Morgunblaðið - 16.03.1978, Side 14

Morgunblaðið - 16.03.1978, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1978 TEKKOS LOVAKIA tengsl við Vesturlönd með þá Benes og Masaryk í fararbroddi og einnig á ýmsa kommúnista- leiðtoga eins og Gottwald. Hvað sem því líður samþykkti stjórn landsins einróma 4. júlí, án samráðs við Sovétríkin, að gerast aðili að Marshalláætluninni. Þessi fregn kom eins og þruma úr heiðskíru lofti í Moskvu. Gottwald var þegar boðið til fundar í Moskvu. Hann flaug þangað 7. júlí ásamt Masaryk og Stalin var viti sínu fjær á fundi þeirra í Kremi. Gottwald sagði Masaryk er hann kom heim, að hann hefði aldrei séð Stalin svo æfan. Síðar um daginn var ríkisstjórnin í Prag kölluð saman til aukafundar og Gottwald gerði símleiðis grein fyrir viðbrögðum Stalins. Nokkrum klukkustund- um síðar samþykkti ríkisstjórnin einróma að hafna boðinu um Þá féll nótt á 09 járntjaldið SÍÐARI GREIN eftir INGVA HRAFN JÓNSSON Vandamálin hrönnuðust upp hjá. Benes. Tékkóslóvakía hafði ekki farið illa út úr stríðinu: Prag var nær ósnortin og iðnaðurinn í landinu tiltölulega vel settur. Atvinnuleysi og skortur á nauð- synjum voru verulegt vandamál veturinn 1945—46 og kommúnist- ar kunnu að nota sér öngþveitið og óánægjuna, sem því fylgdi. Þegar fyrstu þingkosningarnar voru haldnar í maí 1946 hlutu kommúnistar 38% atkvæða og 114 af 300 þingsætum. Mesta gleði andsæðinganna vakti að kommúnistum skyldi ekki takast að ná hreinum meirihluta. Þjóðernissósíalistaflokkur Benes- ar hlaut 18.2% atkvæða, kaþólski þjóðarflokkurinn 15.8% og jafn- aðarmannaflokkur Fierlingers 12.8% atkvæða. Sú gleði breyttist fljótt í sorg, er Fierlinger til- kynnti að hann ætlaði að ganga í bandalag með kommúnistum. 39 sæti hans tryggðu kommúnistum stuðning 153 þingmanna alls og hreinan meirihluta á þingi. And- stæðingar hans gáfu honum nafnið „Grafarmaður lýðræðis í Tékkóslóvakíu", en kommúnistar veittu honum alla þá viður- kenningu, sem þeir gátu. Benes forseti komst nú ekki hjá því að skipa Gottwald forsætis- ráðherra nýrrar stjórnar. Gott- wald valdi sér 25 ráðherra, þar af 9 kommúnista og þrjá jafnaðar- menn, og taldi þannig að hann gæti með atkvæði sínu haft tryggan meirihluta innan stjórn- arinnar. Ekki var nú annað að sjá, en að kommúnistaflokkurinn í landinu væri á góðri leið að koma á sovézkum kommúnisma í Tékkóslóvakíu með þingræðisað- ferðum, sem enginn gat mælt gegn. Markmiðið fjarlægist • En Tékkóslóvakar hafa löngum verið óútreiknanleg þjóð og þegar lokaðist j # > r- BERLIN s EAST J GERMANY < WARSAW® POLAKD S + 1.PRAGUE GERMANY'% ° munich \ V!ENNA®1*BRATISLAV$ ~A U“VS T RIA ---- »%BUDAPEST/ s f / _A HUNGARY i s . iialy , v ____/ RUMANIA VENICE 2AGREB* JUGOSLAVIA \ *« BELGRADE# Mites 100 Tékkóslóvakía innan járntjaldsins. árið 1947 var gengið í garð voru bæði valdamenn í Moskvu og leiðtogar kommúnista í Tékkó- slóvakíu farnir að hafa verulegar áhyggjur af framvindu mála. Þrátt fyrir þingmeirihluta kommúnista virtist lítið hafa miðað í átt að æðsta markmiðinu: að útrýma lýðræði og þeim stefnumiðum í þjóðmálum, sem samrýmdust ekki línu kommún- ista. Markmiðið hafði í raun fjarlægzt. Vandamál komu upp á sviði utanríkismála og í fyrsta skipti frá því Vesturveldin kölluðu heri sína heim svöruðu þau sókn Sovétríkjanna í Evrópu. 22. maí gaf Truman Bandaríkjaforseti yfirlýsingu, sem síðan hefur verið nefnd Trumankenningin um um- fangsmikla hernaðar- og efna- hagsaðstoð við Tyrkland og Grikkland. Bandaríkjamenn ótt- uðust að uppreisn kommúnista í Grikklandi, með stuðningi stjórna Júgóslavíu, Búlgaríu og Albaníu, gæti leitt til valdatöku þeirra þar í landi og voru tilbúnir til beinnar íhlutunar ef nauðsyn krefði til að koma í veg fyrir það. Tyrkland fékk aðstoð til að geta betur staðizt þrýsting Sovétríkj- anna og veita mótspyrnu ef Grikkland færi undir stjórn kommúnista. Tveimur vikum síðar kynnti George C. Marshall hershöfðingi Marshalláætlunina um efnahags- aðstoð Bandaríkjanna við Evrópu. Hann bauð Aust- ur-Evróþuþjóðum til fundar, sem halda átti í París um sumarið til að hrinda áætluninni í framkvæmd. Já en síðan nei Víst er talið að Trumankenn- ingin og Marshalláætlunin hafi haft djúpstæð áhrif á þá aðila í Tékkóslóvakíu, sem aðhylltust aðild að Marshalláætluninni. Þjóðinni var tilkynnt að aðild hefði verið hægt að túlka sem fjandskapur í garð Sovétríkj- anna. Sovétríkin létu Tékkó- slóvakíu í té 200 þúsund lestir af hveiti í sárabætur. Eftir óveðrið í Moskvu biðu aðrar óveðursblikur Gottwalds við heimkomuna. Mjög hafði dregið úr fylgi kommúnista og stjórnmálamenn voru farnir að gera sér sterkar vonir um að kommúnistar myndu missa meirihluta sinn í kosningunum, sem fram áttu að fara um sumarið 1948. Astæðurnar voru margvíslegar. Óánægjan með efnahagsmálin hafði snúizt gegn kommúnistum eftir að Gottwald varð forsætisráðherra. Margir miðstéttarmenn voru andvígir hinni miklu þjóðnýtingu iðnaðar, sem kommúnistar höfðu staðið fyrir allt að 60% af verksmiðjum og iðnfyrirtækjum höfðu verið þjóðnýtt. Valdníðsla lögreglu og ínnanríkisráðuneytisins var far- in að segja til sín og um leið hjaðnaði hefndarhugur þjóðar- innar í garð „svikaranna". Alvar- legra vandamál var fyrir Gott- wald að Jafnaðarmannaflokkur- inn var farinn að snúast gegn honum og á flokksþingi í nóvember var Fielinger felldur við formannskjör og eftirmaður hans kjörinn Lausman innan- ríkisráðherra, sem talinn var lengra til hægri. í Slóvakíu átti kommúnistastjórn Husaks í vök að verjast gegn Lýðræðis- flokknum. { heild hafði þessi þróun það í för með sér, að kommúnistar misstu sjónar á æðsta markmiði sínu, friðsamlegri og þingræðis- legri valdatöku. Gottwald hafði vonað að samstarf hans við jafnaðarmenn myndi tryggja mikinn sigur í kosningunum 1948 og þar með endalok áhrifatíma- bils Benesar og stuðningsmanna hans. Benes var þá orðinn maður sjúkur eftir alvarlegt hjartaáfall í júlí. Stefnubreyting í ljósi þessu var breytt um stefnu, horfið frá lýðræðishug- sjónum og stefnt til beinna og harkalegra aðgerða. Gottwald gat ekki hætt á ósigur heima fyrir eftir að hafa sloppið óskaddaður frá bræði Stalins. Husak lét fyrst til skarar skríða er hann tilkynnti í Slóvakíu að komizt hefði upp um samsæri um föðurlandssvik og lét handtaka 380 manns, sem flestir voru flokksbundnir í Lýðræðisflokkn- um. Skömmu síðar lét hann stjórnina alla segja af sér. Ný stjórn var mynduð, þar sem kommúnistar voru í minnihluta, en Husak hafði tekizt að koma af Valerin Zorin, aðstoðarutan ríkisráðherra Sovétríkjanna, sem kom til Prag til að hafa yfirumsjón meö byltingunni, sagöist vera kominn til aö semja um kornkaup. Benes forseti, til vinstri, við valdatöku stjórnarinnar 25. febrú- ar 1948, sem hann nauðugur varö að viðurkenna. Zapotocky aöstoöarforsætisráöherra og síð- ar forseti undirritar eiðstafinn. stað upplausnarástandi. A mið- stjórnarfundi í Prag síðast í nóvember lýsti Gottwald því yfir að ástandið á alþjóðavettvangi færi versnandi, erlend aftur- haldsöfl ógnuðu Tékkóslóvakíu og innlend afturhaldsöfl væru á kreiki í stjórnarandstöðuflokkunum. Þannig hefðu þjóðernissósíalistar og kaþólski þjóðarflokkurinn tekið þátt í „fasistasamsærinu" í Slóvakíu. EJér tók Gottwald upp sömu baráttuaðferð og leiðtogar annarra A-Evrópuríkja höfðu notað. Hveitibrauðsdagarnir frá 1945 voru á enda og stríð framundan. Árið 1948 gekk í garð og færði fleiri slæmar fréttir, sem aðeins urðu til að herða kommúnista í þeim ásetningi sínum að ganga að lýðræðisöflunum dauðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.