Morgunblaðið - 25.02.1978, Side 23

Morgunblaðið - 25.02.1978, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR 1978 23 Launamálaráð BHM: Hvetur tíl þátttöku í yinnustöðvun Þrír fulltrúar sátu hjá við atkvæðagreiðslu MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá Launa- málaráði ríkisstarfsmanna innan Bandalags háskólamanna: Þegar frumvarp ríkisstjórnar- innar um efnahagsráðstafanir hafði verið lagt fram á alþingi sendi Bandalag háskólamanna frá sér ályktun þar sem fordæmd var óstjórn í efnahagsmálum undan- farin ár og mótmælt hugmyndum um einhliða skerðingu verð- tryggingarákvæða kjarasamninga með valdboði, Jafnframt var bent á að ekki virtist hafa verið tekið á kjarna þeirra vandamála, sem V erkalýðsf élögin: 20 fundir víðs vegar um land ALMENNIR fundir hafa verið ákveðnir úti um land á vegum samráðsnefndar verkalýðssam- takanna i dag, á morgun og á mánudag. Fundirnir, sem eru alls 20, eru haldnir i nafni ASl, BSRB, FFSl og BHM, og verða sem hér segir: Á Akranesi á mánudag. en timasetning verður ákveðin síðar, Borgarnesi á morgun kl. 17.00, á Ólafsvík i dag kl. 15.00, á Grundarfirði á morgun kl. 17.00, í Stykkishólmi i dag kl. 15.00, i Búðardal á morgun kl. 16.00. i Bolungarvik á morgun kl. 13.00, á Reykjavík: Samtökin ákveða Alþing- isframboð Á FÉLAGSFUNDI Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna i Reykjavik sem haldinn var i gær- kvöldi, var samþykkt framboð til alþingis í Re.vkjavik. Tólf efstu sæti listans skipa: 1. Magnús Torfi Olafsson, alþingismaður, 2. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir. formaður Sóknar, 3. Kári Arnórsson, skóla- stjóri,4. Sölvi Sveinsson, kennari, 5. Herdís Helgadóttir. bókavörð- ur, 6. Ása Kristín Jóhannsdöttir, skrifstofumaður, 7. Einar Þor- steinn Ásgeirsson, hönnuður, 8. Anna Kristjánsdóttir, námsstjóri. 9. Jón Sigurðsson, skrifstofumað- ur, 10. Einar Hannesson. fulltrúi, 11. Þorleifur G. Sigurðsson, pipu- lagningarmaður. 12. Rannveig Jónsdóttir, kennari. Krafla lsafirði 'dag kl. 16.00, á Blönduósi í dag kl. 14.00, á Sauðárkróki á morgun kl. 13.00, á Siglufirði i dag kl. 16.00, á Ólafsfirði i dag kl. 13.30, á Dalvík i dag kl. 16.00. á Akureyri á morgun kl. 15.00. á Húsavík á morgun kl. 16.00. á Egilsstöðum i dag kl. 14.00, á Höfn i Hornafirði á morgun kl. 17.00 á Hvolsvelli á morgun kl. 17.00, á Selfossi á morgun kl. 16.00 og i Hveragerði á morgun kl. 13.30. Bræla á loðnu- miðunum BRÆLA hefur verið á loðnumiðunum undanfar- inn sólarhing og frá þvi á miðnætti 23. febr. hafa 7 skip tilkynnt um afla, alls 1300 tonn. Sólarhringinn á undan var ágætur afli skv. upplýsingum loðnunefnd- ar, sá næst bezti á vertíð- inni, en þá fengu 40 skip 14.300 lestir áður en fór að bræla á miðunum. Loðnuaflinn á vertíðinni er nú kominn í 262 þúsund tonn en í fyrra var hann um 60 þúsund tonnum meiri á sama tíma eða um 322 þúsund tonn. rekið hefðu stjórnvöld til að hefjast handa um aðgerðir, sem virtust beinast fyrst og fremst gegn launþegum. Föstudaginn 17. febrúar var haldinn fundur launamálaráðs og formanna BHM og voru þar rædd lög um efnahagsráðstafanir. Þar var samþykkt að vísa þvi til launa- málaráðs ríkistarfsmanna að taka ákvörðun um samstarf við samtök launþega um viðbrögð við þeim ákvæðum laga um efnahagsráð- stafanir, sem fela í sér skerðingu gildandi kjarasamninga. Launamálaráð rikísstarfs- manna ákvað að taka boði annarra launþegasamtaka um samstarf og tilnefndi tvo fulltrúa í samstarfsnefnd launþegasam- taka. Ákveðið var ' í samstarfs- nefndinni að efna til viðtækra fundarhalda um landið, jafnframt beindi samstarfsnefndin þeirri tillögu til samtakanna að boðað yrði til 2ja daga vinnustöðvunar 1. og 2. marz til að leggja áherzlu á kröfu um aó samningar fái að halda gildi sínu. Launamálaráð BHM samþykkti með öllum greiddum atkvæóum að hvetja til þátttöku í vinnustöðvuninni og fundahöldunum, þrír fulltrúar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Launamálaráð BHM hvetur því alla_ rfkisstarfsmenn innan Bandalags háskólamanna til að fjölmenna á sameiginlega fundi samtaka launþega og taka þátt f aðgerðunum 1. og 2. marz til að hrinda þessari árás á frjálsan samningsrétt og vernda kaupmátt launa. Sameiginleg krafa samtaka launafólks er: SAMNINGA t GILDI: KJÖRSEÐILL í prófkjöri Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi 4. - 5. og 6. marz 1978 Adolf Tómasson, tæknifræðingur Tjarnarstíg 2 Áslaug G. Harðardóttir, húsmóðir, Látraströnd 6 Auður Eir Guðmundsdóttir, húsmóðir, Melabraut 36 Erna Nielsen húsmóðir, Barðaströnd 11 Einnbogi Gíslason, skipstjóri, Barðaströnd 3 Guðmar E. Magnússon, verzlunarmaður, Barðaströnd 23 Guðmar Marelsson, sölustjóri, Unnarbraut 17 Guðmundur Jón Helgason, húsasmíðanemi, Líndarbraut 33 Guðmundur Hjálmsson, bifreiðastjóri, Lindarbraut 27 Helga M. Einarsdóttir, húsmóðir, Lindarbraut 26 Jón Sigurðsson, skrifstofumaður, Skólabraut 19 Jón Gunnlaugsson, læknir, Skólabraut 61 Jónatan Guðjónsson, vélvirki, Melabraut 67 Júlíus Sólnes, prófessor, Tjarnarbóli 8 Magnús Erlendsson, fulltrúi, Sævargörðum 7 Margrét Schram, húsmóðir, Látraströnd 21 Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri, Miðbraut 29 Skúli Júlíusson, rafverktaki, Skólabraut 13 Snæbjörn Ásgeirsson, framkvæmdastjóri, Lindarbraut 29 Athugið, kjósa skal fæst 5 og flest 7 með því aðtölusetja kjörseðilinn við nofn frambjóðenda í þeirri roð sem kjósandi vill að þeir skipi framboðslistann FÆST 5 - FLEST 7 Prófkjör Sjálf- stæðisflokksins á Seltjarnarnesi PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins kjósa hjá eftirtöldum kjörnefnd til bæjarstjórnarkosninga á Sel- armönnum: tjarnarnesi fer fram dagana 4., 5. Víglundi Þorsteins- og 6. marz n.k. Utankjörstaða- syni, Lindarbraut 39, Jóni Hákoni kosning hefst í dag, laugardag, og Magnússyni, Látraströnd 6, Guð- mun hún standa yfir þar til á mundi Hjaltasyni, Melabraut 51 föstudag 4. marz. Hægt er að og Hirti Hjartarsyni, Miðbraut 2. Frystihúsin í Eyj- um rekin með tapi frá miðju síðasta ári — segir Bjami Guðbjömsson „Útvegsbanki tslands hefur til- kynnt að hann trevsti sér ekki til að veita frvstihúsunum i Vest- mannaeyjum frekari fyrir- greiðslu.“ sagði Bjarni Guð- björnsson bankastjóri f samtali Frystihúsin í Eyjum: Viðræður við ráða- menn standa yfir UNDANFARNAR vikur hefur verið prófuð fyrri vélasamstæða og annar búnaður Kröfluvirkjun- ar og hafa öll tæki reynst vera í góðu lagi. 21. febrúar síðastliðinn gang- setti iðnaðarráðherra, dr. Gunnar Thoroddsen, aflvélar Kröfluvirkj- unar. Stöðug orkuvinnsla er hafin frá virkjuninni, og er framleiðsl- an nú 7—8 megavött. Þessi fyrsti áfangi Kröfluvirkjunar er að afli og orku álíka og Lagarfossvirkj- un. Verður nú stefnt að þvi að afla meiri gufu til þess að nýta að fullu vélakost virkjunarinnar. (Frá iðnaðarráðuneytinu) — segir Guðmundur Karlsson „ÚTVEGSBANKI Islands er búinn að tilkynna okkur, að hann treysti sér ekki lengur til að fjár- magna rekstur frystihúsanna f Vestmannaeyjum,“ sagði Guðmundur Karlsson frkvstj. Fiskiðjunnar h.f. f samtali við Mbl. f gær þegar hann var spurður um fjárhagsvandræði stærstu frystihúsanna i Eyjum. „Þetta þýðir," hélt Guðmundur áfram, „að við getum ekki haldið rekstrinum áfram án þess að fá fjármagnsf.vrirgreiðslu. Við eig- um nú viðræður við ráðamenn um þessi mál og m.a. ræðum við við Gunnar Thoroddsen i fjarveru Geirs Hallgrímssonar forsælisráð- herra. Útflutningsverðmæti sjávarafurða i Vestmannaeyjum á siðasta ári nam 7.3 milljörðum en reiknað er með að þessi frystihús sem um ræðir muni framleiða fyrir 2,5. milljarða á vetrarver- tiðinni nú. Við trúum þvi ekki enn að þessi frystihús þyki óþörf.“ Aðspurður sagði Guðmundur að rekstur frystihúsanna i E.vjum hefði verið ákflega erfiður siðan um gos enda fylgdu i kjölfar þess ástands ýmsar aukaverkanir og skakkaföll sem fyrirtækin hafa langt frá þvi komist yfir fjárhags- lega. Þá kvað hann það einnig hafa haft áhrif hve hráefni hefði farið minnkandi við Suðurströnd- ina. „Við teljum einnig að röng fisk- verðsákvörðun spili þarna inn i og að auki höfum við undanfarin ár haft heldur lélega samsetningu hráefnis miðað við aðra'' Aðspurður sagði Guðmundur að starfsfólki þessara helztu at- vinnuf.vrirtækja i Eyjum hefði ekki verið sagi upp störfum þar sem verið væri að kanna til fulls möguleika á úrlausn. við Mhl.. „en frá miðju slðasta ári hafa þau verið rekin með tapi sem nemur um 7—10% af veltu þeirra að því er okkur hefur verið tjáð. Við höfum veitt frystihúsun- um afurðalán og viðhótarlán svo og yfirdráttarheimildir og það er svo komið. að það vanlar mikið á að afurðalánin og viðhótarlánin dugi til að standa undir rekstrin- um, þau greiða varl nema fyrir hráefni og vinnu.“ Bjarni Guðbjörnsson sagði að staða frystihúsanna i Eyjum væri svipuð og sums staðar annars staðar. t.d. víða á Suðurnesjum. en t.d. á Vestfjörðum væru frysti- húsin betur á vegi stödd fjárhags- lega og e.t.v. betur undir það búin að taka skakkaföllum. Hann nefndi það einnig að frystihúsin í Eyjum hefðu ekki enn jafnað sig eftir áföll. sem þau urðu fyrir i gosinu 1973. þá hefðu mörg frysti- hús verið rekin án halla og það væri langt frá þvi að búið væri að bæta þeim upp það sem þau misstu úr vegna stöðvunar i gos- inu. Einnig nefndi Bjarni Guð- björnsson að ekki hefði enn verið búið að úlhluta þeim 500 milljón- um sem lofað hefði verið á siðasta hausti af ríkisstjórninni til að- stoðar við frystiiðnaðinn og til viðbótar væri ráðgert aö úthluta á þessu ári um 350 milljónum. en eftir væri að ráðstafa þessu fjár- magni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.