Morgunblaðið - 09.02.1978, Síða 29

Morgunblaðið - 09.02.1978, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRUAR 1978 29 — Fullyrðingar Framhald af bls. 31. Sæmundur Friðriksson lét af því starfi vil ég litið segja. Mér finnst hún ósvifin og ómakleg. Það ætti að vera öllum búfjáreigendum ljóst að Sigurður hefur i sinu starfi beitt sér mjög fyrir auknum vörnum gegn útbreiðslu búfjár- sjúkdóma og hefur verið ótrauður við að túlka þau mál bæði i ræðu og riti. Hins vegar minnist ég þess ekki að hafa heyrt nokkuð um þessi mál frá hinu merka Dýra- læknafélagi Islands. Bændur landsins ætlast til þess af þjóni sínum J.P. að hann hugsi betur mál sitt áður en hann kem- ur í sjónvarpið næst. — Seltjarnarnes Framhald af bls. 13. ist sem við höfum komist fyrir þennan vanda. Hvað getur hitaveitan annað stórri byggð? — Sennilega þurfum við að bora nýja holu á næstu fimm ár- um eða setja upp tank. Núverandi afköst eiga að nægja a.m.k. þann tíma. Hvað hyggist þið gera fyrir smá- bátaeigendur, sem hljóta að vera margir hér með sjó á þrjá vegu? — Nú er unnið að undirbún- ingi smábátahafnar hér við Bakkavör, sem verður að vísu langtimaframkvæmd þar sem fyrst þarf að gera fyllingu út í sjó vegna afstöðu í landi. Nú er unnið að þessari fyllingu og nýtt efni úr húsgrunnum, m.a. grjót úr grunni heilsugæzlustöðvarinnar. Þið voruð nýverið að setja upp listaverk á Valhúsahæð, merkir það að hæðin eigi að vera óbreytt um aldur og ævi? — Nei, það gerir það ekki. Skipulag Valhúsahæðar er alltaf annað slagið í endurskoðun, m.a. hefur verið talað um að kirkja yrði byggð hér í næsta nágrenni við listaverkið. Rætt hefur verið um takmarkaða byggð tbúðarhúsa vestan í hæðinni og er líklegt að það verði reyndin. Við höfum aðeins minnst á mið- bæ fyrr, getið þið sagt eitthvað meira um það mál á þessu stigi? — Stöðugt er unnið að skipu- Iagningu miðbæjarsvæðisins og nærliggjandi svæða og er fyrir- hugað að kynna þær hugmyndir í vor. Rætt er um að fyrir norðan Suðurströnd komi ióðir fyrir létt- an iðnað og ennfremur bensín- stöð. Þetta verður þó allt kynnt betur i vor þegar heildarskipu- lagning svæðisins liggur fyrir, sögðu þeir félagar að lokum. — Útivist Framhald af bls. 15 óheimilt væri landeiganda að áskilja sér gjald fyrir, nema sér- staklega stæði á. Svo kynni til öæmis að vera, ef hann hefði lagt í kostnað við gerð tjaldstæða eða annarrar aðstöðu fyrir dvalar- gesti.« Sigurður bætir við að »til allrar varanlegri dvalar í tjaldi þyrfti hins vegar að leita leyfis og þá væri landeiganda heimilt að krefjast greiðslu.« Nú er það svo að flestir ferða- menn tjalda til einnar nætur, koma að kvöldi, gista, taka sig upp að morgni og halda þá rak- leitt af stað. Ég get ekki ráðið af orðum Sigurðar hvort þess konar »dvöl« sé nægilega löng til að landeiganda sé heimilt að taka gjald fyrir; hygg þó að samkvæmt réttarfarstilfinningu flestra ferðamanna megi hann það. Margur mun forvitinn að heyra hvað Sigurður segir um berja- tinslu. Hversu oft heyrist ekki i tilkynningum útvarpsins þegar líður á sumarið: . »Berjatinsla bönnuð i landi...« Nú vitnar Sigurður til 12. greinar sömu laga frá ’71 en þar segir að almenningi sé »heimilt að tina ber, sem vaxa villt á óræktuðu landi til að neyta þeirra á staðnum. Leyfis þarf hins vegar að afla til að tina ber, ef þau á að bera á brott. Öllum er þó heimil berjatínsla á landsvæðum utan lögbýla.« Þarna hygg ég löggjafinn hafi tekið mið af aðstæðum liðins tima. Hvað um tvö, þrjú hundruð manna ferðahóp sem nemur stað- ar, dreifir sér um holt og móa og tínir upp í sig i klukkutima I einni og sömu landareigninni? Vitanlega verður að gera ráð fyrir því í lögum að ferðamenn geti fjölmennt á tiltekna staði en sneitt gersamlega hjá öðrum. Með vaxandi fólksfjölda á þéttbýlis- stöðum landsins sýnist stefna i þá átt að bændur verði að hafa jarðir sínar í friði en jafnframt verði að gera ráð fyrir auknu rými til frjálsrar útivistar: fólkvöngum og þjóðgörðum. Ritgerð Sigurðar er skilmerkileg en minnir einnig á að útilifsrétturinn er enn óljós i mörgum greinum og þyrfti að vera skýrari. Eg stikla á stóru i þessu ágæta riti og nefni næst þáttinn Að Hraunsvatni eftir SVerri Pálsson. Þátturinn er vel skrifaður en seg- ir kannski fullmikið frá því sem flestir vita. En Sverrir bætir það Xferksmióju útsala Atafoss Opid þriðjudaga M-19 fimmtudaga 14—18 áútsölunni: Flækjulopi Hespulopi Flækjuband Endabund Prjónaband Vefnaðarbútar Bílateppabiitar Teppabútar Teppamottur ALAFOSS HF ! MOSFELLSSVEIT Villi rakari auglýsir hina heimsþekktu Trendman-hártoppa Mr. Forshow frá Trendman verður til viðtals á rakarastofunni Laugardaginn 11. febrúar til þriðjudagsins 14. febrúar. Pantið tíma í síma 21575 eða 4241 5. Villi rakari. Miklubraut 68. upp með góðum og lýsandi lit- myndum sem hann hefur tekið sjalfur og birtar eru með þættin- um. Mig langar líka að nefna þátt- inn Látrabjarg eftir Andrés Da- víðsson. Andrés er gamall verð- launahafi fyrir ritgerðasmíð en hefur ekki mikið sinnt ritstörfum að öðru leyti. Hann hefði þó mátti sinna þeim meira því hann er prýðilega ritfær — kann að færa einfalda hluti í stilinn án þess að vera tilgerðarlegur. Mér virðist Látrabjarg vera dæmi um hvern- ig ritgerð af þessu tagi á að vera: greinagóð landlýsing, hæfilegur skammtur örnefna fyrir ókunnug- an, siðan lýst nytjum þeim sem bændur hafa haft af bjarginu ald- irnar I gegnum sem og aðferðum þeim sem beitt hefur verið til að nytja það; og loks smásögur af atvikum sem hent hafa þar í lífs- baráttunni, flestar með kímileg- um blæ en þó varpandi ljósi á alvöru þeirrar hörðu baráttu sem heyja varð á þessum hrikalegu ■| ■ ■ ■ ■ I stimplar, slífar og hringir Ford 4-6-8 strokka benzín og díesel vélar Opel Austin Mini Peugout Bedford Pontiac B.M.W. Rambler Buick Range Rover Chevrolet Renault 4-6-8 strokka Saab Chrysler Scania Vabis Citroen Scout Datsun benzín Simca og díesel Sunbeam Dodge — Plymouth Tékkneskar Fiat bitreiðar Lada — Moskvitch Toyota Landrover .Vauxhall benzín og díesel Volga Mazda Volkswagen Mercedes Benz Volvo benzín benzín og díesel og díesel I Þ JÓNSSOIM&CO Skeifan 17 s. 84515 — 84516 nuil BEfeŒ m I Ikl r+9 BÍLAPERUR MARGAR GERÐIR HEILDSALA heimilistæki sf SÆTÚNI 8 — S. 24000 ..............m > slóðum ef sækja átti björg í greip- ar þessa jötuneflda bergrisa. Ég hef ekki stigið fæti nálægt Látra- bjargi hvað þá meir en þykist stórum fróðari af lestri þáttarins og þannig á landlýsing að vera: gera mann fröðari en vera einnig skemmtilestur. Fleira efni er í þessari Útivist, blómaþáttur t.d. vafalaust jafn- forvitnilegt þó ekki verði tíundað hér. Það var rösklegt framtak af stofnendum samnefnds ferðafé- lags að hrinda þegar í byrjun af stað þessu riti. Auk ágæts lesefn- is er það fullt af litmyndum sem eru bæði fallegar einar sér en einnig til stuðnings með lestrin- um. Utilífsréttur okkar er enn rúmur. Hygg ég að of fáir geymi sér í minni það sem Andrés segir i upphafi þáttarins um Látrabjarg: »Ég geri ráð fyrir,« segir Andrés, »að mörgum sé ekki fyllilega ljóst, hve stór þáttur það er í hamingju þeirra að eiga land þar, sem öllum er frjálst að dvelja til hvíldar og afþreyingar á stórum landsvæðum eða einstökum stöð- um, svo framarlega sem það brýt- ur ekki í bága við sérstaka hags- muni landeigenda. Sumir upp- götva þessa staðreynd fyrst, þegar þeir kynnast kerfisbundinni skipulagningu stórþjóðanna á ferðafrelsi borganna, þar sem fólki eru afmarkaðir básar á bað- ströndum eða tjaldstæðum gegn fyrirfram greiddu gjaldi, og frá- vik frá alfaraleiðum getur bein- línis varðað við lög.« Ritstjórar Utivistar eru sem fyrr Einar Þ. Guðjohnsen og Jón I. Bjarnason og lýkur þessu árs-, riti með eftirmála hins síðar- nefnda. Erlendur Jónsson. MÖGLER peningaskúffa er ódýr og góð lausn Fást með viðtengdri reiknivél eða sjálfstæð eining. 6 mismunandi gerðir. Skrifvélin hf. Suðurlandsbraut 12 Sími 85277 Orðsending til viðskiptavina Vegna flutninga á fyrirtæki voru í nýtt húsnæði að Bíldshöfða 16 verður varahlutaverzlun, bílasala og skrifstofur lokaðar dagana 13 —16 febrúar. Opnum aft- ur 1 7. febrúar að Bíldshöfða 1 6 B3ÖRNSSON BÍLDSHÖFÐA 16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.