Morgunblaðið - 17.02.1978, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 17.02.1978, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1978 25 Tónhvísi GUÐMUNDAR EMILSSONAR Guðmundur Emilsson. stjórnirnar þakklætið uppmál- að ef einhver nennir að rausa hvort heldur um allt eður ekk- ert á prenti. Sjávarsíðan höfðar til sjómanna, íþróttasíðurnar til áhugamanna um líkamsrækt, vinstrisíðan til vinstrimanna — svo ekki sé talað um pophorn, frimerkjapistil, skákrabb, kvik- myndadóma, bökmenntalang- lokur o.fl. Að gefa tónlist smá- skika, af og til, þar sem hola mætti niður andlegum kartöfl- um, er ekki nema sjálfsögð rétU lætiskrafa áskrifenda, og þá ekki síst þeirra er unna æðstu list allra lista, tónlistinni. Og úr því við tónlistarmenn höfum ekki bolmagn, vil>afestu, sam- stöðu, fjármagn, áræði, né framtaksemi til að standa í blaðaútgáfu, svo nokkru nemi, er tilvalið að fela stórmennum þeim sem eiga prentsmiðjur, og annað það hafurtask er blaðaút- gáfu fylgir, að annast þetta fyr- ir okkur. Framkvæmdin er meira að segja gratís! Um baulandi Búkollur Þess er vænst, að skrif þau, sem eiga eftir að líta dagsins ljós i þætti þessum, verði altént til þess að koma á framfæri ýmsum hugmyndum um tón- Iistarmál, og þá sérstaklega til stofnana þeirra, félagasamtaka, eða einstaklinga, sem útnefndir eru til að huga að viðgangi tón- listar í landinu. Við eigum að sjálfsögðu heildarsarrítök tón- listarmanna og áhugafólks um tónlist? Ef svo er ekki er best að nota þetta hátíðlega tæki- færi til að stinga uppá að slík samtök verði stofnuð hið bráð- asta. Tónlistarfélag Islands — nafnið eitt löfar góðu. Hér er á ferðinni úrbótatillaga númer tvö eins og gefur að skilja. En snúum okkur aftur að éfn- inu. Háspekilegar vangaveltur og vík- larheita um eðli tónlistarinnar, tilgang og stöðu í sólkerfinu, verðá látnar sitja á hakanum. Fræði- mennska öll, eins og til dæmis spekúlasjónir um afbrigðilega notkun afleiddra kirkjutónteg- unda i afleitustu afhroðaköfl- um aftansöngs Presbyterian- kirkjunnar á 19 öld, verður lát- in þoka fyrir hagnýtari og jarð- fastri hliðum málsins. Þvi síður verður fjallað um tilgátur Hindemiths á tilurð Tristan- hljóms Wagners. Þetta verður einskonar dægurlagaþáttur. Menn eru hvattir til að pára nokkrar linur af og til. Hvar væri Velvakandi ef hann nyti ekki góðs af áreitni kvenna í Vesturbænum? Já, baulið þið nú Búkollur ef þið eruð ein- hversstaðar á lífi. Greinargerð frá Júlíusi Sólnes vegna peninga- eignar í Finansbanken Svo virðist sem slúðurberar þessarar þjóðar hafi nú ekkert þarfara að gera en velta fyrir sér hvernig standi á því, að ég hafi eignazt nokkra fjármuni meðan ég dvaldist við störf í Danmörku. Það er eins og það þyki með ólík- indum, að ég og kona mín hafi nurlað saman fé á samanlögðum 8 ára starfsferli mínum þar, sem nemur verðgildi einnar kjallara- íbúðar í Reykjavík. A sama tíma þætti það léleg eignaumsýsla hjá ýmsum skólabræðrum mínum, að hafa ekki komið sér upp dýru einbýlishúsi á bezta stað í Reykja- vík. A öllum árunum frá 1958 til 1974, er ég, ásamt fjölskyldu minni, dvaldist nær samfellt við nám og síðar meir störf við Tækniháskóla Danmerkur í Kaupmannahöfn, hafa foreldrar mínir veitt mér ómetanlega að- stoð og hjálp á ýmsa vegu. Það er því sárt að sjá nafn föður míns, Jóns G. Sólnes, alþingismanns, bendlað við eitthvert ímyndað misferli í sambandi við gjaldeyr- ismál, sem, ef ekki vill betur, er heimasmíðað af þeim, sem hafa mikla ánægju af slíku, en þeir eru margir hér á þessu landi. Það, sem hefur vakið hvað mesta athygli, er að sjálfsögðu, að tveir geymslufjárreikningar mín- ir í Finansbanken í Danmörku skyldu vera á nafni foreldra minna. Fyrir því liggja vissar gjaldeyristæknilegar ástæður, sem mér þykir rétt að skýra nánar út vegna aðdróttana í garð föður míns. Þá má og benda á það, að Finansbankinn er síður en svo nein yfirlýst glæpastofnun þótt sumir hér virðast haida það. Astæður fyrir mikilli sparifjár- myndun í þeim banka stafar af hagstæðustu vaxtakjörum, sem nokkur danskur banki býður. Hvað varðar það, að ég skuli hafa átt slíka bankareikninga í Danmörku stafar einfaldlega af því, að uppgjöri eigna minna i Danmörku er enn ekki lokið. Hef ég verið að flytja heim andvirði þeirra allt fram til þessa dags. Fóiki kann að þykja þetta ein- kennilegt, en ég bið þá menn um að íhuga það hvernig eigi að selja allar eigur sínar, utan lausafé, og koma heildarsöluandvirði til Dan- merkur frá Islandi með stuttum fyrirvara. A ég þá við 100% sölu- virði fasteigna til dæmis. Hvernig á að selja fasteignaveðbréfin fyr- irvaralaust án þess að seijandi skaðist og svo framvegis. Til þess að fyrirbyggja frekari misskilnirig sé ég mig tilneyddan til þess að gera hér með opinber- lega grein fyrir fjármálum mín- um vegna heimflutnings frá Dan- mörku til Íslands, þó svo ég eigi erfitt með að skilja, að þau geti virkilega verið áhugaverð al- menningi. 1. Árin 1958 til 1961 dvaldist ég við nám í Kaupmannahöfn. Safn- aði ég litlu sparifé á því tímabili, enda má vísa til kvæðisins um Hafnarstúdenta, sem hljóðar svo: „1 borginni við Eyrarsund ævi vér dvöldum langa eyddist oss féð á ýmsa lund og réð til þurrðar ganga. Er loksins í húsið hjástoðar hengdum vér sparibrækurnar því oss tók sárt að svengja." 2. Árin 1961 til 1965 stundaði ég framhaldsnám við Tæknihá- skólann í Kaupmannahöfn og við alþjóðlega jarðskjálftaskólann í Tokyo. Danska ríkið veitti mér styrk til þessa náms, sem jafngilti fullum launum verkfræðings á meðan námi stóð. Ennfremur hlaut ég styrk að upphæð 40.000 kr. danskar hjá Vísindasjóði Dan- merkur til þess að sækja nám til Japans. Hlaut ég einnig styrk hjá Vísindasjóði hér heima svo og Nato. A þessum árum keypti ég íbúð í Kaupmannahöfn fyrir 15.000 kr. danskar og seldi hana fyrir 19.000 kr. Keypti ég þá raðhús í Tástrup fyrir 110.000 danskar, sem ég seldi fyrir 145.000 þegar ég flutti til Islands 1965. 3. I árslok 1968 réð ég mig til starfa við Tækniháskólann í Kaupmannahöfn og keypti þá ein- býlishús í Kaupmannahöfn fyrir 275.000 danskar kr. Árið 1972, í desember, var ég skipaður próf- essor við verkfræði- og raunvís- indadeild Háskóla Islands. Sökum rannsóknarverkefna við Tækni- háskólann í Kaupmannahöfn átti ég óhægt með að flytja alfarið heim til íslands, en starfaði áfram í Kaupmannahöfn að hluta til ár- in 1973 og 74. Fjölskylda mín bjó i Kaupmannahöfn allan þennan tíma og fluti hún fyrst til Islands í ágúst 1974. Hús okkar i Kaupmannahöfn var selt á árinu 1973 fyrir 435.000 kr. danskar, en jafnfrmt keypti kona mín litla íbúð í Kaupmanna- höfn fyrir 125.000 þar eð hún varð að hafa þar húsaskjól hvað svo sem gjaldeyrisreglur segja. Eftir að fjölskyldan var flutt til Islands var þessi íbúð leigð, þar sem ekki var tímabært að selja hana strax vegna óhagstæðra lána. Gjaldeyr- iseftirliti Seðlabapkans var til- kynnt um íbúðina í ágúst 1975, þ.e. að hún væri í eigu konu minnar. Okkur hafa ekki borizt Júlfus Sólnes neinar athugasemdir þess varð- andi íbúðina, en hún hefur verið talin fram til skatts í Danmörku allt fram til þessa. Leigutekjur af íbúðinni hafa verið mjög stopular og kostnaður vegna hennar mun meiri. I ágúst- mánuði 1977 var loks tímabært að selja þessa íbúð, og fór ég gagn- gert til Danmerkur í þeim til- gangi í sama mánuði. Utlit fyrir sölu íbúðarinnar var þá gott, og taldi ég mér því óhætt að flytja peningaeign mína í Danmörku heim, þar sem ekki var lengur þörf fyrir að hafa fé til tryggingar skilvísum greiðslum vegna lána, sem hvíldu á íbúðinni. Var þá margumtöluðum bankareikn- ingum í Finansbanken lokað og inneign flutt í Landsbankann í Reykjavík. Við kaup bankans á ávísun í bandaríkjadölum frá Fin- ansbanken var hlutaðeigandi yfir- völdum gerð grein fyrir því, á venjulegan hátt, að um eignayfir- færslu væri að ræða. 4. Inneign mín í Finansbanken virðist hafa vakið mikla athygli, sem von er í landi, þar sem ætlazt er til þess, að Islendingar, sem ferðast til útlanda hafi með sér rúgbrauð og harðfisk svo þeir svelti ekki i útlandinu. Því ekki fá þeir ferðamannagjaldeyri svo dugi fyrir mat og húsnæði. A sama tíma er flutt inn kex og kökur og ýmislegt þviumlíkt til landsins fyrir meiri upphæð en nemur ölíum ferðamannagjald- eyri til Islendinga á einu ári. Eins og hefur komið fram hér að ofan eignaðist ég nokkra pen- inga er ég seldi húseignir mínar í Danmörku. Þar fyrir utan hafði ég góðar tekjur allan tímann með- an ég dvaldist í Danmörku. Til gamans get ég upplýst um síðustu mánaðaríaun mín þar, en þau voru um 16.000 danskar krónur. Jafngilti það prófessorslaunum í Danmörku á þeim tíma. A núver- andi gengi eru þetta um 710.000 kr. Prófessorslaun á Íslandi eru hins vegar 300.000 kr. Þessi mikli munur er þó þessu máli óviðkorn- andi. Af öðru umráðafé sem ég hafði meðan ég dvaldist í Danmörku, en það var umtalsvert má nefna inn- eign mína í lífeyrissjóði danska verkfræðingafélagsins, sem mér var greidd 1974. Var hún um 50.000 danskar kr. Þá fór ég tvisv- ar sinnum til starfa fvrir UNESCO til Kiril II Metodij há- skólans í Skopje í Júgóslavíu. Var mér greitt jafnvirði 30.000 kr. danskra fyrir störf mín þar, sem skv. alþjóðlegum sanningum eru skattfrjálsar tekjur. Að lokum má nefna, að ég gekkst fyrir alþjóð- legum sumarskóla um áhrif jarð- skjálfta á byggingarmannvirki, sem var haldinn í Izmir i Tyrk- landi sumarið 1973. Hlaut ég til þess styrk frá Nato að upphæð 26.000 bandarikjadali. Ég opnaði reikning fyrir skólann í Kaup- mannahöfn i þýzkum mörkum. Mun ég hafa hagnazt eitthvað vegna gengishækkunar þýzka marksins, er ég gerði upp við Nato í bandaríkjadölum. Ég vona, að mönnum sé rórra við þessar skýringar mínar á hinni miklu peningaeign í Dan- mörku, sem þó ekki nægir til kaupa á lítilli íbúð hér heima. Ástæðan fyrir því, að það þótti hagkvæmt að opna reikningana i Finansbanken á nöfnum foreldra minna er fyrst og fremst sú, að danskur skattþegn má ekki opna umbreytanlega reikninga í Dan- mörku. Peningainneign á slíkum reikningi má breyta í hvaða gjald- eyri sem er og flytja hvert á land sem er án þess, að reglur um eignayfirfærslur gildi, en þær fyrirfinnast í Danmörku alveg eins og hér. Þannig þarf til dæmis leyfi danska seðlabankans til þess að flytja stærri upphæð úr landi en, sem nemur 40.000 kr. dönsk- um. Þá minnist ég þess er ég flutti til Islands frá Danmörku 1965, að þá var peningaeign min í Danmörku aðeins umbreytanleg í íslenzkar krónur. Kom mér það illa, þar sem ég hafði þá hug á að fara til Bandaríkjanna. Loks má upplýsa, að skv. þágildandi regl- um danskra bankayfirvalda var hámarksinneign á bankareikning- um, sem þessum 75.000 kr. dansk- ar. Voru reikningarnir þess vegna tveir. Reykjavíkurborg og Húsnæðismálastjórn: Viðræður um hækkun lána til kaupa á eldra húsnæði „Hugmyndir um lán til endurbóta á eldra húsnædi” — segir Magnús L. Sveinsson borgarfuUtrúi „HUSNÆÐISMALASTJORN hef- ur tekið mjög jákvætt í samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur um að leita eftir samstarfi við hús- næðismálastjórn um uppbygg- ingu og endurnýjun íbúða í eldri borgarhverfum í þeim tilgangi að auka nýtingu þeirra þjónustu- stofnana sem þar hefur verið komið fyrir, en tillagan miðar að því að lán til kaupa á eldra fbúðarhúsnæði verði hækkuð verulega og lán til endurbóta á eldri íbúðum verði aukin og látin ná til fleiri aðila en nú er,“ sagði Magiiús L. Sveinsson borgarfull- trúi í samtali við Morgunblaðið í gæn en í nóvember s.l. talaði hann fyrir tillögu sjálfstæðis- manna um þetta mál í borgar- stjórn. Morgunblaðið hafði samband við Magnús L. Sveinsson borgar- fulltrúa og spurði hann hvað væri að frétta af afgreiðslu þessa máls síðan það var samþykkt i borgar- stjórn? „Húsnæðismálastjórn hefur tekið mjög jákvætt í þetta mál og lýst sig reiðubúna til viðræðna við Reykjavíkurborg um það,“ sagði Magnús, „borgarráð tilnefndi á fundi sínum 7. þ.m. þrjá menn til viðræðna við fulltrúa húsnæðis- málastjórnar. Auk mín voru Sigurjón Pétursson og Jón G. Tómasson skrifstofustjóri borgar- stjórnar tilnefndir." Magnús kvað hér um stórmál að ræða. „Eins og kunnugt er,“ sagði hann, „þá hefur ný íbúðabyggð í Reykjavík að mestu byggst upp í nýjum hverfum, þar sem einnig hefur orðið að byggja allar þjón- ustustofnanir frá grunni. Á-sama tima hefur nýting á íbúðahúsnæði og ýmsum þjónustustofnunum í eldri hverfum borgarinnar minnkað stórlega, þar sem fyrst og fremst ungar barnafjölskyldur hafa flutt úr eldri hverfum borgarinnar í hin nýju, en íbúa- fjöldi borgarinnar hefur svo til staðið í stað. I greinargerð um framtíð eldri hverfa með tillögum um breyting- ar á aðalskipulagi borgarinnar, sem samþykkt var í borgarstjórn 25. apríl 1977, er m.a. bent á nauð- syn þess að sporna gegn fólks- flótta úr miðborginni. Ýmsar samverkandi orsakir hafa valdið þessari þróun; m.a. lánareglur Byggingarsjóðs ríkis- ins, sem ekki hefur lánað til kaupa eða endurbóta á eldri íbúð- um nema að mjög litlu leyti. A s,I. ári var að meðaltali veitt um 450 þús. króna lán til kaupa á Magnús L. Sveinsson. eldra íbúðarhúsnæði, en lán til nýrri íbúða voru 2,7 millj. kr. Þá er mjög brýnt að minu mati að veita lán til endurbóta á eldra húsnæði. Samkvæmt lögum er nú aðeins heimilt að veita slik lán til öryrkja og ellilífeyrisþega i eigin húsnæði. Margar eldri íbúðir þurfa veru- lega endurnýjun og er ekki óraunhæft að áætla að til þess þyrfti 1—2 millj. kr. á íbúð. Þessi lánapólitík hefur leitt til þess að unga fólkið hefur flutzt í nýju hverfin og eldra fólkið situr Frainhuld á hls. 26.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.