Morgunblaðið - 16.03.1978, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1978 7
r 1
Friðun
landhelgi af
erlendri
veiðisókn
Núverandi ríkis-
stjórn færði fiskveiði-
lögsögu okkar út í 200
sjómílur. Hún fylgdi
þessum lokaáfanga
okkar til fullra yfir-
ráða yfir landgrunn-
inu eftir með þeim
hætti, að margra alda
veiðisókn brezkra og
vesturþýzkra á ís-
landsmið er úr sögunni
í dag. Sá mikilvægi
sigur er og verður
áhrifamesta vernd of-
veiddra nytjafiska,
sem mikilvægt er að
nái á ný eðlilegri stofn-
stærð, er gefi hámarks-
afrakstur í þjóðarbú
okkar í náinni framtíð.
En sagan er ekki þar
með fullsögð. Jafn-
hliða tókst að tryggja
íslenzkum sjávarafurð-
um greiðari leið á
Evrópumarkað með
lækkun og niðurfell-
ingu ýmissa tollmúra
EBEríkja. í þessu
mikilvæga máli, er
varðar afkomu og fjár-
hagslegt sjálfstæði
þjóðarinnar um langa
framtíð, hafa íslenzk
l^stjórnvöld, studd af
um á sviði hafréttar
mála, unnið þann sig-
ur, sem skráður verður
gullnu letri á spjöld
þjóðarsögunnar.
Friðunar-
aðgerðir
í kjölfar sigra í land-
helgismálum hefur
verið gripið til marg-
háttaðra friðunar
aðgerða heimafyrir.
Má þar nefna lokun
hrygningarsvæða og
uppeldissvæða ung-
fisks (bæði skyndi- og
langtímalokanir),
tímabundnar veiði-
stöðvanir hjá fiskveiði-
flotanum, ströng
ákvæði um möskva-
stærð og veiðarfæri,
tilraunaveiði og
vinnslu lítt nýttra fisk-
tegunda, til að létta
veiðisókn af ofveiddum
tegundum. Veiði loðnu
allt árið, með tilheyr
andi árangri fyrir fisk-
bræðslur nyrðra, og
raunar þjóðarbúið í
heild, er árangur
þeirrar viðleitni. Eng-
inn sjávarútvegs-
ráðherra hefur fylgt
friðunarsjónarmiðum
jafn fast og Matthías
Bjarnason, þó hann
hafi ekki misst sjónar
á atvinnulegri og efna-
hagslegri þýðingu fisk-
veiða fyrir sjávarpláss
og þjóðarbúið á líðandi
stund. En stærsta fisk-
verndin er, sem fyrr
segir, friðun íslenzkra
fiskimiða af erlendri
veiðisókn.
Sjávarút-
vegurinn og
þjóðarkjörin
Fiskveiðar og fisk-
vinnsla eru og verða
um langan aldur lang-
drýgsta tekjulind þjóð-
arinnar. Þessar at-
vinnugreinar eru
hreint út sagt megin-
uppistaða þeirrar verð-
mætasköpunar í þjóð-
arbúinu, sem lífskjör
þjóðarinnar grundvall-
ast á, og þeirrar
gjaldeyrisöflunar, sem
ber uppi innflutning
nauðþurfta okkar (um
40% nauðþurfta okkar
eru innfluttar), inn-
flutta fjárfestingavöru
og rís undir erlendri
skuldasöfnun okkar,
sem verið hefur óhóf-
lega mikil. Útfærsla
fiskveiðilandhelginnar
og ráðstafanir til
verndunar fiskstofn-
um vóru því tímabærar
stjórnvaldsaðgerðir
núverandi ríkisstjórn-
ar.
Allir viðurkenna
gildi sjávarútvegs fyr-
ir íslenzkt þjóðarbú og
almannaheill. Þegar
kemur að hinu að
tryggja rekstrar
grundvöll fiskvinnsl-
unnar, sem hafði að
hluta til stöðvast og
var sem heild á barmi
rekstrarstöðvunar,
náði skilningurinn
ekki jafn langt, því
miður. Stöðvist fisk-
vinnslan fæst að vísu
fram „friðunargjörð44,
varðandi veiðisókn, en
verðmætasköpun og
gjaldeyrisöflun stöðv-
ast, sem þýðir innreið
atvinnuleysis og kjara-
rýrnun. í ljósi þessar-
ar staðreyndar verður
að líta efnahags-
ráðstafanir núverandi
ríkisstjórnar. Engin
ríkisstjórn grípur til
slikra ráðstafana að
gamni sínu með tvenn-
ar kosningar framund-
an. Annarra kosta var
einfaldlega ekki völ, ef
tryggja átti að hjól
atvinnulífsins snerist
áfram.
Sjálfstæðis-
menn í
fararbroddi
Sjálfstæðismenn
hafa verið í farar
broddi sóknar í land-
helgismálum allt frá
því að landgrunnslög-
in vóru sett, 1948, en á
þeim hafa allar síðari
gjörðir okkar í þessum
efnum verið byggðar.
Það var Ólafur Thors
sem réð hafréttar-
fyæðinginn Hans G.
Andersen í þjónustu
íslenzka ríkisins til að
undirbúa sókn okkar á
þessum vettvangi, en
hann hefur verið far-
sæll ráðgjafi íslenzkra
stjórnvalda síðan.
Illutur Sjálfstæðis-
flokksins og forsætis-
og sjávarútvegs-
ráðherra hans í loka-
áfanganum, 200 mílun-
um, og samningum, er
leiddu til lykta brezkr-
ar og vesturþýzkrar
veiðisóknar, er mönn-
um í svo fersku minni,
að óþarfi er að árétta
hann sérstaklega. Mbl.
hefur frá upphafi bar-
izt eindregið fyrir út-
færslunni í 200 mflur.
Það kemur því spánskt
fyrir sjónir er einn af
þingmönnum
F ramsóknarf lokksins
reynir að gera lítið úr
hlut Sjálfstæðis-
flokksins á þessum
vettvangi á flokks-
þingi Framsóknarfl.
Slík iðja er máske
mannleg en alls ekki
stórmannleg. Hún
skiptir og litlu máli til
lengri tima litið.
Staðreyndirnar tala
sínu máli nú og
framvegis, hvað sem
líður tísti slíkra.
Lang
og miöbylgja
Bæði fyrir rafhlöður
eða venjulegan straum
Verð aðeins kr
S PHILIPS
heimilistæki sf
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655
Svipmyndir
á svipstundu
Svipmyndir í hvert skírteini
Svipmyndir sf.
Hverfisgiku 18 • Gegnt Þjóðleikhúsinu
ÓSKAGJÓFIN er
VASAREIKNIVEI
:9IOO
SKRIFSTOFDVELAR H.F.
\u/
Hverfisgötu 33 Simi 20560
AKUREYRI
— ítölsk hátíð —
í Sjálfstæðishúsinu Akureyri,
sunnudaginn 19. marz.
★ Kl. 19.30 Hátíðin hefst með borðhaldi.
ítalskur veizlumatur.
Verð aöeins kr. 2.850,-
★ Ferðaáætlun Útsýnar lögð fram og kynnt.
★ Sýndar verða myndir frá hinum vinsælu sólarströnd-
um Spánar, ítalíu, Grikklands og Júgóslavíu.
★ Eiríkur Stefánsson og Helga Alfreðsdóttir syngja
við undirleik Áskels Jónssonar.
★ Nemendur úr Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar á
Akureyri sýna nýjustu dansana.
★ Fegurðarsamkeppni — UNGFRÚ ÚTSÝN 1978 —.
Forkeppni. Ferðaverðlaun að upphæð kr
1.000.000-
★ Ferðabingó. Spilað verður um þrjár sólarlandaferðir
með Útsýn.
★ Dansað til kl. 1
★ Missið ekki af óvenju glæsilegri og spennandi, en
ódýrri skemmtun.
★ Hátíðin hefst stundvíslega og borðum verður ekki
haldið eftir kl. 19.30.
★ Munið, alltaf fullt hús og fjör hjá Útsýn.
★ ENGINN AÐGANGSEYRIR.
AÐEINS RÚLLUGJALD.
Veriö velkomin. Góöa skemmtun.
Kriitín Aðalsteinsdóttir, deiktarstjóri hópferóa-
daildar Útsýnar veróur til viótals og gefur
upplýsingar um feróir Útsýnar 1978 í verzlun-
inni Bókaval, minudaginn 20. marz kl. 1—5.