Morgunblaðið - 09.02.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.02.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar R itst jórna rf u II trú i Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson Bjöm Jóhannsson Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90.00 kr. eintakið. I Endurreisn efnahagsmála Þegar gengið var fellt i upphafi Viðreisnar 4. ágúst 1961 komst Morgunblaðið m.a. svo að orði, að „eftir að samþykkt hafði verið 20% kauphækkun hjá útflutningsframleiðslunni, gat enginn mannlegur máttur komið i veg fyrir nýja skráningu á gengi íslenzkrar krónu". Nú þegar krónan hefur enn verið skráð á nýju gengi, er ástæða til að minna á þessi orð Morgunblaðsins fyrir meir en hálfum öðrum áratug og taka undir þau, jafnframt sem ástæða er til að benda á, að ef þessar ráðstafanir voru nauðsynlegar vegna 20% kaupgjaldshækkunar hjá útflutningsframleiðslunni þá, er enn nauðsynlegra nú að skrá krónuna á réttu gengi eftir þær miklu kauphækkanir, sem orðið hafa frá þvi á sl. sumri, en þær nema milli 60—80%, eins og kunnugt er. Morgunblaðið hefur margítrekað, að slíkar kaupgjaldshækkanir geti ekki staðizt og fært ýmis rök að þvi, sem hér verða ekki endurtekin. En ný skráning islenzku krónunnar hefur legið i loftinu um alllangan tima, og það er rétt, sem Geir Hallgrimsson forsætisráðherra, sagði á Alþingi i gær, þegar lagt var fram frumvarp til laga um ráðstafanir vegna ákvörðunar Seðlabanka íslands um breytingu á gengi íslenzkrar krónu um 13%, að ,gengisákvorðun sú, sem er tilefni þessa frumvarps, er einn liður i fjölþættum ráðstöfunum, sem rikisstjórnin beitir sér nú fyrir til þess að tryggja fulla atvinnu, hamla gegn verðbólgu og treysta stöðu þjóðarbúsins út á við. Eftir þá iaunasamninga, sem gerðir voru á siðasta ári, varð fljótlega Ijóst, að þróun efnahagsmála hér á landi hefði að ýmsu leyti tekið óheilla vænlega stefnu. Verðbólgan, sem hafði farið smám saman minnkandi undanfarin tvö ár, fór nú ört vaxandi á ný, og afleiðingarnar létu ekki á sér standa í vaxandi rekstrarörðugleikum atvinnuveganna og auknum innflutn- ingi. Ríkisstjórninni varð fljótlega Ijóst, eins og fram kom í stefnuræðu minni hér á Alþingi i upphafi þings, að við þessi nýju vandamál yrði ekki ráðið nema gripið yrði til víðtækra ráðstafana i efnahagsmálum, er drægju úr verðbólgu, treystu stöðu atvinnuveganna og héldu útgjöldum þjóðarbúsins innan við framleiðslugetu þess". Forsætisráðherra sagði ennfremur: ...Ljóst hefur verið um nokkurt skeið, að gengi íslensku krónunnar var orðið óraunhæft vegna sívaxandi misræmis framleiðslukostnaðar og verðlags hér á landi og i helstu viðskiptalöndum okkar. Gengissig hefur ekki nægt til að jafna þessi met.Hin mikla hækkun á kostnaði innanlands umfram hækkun framleiðslutekna að undanförnu hefur valdið bví, að afkoma útflutningsatvinnuveganna hefur farið hriðversnandi, og eru að óbreyttri gengisskráningu engin tök á að standa undir þeim viðmiðunarverðum, sem Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins hefur nýlega ákveðið. í útflutningsiðnaði er við mikla rekstrarerfiðleika að etja, og raunar einnig i þeim iðngreinum, sem selja framleiðslu sina á innlendum markaði í samkeppni við innflutning. Hækkun innlends kostnaðar veldur meiri erfiðleikum, þegar búið er við óraunhæft gengi og þar með hlutfallslega lágt verð á innflutningi. Stóraukinn kaupmáttur og eftirspurn innanlands að undanförnu hefur valdið óhóflegri eftirspurn eftir innfluttum vörum. Ef ekkert væri að gert, blasti þvi við vaxandi halli i vöruskiptunum við útlönd. Við þessum horfum er snúist með gengislækkun. Við þennan vanda bætist svo að gengi Bandarikjadollars hefur lækkað töluvert gagnvart öðrum gjaldmiðli síðasta misserið, en verulegur hluti gjaldeyristekna íslendinga er í dollurum Þótt gengisbreytingin hafi ráðist af þessum sjónarmiðum, hefur hún verið höfð eins litil og fært er talið, til þess að verðáhrif hennar yrðu sem minnst. Hefur í þessum efnum einnig verið tekið mið af þeim ráðstöfunum til þess að hemja vixlhækkanir launa og verðlags, sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja fyrir Alþingi og kynntar verða á föstudag. En án slikra ráðstafana er gengisbreytingin ein sér skammgóður vermir. ..." Þá er einnig ástæða til að benda á, að Ólafur Jóhannesson, viðskiptaráð herra, gat þess í samtali við Morgunblaðið s.l. þriðjudag, að gengisfellingin sjálf hefði mátt heita raunveruleiki eins og hann komst að orði, og krónan i raun og veru verið felld „með ákvörðun Verðlagsráðs sjávarútvegsins og stjórnar Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins og er gengisfellingin þvi sem næst bein afleiðing þessara ákvarðana og auðvitað vegna þess, að endar ná ekki saman i fiskvinnslunni, fyrst og fremst". Matthias Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, benti á, einnig i samtali við Morgunblaðið þennan sama dag, að efnahagsráðstafanirnar nú „væru ekki gerðar fyrir sjávarútveginn, heldur til þess að halda gangandi atvinnutækjum sem skapa útflutningsverðmæti og eru undirstaða þess, að þetta þjóðfélag geti þrifizt. Útflutningsgreinum bæði i iðnaði og landbúnaði er ekki siður þörf á að fá fleiri íslenzkar krónur fyrir afurðir sinar en sjávarútveginum", sagði sjávarútvegsráðherra Það var einnig rétt hjá sjávarútvegsráðherra, þegar hann i fyrrnefndu samtali við Morgunblaðið sagði, að „þær efnahagsráðstafanir, sem nú verða gerðar á næstunni, eiga sér alllangan aðdraganda. Ekkert þjóðfélag þolir jafn miklar kaup- og verðlagshækkanir á einu og sama árinu og hér hafa orðið á íslandi — og verðhækkanir innanlands verða að vera i samræmi við aukningu á verðmæti og magni útflutningsins. En það hefur sýnt sig, að við höfum i verð- og kaupgjaldshækkunum innanlands farið langt fram úr þvi, sem útflutningsverðmæti okkar hafa aukizt. Þess vegna hafa þessir efna hagserfiðleikar skapazt . Það fer ekki milli mála, að gengisfelling er í senn óvinsælt neyðarúrræði eða eigum við heldur að segja nauðvörn. En hún er ekki islenzkt fyrirbrigði eingöngu, þvi að margar þjóðir hafa orðið að lækka gengi sitt á undanförnum árum i baráttunni við efnahagsörðugleika ýmiss konar. Fyrst var gengi islenzku krónunnar lækkað samkvæmt logum frá Alþingi 1939, en á fyrstu árum Viðreisnarstjórnarinnar var logum þessum breytt og siðan hefur Seðlabankinn ákvarðað gengisskráningu, að fengnu samþykki ríkisstjórnar. Það er siður en svo einsdæmi, að rikisstjórnir hér á landi hafi gripið til þessarar nauðvarnar til að lækna meinsemdir í efnahagslifi þjóðarinnar. Viðreisnarstjórnin lækkaði gengi krónunnar í ágúst 1961 um 1 3,2% og þegar erfiðleikarnir voru hvað mestir i efnahagsmálum 1967—'69 og samdráttur varð í útflutningi, sem leiddi til atvinnuleysis, var vandanum mætt með gengislækkun, 26,4% 1967 og 35,2% 1968. Upp úr þvi fór þjóðarskútan að rétta við aftur, eins og menn muna. En síðan þurfti Vinstri stjórnin einnig að lækka gengið verulega bæði 1972 og 1974, en flestar ríkisstjórnir hér á landi hafa orðið að gripa til þessa neyðarúrræðis. Vinstri stjórnin tók síðan upp nýtt fyrirkomulag, svonefnt gengissig, sem nú hefur verið afnumið vegna verðbólguáhrifa. Ástæðurnar fyrir gengisfellingu nú eru kaupgjaldshækkanir á síðustu mánuðum, sem fá ekki staðizt, eins og allir eru farnir að gera sér greán fyrir, því að þær hafa leitt til þess. að við höfum lifað um efni fram. Og einhvern tíma hlaut að koma að skuldadögum, eins og oft hefur verið minnt á. En gengislækkun verður ekki eina úrræðið til að leysa efnahagsvandann, heldur er það alþjóð kunnugt, að innan tiðar verða ýmsar aðrar ráðstafanir gerðar i þvi skyni, svo að við getum haldið i horfinu og kaupmáttur launa haldizt áfram og unnt verði að koma i veg fyrir miklar kjaraskerðingar siðar meir. Geir Hallgrimsson, forsætisráðherra: Hér fer á eftir ræða Geirs Hall- grfmssonar, forsætisráðherra, sem hann flutti á Alþingi f gær um breytingu á gengi fslenzkrar krónu: í dag hefur ríkisstjórnin fallizt á tillögu Seðlabankans, að meðal- gengi íslenzku krónunnar gagn- vart erlendum gjaldmiðli verði lækkað um 13% frá því gengi, sem gilti 3. febrúar si. Þetta jafn- gildir 14,9% meðalhækkun erlends gjaldeyris. Gengisskrán- ing, sem felld var niður frá mánu- dagsmorgni 6. þ.m., mun þó ekki verða tekin upp að nýju, fyrr en að lokinni afgreiðslu þess frum- varps, sem hér er á dagskrá. Frumvarp þetta er flutt vegna þessarar ákvörðunar. Það hefur að geyma ákvæði um tollmeðferð innflutnings og myndun gengis- munarsjóðs af' útflutningsvöru- birgðum og ógreiddum útflutn- ingi sjávarafurða og ráðstöfun fjár úr sjóðnum. Akvæði frum- varpsins eru svipuð þeim, sem áður hafa verið sett í lög vegna breytinga á gengi krónunnar. Gengisákvörðun sú, sem er til- efni þessa frumvarps, er einn lið- ur í fjölþættum ráðstöfunum, sem ríkisstjórnin beitir sér nú fyrir til þess að tryggja fulla atvinnu, hamla gegn verðbólgu og treysta stöðu þjóðarbúsins út á við. Eftir þá launasamninga, sem gerðir voru á síðasta ári, varð fljótlega ljóst, að þróun efnahagsmála hér á landi hefði að ýmsu leyti tekið óheillavænlega stefnu. Verðbólg- an, sem hafði farið smám saman minnkandi undanfarin tvö ár, fór nú ört vaxandi á ný, og afleiðing- arnar létu ekki á sér standa í vakandi rekstrarörðugleikum at- vinnuveganna og auknum inn- flutningi. Rikisstjórninni varð fljótlega ljóst, eins og fram kom i stefnuræðu minni hér á Alþingi í upphafi þings, að við þessi nýju vandamál yrði ekki ráðið nema gripið yrði til víðtækra ráðstafana í efnahagsmálum, ér drægju úr verðbólgu, treystu stöðu atvinnu- veganna og héldu útgjöldum þjóðarbúsins innan við fram- leiðslugetu þess. Til þess að stuðla að þessu var við afgreiðslu fjárlaga og lánsfjáráætlunar stefnt að því að halda rekstrarút- gjöldum ríkissjóðs í skefjum og draga úr opinberri fjárfestingm og var það markmið m.a. sett fyrir árið 1978 að stöðva frekari aukn- ingu erlendra skulda. Að því er varðar aðra þætti efnahagsmála hefur á vegum ríkisstjórnarinnar farið fram víðtæk athugun á þeim leiðum, sem um væri að velja í stjórn efnahagsmála, ef ná ætti þeim markmiðum, sem ég hef þegar lýst. Hafa athuganir í þess- um efnum m.a. farið fram á vett- vangi Verðbólgunefndar, sem nú hefur lokið störfum. Hefur ríkis- stjórnin markað stefnu sína í þessum málum á grundvelli þess- ara athuganá allra. A föstudaginn kemur verður tekið til umræðu á þingi frum- varp til laga um efnahagsráðstaf- anir í framhaldi af gengisbreyt- ingunni, og mun ég þar gera nán- ari grein fyrir almennum viðhorf- um í efnahagsmálum og heildar- stefnu ríkisstjórnarinnar til lausnar þeim margvíslega vanda, sem nú er við að etja. Hins vegar hefur það verið samdóma álit allra, sem best til þekkja, að ekki væri nú annars úrkosta en að breyta genginu nokkuð til lækk- unar, hvaða leiðir sem ella ýrðu valdar í efnahagsmálum. Ljóst hefur verið um nokkurt skeið, að gengi íslensku krónunn- ar var orðið óraunhæft vegna sívaxandi misræmis framleiðslu- kostnaðar og verðlags hér á landi og í helstu viðskiptalöndum okk- ar. Gengissig hefur ekki nægt til að jafrta þessi met. Miklir rekstrar- erfiðleikar Hin mikla hækkun á kostnaði innanlands umfram hækkun framleiðslutekna að undanförnu hefur valdið því, að afkoma út- flutningsatvinnuveganna hefur farið hríðversnandi, og eru að óbreyttri gengisskráningu engin tök á að standa undir þeim við- miðunarverðum, sem Verðjöfnun- arsjóður fiskiðnaðarins hefur ný- lega ákveðið. I útflutningsiðnaði er við mjkla rekstrarerfiðleika að etja, og raunar einnig i þeim iðn- greinum, sem selja framleiðslu sína á innlendum markaði i sam- keppni við innflutning. Hækkun innlends kostnaðar veldur meiri erfiðleikum, þegar búið er við óraunhæft gengi og þar með hlut- fallslega lágt verð á innflutningi. Stóraukinn kaupmáttur og eftir- spurn innanlands að undanförnu hefur valdið óhófiegri eftirspurn eftir innfluttum vörum. Ef ekkert væri að gert, blasti því við vax- andi halli í vöruskiptunum við útlönd. Við þessum horfum er snúist með gengislækkun. Við þennan vanda bætist svo að gengi Bandaríkjadollars hefur lækkað töluvert gagnvart öðrum gjald- miðli síðasta misserið, en veruleg- ur hluti gjaldeyristekna íslend- inga er í dollurum. Þótt gengisbreytingin hafi ráð- ist af þessum sjónarmiðum, hefur hún verið höfð eins lítil og fært er talið, til þess að verðáhrif hennar yrðu sem minnst. Hefur í þessum efnum einnig verið tekið mið af þeim ráðstöfunum til þess að hemja víxlhækkanir launa og verðlags, sem rfkisstjórnin hefur ákveðið að leggja fyrir Alþingi og kynntar verða á föstudag. En án Liður í þættumi — til að tryggja full bólgu og treysta s Ráðunautar og rannsóknamenn: Ræða markaðsmál landbún- aðar og stöðu aukabúgreina ÞESSA viku stendur yfir í Reykjavík árlegur ráðunauta- fundur Búnaðarfélags tsiands og Rannsóknastofnunar landbún- aðarins. Fundinn sækja ráðunaut- ar búnaðarsambandanna úti um land, starfsmenn Búnaðarfélags íslands og starfsmenn Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins. Að þessu sinni eru markaðsmál landbúnaðarins og hugsanlegar leiðir til að lækka framleiðslu- kostnað og milliliðakostnað sér- DANSKI rithöfundurinn Elsa Gress flytur fyrirlestra f boði Norræna hússins, hinn fyrri sunnudag 12. febr. kl. 16 og hinn sfðari miðvikudag 15. febr. kl. 20:30. Fyrri fyrirlesturinn ber heitið „Kan vi bruge kunstnerne?“ og hinn síðari „Indirekte og direkte brug af virkiligheden í kunsten". Elsa Gress lauk magistersprófi í staklega til umræðu auk þýðing- araukabúgreina fyrir landbúnað- inn og hvort þær geti með ein- hverjum hætti leyst þann vanda, sem nú blasir við hjá bændum. Ráðunautafundurinn hófst sl. mánudag með erindi Guðmundar Sigþórssonar deildarstjóra um stöðu landbúnaðarins, Sveinn Tryggvason framkvæmdastjóri og Jón R. Björnsson starfsmaður Framleiðsluráðs landbúnaðarins fjölluðu um markaðsmál land- bókmenntum frá Hafnarháskóla 1944 og ferðaðist síðan um Evrópu og Ameríku. Settist hún síðan að í Glumsö ásamt manni sínum Clifford Wright, banda- rískum listmálara. og byggðu þau þar upp menningarstöð. Elsa Gress hefur skrifað skáld- sögur, leikrit fyrir útvarp og sjón- varp, leikhúsverk og sent frá sér ritgerðasöfn. búnaðarins og Gísli Karlsson kennari á Hvanneyri ræddi um búnaðarstefnur. Þá fjölluðu þeir Gunnar Guðbjartsson formaður Stéttarsambands bænda og Hall- dór Pálsson búnaðarmálastjóri um ný viðhorf í landbúnaði eink- um með tilliti til aðsteðjandi vanda í markaðsmálunum. Björn Sigurbjörnsson forstöðumaður RALA ræddi um samspil land- búnaðarstefnu og rannsókna. Ket- ill Hannesson búnaðarhagfræð- ingur ræddi hugsanlegar leiðir til að lækka framleiðslukostnað og Pétur Sigurðsson starfsmaður Framleiðsluráðs landbúnaóarins ræddi hugsanlegar leiðir til að lækka milliliðakostnað. 1 gær og í fyrradag var fjallað um aukabúgreinar og voru teknar til sérstakrar umfjöllunar greinar eins og kartöflurækt, útiræktun matjurta, ylrækt, hrossarækt og hrossabúskapur, minkarækt, ali- fugla- og svínarækt, ræktun á dropóttu fé og hlunnindi. í dag verður einkum fjallað um mál, sem lúta að jarðrækt, og á morg- un, síðasta dag fundarins, er fóðr- un og beitartilraunir á dagskrá. Fyrirlestur um list- ir í Norræna húsinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.