Morgunblaðið - 17.02.1978, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1978
33
urbjörn, bílstjóri hjá Dagblaðinu,
heitbundinn Gunnhildi Arnar-
dóttur. Ennfremur ólst upp hjá
þeim hjónum Sigrún Guðnadóttir,
er Þórunn átti áður en hún giftist.
Reyndist Halldór henni sem éígið
barn væri. Hún er nú búsett á
Reyðarfirði, gift Vigfúsi Ólafs-
syni, bankafulltrúa þar og odd-
vita.
öll þessi umræddu börn Hall-
dórs og Þórunnar eru vel gefið og
geðþekkt fólk, vel metið hvert á
sínu starfssviði, enda uppalin í
guðsótta og góðum siðum eins og
við segjum gamla fólkið.
Getið skal þess, að makar
þriggja elstu systkinanna eru
einnig alsystkini, börn Jóns I.
Halldórssonar og' Geirnýjar
Tómasdóttur, sem einnig eru
búsétt hér í borg. Þetta mun vera
sjaldgæft fyrirbrigði og sagt er
mér af kunnugum, að allt sé þetta
mesta ágætisfólk. Og við skiljum
það vel, gamla fólkið, hve mikils
virði er að eiga góð börn og
tengdabörn. Barnabörn þeirra
Halldórs eru 15 alls, mjög efniieg-
ur hópur, sem var yndi og eftir-
læti afa og ömmu og mun nú
verða mikil huggun ömmu.
Halldór vinur minn var hinn
myndarlegasti maður bæði í sjón
jog raun. Hann var skarpgreindur
og skýr í hugsun og hafði ánægju
af að velta fyrir sér hinum
erfiðustu málefnum oft og einatt.
Þó bar af hans létta og glaða lund
ásamt svo ótrúlegri bjartsýni, þó
veikindi og erfiðleikar yrðu oft
förunautar hans. Hann kvartaði
aldrei. Hann var ágætur starfs-
maður og svo skemmtilegur félagi
að sjaldgæft var. Þess vegna var
hann líka bæði vinsæll og virtur
af félögum sínum, samstarfs-
mönnum og yfirmönnum. Kom
það í ljós við mörg tækifæri.
Halldór var trúaður maður og
ágætur heimilisfaðir, sem inn-
rætti börnum sínum kristna lífs-
skoðun sem fyrr er sagt. Þau voru
samtaka um það hjónin. Þá var
hann og bókhneigður maður og
stórsnjall hagyrðingur, eins og
hann átti kyn til. Ég get ekki stillt
mig um að rita hér eina bögu sem
hann kvað um einn lækni sinn.
Syngur, stingur, dælir, deyfir,
dugar tugfalt læknirinn.
Slyngur, fingur hratt hann hreyfir
hugar, bugar sjúkdóminn.
. Það er enginn klaufi i orðsins
list sem kveður svona vísu.
Þá er komið að lokaþætti
þessara minninga um hinn góða
félaga minn Halldór og jafnframt
þeim sorglegasta, baráttu hans
við hinn forna fjanda okkar ís-
lendinga, berklaveikina. Halldór
hafði aðeins verið 2 ár í hjóna-
bandi, þegar hann veiktist og varð
að fara á berklahæli (Vífilsstaði)
þar sem hann dvaldi að mestu
leyti næstu 5 árin. En árið 1948
gat hann hafið störf á ný, auðvit-
að með bilaða líkamskrafta og
tafðist oft vegna veikinda. Og
síðustu sex æviárin var hann
dæmdur alger öryrki. Það voru
hörð örlög fyrir mann á besta
aldri. En aldrei brást hans glaða
lund og bjartsýni. En þá kom líka
í ljós hvað hann var gæddur ákaf-
lega mikilli karlmennsku og þol-
gæði. Þá stóð líka eiginkonan eins
og hetja við hiið hans og fór að
vinna utan heimilis til þess að
afla tekna. Börnin höfðu myndað
sjálfstæð heimili og studdu for-
eldra sína með ráð og dáð.
Aldrei brást bjartsýni Halldórs,
kjarkur og karlmennska. Hann
taldi kjark í fjölskyldu sína að
grundvelli þeirrar kenningar „að
meðan líf er, þá er von“. Hann
varð alltaf að hafa súrefni við
hendina síðustu árin, til þess að
geta dregið andann. Ég talaði oft
við hann í síma síðustu mánuðina
og ég undraðist þrek hans og létta
lund. Hann var sannarlega í hópi
þeirra hreystimanna sem sagt var
um í fornöld að brygðu sér hvorki
við sár né bana.
Halldór var alltaf heima síðustu
árin, en var lagður inn á Landa-
kotsspítala 4. janúar s.l. Þar naut
hann hinnar bestu hjúkrunar og
var þakklátur læknum og
hjúkrunarfólki. Hann var oft sár-
þjáður, en reyndi að telja kjark í
fjölskyldu sína á sinn venjulega
hátt. En tveim dögum fyrir andlát
sitt lét hann kalla fjölskylduna að
speng sinni og kvaddi alla með
karlmannlegri ró og hugarstyrk.
Slíkra manna er gott að minnast.
Með línum þessum vil ég votta
fjölskyldu hins látna vinar míns
innilega samúð mína, en minni á
um leið hvað það er mikil
hamingja, að hafa þó notið hans
svo lengi.
Blessuð sé minning Halldórs
Þórhallssonar.
Ingimar K. Jóhannesson.
Fyrir tæpum tveim áratugum
lágu leiðir okkar Halldórs fyrst
saman, er við urðum vinnufélag-
ar. Hann hafði langa og farsæla
starfsreynslu að baki, en ég var
nýliði í starfi. Það var auðvelt að
leita til hans, ef ég þurfti að fá
einhverjar leiðbeiningar í starf-
inu, og veitti hann þær fúslega af
sinni alkunnu ljúfmennsku án
þess að láta neitt á því bera að
hann væri mér fremri á nokkurn
hátt. Milli okkar tókst strax góð
og einlæg vinátta sem hélst óslitin
alla tíð. Það var gaman að koma
heim til hans og njóta hinnar al-
kunnu gestrisni og hlýju þeirra
hjóna, enda vgr ég þar tíður gest-
ir, og aldrei skorti okkur umræðu-
efni, eða yrkisefni. Hann talaði og
ritaði sérstaklega fagurt og gott
mál, og kunni góð skil á ýmsum
gömlum bragarháttum, enda var
hann fjölfróður og átti auðvelt
með að halda uppi samræðum.
Honum féll einnig vel að leið-
beina og fræða, enda leitaði ég
jafnan til hans með þau málefni
er mig langaði að fá nánari vitn-
eskju um. Frá honum stafaði alla
tíð góðvild og hlýja, hann var mik-
ill drengskaparmaður og heill í
öllum viðskiptum.
' Þó að hann væri þjáður af erfið-
um sjúkdómi lét hann ekki neitt á
því bera, og aldrei sagði hann
æðruorð þó að hann ætti sífelit
erfiðara um vik og kraftarnir
dvínuðu. Sú spurning leitar á
hugann. Til hvers er þjáningin?
Kallar hún ekki oft á mesta
samúð og mestan kærleika þegar
hinn saklausi þarf að líða. Kær-
leikurinn er það verðmætasta í
mannssálinni, og hreinn kærleik-
ur vill ekki aðeins deila gleði,
heldur einnig þjáningum með
^iðrum. Það getum við fegurst
lært af mannssyninum sem lét
lífið á krossinum okkar vegna.
Við lifum i samfélagi og erum
ein fjölskylda frá hendi Skapar-
ans. Þvi njótum við hver annars,
og berum hver annars byrðar.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið að kynnast Halldóri, og
eiga með honum stutta samleið
hér á jörð. Það er von mín og trú
að við eigum eftir að hittast
handan við móðuna miklu, og
mun hann þá sem fyrr vera þess
umkominn að leiðbeina mér og
fræða.
Ég votta eiginkonu hans, börn-
um og fjölskyldum þeirra, og öðr-
um ástvinum, mína innilegustu
samúð, og bið þeim öllum Guðs
blessunar.
Ó.R.
Þjónustumiðstöð
Sambandsins
xninnir eigendnr General Motors bifreiða á:
að koma tímanlega með bifreiðar sínar til hinnar árlegu eftirlits-
skoðunar
að koma með nýja bíla tíl 10 þús. km ábyrgðarskoðunar
að hika ekkí við að koma reglulega með bíla til þess, sem kalla má
fyrirbyggjandi eftirlitsskoðun
að ábyrgð er tekin á allri vinnu og varahlutum
að verkstæðið er búið nýjum og fullkomnum skoðunartækjum
að á því starfa góðir fagmenn, sem endurnýja menntun sína nær |
reglulega á námskeiðum okkar
að þar starfar t.d. mjög fær fagmaður við eftirlit og viðgerðir á í
sjálfskiptingum, einnig menn sérþjálfaðir við motor- og hjóla- §
stillingar |
að á verkstæðinu eru öll alhliða viðgerðarþjónusta á G.M. fólks-og 1
vörubifreiðum, einnig á I.H. bílum.
SAMBANDIÐ VÉLADEILD
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
HÖFÐABAKKA 9. Simar: Verkst.: 85539 Verzl: 84245-84710
^““ar þægilegt andrúmsloft,
hann er nýtískulegur
g fer alls staðar vel.
í>að alnýjasta er DAMASK
STRIGINN, sem er gullfallegur.
Lítið inn
og skoðið sjálf
liturínn
Sídumúla 15 sími 3 30 70
Svona vil ég hafa það I