Morgunblaðið - 17.02.1978, Síða 14

Morgunblaðið - 17.02.1978, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1978 Neitaði greiðslu um- samins vísitöluálags Með kaupsamningi dagsettum 4. apríl 1973 keypti G húseign í Garðahreppi af byggingarfyrir- tækinu I h/f. 1 kaupsamningnum var kaupverðið tilgrein kr. 2.660.000 og miðað við byggingar- vísitöluna 689 stig, en samkvæmt ákvæðum í samningnum var sölu- verð hússins háð byggingarvísi- tölu frá Hagstofu Islands. 1 kaup- samningnum var þess getið að yrði hækkun eða lækkun á vísi- tölunni miðað við 689 stig á meðan að greiðslur færu fram vegna kaupa á húsinu skyldi verð þess breytast í sama hlutfalli prósentvís og byggingarvísitalan segði til á hverjum tíma. Verðið skyldi þó breytast eftir þvi hvenær greiðslurnar hefðu verið greiddar og vísitalan reiknast til greiðsludags. Samkvæmt kaupsamningnum skyldi kaupandi fá húsið frágengið eins og tilskilið var í síðasta lagi 1. október 1974. Kaupandi neitaði greiðslu á vísitöluálaginu. Hinn 4. janúar 1974 sendi seljandi húseignarinnar kaup- anda bréf, þar sem hann krafði kaupanda um greiðslu á vísitölu- álagi fyrir tímabilið 1. nóvember 1972 til 1. nóvember 1973, þar sem álagið var útreiknað að fjár- hæð kr. 517.924,- og var nánari grein gerð fyrir þeirri upphæð í bréfinu. Var kaupanda gefinn kostur á að samþykkja víxla til greiðslu á fjárhæð þessari, svo sem kaupsamningurinn gerði ráð fyrir og sendir víxlar til samþykk- is. Ekki sinnti kaupandi þessum tilmælum seljanda um greiðslu. Hinn 17. apríl 1974 var kaupandi enn krafinn um þessa greiðslu í bréfi en því svaraði hann á þá leið, að hann hefði margsinnis neitað seljanda um greiðsiu á vísi- töluálagi sökum þess að það væri ólögmætt með vísun tii laga nr. 71/1966 um verðtryggingu fjár- skuldbindinga. Tíðkast um áraraðir að semja á þcnnan hátt um vísitöluálag. Seljandi húseginarinnar I h/f höfðaði mál á hendur kaupanda fyrir bæjar7ingi Reykjavikur í nóvember 1974 og gerði þær endanlegar dómkröfur að kaupanda yrðí dæmt að greiða honum kr. 517.924,- auk 1 'A% dráttarvaxta fyrir hvern byrjaðan mánuð frá 10. febrúar 1974 til 15. júni 1974 og 2% dráttarvaxta fyrir hvern byrjaðan mánuð frá þeim degi til greiðsludags og greiðslu málskostnaðar. Til vara annarrar og lægri fjárhæðar og að vextir yrðu dæmdir eins og um getur hér að framan af dæmdri fjárhæð. Kaupandinn krafðist sýknu af kröfum seljanda og málskostnað- ar. Til suðnings kröfum sinum fyrir dómi benti seljandi m.a. á það að söluverð hússins sem kaup- andi hefði keypt væri miðað við það hvað kosta myndi að reisa slikt hús miðað við verðlag á samningstímanum. 1 janúar 1974, þegar seljandi fór fram á greiðslu samkvæmt samningi þeirra hafi ‘sambærileg hús og hús það sem kaupandi keypti, verið seld á kr. 3.800.ooo,- eða 1.140.000.- hærra verði en upphaflega samnings- verðið var og kr. 622.076,- hærra verði en krafa hans hljóðaði upp á. Þrátt fyrir ákvæði laga nr. 71/1966 um verðtryggingu fjár- skuldbindinga hefði samnings- aðilum verið heimilt að semja um vísitöluálag svo sem þeir hefðu gert. Hélt seljandi því fram að lög 71/1966 ættu ekki við um samning þeirra, þau ættu aðeins við um skuldbindingar til endur- greiðslu peningaláns með vöxt- um. Um verksamning væri fyrst og fremst að ræða. Það hefði tiðkast um áraráðir hér á landi að verkkaupi og verksali semdu um vísitöluálag sín á milli. Hér væri samið um einstakt verk sem greiða bæri fyrir það sem það kostaði. 1 málinu hélt kaupandinn því m.a. fram að seljanda húseignar- innar hefði verið óheimilt að inn- heimta fjárhæðina kr. 517.924,- sem vísjtöluálag þar sem það bryti í bága við iögin um verð- tryggingu fjárskuldbindinga en Seðlabankinn hefði ekki veitt seljanda leyfi til þessa. Hann mót- mælti því að um verksamning væri að ræða þeirra á milli, þar sem í samningnum sjálfum sem um var deilt segði að um kaup- samning væri að ræða. Hann hefði greitt kaupverðið að mestu og sagði ennfremur að i útreikn- ingi seljanda á visitöluálaginu hafi komið fram hækkanir, sem bæði hefðu átt sér stað fyrir og eftir undirritun samningsins. Undirréttur sýknaði kaupanda — Vísitöluákvæðið í samningnum ógilt 1 niðurstöðum undirréttar sagði að samningur aðilanna væri sam- kvæmt efni sínu kaupsamningur. Kaupandi hefði keypt hús af seljana á ákveðnu byggingarstigi fyrir ákveðið endurgjald og því yrði að fallast á það með kaup- anda að skuldbinding hans væri fjárskuldbinding í skilningi laga nr. 71/1966. Samkvæmt upp- lýsingum frá seljanda hefði hann ekki leitað heimildar Seðlabanka Islands (sbr. 3. gr. laganna) til að vísitölubinda söluverð íbúðar þeirrar sem hann seldi kaupanda, en sérstök lagaheimild, sem heimili slíkt, væri ekki fyrir hendi. Akvæði kaupsamningsins varðandi visitölubindingu kaup- cerðsins þótti þannig brjóta gegn fortakslausu ákvæði 1. gr. 1. mgr. Dómur Hæstarétt- ar 12. janúar 1978 : Húsakaup Þór Magnússon þjóðminjavörður: Hrafnseyrarkirkju beðið griða I Morgunblaðinu 8. febrúar er skýrt frá svari Geirs Hallgríms- sonar forsætisráðherra við fyrir- spurn Þorvalds Garðars Krist- jánssonar á Alþingi nýlega, að i ráði sé að reisa á Hrafnseyri kapellu, sem jafnframt megi nýta til fundahalda, auk þess sem koma eigi þar upp minjasafni Jóns Sigurðssonar. Framkvæmd- um þessum skuli lokið árið 1979, á 100 ára ártíð Jóns Sigurðssonar, en hvort tveggja, kapellan og safnið, á að vera í minningu Jóns. Um safnið er ekki nema gotk-að segja. Sjálfsagt er að á Hrafnseyri verði komið upp sögulegri sýn- ingu sem skýri meginatriði úr ævi og starfi Jóns Sigurðssonar. Slík sýning er nú í húsi Jóns Sigurðs- sonar í Kaupmannahöfn, mjög ýtarlega og stórfróðleg öllum þeim, sem vilja kynnast störfum Jóns í þágu þjóðar sinnar. Slíka yfirlitssýningu vantar hériendis og þótt f Þjóðminjasafni sé stofa með munum úr eigu Jóns er þar einkum um að ræða að sýna hús- búnað hans og persónulega muni en ævi hans og lifsverki engin skil gerð. Frásögn af minningarkapellu á Hrafnseyri þykir mér hins vegar ótíðindi, þótt hún komi ekki á óvart. Ég er hræddur um, að framkvæmd þeirrar hugmyndar þýði það að Hrafnseyrarkirkja verði látin hverfa. Á Hrafnseyri stendur gömul timburkirkja, vígð 1886. Hún er elzta hús staðarins, og eina húsið þar frá 19. öld, öld Jóns Sigurðs- sonar. I tíð Jóns stóð þar torf- kirkja, en sr. Þorsteinn Bene- diktsson Iét reisa þessa kirkju, sem hefur verið vandað hús og gott á sinni tíð. Ibúðarhúsið á staðnum er nýlegt steinhús en að vísu var það aldrei reist í þeirri mynd sem áformað var í upphafi. Það átti að verða stærra, hugsað bæði sem prestsbústaður og skóla- hús, en skólahald varð stutt í því og prestur hefur ekki setið stað- inn nokkuð lengi. Sóknin er orðin mannfá, flestir bæir komnir í eyði í norðanverðum Arnarfirði en stutt að fara til Þingeyrar þar sem skólinn er enda Hrafnseyri nú þjónað frá Þingeyri. Hrafnseyrarkirkja hefur hlotið sömu örlög og margar aðrar kirkj- ur frá þeim tíma. Viðhald hefur verið næsta lítið og lætur hún nú víða á sjá, grunnur bilaður og fúi sumsstaðar greinilegur í undir- stöðum og grind. Kirkjan er þó að mestu óbreytt frá því er hún var smíðuð, aðalbreytingin er stór- eflis skorsteinn, sem steyptur hefur verið og stendur mitt upp úr kirkjunni norðanverðri og gnæfir upp yfir mæninn með tví- skiptu reykröri, húsinu til mikilla lýta. Eg verð að lýsa þeirri skoðun minni, að það sé fullkomið fá- ræðisverk að rífa Hrafnseyrar- kirkju þótt f stað komi kapella, byggð eins og hali út úr húsinu á staðnum, því að það er ætlunin en ekki að kapellan standi sem sjálf- stætt hús. Kirkjan á staðnum gefur honum reisn, staðarsvip, þar sem hún stendur í kirkjugarð- inu að hætti íslenzkra sveita- kirkna. Fari hún verður staður- inn allur harla kollóttur, sviplítill og verður vart talinn til kirkju- staða lengur. Má hér vitna til þess sem segir í áliti lýðveldishátíðarnefndar 1944: „Hrafnseyri er kirkjustaður og prestssetur. En prestakallið er fámennt og bændur þar yfirleitt lítt efnum búnir. Prestur er ný- fluttur þaðan, og vafasamt hvernig gengur að fá nýjan prest, nema nokkuð sé að gert um að hlynna að staðnum og stækka verkahring prestsins. En það er eitt skilyrði fyrir því, að virðing staðarins haldis.t að þar verði áfram prestssetur." Nú er þar ekki lengur prestssetur, hvað um virðinguna þegar kirkjan er einn- ig farin? Það er að sönnu ánægjulegt, að Hrafnseyrarnefnd skuii vera það fjáð, nú á niðurskurðartímum þegar fjárveitingar til varðveizlu þjóðminja eru rækilega skornar niður, að hún skuli hafa næga peninga milli handa til nýrrar kepellusmíði á Hrafnseyri, sem réttlæta á niðrrif gömlu kirkjunn- ar. Vera má, að þörfin á sam- komustað á Hrafnseyri sé einnig brýn, því að hugmyndin mun vera, að kórinn verði þiljaður af þegar halda skal fundi í kapell- unni. En þeim sem kemur að Hrafnseyri nú mun flestum þykja húsakynni þar allrumgóð, stofurnar sem ætlaðar voru til skólahalds standa að mestu auðar, enda býr aðeins ein fámenn fjöl- skylda á staðnam og þó aðeins yfir sumarið, þótt myndarlegur bú- skapur sé þar rekinn, en bóndinn býr á Þingeyri á vetrum. Virðist því svo sem húsakynni séu nægj- anleg bæði fyrir safnið og þá fundi, sem þar kunna að verða haldnir. Er þó ekki að sjá, að Hrafnseyri sé sérlega hentugur fundarstaður i fámennri sveit með þéttbýli ailnærri. Þó ber þess að geta, að flugbraut er við túnið og má því auðvitað efna til hóp- ferða þangað í flugvé! til að geta þingað á sögufrægum stað. Ég er hræddur um, að hér búi í reyndinni annað að baki. Fyrir nokkrum árum var stofnaður sjóður til að reisa kapellu á Hrafnseyri til minningar um Jón Sigurðsson. Þar með munu menn telja sig skuldbundna til að reisa kapellu og rífa gömlu kirkjuna. Kirkjan er safnaðarkirkja, skv. upplýsingum Bískipsskrifstofu, en væntanlega hefur verið leitað samþykkis safnaðarins til þessara ráðagerða. Framhald á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.