Morgunblaðið - 09.02.1978, Síða 38

Morgunblaðið - 09.02.1978, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRUAR 1978 Úrskurði héraðs- dóms var hnekkt — Leikur Þórs og KR skal fara fram A þriðjudagskvöldið kvað dómstóll K.K.l. upp úrskurð f máli þvf, sem KR-ingar höfðu áfrýjað vegna þess að þeim var dæmdur tapaður leikur gegn Þór f 1. deild Islandsmótsins f körfuknattieik. Var úrskurður dómstólsins á þá leið, að dómur héraðsdómstólsins á Akureyri var ómerktur, sem þýðir að KR og Þór verða að leika „aftur“ bæði f karla- og kvennaflokki. Forsaga málsins er sú, að þá til dómstóls KKl, sem komst eins og fyrr sagði að þeirri niður- stöðu, að leika ætti umrædda leiki aftur. daginn, sem liðin áttu að leika, var ekki flugveður til Akureyrar. Hörður Túliníus dómari, sem dæma átti umrædda leiki fékk ekki fyrirmæli frá réttum aðilum um að fresta ætti leikjunum og flautaði þá því af. KR-ingar kærðu úrslit leikjanna, en héraðs- dómur á Akureyri staðfesti úr- skurð dómara. Afrýjuðu KR-ingar Byggist úrskurðurinn á því, að dómstóllinn fékk skriflega yfir- lýsingu frá formanni móta- nefndar KKl þess efnis, að hann hefði árangurslaust reynt að ná símasambandi við Iþrótta- skemmuna á Akureyri umræddan leikdag í þeim tilgangi að boða frestun á umræddum leikjum. Þá var einnig vitnað til 19. gr. reglu- gerðar um körfuknattleiksmót, sem segir að mótanefnd taki ákvarðanir um frestun leikja. Dómstóllinn felur siðan móta- nefnd að ákveða nýjan leikdag fyrir hina umræddu leiki. ÁG Lokaátökin að hefjast í 1. deildinni í körfu FRAMUNDAN er nú hörkubar- átta I 1. deild tslandsmótsins f körfuknattleik. Um tslandsmeist- aratitilinn berjast fjögur lið, KR, tS, UMFN og Valur og hafa tvö hin sfðastnefndu aldrei orðið ts- landsmeistarar. A toppnum eru KR og UMFN, sem bæði hafa tapað tveimur stigum, en fast á hæla þeim eru Valur og tS með tvö töp hvort félag. Önnur lið geta ekki blandað sér I baráttuna um titilinn, en engu að sfður verður einnig mjög hart barizt I neðri Kvennaleik- ur í kvöld EINN leikur verður í íslandsmót- inu I körfuknattleik I kvöld. tS og Þór leika f mfl. kvenna I tþrótta- húsi Kennaraskólans og hefst leikurinn kl. 20.00. IS-stúlkurnar hafa nú forystu í mótinum hafa leikið þrjá leiki og unnið alla. Þór hefur aðeins leikið einn leik, gegn tS á Akureyri. en þeim leik lauk með sigri ÍS 42:35. ÞAR sem dómur er loksins fall- inn I kærumáli KR og Þórs breyt- ist staðan f 1. deild þannig, að KR-ingar fara á toppinn ásamt UMFN, en Þórsarar fara í næst- neðsta sæti. ' Staðan 11. deild: hluta deildarinnar, þvf IR, Fram, Þór og Armann stefna að sjálf- sögðu á sæti f úrvalsdeildinni næsta vetur, en f henni verða að- eins 6 lið. Þegar hugað er að toppbarátt- unni og litið á síðustu leiki efstu liðanna, sést að Valur er eina liðið sem unnið hefur sannfærandi sigra að undanförnu. KR, UMFN og ÍS hafa ekki leikið eins vel og vitað er að þau geta og nokkrum sinnum sloppið með skrekkinn. Hins vegar eru margir leikir eftir og ógerlegt að spá um úrslit á þessu stigi málsins. Samt er ekki úr vegi að líta á það, hvaða leiki toppliðin eiga eftir í mótinu. KR: UMFN, Valur, Þór tvívegir og IS. UMFN: KR, ÍR, Ármann, IS og Valur. Valur: Þór, IS, KR og UMFN. ÍS: Fram, Ármann, UMFN, Valur og KR. Eins og sést af þessu eru margir úrslitaleikir eftir og er ekki vafi, að geysilega hart verður barizt. Ástæða er til að hvetja alla íþróttaunnendur til að fylgjast með lokasprettinum í Islandsmótinu í körfuknattleik þvi að íþróttin er í mikílli framför á Islandi og langt sfðan íslands- mót hefur verið jafn skemmtilegt og spennandi og það, sem nú stendur yfir. AG Mike Wood yfir í Fram MIKE Wood eða „Mikki Tré“ eins og hann er oft kallaður mcðal körfuknattleiksmanna hefur tilkynnt félagaskipti úr Ármanni f Fram. Mike Wood hefur í vetur leikið með meistaraflokksliði Ar- manns og jafnframt verið þjálfari þess og annarra flokka félagsins. Astæðan fyrir þvf að hann hætti hjá Armanni mun vera sú, að félagið hafði eki efni á að borga honum kaup. Wood er þegar byrjaður að æfa með Frömurum, en þar sem einn mánuður verður að Ifða þar til hann er löglegur með Fram, nær hann aðeins tveimur leikjum f tslandsmótinu og hugsanlega ein- hverjum leikjum í bikarkeppn- inni. KR 9 8 1 865:718 16 UMFN 9 8 1 794:680 16 Valur 10 8 2 897:812 16 ts 9 7 2 820:777 14 IR 10 3 7 850:903 6 Fram 10 2 8 780:855 4 Þór 8 1 7 604:676 2 Ármann 9 0 9 721:922 0 Staðan og stigahæstir meðalskor Stigahæstu menn: stig: f leik: Dirk Dunbar tS 277 34,6 stig Rick Hockenos Val 271 27,1 stig Sfmon Ólafsson Fram 253 25,3 stig Erlendur Markússon IR 237 23,7 stig Kristinn Jörundsson IR 226 22,6 stig Mark Christensen Þór 225 28,1 stig Andrew Piazza KR 200 22,2 stig Jón Sigurðsson KR 198 22 stig Þorsteinn Bjarnason UMFN 189 21 stig Næstu leikir í 1. deild: Þór — Ármann 11. feb„ IS — Fram 16. feb., UMFN — KR og Þór — Valur 18. febrúar. Jón Jörundsson tR er grimmdarlegur á svipinn, þegar hann brýst á milli Bjarna Jóhannessonar og Einars Bollasonar KR og skorar f leik KR og tR á dögunum. Islandsmeistarar tR hafa nú misst af lestinni f baráttunni um Islandsmeistaratitilinn, en KR-ingar eru f toppbarátt- unni ásamt UMFN, Val og tS. (Ljósm. GG) 9 UNGLINGAR KEPPAÁNM í BADMINTON NtU fslenzk ungmenni verða meðal keppenda á Norðurlandameistara- mótinu f badminton, sem fram fer f Dröbak f Noregi f byrjun næsta mánaðar. fsland hefur ekki áður sent svo marga keppendur á slfkt mót og er það vel að unglingar eru nú f auknum mæli styrktir til þátttöku á t.d. Norðurlandamótið, en það gefur þessu unga keppnisfólki mikla og nauðsynlega reynslu. 1 fyrra sendi tsland í fyrsta skipti keppendur á Norðurlandamót. Haldið var úrtökumót í KR- heimilinu fyrir nokkru og þeir tveir, sem þar stóðu sig bezt, Víðir Bragason og Broddi Kristjánsson, fara á norðurlandamótið á kostn- Annar sigur Pelen í svigi FRANSKI meistarinn f svigi, Perrine Pelen, sigraði í svig- keppni heimsbikarsins f Megeve f hlfðum Mont Blanc í Frakklandi í gær. Vann Pelcn þarna allar beztu svigkonur heims og saman- lagður tfmi hennar var rúmlega hálfri sekúndu betri en heims- meistarans Leu Sölckner, sem varð f öðru sæti. Þetta var annar sigur Pelen f svigi heimsbikars- ins á þessu keppnistfmabili og þessir tveir sigrar hennar eru þeir einu sem franskt skfðafólk hefur unnið f vetur í heimsmeist- ara- og heimsbikarkeppni. — Ég verð að viðurkenna að þessi sigur er smávægileg uppbót eftír mistökin í sviginu í heims- meistarakeppninni í síðustu viku, sagði Pelen að sigrinum fengnum. — En svo sannarlega vildi ég heldur að sigurinn hefði komið þá, sagði þessi 18 ára franska stúlka. Pelen hafði beztan tíma í fyrri ferðinni, en í hinni síðari fór hún að öllu með gát og hugsaði um að halda fengnum hlut. I seinni ferð- inni náði Lsie Mari Morerod bezt- um tima, en það dugði aðeins til fimmta sætis eftir slaka fyrri ferð. Úrslit í sviginu í gær og tímar efstu-keppenda samanlagt og i báðum ferðum: Perrine Pelen, Frakkl. 84.35 (43.39 — 40.96) Lea Sölckner, Austurr. (43.76 — 41.14) 84.90 HM K N A T T S P Y R N U VIÞ HÁFOMEKK "/vVlKLyA. ;>Í£toe.M/í>Z*OI_£irV\ A HEilMAV-SI-LÍ 4.V.LA, Hwee-siiCt p6e FVliie- Í>PÁníI OH A'-'STHK.lÚ'KÍ, \/eic£«j|c- A Hvé>TÍ ott d6haici... ~ Fabienne Serrat, Frakkl. 85.17 (44.41 — 40.76), Hanni Wenzel, Liectenst. 85.21 (44.33 — 40.88) Lise Marie Morerod, Sviss 85.24 (44.55 — 40.69) Marie Epple, V-Þýzkal. 86.03 (44.58 — 41.45) að BSl.-Hin fara utan styrkt af félögum sínum, en einnig að hluta á eigin kostnað. Fararstjóri unglinganna verður Garðar Alfonsson, en þau sem fara til keppninnar eru: Víðir Bragason, ÍA, Sigurður Kolbeinsson, TBR, Broddi Kristjánsson, TBR, Guðmundur Adolfsson,% TBR, Agúst Sigurðs- son, Val, Reynir Guðmundsson, KR, Sif Friðleifsdóttir, KR, Arna Steinsen, KR, og Kristín Magnús- dóttir, TBR. öll keppa þau í einliðaleik og sömuleiðis f tvíliðaleik, nema hvað meðspilara vantar enn fyrir Kristínu Magnúsdóttur. I tvennd- arleik spila þau saman Broddi og Kristin, Reynir og Arna, Sigurður og Sif. — SAJ. \5TeA'KAEU\'S. . . . 4AT3AEA J- ~re ÞMgfegcbvAKAo. é'Mx / ... Feamhtá PUAMOHka , •ítrAt-SKA Í=ÚALF~ AlZAMOM Po'ZZO 7ÍA TJ.JMÍ-AU5 £AC oruee>’í. VONÍIS. ACÆE>A5T.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.