Morgunblaðið - 16.03.1978, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 16.03.1978, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1978 QLÖM VIKUNNAR UMSJÓN: ÁB. Blóm í beðjaðra og breiður Hinn silfurgrái loðni fjaðurskipti silfurkambur er tilvalin jurt bæði í beðjaðra og stórar breiður vegna hins sérkennilega litar. Nafn dregur hann af hinum kambskiptu blöðum sem eru allstór með þéttum ljósum hárum báðum megin. Stöngull harður neðst og greinóttur. Silfurkambur er ræktaður sem einær jurt og má fjölga honum með græðlingum og fræsán- ingu. Er þá sáð til hans *inni og jurtin gróðursett út í garðana þegar tíð er orðin góð. Einar Helgason garðyrkjumaður ræktaði silfurkamb en um langt árabil hefur hann verið sjaldséður þangað til ný- lega að garðyrkjustöðvar tóku til að rækta hann og þrífast hér prýðiiega móti sól í sæmilegu skjóli. Þetta er eiginlega ein tegund, stundum kölluð skrautnál og afbrigði af henni. Hæðin er aðeins 10—20 sm. Blómin eru mjög smá en mörg saman í klasa og hunangsilmur af þeim. Algengast hér er afbrigðið Benthamii compactum lágt og þétt- vaxið með snjóhvítt blóm. Annað algengt afbrigði er Violet queen með fjólublá blóm. Þá eru einnig til afbrigði með mislit blöð. Nálablómin eru mjög hentug í bryddingar og breiður og þurfa að gróðursetjast all þétt, en með því móti geta þau myndað fallegar lágar breiður þegar kemur fram í júlí mánuð. Ef visin blóm eru numin Silfurkambur — Cineraria maritima hafa á boðstólum á vorin. En þið getið einnig sáð til hans sjálf. Vísindanafnið er: Senecio maritima eða Cineraria maritima og skal nota það ef pantað er fræ frá útlöndum. Silfur- kambur er eingöngu ræktaður vegna blaðanna en litur þeirra og lögun eru góð tilbreyting, grænka og skrautleg blóm fara vel við hinn silfur- gráa lit. Sumir rækta silfurkamb sem innijurt, flytja litlar jurtir úr garðinum inn þegar líða tekur á sumar. Nálablómin eða garða- nálarnar (Alyssum maritima) eru lágvaxnar jurtir með djúpar rætur. Vaxa oft í smábrúskum. Blöðin eru smá og gráleit af stjörnuhárum. En aðalskaut þessarar jurtar eru hvít eða ljósfjólublá blómin. Þessi nálablóm eru einærar jurtir sem burt jafnóðum eða klippt ofan af þegar flest blóm eru fallin getur jurtin blómgast að nýju ef tíð er góð. Nálablómin geta einnig farið vel í steinhæð og þá sérstaklega bergnálin (Alyssum saxatile) sem er fjölær, hálfrunnakennd og ber mikinn fjölda af gulum blómum. Hið himinbláa brúðarauga (Lobelia) bláklukkuættar er einnig ágætt í Iágar breiður og bryddingar. Einær jurt sem sá þarf til snemma, mun fyrr en til skrautnál- ar. Ýmis afbrigði eru til, sum dökkblá, önnur fagurblá eða jafnvel hvít, Einnig hæf sem stofujurt. Ættuð frá S-Afríku en nálablómin frá Mið- jarðarhafslöndunum, silfurkambur frá Suður- Evrópu. Jú, margt þrífst á íslandi ef hlúð er að því! I.D. Margeir og Larsen eigast við í síðustu umferð Reykjavíkurskákmótsins. Ljósm Konráð S. Konráðsson. Larsen lagður að velli Ein af þeim skákum, sem hvað mesta athygli vakti á Reykjavikurskákmótinu var viðureign Margeirs Pétursson- ar og Bent Larsens í síðustu umferð. Larsen hafði tapað tveimur næstu skákum á undan og þar með forystunni í mót- inu, en með jafntefli eða sigri gegn Margeir hefði Larsen hafnað í efstu sætunum. Svo fór að Margeir vann skákina ör- ugglega og varð Larsen að láta sér lynda að dcila 3.-6. verð- launum með þeim Friðrik Olafssyni. Hort og Lombardy - að vísu ekki í kot vísað meö félagsskapinn, en engu að si'ður úrslit, sem fáir reiknuðu með og sennilcga sízt Larsen sjálf- ur, sem kominn var með hálfs annars vinnings forskot á tímabili. Þessi örlagarika skák fer hér á eftir með skýringum Margeirs Péturssonar. Hvítti Margeir Pétursson Svarti Bent Larsen Katalan hyrjun 1. c4 - e6, 2. g3 - Rf6, 3. Bg2 - d5, 4. RÍ3 - Be7 (4.... dxc4 er vafalaust örugg- asta leið svarts til tafljöfnunar í þessari stöðu) 5. 0-0 - 0-0, 6. d4 - Rbd7, 7. Dc2 - c6, 8. Hdl (Þessum leik er sérstaklega beint gegn næsta leik svarts. Það liggur í augum uppi að eftir 8. b3 — b5 er 9. cxb5 ekki eins hagstætt hvítum og í skákinni, því að eftir opnun c-línunnar gæti svartur náð fótfestu á c3) b5!? (Larsen hafði af skiljanlegum ástæðum ekki áhuga á hinu hefðbundna rólega framhaldi 8.... b6, 9. b3 - Bb7, 10. Bb2 - Hc8,11. Rc3 - Dc7,12. Hadl) 9. cxb5! (Þessi leikur hefur ekki áður komið fyrir í tefldri skák. Hann er þó án efa sterkasti leikur hvíts í stöðunni. Eftir 9. b3 — bxc4, 10. bxc4 — Ba6 hefur svartur náð því takmarki sem hann setti sér með 8.... b5 og eftir 9. c5 — Re4, 10. Rc3 — f5 Skák eítir MARGEIR PfeTURSSON er hrókurinn á dl illa fjarri góðu gamni á kóngsvæng) cxb5,"10. Dc6 - Hb8. 11. Bf4 - Hb6. 12. Dcl (Mun lakara væri 12. Dc2, þvl að eftir 12.... Bb7!, 13. Bc7? - Dc8 er það hvítur sem tapar liði) Re8 (Eftir 12.... Bd6, 13. Rc3 - a6 getur hvítur unnið úr stöðuyfir- burðum sínum á skemmtilegan hátt: 14. a4! - b4, 15. a5 - Hc6. 16. Bxd6 - Hxd6, 17. Rbl! og svartur er í mikilli klemmu. T.d. hótar hvítur 18. Dd2 í stöðunni) 13. Rbd2 - Bb7 (13.... a5, 14. a4 bætti ekki stöðu svarts) 14. Rb3 - IIc6, 15. Dd2 - b4 (Hvítur hótaði Ra5) 16. Hacl - Db6, 17. Rel! (Báðir riddarar hvíts stefna nú á aðalveiluna í svörtu stöðunni, c5 reitinn) Ref6 (Þessi leikur hefur verið mjög gagnrýndur. Það er þó vel skiljanlegt að svartur hafnaði framhaldinu 17.... Rd6, 18. Bxd6 - Bxd6, 19. Rd3 - Hfc8, 20. e3, því að þá njóta hvítu riddararnir sín mjög vel, vegna þess hversu staðan er lokuð. Hvítur stendur einnig betur eftir 17.... Bd6, 18. Rd3, vegna þess hve riddarar hans eru fljótir að hertaka c5 reitinn.) 18. Rd3 - Re4? (Grófur afleikur sem leggur svörtu stöðuna í rúst. Bezt var 18.... Hfc8, þó að hvítur standi samt sem áður betur eftir 19. Rbc5! — a5, 20. a3!) 19. Bxel — dxe4, 20. Rdc5! (Larsen virðist gjörsamlega hafa yfirsést þessi einfaldi leikur) Bc8! (Bezta vörnin. Svartur komst ekki hjá því að gefa peð. Reyndar rambaði hann þegar á barmi glötunar eins og eftirfar- andi afbrigði sýna: a) 20.... Rxc5, 21. dxc5! — Bxc5? 22. Rxc5 — Hxc5, 23. De3 og vinnur skiptamun. b) 20.... Rf6?, 21. Rxb7 — Hxcl, 22. Hxcl — Dxb7, 23. Hc7 c) 20.... Hd8, 21. Ra5!! — Rxc5, 22. Rxc6 — Dxc6, 23. De3! og vinnur skiptamun.) 21. Rxe4 - IId8, 22. d5 (Staðan fyrir þennan leik var sú sem olli mér mestum heilabrot- um í skákinni. Ég leitaði alllengi að afgerandi framhaldi, en komst að raun um að hinum nærtæka leik 22. De3 getur svartur svarað með Bb7 og hefur þá vissa mótspilsmögu- leika, sem byggjast aðallega upp á hvítreitabiskup hans, sem gæti á hverri stundu vaknað til lífsins. Hvítur yrði þá fyrr eða síðar að leika f2-f3, en við það yrði peðið á d4 valt í sessi. Það varð því úr að ég ákvað að gefa svörtum kost á að einfalda taflið. Það var einnig mjög freistandi að leika þvingandi leikjum, því að þá hafði Larsen engan kost á því að neyta aflsmunar) exd5, 23. Hxc6 - Dxc6, 24. Dxd5 — Dc2?! (Hér átti ég u.þ.b. sjö mínútur eftir, en Larsen stundarfjórð- ung. Flestir skákmenn hefðu því vafalaust kosið framhaldið 24.... Dxd5, 25. Hxd5 - Bb7, 26. Hd4 - Rf6, 27. Rxf6+ - Bxf6, 28. Hxd8+ — Bxd8. í því endatafli sem þá kemur upp hefur svartur vissa jafnteflis- möguleika, sem byggjast upp á biskup.apari hans. Möguleikar hvíts til vinnings eru þó allgóð- ir, hann getur leikið 29. Rcl og stillt riddaranum síðan upp á d3, þar sem hann er stórveldi. Því væri síðan hægt að fylgja eftir með f3 og e4, en að loknum þeim leikjum verða jafnteflis- möguleikar svarts að teljast mjög litlir ef þeir eru þá fyrir hendi) 25. IIcl I)xe2? (Tapleikurinn. Síðasti möguleiki svarts var 25.... Dxb2. Þá gengur, 26. Hxc8 tæplega vegna 26.... Hxc8, 27. Dxd7 — Dbl+ og nú yrði hvítur að leika 28. Bcl — Hxcl+ 29. Rxcl — Dxcl+, en eftir 30. Kg2 - Bf8, 31. Dxa7 - B3! hefur hann mjög takmark- aða vinningsmöguleika. Bezt eftir 25.... Dxb2 er 26. Rg5! Bxg5, 27. Bxg5 - He8, 28. Hxc8 - Hxc8, 29. Dxd7 - Dbl+ 30. Kg2 - De4 31. Kh3 - He8, 32. Rd4 og hvítur hefur tvo menn fyrir hrók og vinningsstöðu) 26. Rd4! (Því hefur verið haldið fram að hvítur hafi einnig getað unnið með 26. Hxc8. Það er þó fráleitt, því að eftir 26.... Hxc8, 27. Dxd7 — Del+ er það svartur sem stendur með pálmann í höndunum.) Dxb2 (26.... Da6 var einnig haldlaust vegna 27. Rf5 — Bf8, 28. Bg5 — He8, 29. Rcd6 og svartur tapar miklu liði) 27. Rc6. Hér sá Larsen sitt óvænna og féll á tíma, enda blasir mikið liðstap við honum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.