Morgunblaðið - 09.02.1978, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 09.02.1978, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRUAR 1978 31 Jón Kristjánsson frá Kjörseyri; Fullyrðingar formanns Dýralæknafélags Islands og sauðfjárveikivarnir Athugasemd við sjónvarpsviðtal Miðvikudagskvöldið hinn 25. janúar s.l. átti Ómar Ragnarsson fréttamaður viðtal í fréttatíma sjónvarpsins við formann z Dýra- læknafélags íslands, Jón Pjeturs- son, dýralækni á Egilsstöðum. Viðtalið snerist að mestu um sauðfjárveikivarnir, en einnig var drepið á fleira. I viðtali þessu kom fram svo mikil vanþekking á málefnum, er snerta sauðfjárveikivarnir og beinlinis rangt með farið i sumum atriðum að furðu gegnir að for- maður D.I. skuli láta slikt frá sér fara i fjölmiðlum. Sauðfjárveiki- varnir og allar framkvæmdir, sem þær annast snerta svo mjög bændastétt landsins, að hún hlýt- ur að vera vel á verði, þegar að þeim er vegið og beinlinis lagt til að þær séu lagðar niður. Sauðfjárveikivarnir voru á sin- um tíma stofnaðar til þess fyrst og fremst að vinna gegn útbreiðslu næmra búfjársjúkdóma og gera þá útlæga úr landinu, og ég held að flestir geti orðið sammála um það, að mikið hefur áunnist í því efni, þótt sumt hafi mistekist. Því miður eru enn fyrir hendi og nokkuð útbreiddir margír smitandi búfjársjúkdómar og á ég þá fyrst og fremst við þá sjúk- dóma sem engin lyf eru til við. Það þarf því engan að undra, þótt maður hrökkvi við að heyra það hjá formanni D.í. að hann telji réttast að leggja þessa starfsemi niður. Jón Pjetursson hlýtur að vita það, að hversu mjög sem honum finnst mál þau er Sauðfjárveiki- varnir annast snerta dýralækna landsins, þá snerta þau bænda- stéttina miklu meira og hún hlýt- ur að láta sig það miklu skipta, hvernig þau mál ráðast i framtið- inni. Ég ætla ekki að hafa þennan formála lengri, en sný mér beint að viðtalinu. Spurningu frá Ömari varðandi sauðfjárveikivanir svarar Jón á þá leið, að mál þau er þær varða hafi mikið verið rædd á fundi er D.I. hélt i des. s.I. og einnig á nýafstöðnum stjórnarfundi D.I. Næsta spurning var þess efnis að leita álits J.P. á þvi, hvernig staðið skyldi að sauðfjárveiki- vörnum. Svar Jóns var á þá leið, að hann túlki fyrst og fremst sina skoðun, en getur þess þó, að hann búist við þvi, að hinir dýra- læknarnir séu sér sammála. Þá bendir hann á sem dæmi um rang- ar framkvæmdir Sauðfjárveiki- varna að taka eigi blóðsýni úr 30 þúsund fjár á Snæfellsnesi, vegna þess að garnaveiki kom upp á einum bæ vestan varnarlinunnar þar á s.l. hausti. Þessi ráðstöfun sé tóm della, þar hefði aðeins átt að bólusetja allt fé, sem ekki var þegar bólusett. Jón getur þess um leið, að búið sé að bólusetja stóran hluta af fé þarna á siðustu árum. Athugum nú þessa staðhæfingu formanns D.í. nokkru nánar. Á Snæfellsnesi vestan varnar- girðingar munu vera um 27 þúsund fjár og er þegar búið að bólusetja töluverðan hluta þess. Dýralæknirinn hlýtur þó að vita að tilgangslaust er að taka blóð úr Jón Kristjánsson bólusettum kindum i leit að garnaveikismiti, því að þær svara allar jákvætt. Mér er hrein ráð- gáta hvernig allt þetta sauðfé hefur komist inn í kollinn á Jóni. Það er raunar óþarfi að taka það fram, að það hefur aldrei staðið til að taka blóðsýni þarna svo að nokkru nemi og enginn hjá Sauðfjárveikivörnum hefur heyrt það nefnt fyrr en hjá J.P. í um- ræddum fréttatíma. Ég ætla að fengnum þessum upplýsingum að öllum ætti að vera ljóst hvorum megin ,,dellan“ liggur. Ég ætla í leiðinni að skjóta þeirri spurningu til J.P. hvað hann teldi að það tæki Sauðfjárveikivarnir mörg ár að vinna úr 30 þúsund blóðsýnum miðað við þann mann- skap og starfsaðstöðu sem þar er nú. Þá talar J.P. um að miklu frek- ar ætti að taka upp skipulegar varnir þangað sem garnaveiki sé ekki eins og á Vestfjörðum og Öræfum. Formaður D.l virðist vera harla fáfróður um mál Sauð- fjárveikivarna. Hann veit ekki að Vestfirðir og mörg önnur varnar- hólf hafa verið varin með varnar- girðingum og ýmsum öðrum ráð- stöfunum i áratugi. Hitt er svo annað mál, að illa hefur gengið að hefta útbreiðslu garnaveikinnar og hefur hennar orðið vart í nokkrum varnarhólfum nú á sið- ustu árum, sem áður voru laus við hana þar á meðal Vestfjarðahólf. Þar kom hún upp á Þúfum i Reykjarfjarðarhreppi, N-Is. haustið 1976, og er nú þegar þetta er ritað búið að staðfesta garna- veiki á þremur öðram bæjum i hreppnum. Þetta hefur alveg farj ið fram hjá formanni D.I., þótt mikið væri á sinum tima um þetta talað i blöðum og öðrum fjölmiðl- um. Auk þess senda Sauðfjár- veikivarnir dýralæknum og mörg- um öðrum árlega skýrslu um út- breiðslu garnaveiki á öllu land- inu. Það litur út fyrir að formaður D.l. hirði ekki um að lesa slíkt plagg. Siðar í viðtalinu kemur fram að formaður D.I vill leggja Sauðfjár- veikivarnir niður og færa þessa starfsemi undir stjórn yfirdýra- læknis og hefur gengið með þá hugmynd i maganum i mörg ár. Hann telur að við þá breytingu mundu sparast peningar. Þar sem J.P. er búinn að ganga lengi með þessa hugmynd, verður að ætla að hann sé búinn að gera sér grein fyrir hvar helst mætti koma við sparnaði. I nefndu viðtali sleppir hann því alveg að færa nokkur rök fyrir þessum tillögum sinum, og er það i meira lagi undarlegt. Rétt er að taka þessa tillögu til nánari skoðunar. Þar er lagt til að sú breyting verði gerð að fela yfirdýralækni framkvæmda- stjórastarf hjá Sauðfjárveikivörn- um. Það starf er svo yfirgripsmik- ið og erilsamt, að óhugsandi er að yfirdýralæknir geti sinnt því sem aukastarfi. En setjum svo að hann féllist á það. Er það meining J.P. að hann eigi að annast það án launa? Það kemur óbeint fram i við- talinu að J.P. geri ráð fyrir að sú starfsemi er Sauðfjárveikivarnir annast sé haldið áfram, að minnsta kosti að verulegu leyti og virðist þvi ætlunin að starfslið Sauðfjárveikivarna haldi áfram störfum, nema að J.P. ætlist til þess að yfirdýralæknir annist þetta einn. Ég kem þvi ekki auga á að fé sparist við þessa breyt- ingu. Þá er komið að varnargirðing- unum, kannske er það þar, sem J.P. vill spara. Um einstakar varnarlinur má ailtaf deila, en að leggja þær niður að meira eða minna leyti væri að minum dómi mjög hættuleg stefna. Eins og er geisa hér nokkrir smitandi búfjársjúkdómar auk garnaveiki, sem stórir hlutar af landinu eru lausir við. Þar er ekki eingöngu um Vestfirði og Öræfi að ræða eins og J.P. virðist halda. Auka þarf þvi fremur en slaka á vörnum gegn útbreiðslu þeirra og það verður tæpast gert nema með því að veita meira fé til endurnýjunar varnargirðinga en verið hefur. Varnargirðingarnar munu sums staðar vera mjög lé- legar. Ég nenni ekki að eltast við fleira úr þessu dæmalausa viðtali. Ég hef hér að framan drepið á það helsta viðkomandi Sauðfjárveiki- vörnum, sem J.P. gerði að umtals- efni og sýnt fram á að ekkert af þvi sem hann sagði um Sauðfjár- veikivarnir stenst, og sama held ég að gildi um viðtalið allt. Um árás J.P. á Sigurð Sigurðar- son dýralækni, sem gegnt hefur framkvæmdastjórastarfi hjá Sauðfjárveikivörnum siðan Framhald á bls. 29 stendnr nú sem hæst. ★ Popptónlist Nýjum plötum bætt við daglega. ★ Kiassísk tóniist músikk ★ Islensk tónlist FALKI N N La ulgalregi^24° *

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.