Morgunblaðið - 16.03.1978, Side 3

Morgunblaðið - 16.03.1978, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1978 3 „VIÐ fengum fyrstu vítn- eskju um eldinn í flugvélinni frá mönnum í snjóruðnings- deild okkar, sem voru að störfum úti á flugvellinum. Fyrsti bíll frá okkur, sem alltaf er staðsettur úti á flugbrautunum við flugtök og lendingar, fór auðvitað beint á vettvang og fóru menn á Hægri vængoddurinn rakst í flugbrautina og allt varð að einu báli honum í að hjálpa áhöfninni út úr flugvélinni. Allt slökkviliðið fór svo á staðinn og ætli það hafi ekki liðið um hálf mínúta frá því fyrsta kallið kom, þar til allir voru lagðir af stað. Þegar við komum að flugvélinni var hún alelda og ekki um það að ræða að bjarga henni, en við lögðum kapp á að verja vinstri vænginn og það tókst. Slökkvistarfið sjálft tók rétt innan við hálftíma," sagði Sveinn Eiríksson slökkviliðs- stjóri á Keflavíkurflugvelli í samtali við Mbl. í gær. „Svo virðist, sem hjóla- búnaðurinn hægra megin hafi brotnað og hjólabúnað- urinn vinstra megin þá gefið sig,“ sagði Sveinn. „Vængirn- ir eru allir einn bensíntankur og þeir voru fullir af 145 okteina flugvélabensíni, enda flugvélin að fara í loftið. Þegar hægri vængoddurinn rakst í flugbrautina sprakk bensíntankurinn í loft upp og bensínið lak út og allt varð að einu báli. Við slökkistarfið notuðum við léttvatn og þurfti um 4000 lítra af því til að slökkva í flugvélinni, verja' vinstri vænginn og slökkva ýmsa smáelda, sem loguðu í hlut- um úr brakinu. Léttvatninu er blandað saman við vatn í hlutfallinu einn á móti tíu, þannig að til slökkvistarfsins þurftum við um 40 lítra af vatni.“ Flugvélin sem eyðilagðist í eldinum. Ljósmi Baldur Sveinsson. Slökkviliðinu á Keflavíkurflug- velli tókst að verja vinstri vænginn. Ljósm> Varnarliðið. í slökkviliðinu á Keflavík- urflugvelli eru 68 menn og ræður það yfir 16 bílum. Um 20 slökkviliðsmenn eru á vakt í einu, en auk þeirra tóku menn úr hliðardeildum slökkviliðsins; snjóruðnings- deild og loftvöruflutninga- deild, þátt í slökkvistarfinu og notuðu þeir til þess níu bíla, auk þess sem menn frá slökkviliðinu í Keflavík komu á vettvang með einn tankbíl. „Það má segja, að starf okkar hafi tekizt vonum framar, þar sem okkur tókst að bjarga vinstri vængnum," sagði Sveinn, „en upp úr gnæfir þó björgun allrar áhafnarinnar." Slökkviliðið á Keflavíkur- flugvelli hefur nokkrum sinn- um hlotið verðlaun sem bezta slökkvilið á vegum banda- ríska sjóhersins og á síðasta ári var það valið bezta slökkviliðið allra herja, sjó- hers, landhers og flughers, Bandaríkjanna og eitt af tíu beztu slökkviliðum Banda- ríkjamanna og Kanada. Flugvélin, sem eyðilagðist í eldinum, var af gerðinni DC 121. Varnarliðið hefur jafnan þrjár slíkar á Keflavíkurflug- velli og tvær til viðbótar í Florida og mun vél þaðan koma í stað þeirrar, sem eyðilagðist í gær. Varnarliðið gat í gær ekki gefið Mbl. upplýsingar um verðmæti flugvélarinnar, sem eyðilagðist, né tækja- búnaðarins, en þessar flug- vélar eru búnar miklum og margbreyttum radartækjum, enda notaðar sem hreyfan- legar radíóstöðvar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.