Morgunblaðið - 09.02.1978, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 09.02.1978, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRUAR 1978 FJÓRÐA umferð Reykjavíkur- skákmótsins var ekki sfður skemmtileg en þær sem á und- an voru gengnar. Helgi Olafs- son stóð enn fyrir slnu og gerði nú jafntefli við Hort. Að mati sérfræðinga var Helgi með betri stöðu þegar hann bauð jafnteflið, Hort var Ifka fljótur að þiggja jafntefiisboðið og létti honum auðsjáanlega mik- ið þegar Helgi kom með jafn- teflisboðið. Þá áttust við Margeir Pétursson og Jón L. Árnason. Þegar skákin fór f bið hafði Margeir unnið peð af Jóni og þykir standa betur til vinnings. Browne telfdi sem fyrr eins og brjálaður maður, og nú á móti Kuzmin. Hann varð þó að sætta sig við jafntefli að Iokum og héldu þá ýmsir fram að Kuzmin væri með betri stöðu. Auk þeirra Margeirs og Jóns L. eru Larsen og Lombardy með biðskák og er Larsen talinn vera mcð betri stöðu. FJÓRÐA UMFERÐ: Miles —Smejkal Friðrik —Ögaard Polugaevsky Guðmundur 1—0 1—0 1—0 Helgi Ölafsson lét engan bilbug á sér finna þegar hann tefldi við Hort og var öruggur með jafntefli. Ljósm. RAX. Hort létti mikið þegar Helgi bauð jafnteflið Helgi Ólafss. — Hort 'A—'A Kuzmin — Browne 'A—'A Margeir — Jón L. biðskák Larscn — Lombardy biðskák Menn undruðust stórum hvernig stóð á þvi að Guðmundur Sigurjónsson var kominn með talsvert verra tafl eftir einungis 17 leiki i skák hans við Polugajevsky í gær. En Polugajevsky gaf skýringu á þvi eftir skákina. Við skulum sjá hvernig skákin tefldist. Hvftt: Guðmundur Sigurjóns- son Svart: Polugajevsky Sikileyjarvörn. 1. e4 — e5 2. Rf3 — d6 3. d4 — cxd4 4. Rxd4 — Rf6 5. Rc3 — a6 (Afbrigði sem nefnist Paulsens-afbrigðið og teflt hef- ur verið í áraraðir en með sí- breytilegum leikjaröðum og býður upp á margvíslega mögu- leika. Þessi skák sannar það að alltaf getur eitthvað nýtt komið upp á tenginginn sem jafnvel hinir fjölfróðustu skákmenn hafa ekki áður augum litið). 6. Be2 — e6 7. f4 — Be7 8. 0-0 — 0-0 9. Be3 — Dc7 10. Del (Þessa byrjun hafa þúsundir skákmanna teflt áður og því er hún orðin mörgum töm, en samt er þörf vissrar varkárni hér. Hvítur gat t.d. leikið í 10. leik a4 til þess að koma í veg fyrir næsta leik svarts, en þó ríður sú ónákvæmni ekki baggamuninn). 10. ... — b5 11. Bf3 — Bb7 12. e5 (Hvítur stóð á tímamótum: annað hvort varð að hrökkva eða stökkva og þessi leikur hefur yfirleitt fylgt í kjölfarið í þessari uppbyggingu hvíts, en Polugajevsky á eftir að sýna fram á veikleika þessa leiks). 12.... — Re8! hvítur hefði átt fullt í fangi með að halda jöfnu þó það hafi tekizt í það skiptið. Venjulega er leikið 12. . . . Rfd7 13. Dg3 og hvítur stendur ágætlega). 13. Dg3 — dxe5 14. fxc5 — Rbd7 15. Bxb7? (Fyrsti alvar- legi fingurbrjóturinn. Miklu öflugra framhald var: 15. Hadl og ef t.d. 15. . . . Hab8 16. Bf4 — Rb6 17. Re4 — Rd5 18. Rf6 — Bxf6 19. Bxd5 — Be7 20. Bb3 og hvítur þurfti ekki að kvarta og enda vann skákina en þannig tefldu þeir Suetin — Masic í Tiflis 1970) 15. ... Dxb7 16. Hf3? (Þessi leikur virðist ekki sannfærandi en hvítur á þegar orðið í erfiðleikum. Ögn skárri leikur í versnandi stöðu var þó 16. Hadl) 16.... b4 17. Rce2 — De4! (Er hér var komið sögu mátti greina að alvarlega hafði farið úrskeiðis hjá Guðmundi. Hvíta, stolta peðið á e5 liggur nú fyrir dauðanum og reynist erfitt að valda það.) 18. Bf4 — Bc5 (Óþægileg leppun þvf ekki er nóg með að svartur hóti að leika Bxd4 heldur lfka Dxe2) 19. Df2 (Valdar báða riddarana, en ljóst má vera að hversu mikið neyðarúrræði þetta er því riddarinn er að sjálfsögðu ennþá leppur) 19. ... f6! (Sterkur leikur sem ger- ir út um skákina) 20. Be3 (Eft- ir þennan leik þarf ekki að spyrja að leikslokum: hvfta staðan er hrunin. Ef t.d. 20. exf6 — e5 og sv. vinnur mann. Ef 20. He3 — Bxd4 21. Hxe4 — Bxf2 22. Kxf2 — fxe5 og vinnur mann. Eftir 20. De3 — Dd5 eru sömu hótanir yfirvofandi og hv. tapar liði) 20. ... Rxe5 21. Hf4 — Dd5 22. Rf5 — Bxe3 23. Rxe3 — Dc5 (Framhald þessarar skákar er í höndum Polu- gajevsky hreinn barnaleikur, enda er stutt að bíða úrslit- anna) 24. Rd4 — Rc7 25. a3 — a5 26. Rb3 — Db6 27. axb4 — axb4 28. Hdl — Ha2 29. Hdd4 — Hxb2 30. Hxb4? (Eini „möguleikinn“ til þess að berjast áfram var að leika 30. h3 og eiga útkomuleið fyrir kónginn) 30. ... Hbl 31. Rfl — Dxf2 32. Hxf2 — Rd5 33. Ha4 — Hc8 34. Rd4 — Rg4 35. Hf3 — Rge3 36. c4 — Rxc4 37. Rxe6 — Rd2 38. Gefið. Eftir frækilega skák við Lombardy í 3. umferð teflir Guðmundur þessa skák langt undir styrkleika, en þess verður að minnast að Polugajevsky er einn fremsti kunnáttmaður í Sikileyjarvörn og gjörþekkir hin margvis- legustu afbrigði. Og það er at- hyglisvert að hann notfærir sér í þessari skák nýjung í byrjun- inni sem hann sá fyrst notaða á móti sér fyrir 10—12 árum. Hvílík ,,kúnst“ það er að tefla skák! Hvftt: Lombardy Svart: Guðmundur Sigurjóns- son Kóngs-indversk vörn 1. d4 — Rf6 2. c4 — g6 3. Rc3 — Bg7 4. Rf3 — d6 5. g3 — 0-0 6. Bg2 — Rc6 7. 0-0 — a6 8. h3 (Algengara er í 8. d5 — Ra5 9. Rd2 — c5) Hb8 9. Bg5 — (í þessari stöðu leikur Kortsnoj venjulega Be3) b5 10. cxb5 — axb5 11. Hcl — Ra5 12. b3 — c6 13. e4 — b4 (Þennan leik taldi Lombardy vera slæman, betra hefði verið að leika Rd7) 14. e5 — bxc 15. exf6 — exf6 16. Be3 — Be6 17. Haxc3 — Dd7 18. Kh2 — Hb5 19. Dd2 — Hfb8 20. Hfcl — Hh5. (Hvitur hefur hér örlítið betri stöðu. Báðir töldu, að Bxb3 hefði verið bezti leikurinn, en Guðmundur reyn- ir kóngssókn). 21. Rgl — Hbb5 22. f3 — Hb8 23. g4 — Hhb5 24. Re2 — (Svartur hefur tekist að villa um fyrir hvíti og er nú fórnin á b3 mun vænlegri) — f5 25. Rf4 — Bxb3 26. axb3 — Rxb3 27. Hxb3 — Hxb3 28. Rd3 — fxg4 29. hxg4 (Mun betra hefði verið fxg4) h5 30. Rf2 — De7 31. Bg5 — Bf6 32. Bxf6 — Dxf6 33. Hxc6 — Hxd2 34. Hc2 — Hxc2 35. Dxc2 — Df4+ (Staðan er nú unnin fyrir svartan og Guðmundur teflir endalokin mjög skemmtilega) 36. Kgl — Dxd4 37. De4 — Dc5 38. De2 — hxd 39. fxg — Hb3 40. Bf3 — Dc3 41. Kg2 — Hb2 42. Dfl — De3 43. Kg3 — d5 44. Kg2 — Rd2 45. Kg3 — Ha2 46. Kg2 — d4 47. Bd5 — Hb2 48. Bc4 — Df4 49. Be2 — d3 (Eftir skákina sagði Polu- gajevsky frá því að hollenskur skákmaður hefði fyrst leikið þessum leik á mótí sér í sömu stöðu fyrir 10 eða 12 árum og leikurinn hefði gefist svo vel að 50. Rxd3 — Dxg4+ 51. Kf2 — Dd4+ 52. Kf3 — Hb5 53. Dcl — Rf5 54. Rf4 — Kg7. 55. De3 — Df6 56. Kg3 — He5 57. Dd2 — He4 58. Bf3 — Hd4 59. De3 — Dd6 60. Kg4 — f5+ 61. Kg3 — Kf6 (Ekki g5, því þá kemur 62. Dxd4 — Dxd4 63. Re6 + ) og f þessari stöðu gafst hvítur upp. Hvftt: Helgi Ölafsson Svart: V. Hort Sikileyjarvörn. 1. e4 — c5 2. Rf.3 — d6 3. d4 — cxd4 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — Rc6 6. Bc4 — Db6 7. Rxc6 (Hér er einnig leikið 7. Rb3. Ef 7 — Dxc6 8. Bb5) bxc6 8. 0-0 — e6 (e5 erengu sfðri leikur) 9. Bd3 — Be7 10. Ra4 — Dc7 11. c4 — c5 12. Be3 — Bb7 13. Rc3 — 0-0 14. De2 — Had8 15. a3 (Helgi hyggst á aðgerð á drottningar- væng. Hort bíður einum of rólegur á meðan. Það er eins og aó hann bíði eftir afleik, en sem betur fer lætur hann standa á sér.) Rd7 16. f4 — Bf6 17. Hfcl — Db8 18. b4 — Da8 (Hort er að undirbúa d5) 19. Bf2 — Hfe8 20. Habl — a6 21. Hc2 — g6 22. Hel — Bg7 23. Hccl — Hc8 24. h3 — d5. drottningarvængurinn er veik- ur og það notfærir Helgi sér). 25. Ra4 — axb4. 26. axb4 — Bh6 27. g3 — Bc6 28. b5 — axb5 29. cxb5 — Bb7 (Ekki Dxa4 30. bxc6 — Hxc6 31. Bb5) 30. Hal — dxe4 31. Bxe4 — Db8 32. b6 — Bg7 33. Hadl — Rf6 34. Bxb7 — Dxb7. Jafntefli. Hvítur stendur greinilega betur. Mjög vel tefld skák hjá Helga. Hvftt: Smejkal Svart: Miles Owens byrjun. 1. c4 — b6 2. Rc3 — Bb7 3. e4 — e6 4. Rf3 — Bb4 (Þessa byrjun tefla ensku stórmeistar- arnir Miles, Keene og Stean gjarnan. Korchnoi vann Polu í einni einvígisskákinni með þessari byrjun og er hún að ryðja sér rúms sem fullkomlega teflanleg.) 5. Db3 — Bxc3 6. Dxc3 — Bxe4 7. Dxg7 — Df6 8. Dxf6 — Rxf6 (Svartur hefur að minnsta kosti jafnað taflið) 9. Be2 — Hg8 10. d3 — Bb7 11. Hgl — Rc6 12. Bd2 — d6 13. Bc3 — Rg4 14. h3 — Rge5 15. 0-0-0 — 0-0-0 (Það er aðdáuna- vert með hve miklum léttleika Miles teflir) 16. Rh2 — Re7 17. Rg4 — Rd7 18. g3 — Hg6 19. Re3 — Re5 20. g4 — |If6 (Þessi hrókur á eftir að koma mikið við sögu) 21. Hdfl — R7-g6 22. g5 — Hf4 (Hér var Smejkal að vanda í miklu tímahraki) 23. Rg2 — Hf5 24. Re3 — Rf4. 25. Kd2 — Rxe2 26. Kxe2 — Hf4 27. Hg3 — Hg8 28. Bxe5 — dxe5 29. f3 — h6 30. Rg2 — Hd4 (Hér var fyrra tímahrakið af- staðið og Miles hefur yfirburða stöðu). 31. h4 — h5 32. Hh3 — Hgd8 33. Rel — Kd7 34. Rc2 — Hf4 35. Re3 — Ke7 36. Rdl — e4. (Vinningsleikurinn). 37. fxe4 — Hxfl 38. Kxfl — Bxc4 39. Rf2 — Bf5 40. He3 — Hd4 41. Re4 — Bxe4 42. dxe4 — Hxc4 43. He2 — Hd4 44. Kg2 — Hd5 45. Hc2 — c5 46. He2 — c4 gefið. Ég hafði ekki séð pókerspil- arann Browne að tafli fyrr en i fjórðu umferð, andstæðingur hans var hinn sovézki Kuzmin. Tilburðir bandaríska stór- meistarans við skákborðið eru all sérstæðir, hann er allur á iði, grípur höndunum um höfuðið og virðist ýta á takka hér og þar um höfuðleðrið eins og hann sé að stjórna tölvu. En allt kom fyrir ekki. Kuz- Framhald á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.