Morgunblaðið - 09.02.1978, Síða 19

Morgunblaðið - 09.02.1978, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FrMMTUDAGUR 9. FEBRUAR 1978 19 Harðir bardagar geysa í Libanon Beirut, 8. febrúar. Reuter AP BARDAGAR miili sýr- lenzkra hermanna í friðar- gæzlusveitum f Líbanon og líbanskra hermanna krist- innar trúar brutust út í morgun og urðu allsnörp átök allan daginn. I yfir- lýsingum stjðrna Líbanons og Sýrlands segir að verið sé að reyna að binda énda á vopnaviðskiptin, en skot- drunur heyrðust fram eft- ir kvöldi í Austur-Beirut. Herlið Palestínumanna og sveitir vinstri sinnaðra Líbanon- manna tóku ekki þátt í þessum bardögum, en þeim var þó fyrir- skipað að vera við öllu búnar. Bardagarnir sem hófust í nágrenni Austur-Beirut og færðust smám saman nær miðborginni, eru verstu skærur sem orðið hafa i landinu frá því borgarastyrjöldinni í landinu lauk árið 1976 með tilkomu friðar- sveita Sýrlendinga. A.m.k. 30 létu lífið í þessum bardögum i dag og jafnmargir særðust en í gær var talið að 20 sýrlenzkir hermenn og 2 líbanskir hefðu látið lífið, en þá byrjuðu þessir bardagar fyrst. Hægri sinnaðir Líbanonmenn breyttu í dag bækistöðvum sínum í Austur-Beirut í virki og lokuðu af þeim borgarhluta sem þeir ráða yfir og komu fyrir leyni- skyttum á húsþökum. Herbúðir eins leiðtoga þeirra, Chamoun, fyrrum forseta Libanons, urðu fyrir stórskotaliðsárás Sýrlend- inga, en Chamoun sakaði ekki. Ekki er ljóst hver voru upptök- in að þessum bardögum, en væringar hafa að undanförnu ver- ið með Sýrlendingum og hægri mönnum í Líbanon vegna vega- tálmana sem hinir fyrrnefndu höfðu komið upp í kringum bæki- stöðvar Líbanonmannanna. Gemayel, leiðtogi falangista, sak- aði fimmtu herdeildarmenn og erlendar leyniþjónustur um að reyna að koma af stað nýju borgarastriði í landinu, en Khaddam utanrikisráðherra Sýr- lands, sem staddur er í Kuwait, kenndi Egyptum og‘ísraelsmönn- um um þessi átök. Þrír Palestínumenn sem Sýrlendingar handtóku í Líbanon eftir átök sl. þriðjudag. Mennirnir voru sakaðir um að hafa rænt og myrt tveimur kristnum frænkum í þorpi í Suður-Líbanon. 30 manns dóu í bílslysi Lima Perú, 8. febr. AP. Reuter. AÐ MINNSTA kosti þrjátíu manns munu hafa látið lífið í Perú á mánudag er fólksflutn- ingabifreið fór út af veg- inum og lenti í Mataro- ánni í Andesfjöllum. Síð- degis í dag höfðu ekki fundizt nema sjö lík og aðeins einn maður mun Perú hafa komist lífs af, tvítugur piltur, Milton Esteban Castro. Hann sagði fréttamönnum að honum hefði tekizt að komast út úr bílnum er hann var að sökkva, en síðan hefði hann borizt langar leiðir niður eftir ánni áður en honum tókst að komast á land. Ceausescu Demantur á 880 mÚlj. kr. DEMANTUR sem Richard Burton gaf Elizabeth Taylor er þau voru á brúðkaupsferðalagi sfnu f Afrfku 1969 er nú til sölu. Demanturinn er metinn á fjórar milljónir dala, eða jafn- virði um 880 milljóna íslenskra króna, en hann er 69.42 karata. Ágóðann af sölu demantsins ætlar Elizabeth að nota til bygg- ingar á barnasjúkrahúsi í Bots- wana. Burton keypti demantinn á 308 milljónir króna af skart- gripasala í Bandarikjunum árið 1969. Demanturinn var skorinn og slípaður þar, en hann fannst í námu í Suður-Afriku 1966 og vó þá 240.80 karöt. Seljendur demantsins neit- uðu í dag að segja hve mörg tilboð hefðu borist í eðalstein- inn, en frestur til að skila til- boðum rennur út í þessari viku, ef einhver skyldi hafa áhuga. Pundið minnkar London, 8. febrúar. AP NÝIR einspundsseðlar verða teknir í notkun í Bretlandi f dag. Nýju seðlarnir eru einum og hálf- um sentimetra styttri en þeir gömlu og hálfum sentimetra mjórri. Talið er að nú séu í umferð um 800 milljónir af gömlu seðlunum og er gert ráð fyrir að það muni taka upp undir ár að innkalla þá alla. Þangað til verða gamlir og nýir seðlar jafngildir. Aðalástæðan fyrir því að ákveðið var að prenta nýja seðla er su ao prentun þeirra er ódýran en þeirra gömlu. Á framhlið nýju seðlanna er mynd af Elísabetu drottningu, eins og var á gömlu seðlunum, en breytt hefur verið um mynd á baksíðunni. í stað skjaldarmerkis Bretlands er nú komin mynd af visindamanninum Isac Newton er uppi var á 18. öld. Nýju seðlarnir eru gulir, grænir og bláir á litinn. Þess má geta að verðgildi pundsins nú er 300 sinnum minna, en það var á tímum New- tons. Ceausescu til Banda- ríkjanna í vor Vínarborg 8. febr. Reuter NICOLAE Ceausescu, for- seti Rúmeníu, mun fara í heimsókn til Bandaríkj- anna í vor, sennilega I apríl, og eiga viðræður við Jimmu Carter Bandaríkja- forseta að því er dipló- matískar heimildir greindu frá í dag. Ceausescu fór síðast í heimsókn til Banda- ríkjanna fyrir þremur ár- um. Hann er nú einnig að undirbúa för til Peking og ákveðin hefur verið ferð til Bretlands í júní. Helga Bachmann og Gunnar Eyjólfsson f hlutverkum Jóköstu drottningar og Ödipusar konungs. Odipus konung- ur Sófóklesar í Þjóðleikhúsinu „ÞAÐ sem hefur staið í vegi fyrir því, að Þjóðleikhúsið gæti glímt við hin frægu grfsku leik- húsverk, var skortur á þýðing- um f bundnu máli, en nú hefur Helgi Hálfdanarson þýtt Ödi- pus konung eftir Sófókles, en áður hefur Helgi þýtt annað leikrit Sófóklesar, Antfgónu, m Leikfélag Reykjavfkur sýndi fyrir nokkrum árum,“ sagði Sveinn Einarsson þjóð- leikhússtjóri í samtali við Morgunblaðið um væntanlegá' frumsýningu á Ödipusi í Þjóð- leikhúsinu 17. febr. n.k. Eina grfska leikhúsverkið sem hér hefur verið sýnt, er gaman- leikurinn Lýsistrada. Helgi Skúlason er leikstjóri, Gunnar Bjarnason gerir leik- tjöld og Guðrún Svava Svavars- dóttir gerði búninga verksins. Helztu hlutverk leika Gunnar Eyjólfsson, Helga Bachmann, Rúrik Haraldsson og Valur Gíslason, en alls koma um 30 leikarar fram í sýningunni. Ödipus konungur telst til öndvegisverka leikbókmennt- anna og er þekktasta verk Sófóklesar. Drangsnes; Minningarathöfn um skipverja á Pólstjörnunni Drangsnesi, 8. febrúar. LAUGARDAGINN 4. febrúar sl. fór fram minningarguðs- þjónusta á Drangsnesi um skip- verjana tvo er fórust með rækjubátnum Pólstjörnunni 17. desember sl., þá Jóhann Snæfells og Loft Ingimundar- son. Sóknarpresturinn sr. Andrés Ólafsson flutti minn- ingarræðu og fór með kveðju- ljóð eftir Jörund Gestsson á Hellu. Karlakór Hólmavíkur söng við athöfnina, og Ólafía Jóns- dóttir lék á orgel. Fjölmenni var við athöfnina þrátt fyrir slæmt veður og margir voru langt að komnir. Bílfært er nú til Drangsness, bæði um Selströnd og Bjarnar- fjörð, en hálka er mikil á veg- um. Rækjuveiðar fjögurra Drangsnesbáta ganga vel og er rækjan unnin í Hraðfyrstihúsi Drangsnes hf. Ekkert sam- komuhús er á Drangsnesi sem stendur, en þorrablót er fyrir- hugað að Laugarhóli í Bjarnar- firði innan tiðar. __ Þórir Rit um tékka og notkun þeirra SAMVINNUNEFND banka og sparisjóða hefur í nfunda sinn gefið út bækling er nefnist Tékkar og notkun þeirra. Að þessu sinni er hann gefinn út f 20 þúsund eintökum. Bæklingurinn á að vera al- menningi til upplýsingar um tékka og notkun þeirra og mun verða afhentur öllum nýjum tékkareikningshöfum. Þá mun hann einnig liggja frammi i af- greiðslum banka, bankaútibúa og sparisjóða. I bæklingnum, sem er 12 síður í litlu broti, er að finna alhliða leiðbeinar um notkun tékka, opnun reikninga, meóferð tékkaheftis, útgáfu tékkanna og greint er frá lög- um um misnotkun tékka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.