- ur um hádegisbil í dag. Hafrún mun vera allmikið skemmd, en sem fyrr segir verður báturinn tekinn í slipp strax við komuna til Reykjavíkur. — Páll Fyrir skömmu var hald- inn undirbúningsstofn- fundur Migraine- samtakanna og var á fund- inum kannað hverjar undirtektir væru við stofn- un slíkra samtaka. Á fund- inum fluttu stutt erindi dr. med. Gunnar Guðmunds- son yfirlæknir og Tryggvi Jónasson kírópraktor. Norma E. Samúelsdóttir skýrði i stuttu máli frá þeim undirbún- ingi sem átt hefði sér stað fyrir fundinn. Dr. Gunnar Guðmunds- son flutti tölu um migraine og Tryggvi Jónasson ræddi um möguleika hnykkingaaðferða til að draga úr tiðni migraine-kasta og Einar Logi Einarsson kynnti nokkrar hugmyndir undirbún- ingsnefndar um tilgang og stefnu- mið samtakanna. Þá talaði Helgi Hannesson for- maður Samtaka sykursjúkra og lýsti yfir ánægju sinni með það frumkvæði sem sýnt hefði verið með að halda þennan fund og tóku margir aðrir fuadargestir til máls og segir i frétt frá undirbún- ingsnefndinni að einhugur hafi virzt ríkja um nauðsyn stofnunar samtakanna. Undirbúningsnefndina skipa þau Norma E. Samúelsdöttir, Regfna Einarsdóttir, Einar Logi Einarsson, María Gunnarsdóttir og Jóhannes Jónsson. Fundinn sóttu á annað hundrað manns og gerðist 91 stofnfélagi. Með ufsa í söluferð Roydarfirdi. 8. febrúar BÁTURINN Gunnar kom að veióum í morgun með 55 tonn af ufsa, og fór héðan kl. 6 i dag í söluferð til Þýzkalands. Fyrsta loðnan barst hing- að til síldarverksmiðjunn- ar í gærkvöldi. Kom ísafold með 735 tonn og Svanur RE með 285 tonn. í fyrra kom fyrsta loðnan hingar 19. janúar. _ Créta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.