Morgunblaðið - 09.02.1978, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.02.1978, Blaðsíða 40
au(;i-ysiní;asiminn er: 22480 Lækkax hitakostnadinn FIMMTUDAGUR 9. FEBRUAR 1978 „Skreiðarsamningur- inn á næstu fjárhags- áætlun Nígeríumanna’ ’ segir Bjarni Magnússon framkvæmdastjóri „RAÐUNEYTISSTJÓRI þess ráðuneytis í Nígeríu, sem fer með skreiðamálin, tjáði mér, að búið væri að ákveða að skreið sú, sem tslendingar höfðu gert samning um að seija til Nígerfu í fyrra og hitteð- fyrra, yrði keypt á næsta fjárhagsári þar í iandi, en það hefst 1. aprfl n.k.,“ sagði Bjarni Magnússon framkvæmdastjóri Islenzku umboðssölunnar í samtali við Morgunblaðið í gær, en Bjarni er nú nýkominn heim frá Nígerfu vegna skreiðarmáls- ins, en þar átti hann viðræður við kaupendur og ráðamenn. Sem kunnugt er var verðmæti skreiðar- samningsins um 6.7 milijarðar kr„ og nú eftir gengisfellinguna er verðmæti hans komið í 7.6 milljarða kr. Morðgát- an leyst „Líkið” gaf sig fram í gœrkvöldi RÁÐGÁTAN um Ifkflutning- inn á Vesturgötu er ráðvandur maður hafði orðið vitni að og valdið miklum viðbúnaði af hálfu lögreglu, fékk farsæla lausn um kvöldverðarleytið í gær. Þrír ungir og heldur niður- lútir piltar börðu upp á heima hjá Nirði Snæhólm, yfirlög- regluþjóni f rannsóknarlög- reglu ríkisins, um kvöldverð- arleytið í gær og höfðu eftir- farandi sögu að segja: Þeir höfðu verið að gæla við þá hugmynd aó gera kvik- mynd, sem auðvitað átti að vera hasarmynd. Þeir ákváðu að setja eitt dramatískasta atriðið á svið, þar sem menn einmitt sækja lík inn í húsa- garð, koma því fyrir í far- angurskistunni og aka á braut. Fyrst reyndu þeír að koma atriði þessu um kring á afvikn- um stað við Njálsgötuna en þá þurfti að bera þar að góðhjart- aðan mann sem hélt að „líkið" væri útigangsmaður og tók að stumra yfir því. Þeir ákváðu því að færa sig um set og fundu tilvalinn stað við Vesturgötu, þar sem þeir urðu ekki fyrir neinu ónæði og allt gekk fyrir sig eins og ráð var fyrir gert. Kom það allt Framhald á bls. 22. - Geir Hallgrímsson forsætisráð- herra vék nokkuð að vanda skreiðarframleiðslunnar á alþingi í gær og sagði hann, að lauslega áætlað væri talið, að alls gætu komið um 2.100 milljónir kr. í gengismunarsjóð og væri þá ekki reiknað með tekjum af skreið eða ógreiddum saltfiski, sem seldur var til Zairé. Forsætisráðherra sagði, að miklar birgðir væru nú af óseldri skreið í landinu og alger óvissa ríkti um hvernig hún kynni að seljast eða hvenær. Sama máli gegndi um verkaðan saltfisk. Ekki væri þó ólíklegt, að heildar- verðmæti birgða og þess, sem ógreitt væri, en þegar flutt út, gæti numið um 18 milljörðum króna. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Bjarni Magnússon, að ráðuneytisstjóri ráðuneytisins sem hefði með skreiðarmálin að gera í Nígeríu hefði tjáð sér, að ríkisstjórn landsins myndi vænt- anlega sjálf fjalla um málið, bæði hvað varðaði innkaup á skreið frá íslandi og Noregi og væri málið á dagskrá stjórnarinnar þann 22. febrúar n.k. „Ráðuneytisstjórinn sagði enn- Framhald á bls. 30. PROFESSORINN OG PJAKKURINN — hérna er það Einar Ól. Sveinsson sem verður fyrir barðinu á einum prakkaranum í gær, öskudaginn. Abendingar í skýrslu Verðbólgunefndar; M álamiðlu narleið- in skásti kosturinn □------------------------□ Sjá álitsgerðir og bókanir fulltrúa i I I verðbólgunefnd bls. 16 og 1 7 , | - VERÐBÓLGUNEFNDIN svonefnda hefur nú skilað skýrslu sinni til forsætisráð- herra, en forsætisráðherra skipaði nefndina í október 1976 til að kanna horfur í verðlagsmálum og gera tillög- ur um ráðstafanir til að draga úr verðbólgu. í skýrslu þess- ari eru sett fram fjögur dæmi Algert þorskveiði- bann 21.-28. marz EINS og áður hefur komið fram hef- ur sjávarútvegsráðuneytið ákveðið að banna þorskveiðar í eina viku í marz. I gær var gefin út regiugerð þar sem fram kemur að þorskveiðar verða bannaðar í islenzkri fiskveiði- lögsögu frá 21.—28. marz nk. Ekki verður um að ræða að útgerðaraðil um togara verði gefinn kostur á að velja hvaða daga skip þeirra verða frá veiðum eins og gert var i desem- ber sl. Reglugerð ráðuneytisins fer i heild sinni hér á eftir „Samkvæmt 1 gr. reglugerðar þessarar eru allar þorskveiðar bannað- ar í íslenskri fiskveiðilandhelgi frá kl 12 á hádegi 21 mars til kl 12 á hádegi 28 mars n.k. Er óheimilt á því tímabili, að hafa i sjó nokkur þau veiðarfæri. sem notuð eru til þorsk- veiða í 2 gr reglugerðarinnar, segir, að á því tímabili, sem skip megi ekki stunda þorskveiðar samkvæmt 1 gr , megi hlutdeild þorsks i heildarafla hverrar veiðiferar ekki nema meiru en 15% Þorskafli undir þeim mörkum telst lög- legur aukaafli, en fari þorskafli veiði- ferðar yfir 1 5% af heildarafla, verður það sem umfram er, gert upptækt samkvæmt lögum nr 32 19 maí 1976, um upptöku ólöglegs sjávar- afla í 3 gr. segir, að komi fiskiskip með afla að landi á tímabili því, sem þorsk- veiðar eru bannaðar og hlutfall þorsks í aflanum reynist hærra en 1 5%, skal svo litið á, að hér sé um ólöglegan afla að ræða, og hann gerður upptækur nema skipstjóri sanni, að veiðum hafi verið hætt fyrir upphaf tímabilsins Sjávarútvegsráðuneytið vekur at- hygli á, að samkvæmt reglugerð þessari eru allar þorskveiðar bannaðar í öll veiðarfæri í ákveðna sjö daga og er útgerðaraðilum skuttogara ekki heimil- að neitt val um stöðvunardaga, eins og gert var á s I ári Reglugerð þessi var sett að fengnum tillögum og viðræðum við fulltrúa m.a Framhald á bls. 22. um hugsanleg úrræði til þess að hamla gegn verðbólgu á þessu ári og stuðla að jafn- vægi í þjóðarbúskapnum, tryggja rekstrargrundvöll at- vinnuveganna og þar með at- vinnuöryggi. ^ Leiðirnar sem tilgreindar eru í skýrslunni eru í fyrsta lagi samdráttar- eða niður- færsluleið, í öðru lagi launa- stöðvunarleið, þá gengis- lækkunarleið og loks í fjórða lagi málamiðlunarleið. Allar leiðirnar gera ráð fyrir ein- hverri gengislækkun eða á bilinu 8—20% og nokkurri skerðingu kaupmáttar miðað við gildandi kjarasamninga. 0 Tvær leiðir eru þó helzt taldar koma til greina — ann- ars vegar samdráttarleiðin og hins vegar málamiðlunarleið- in sem svo er nefnd. Fram kemur í bréfi formanns nefndarinnar, Jóns Sigurðs- sonar, hagrannsóknastjóra, að nefndin skiptist í afstöðu sinni til ábendinga og tillagna um úrræði og af álitsgerðum má sjá að meirihluti nefndar- innar hallast að því að mála- miðlunarleiðin sé skásti kosturinn en minnihlutinn, fulltrúar ASÍ, BSRB og stjórnarandstöðuflokkanna, kjósa eins konar niðurfærslu- leið. Morgunblaðinu barst í gær skilabréf og álitsgerðir nefndarmanna í verð- bólgunefndinni ásamt fyrsta kafla úr skýrslu nefndarinnar, en þar er að finna yfirlit yfir efni skýrslunnar ásamt helztu niðurstöðum og ábendingum Þar er að finna ítarlega lýsingu á ýms- um aðstæðum og forsendum fyrir verðlagsþróuninni og því verðbólgu- ástandi sem skapast hefur en síðan segir orðrétt: í öllum þessum atriðum eru fólgnar skýringar á verðbólguvandanum á allra síðustu árum Þær og hinar sem fyrr voru taldar, eru þess eðlis, að ekki er til Efnahagsráðstafan- ir á þingi á morgun FRUMVARP til laga um efna- hagsráðstafanir f framhaldi af gengisbreytingunni verður tekið til umræðu á Alþingi á morgun, föstudag, að því er forsætisráðherra sagði á þingi f gær. Kvaðst hann þar mundu gera nánari grein fyrir al- mennum viðhorfum i efna- hagsmálum og heildarstefnu rfkisstjórnarinnar til lausnar þeim margvfslega vanda sem nú væri við að etja. nein einföld lausn. ekkert töfraorð, sem getur komið á verðfestu i einu vetfangi Til þess að draga markvisst úr verðhækkun hér á landi á næstu árum þarf að vinna að þvi að bæta hagstjórn- araðferðirnar á öllum sviðum, og þær umbætur taka óhjákvæmilega tima í fjórða kafla skýrslunnar er fjallað um þær breytingar. sem helzt kæmu til greina Ekki er reynt að gera þessu efni fullkomin skil, heldur miklu fremur að benda á réttár leiðir, sem síðan þarf að rannsaka og fullkanna í þessum kafla er bent á nauðsynlegar umbætur i hagstjórn á næstu árum í sex greinum: 1) Öflugri jöfnunarsjóðir í sjávarút- vegi 2) Virkari stjórn peningamála með beitingu vaxta, verðtryggingar, bindi- skylduákvæða og gengisskráningar 3) Styrkari fjárfestingarstjórn með samræmingu útlártakjara 4) Traustari fjármálastjórn með til- liti til árferðis 5) Samræmdar tekjuákvarðanir og launasamningar. 6) Bætt skipan verðlagseftirlits Framhald á bts. 22. Ung kona beid bana í umferd- arslysi í Rvík BANASLYS varö í umferðinni f Reykjavík á þriðja tfmanum fgærdag. Ung kona varð fyrir bif- reið í Elliðavogi og beið bana. Mjög óljóst er um tildrög slyssins, en þarna var utanbæjar- kona á þrítugsaldri fótgangandi og varð fyrir fólksbifreið sem ek- ið var vestur Elliðavoginn, rétt vestan við olíustöð Shell. Öku- maður bifreiðarinnar fékk tauga- áfall og hefur ekki getað greint frá þvf hvernig slysið bar að. Ekki er unnt að skýra frá nafni konunnar að svo stöddu. Hún var utanbæingur eins og áður segir og hafði ekki tekizt að ná til allra aðstandenda henar i gærkvöldi. Þetta er fyrsta banaslysið sem verður í umferðinni í Reykjavík á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.