Morgunblaðið - 17.02.1978, Síða 18
18
MORGÚNBLAÐÍÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1978
Skýringar:
Gunnar Gunnarsson
Leifur Jósteinsson
Sævar Bjarnason
t tíundu umferðinni urðu þau
úrslit einna óvæntustu að Friðrik
gerði „einungis“ jafntefli við
Margeir Pétursson eftir að hafa
gert ftrekaðar tilraunir til þess að
flækja taflið og villa um fyrir
Margeiri, en þegar Margeir var
kominn með hrók og skiptamun
yfir tók hann það ráð að þráleika
og átti Friðrik engra annarra
kosta völ en taka jafntefli. Var
Margeir vel að þessu jafntefli
kominn og tefldi skínandi vel og
er engu líkara en hann sé að
sækja í sig veðrið þvf hann tefldi
ekki síðri skák á móti Guðmundi
Sigurjónssyni í 9. umferð. Mega
báðir stórmeistararnir okkar telj-
ast heppnir að tapa ekki þessum
skákum fyrir þessum efnilega
skákmanni okkar af yngri kyn-
slóðinni.
Hvítt: Friðrik Ólafsson
Svart: Margir Pétursson
Enski leikurinn
1. c4 — c5, 2. Rf3 — Rf6, 3. g3 —
e6, 4. Bg2 — d5, 5. cxd5 — Rxd5,
6. 0-0 — Rc6, 7. d4 (Til grein
kemur að leika 7. Rc3 og síðar d3
en leikur Friðriks er beinskeytt-
ari þó hann leiði í þessari skák til
meiri einföldunar. Yfirburðir
stórmeistara njóta sin ekki alltaf í
byrjuninni á móti „minni spá-
mönnum" því byrjanakunnáttu
heyja menn sér úr bókum og Mar-
geir er greinilega vel að sér í
fræðum þessarar byrjunar)
7.. .. Be7, 8. dxc5 — Bxe5, 9. a3 —
0-0, 10. Dc2 — Be7, 11. Hdl —
Bd7, 12. e4 — Rf6, 13. Rc3 — Hc8,
14. Bf4 — b5!(Sterkur og óvænt-
ur leikur, sem býður upp á tvenns
konar peðsfórn)
15. De2 (Að sjálfsögðu gekk ekki
15. Rxb5 vegna 15.... Rd4 og
svartur vinnur mann)
15.. .. a6, 16. e5 — Rd5! (Svartur
fórnar nú peði en fær í staðinn
gott spil fyrir biskupana sem veg-
ur fyllilega upp á móti peðstapinu
enda neyðist hvítur til að láta
fljótlega peð af hendi aftur)
17. Rxd5 — exd5, 18. Hxd5 —
De8, 19. H5-dl — Be6, 20. Bg5 —
Bb3, 21. Hdel — Bc5, 22. Hacl —
Bc4 (Biskupar svarts eru hvítum
óþægilegir og hvítur verður að
gæta sín að verða ekki undir í
baráttunni)
23. De4 — De6, 24. Hcdl — Bb3,
25. Hd2 — h6, 26. Be3 — f5!
(Svartur skýtur inn millileik og
setur á dr. og hrekur hana af leið
27. Df4 — Be7, 28. h4 (Svartur
hótaði 28... . g5 og hv. drottning-
in er innikróuð)
28.. .. b4, 29. Hcl (Hvítur neyðist
til að láta peðið af hendi aftur til
þess að verða ekki undir í barátt-
unni t.d. 29. Hal? — bxa3, 30.
bxa3 — Ra5 og svartur hefur yfir-
burðatafl)
29.. .. bxa3, 30. bxa3 — Bxa3
(Svartur hefur rrú myndað sér
frelsingja á a-línunni og hefur tvo
sterka og virka biskupa sem ráða
lofum og lögum á borðinu. Myndi
slik staða eflaust nægja stórmeist-
ara til vinnings ef keppéndur
skiptu um stól og Friðrik hefði
svörtu stöðuna)
31. Hbl — a5, 32. Bfl — Kh8, 33.
h5 — Bb4, 34. Hxb3!? (Friðrik sér
þann kost vænstan að fórna
skiptamun og reyna að flækja
taflið og mynda sér eitthvert mót-
spil á skálínunni a2 — g8)
33.. .. Dxb3, 34... . Dxb3, 35. Hd7
— Hd7
36. Rh4!? (Fórnar nú heilum
hrók til viðbótar! Ekki verður aft-
ur snúið og Friðrik grundvallar
hina upphaflegu skiptamunar-
fórn á þessu framhaldi)
36.. .. Hxd7, 37. Rg6 — Kh7, 38.
Dxf5 (Að þessari stöðu hefur
Friðrik stefnt: hann hótar nú að
sjálfsögðu hróknum á d7 og frá-
skák með riddaranum)
38.. .. Df7 (Margeir finnur eina
rétta svarið sem að gagni kemur)
39. De4 (Dr. víkur sér undan því
fráskák og tvískák leiðir ekki til
neins)
39.. .. Dd5, 40. Df5 — Df7, 41.
De4 — Dd5, 42. Df5 Jafntefli (?)
Margeir tók þann kostinn að þrá-
leika og tryggja sér þannig jafn-
tefli á móti þaulvönum og brögð-
óttum stórmeistara og er það
mjög skiljanlegt. Ef við lítum a
stöðumyndina sem er lokastaðan
A kvennaskákmótinu áttust við Guðlaug Þorsteinsdóttir og Jana
Hartston, sem báðar voru ósigraðar fyrir umferðina. Viðureign þeirra
lauk með sigri Hartston.
Rc6, 4. e3 — Bb4, 5. Dc2 — Bxc3,
6. Dxc3 — De7, 7. a3 — a5, 8. Be2
— 0-0, 9. d3 — d6, 10. b3 — Rd7
(Ef menn hafa ekki séð meistara
Hort að tafli áður þá er þetta gott
sýnishorn af byrjun i Hort-stíl.
Nokkur peð á þriðju reitaröð og
mönnunum staflað á bakvið).
11. Bb2 — f5, 12. d4 — e4, 13. Rd2
— Rf6, 14. d5 — Bd7, 15. 0-0 —
Rd3 (Hvers vegna ekki b6?)
16. b4 — a4, 17. Dd4 — Df7, 18.
Ha-cl — Ha-e8, 19. Hf-dl — g5?
(Öþörf veíking, en æskan er
bjartsýn að eðlisfari og varast
ekki klæki hinna eldri og reynd-
ari).
20. c5 — Dxd5 (Hort var búinn að
beita og Jón bítur á agnið).
21. Dxd5 — Rxd5, 22. Rc4 — Rd3
(hvað annað)
23. Bxd3 — exd3, 24. cxd6 —
Larsen öruggur í efsta
sæti, en fjórir jafnir á eftir
og gerðum ráð fyrir að svartur
Iéki 42... . Kg8! væri fróðlegt að
vita hvort Friðrik gæti haldið
þeirri stöðu, því eins og sjá má
hefur svartur hvorki meira né
minna en heilan hrók og skipta-
mun yfir. G.G.
Hvítt: Lombardy
Svart: Polugajevsky
Enski leikurinn
Þessi skák er dæmigerð fyrir
hinn skemmtilega skákstíl Lom-
bardys. Hann náði sér ekki á strik
vegna æfingaleysis í fyrstu um-
ferðunum en nú vinnur hann
hverja skákina á fætur annarri.
Þessi er sú 5. og Lombardy verður
harður í horn að taka á lokasprett-
inum
1. c4 — Rf6, 2. Rc3 — e6, 3. Rf3 —
Bb4, 4. Dc2 — c5 (Það er merki-
legt hversu mikið byrjanir sem
Korchnoj teflir eru vinsælar).
5. a3 — Ba5, 6. g3 — Rc6, 7. Bg2
— 0-0, 8. 0-0 — De7, 9. d3 — h6,
10. e3 — d6, 11. b3 — Bd7, 12. Bb2
— Hab8,13. d4 — cxd4? (Betra er
Bxc3, 14. Bc3 — a6, Polugaevsky
verður nú hreinlega kæfður og
það má segja að nú sé bardaginn
búinn og umsátrið hafið).
14. exd4 — Hf-c8, 15. b4 — Bd8,
16. Hfel — Df8, 17. Dd3 — Re7,
18. Rd2 — b6.
(Svartur getur bara beðið eftir
innrásinni).
19. Rb3 — a5, 20. d5 — e5, 21. Rb5
— Re8, 22. Hacl — axb4, 23. axb4
— Hb7 (Þessi leikur kemur Polu-
gaevsky seinna illilega í koll).
24. Rd2 — Rg6, 25. h4 — f5, 26.
Hal — e4, 27. Db3 — Bf6, 28. Ra7
— Bxb2, 29. Dxb2 — H8-c7, 30.
Rc6 — Bxc6, 31. dxc6 — Hxc6, 32.
Rxe4 ... — (Rothöggið)
— fxe4
Viðureign Friðriks og Margeirs vakti mikla athygli og lauk svo að Margeir sætti sig við jafntefli í stöðu,
þar sem hann var hrók og skiptamun yfir.
33. Bxe4 — Re7, 34. Ha8 — Hc-c7,
35. Bg6 ... Gefið
S Bj
Hvftt: V. Hort
Svart: Jón L. Árnason
1. c4 — e5, 2. Rc3 — Rf6, 3. Rf3 —
cxd6, 25. Rxd6 — Hb8, 26. Hxd3
— Bc6, 27. Be5 — b5, 28. f4 —
gxf4, 28. exf4 — Hb6, 30. Hg3 Mát
Skák Miles og Larsens var mjög spennandi og hörð. Larsen tókst að bjarga sér á síðustu stundu og endaði
biðskákin f gær með jafntefli. Fjær sjást Polugaevsky og Lombardy eigast við og gerði Lombardy sér Iftið
fyrir og vann Sovétmanninn auðveldlega. Lengst til vinstri sést Guðmundur Sigurjónsson tefla við
Kuzmin, en Guðmundur tapaði þeirri skák. Ljósm. Mbl. Friðþjófur.