Morgunblaðið - 16.03.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.03.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1978 15 Skoðanakönnunardeild innan- ríkisráðuneytisins tilkynnti að kannanir sýndu að kommúnistar myndu aðeins fá 28% atkvæða við kosningarnar í maí, sem táknaði 10% fylgistap. Við kosn- ingar til stúdentaráða í desember höfðu kommúnistar aðeins fengið 20% atkvæða. Flokkurinn var að missa unga fólkið. Tími aðgerða var runninn upp og miðstjórn flokksins hóf undir- búning að byltingunni með stofn- un byltingarráða í verksmiðjum, sveitum, þorpum og bæjum. Innanríkisráðuneytið lét veita helztu leiðtogum lýðræðissinna eftirför og margir voru hand- teknir án skýringa. Njósnamál, sem var sagt tengt bandaríska sendiráðunautinum í Prag, var upplýst af öryggislögreglunni og ástand spennu og taugaóstyrks varð allsráðandi í Prag. Þingheimur varð æfur og krafðist þess að foringjarnir átta yrðu settir í embætti sín á ný og samþykkti vítur á Nosek. Gott- wald og Nosek höfðu þessa samþykkt að engu og þar með var mælirinn fullur. 18. febrúar sögðu 12 ráðherrar samsteypu- flokkanna af sér og felldu þar með ríkisstjórnina. Benes forseti neitaði að taka lausnarbeiðni ráðherranna til greina í fyrstu og miklar samningaviðræður fóru fram næstu daga. Stjórnmálaráð kommúnistaflokksins sat á stöð- ugum fundi á heimili Gottwalds og var í beinu símasambandi við innanríkisráðuneytið og sovézka sendiráðið í Prag. 19. febrúar urðu þáttaskil í þessari stjórnmálakreppu, er Valerin Zorin, aðstoðarutanríkisráðherra Sovét- ríkjanna, kom óvænt í heimsókn stjórnarandstöðunnar gætu Sovétríkin neyðzt til að ábyrgjast sjálfstæði Tékkóslóvakíu ot taka þar með landið undir sinn vernd- arvæng. Zorin talaði aldrei beint um hernaðaríhlutun, en eftir komu hans voru öll störf Benesar og bandamanna hans unnin í skugga ógnunar um innrás eða borgarastyrjöld. En þetta var ekki eina ógnunin, sem Benes þurfti að horfast í augu við. Kommúnistar höfðu í byltingarundirbúningi sínum kallað út vopnaðar sveitir alþýð- unnar. Foringi alþýðusveitanna var Josef Pavel hershöfðingi og hægri hönd hans Josef Smir- kovsky. Ludvik Svoboda hers- höfðingi, sem tekið hafði við embætti varnarmálaráðherra í stjórninni 1945 sem fulltrúi utanflokkahópa, var einnig á bandi byltingarmanna. 20. febrú- Rudolf Slanzky Jan Masaryk á líkbörunum Benes veröur undan aö láta er Gottwald sýnir honum lista meö nokkur ihundruö nöfnum „afturhaldsmanna" sem hann segir veröa hætta búin undirriti forsetinn ekki stjórnarlistann. ar lýsti Smirkovsky yfir „orrustuástandi" og tilkynnti að allir 7000 álþýðuvarðliðarnir í Prag fengju 200 skot í riffla sína daginn eftir og fregnin fór eins og eldur í sinu um landið. Samtímis fyrirskipaði stjórn- málaráð kommúnistaflokksins að hafinn skyldi undirbúningur að því að hreinsa afturhaldsöfl úr röðum stjórnarandstöðunnar. Svoboda og herinn Benes átti ekki margra kosta völ. Eina aflið, sem staðið gat gegn kommúnistum, var herinn undir stjórn Svoboda. Benes kallaði Svoboda á sinn fund og spurði hann hvort herinn myndi standa með stjórninni ef alþýðu- varðliðarnir gerðu tilraun til að hrifsa völdin. Svoboda svaraði því til, að herinn yrði stjórninni trúr ef hann fengi skrifaða skipun frá forsetanum um að. leggja til atlögu. A fundi með kommúnistum síðar um daginn sagði Svoboda í ræðu að herinn fylgdi þjóðinni og fjarlægja yrði þá, sem reyndu að rjúfa einingu hennar. Næsta verk hans var að fyrirskipa öllum foringjum hers- ins, sem ekki voru kommúnistar, að halda sig innan dyra. Þannig var það að lokum bandalag þriggja manna, Pavels, Smirkovskys og Svoboda, er 'knúði Benes til að samþykkja nýjan ráðherralista Gottwalds, sem hann hafði samið undir yfirumsjón Zorins. Benes hikaði í fyrstu við að samþykkja ráð- herralistann, sem Gottwald kom með til Hradcanykastala, en síðla dags 25. febrúar varð hann að láta undan þegar Gottwald hafði afhent honum lista með íiöfnum mörg hundruð „afturhaldssinna", sem fengju fyrir ferðina ef forsetinn þráaðist við. Járntjaldið var fallið og orðin voru að veruleika hin frægu ummæli Churchills í ræðunni við Westminsterháskóla í Fulton, Missouri, í Bandaríkjunum 5. marz 1947: „Frá Stettin við Eystrasalt til Tríest við Adríahaf hefur járntjald fallið yfir álf- una“. Benes og Masaryk Kommúnistum í Tékkóslóvakíu var mikið i mun að afmá ekki í einu vetfangi ásjónu lýðræðis í Tékkóslóvakíu og þeim tókst að fá Benes til að gegna áfram forsetaembættinu, þótt fársjúkur væri, og Masaryk til að gegna embætti utanríkisráðherra. Svoboda var áfram „hlutlaus" varnarmálaráðherra. Af öðrum 22 ráðherraembættum fengu kommúnistar 12, jafnaðarmenn undir forystu Fierlingers fjögur og nafnleysingar í stjórnmálum þau sex, sem þá voru eftir. Hugsanlegt er að þeirri spurn- ingu hvers vegna Benes hafi í raun ljáð byltingu kommúnista nafn sitt með því að fallast á að gegna forsetaembættinu áfram, verði aldrei svarað til hlítar. Sumir nánustu vinir hans og samstarfsmenn voru þeiyrar skoðunar, að hann hefði óttazt að ef hann segði af sér í mótmæla- skyni, gæti það leitt til borgara- stríðs og hernaðaríhlutunar Sovétríkjanna. Aðrir telja að hann hafi haldið að hann gæti eitthvað haldið aftur af kommún- istum, þó svo að hann væri aðeins forseti að nafninu til. 27 febrúar fór hann frá Prag til sveitaseturs síns fyrir sunnan Prag og steig aldrei fæti í höfuðborgina eftir það. Svipuð spurning vaknar í sam- bandi við Masaryk. Er Benes var farinn frá Prag var Masaryk síðasti opinberi tengiliður komm- únistaríkisins í Tékkóslóvakíu og Vesturlanda, en hann var um- kringdur kommúnistum í ráðu- neyti sínu og gat ekkert gert. Hann var kommúnistum nytsam- ur fyrstu dagana eins og nokkurs konar útstillingarvara og til þess fallinn að milda áhrifin af aðdraganda byltingarinnar, en vinir hans sögðu að hann hefði vonazt til eins og Benes að geta haft einhver áhrif eitthvað áfram. Þær vonir slokknuðu tveimur vikum síðar, er limlest lík hans fannt á gangstéttinni undir glugga svefnherbergis hans á fjórðu hæð Czerniri hallar að morgni 10 marz. Hvernig dauða hans bar að höndum, er enn þann dag í dag óleyst gáta. Margt benti til sjálfsmorðs sem var hin opinbera skýring, en aðrir eru sannfærðir um að sovézka öryggisráðuneytið MGB hafði látið myrða hann. Hann var jarðaður við hlið föður síns í þorpinu Lany, 40 km frá Prag. Málinu lauk þó ekki har. Pragvorið 1968 var fyrirskipuð rannsókn á dauða hans, en þeirri rannsókn lauk hljóðlega eftir innrás Sovétríkjanna í ágúst og 1969 gaf stjórn Husaks út þá yfirlýsingu að dauði hans hefði verið óheppilegt slys. Þótti það einkennilega orðuð málamiðlun, sem gerði að engu opinberu skýringuna um sjálfsmorð og hina óopinberu um morð. Margir stjórnmálafréttaritarar eru þeirrar skoðunar, að Jan Masaryk hafi með dauða sínum fengið meiru áorkað í þágu frjálslyndu aflanna í Tékkó- slóvakíu en hann gerði í lifanda lífi. Nafn hans var mikilvægasta orsök þjóðernisvakningar Tékkó- slóvaka eftir 20 ára. langa nótt og mál hans var Sovétstjórninni stöðugt þyrnir í augum gagnvart Dubcekstjórninni, enda mikið um það skrifað í dagblöð og þar fjallað opinskátt um morðkenn- inguna. Þeim skrifum lauk er skriðdrekarnir flæddu yfir landa- mærin. „From Lcnin to Khrushchcv“ (Thc History oí World Communism) cftir llugh Scton-Wat- son. .Intcrnationai Politics** (A Framcwork for Analysis) cftir K.J. ilolsti. Hcimildiri „Thc Forci«n Policy of thc Sovict Union** 2. útgáfa cftir Alvin Z. Rubinstcin. „Czcchoslovakia Sincc World War II** cftir Tad Szulc. „Thc Stratcjcy and Tactics of Sovict Forcijcn Policy** cftir J. M. Macjintosh. Lokauppgjörið Lokauppgjörið hófst föstudag- inn 13. febrúar, er þingið kom saman til að hlýða á skýrslu Drtinas, dómsmálaráðherra, sem hafði í þrjú ár verið einn hugrakkasti andstæðingur kommúnista í ríkisstjórninni. Skýrslan fjallaði um rannsókn á meintu samsæri gegn lýðveldinu. Hann sakaði Nosek innanríkis- ráðherra um að hafa reynt eftir mætti að hindra þessa rannsókn. Hann gerði þingheimi grein fyrir ítökum kommúnista í lögregl- pnni, og sagði að fimm af níu deildarstjórum öryggislögregl- unnar væru kommúnistar og allir þrír foringjarnir í aðalstöðvum stjórnmálalögreglunnar væru kommúnistar. Þegar ræðan var hálfnuð barst sú fregn, að Nosek hefði daginn áður rekið átta lögregluforingja í Prag, sem ekki voru kommúnistar og skipað flokksholla menn í stað þeirra. til Prag. Hann hélt því fram að hann hefði komið til að vinna að samningum um kornkaup Tékkó- slóvakíu í Sovétríkjunum, en fáir tóku þá skýringu gilda. Zorin hélt rakleiðis heim til Masaryks utanríkisráðherra, sem lá í rúm- inu með hita, og tjáði honum að Sovétstjórnin hefði áhfggjur af aðgerðum afturhaldsafla í Tékkó- slóvakíu. Versnandi ástand al- þjóðamála krefðist þess að Tékkóslóvakía sýndi Sovétríkjun- um meiri trúmennsku. Hann sagði Masaryk að Sovétstjórnin vildi aöeins að stjórnmálastarf Gottwalds bæri árangur. Þetta var fínlega orðuð yfirlýsing um að Sovétstjórnin vildi byltingu í Tékkóslóvakíu. Zorin talaði hins vegar ekkert tæpitungumál er hann hitti Lausman, formann Jafnaðar- mannaflokksins. Hann tjáði honum að ef jafnaðarmenn héldu áfram samstarfi við ráðherra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.