Morgunblaðið - 17.02.1978, Síða 21

Morgunblaðið - 17.02.1978, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1978 21 Jón GústafSkúla- son — Minning Fæddur24. ágúst 1953. Dáinn 12. febrúar 1978. Ef færóar hefðu verið sönnur á máltækið — þeir deyja ungir sem guðirnir elska — hefði lát Jóns Gústafs Skúlasonar ekki átt að koma neinum sem hann þekktu á óvárt. Hann var maður góðvildar og heiðarleika, gekk að hverju verki með jákvæðu hugarfari og litaði umhverfið með lífsgleði sinni. Það er erfitt að vera sam- mála þeim guði sem vill taka frá okkur slíka menn en hver veit nema þeir áorki meiru á sínum fáu árum en hinir sem lengpr lifa. Það kann að hljóma undarlega að Jón hafi verið lífsglaður maður því óneitanlega lagði lífið fleiri hindranir í veg hans en flestra annarra. En sjálfsagt er það eins með lífið og allt annað, að það verður þeim mun verðmætara sem meira er fyrir því haft. Sjálf- sagt er það líka rétt sem sagt er, að erfiðleikarnir geri menn að betri mönnum. Að þvi er Jóni viðvíkur þá kom hann sterkari út úr hverri raun. Hann var á undan jafnöldrum sinum að þroska og bjó yfir undraverðum sjálfsaga. Ég heyrði hann aldrei kvarta þótt eitthvað gengi öfugt við það sem hann óskaði. Hins vegar þótti hon- um það sjálfsögð skylda að hlaupa undir bagga í erfiðleikum ann- arra. Menn á hans aldri eru sjaldan ýkja hugulsamir. Hugulsemi er eitthvað sem ég set í samband við gamlar góðhjartaðar konur sem lifa utan við streitu nútímans og hafa tima til að vera manneskjur. En Jón átti furðu margt sameigin- legt með þessum gömlu góðhjört- uðu konum sem í mínum huga eru ímynd margs hins besta í mannlegum samskiptum. Smáatr- iði sem hjá flestum gleymast í erli dagsins lagði hann á minnið. E.t.v. atriði sem virtust litlu máli skipta en gátu verið mikilvægari í annarra augum. Ég hef víst verið á öðru ári en Jón á þriðja þegar ég fluttist með foreldrum mínum í íbúð í húsi foreldra hans. I nokkur ár vorum við leikfélagar en síðan rofnaði kunningsskapurinn að mestu um nokkurra ára skeið. í gagnfræða- skóla lágu leiðir okkar saman aft- ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU VUGLYSINGA- SÍMINN KR: 22480 ur, aðallega í samstarfi við hljóm- sveitir en það samstarf varði í fjögur ár. Þá hóf Jón eftir eins vetrar dvöl í Lýðháskólanum í Skálholti, nám í póstfræði. Hann lauk prófi í þeirri grein og starfaði hjá Pósti og síma til dauðadags. Síðast sem gjaldkeri á Bögglapóststofunni í Reykjavík. Það kom vel í ljós í samstarfi okkar hvað Jón var orðheldinn og traustur, þó held ég að í gegnum vináttu okkar i einkaiífi hafi ég kynnst þessum kostum enn betur. Vinátta hans var einstök. Ef allir legðu sömu merkingu í orðið vin- átta væri ólíkt gæfulegra um að litast. Hann létti mönnum daprar stundir og gladdist með glöðum og var alltaf sami góðviljaði og sterki persónuleikinn. Það er víst um það að slíkir menn lifa ekki til einskis. Vinátta hans var ekki auðunn- in. Hann var tortrygginn gagn- vart fólki og sú tortryggni átti því miður rétt á sér. Þótt flestum hafi verið hlýtt til hans voru þeir til sem fundu út að hann lægi vel við höggi og töldu ekki eftir sér að særa hann. Hafi þeir haldið sig ráðast á garðinn þar sem hann var lægstur fóru þeir villur vegar. Al- menningur þekkir sjaldan sína bestu menn. Kannski þekkjast þeir best á því að þeim er sýnd minni nærgætni og skilningur en öðrum. Mig grunar að þeir séu fáir sem þekktu Jón svo nokkru næmi. Hann átti marga kunningja en fáa vini og að fjölskyldu hans frátal- inni voru það þessir fáu vinir sem vissu hvern mann hann hafði að geyma. Þó framkoma hans við hvern og einn væri til fyrirmynd- ar var það aðeins við nánari kynni sem hans innri maður kom í ljós. Hann var dulur, flikaði ekki til- finningum sínum en faldi þær bak við grímu hressileikans. Það er stundum sagt að menn hafi hjarta úr gulli. I minum augum er gull lítils virði saman- borið við mannkosti hans. Hann er og verður mér sem tákn alls þess besta sem mannssálinni er gefið. Ég votta foreldrum Jóns og systkinum samúð mína og veit að það er þeim huggun í harmi að eiga minninguna um góðan dreng. Selfossi, 16. feb. 1978 Ómar Þ. Halfdórzzon Binatone leiðandi fyrirtæki í gerð sjónvarpsleiktækja *A» Knattspyma HLJÓÐ ROFI HRAÐI HORN STÆRÐ MANNA' GEFA INNSTUNGUR VAL 4 LEIKJA FJARSTYRING Binatone sjónvarpsmeistarinn Mk IV Þegar kemur að sjónvarpsleiknum, reiknaðu þá með Binatbne skrefi framar. Binatone sjónvarpsmeistarinn býður upp á allt en er samt ódýrastur. Þessi jól mun alla í fjölskyldunni langa i sjónvarpsleik og þá er Bina- tone siónvarosmeistarinn bestur. Missið ekki af lestinni, með frá byrjun í sjónvarpsleiknum. verið Verð kr. 26.920,- i-. i w-wmpTHm % ' (flPVÍM^|v aa iooær j_r Ármúla 38, sími 311 33 (Gengið inn frá Selmúla). WlHÍNATONt Biantone International ELDRI BORGARAR MALLORKAFERÐ/R 7. APRÍL 3 VIKUR VERÐ KR: 107.700,- + 3.000,- BROTTFSK. 28. APRÍL 3 VIKUR VERÐ KR: 117.700,- + 3.000,- BROTTFSK. Þátttakendur í Mallorkaferð haustið 1977. Kynningarfundur Kynningarfundur verður haldinn vegna Mallorka- ferðanna í Norðurbrún 1 mánudaginn 20 febrúar kl 16 30 Sýndar verða litskuggamyndir Allir þeir sem áhuga hafa eru hvattir til að koma. FELAGSMALASTOFNUN REYKJAVÍKUR ★ Dvaliö á Hotel Columbus í St. Ponsa. ★ Gisting í tveggja manna herbergjum. ★ Innifalið: Fullt fæði. Allar nánari upplýsingar gefur: FERDASKRIFSTOFAN URVAL Eimskipafélagshúsinu simi 26900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.