Morgunblaðið - 16.03.1978, Síða 16

Morgunblaðið - 16.03.1978, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1978 -AUtAMlA. „Verðbólguvandann veröur aö leysa meö breytingum á skipulagi íslenzkra efnahagsmála, reyna hægfara aölögun aö markaöskerfinu.“ Eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. Versta meinsemd atvinnulífsins Um það eru allir viti bornir menn sammála, að nýgerðar ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum leysa aðeins stundarvanda. Það blasir við, að núverandi kerfi verðbólgu og verkfalla er óviðunandi, breyta ber leikreglum kjara- baráttunnar. Þjóðarbúið verður gjald- þrota, vofa atvinnuleysisins, sem fer um Norðurálfu alla, nemur land, siðferðileg lausung verður almenn, ef verðbólgan hjaðnar ekki. Hún er versta meinsemd atvinnulífsins, óréttlát og óhagkvæm. Almenningur gerir sér ekki fulla grein fyrir þessu, en íslenzkir hagfræðingar hafa getið sér til um það, að lífskjör hans séu fjórðungi lakari vegna verðbólgu og verkfalla en þau geti verið! Sá er kostnaðurinn af kjarabaráttunni. Geir Hallgrímsson forsætisráðherra skipaði því árið 1976 nefnd til þess að „gera tillögur til að draga úr verðbólgu". í henni voru hagfræðingarnir Jón Sigurðs- son hagrannsóknarstjóri, sem var for- maður hennar, Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri og Jónas Haralz bankastjóri, fulltrúar þingflokkanna fimm og stærstu hagsmunahópanna. Nefndin, sem var kölluð „Verðbólgunefnd", skilaði nýlega skýrslu. í henni er að finna rækilega lýsingu á verðbólgunni með ísiendingum og nokkrar skýringar á henni frá hagfræðilegu sjónarmiði, en við þær ætla ég að bæta einni frá hinu heimspekilega eða siðferðilega og fara fáeinum orðum öðrum um skýrsluna. leggnum“ á gamalli og góðri íslenzku. Hún er meinsemd sálarlífsins eins og atvinnulífsins. Markaðskerfið er í vissum skilningi kerfi verðlagningar á vörum með frjálsum samningum, og verðbólgu má skoða sem misvægi á markaðnum, truflun á rekstri markaðsbúsins. Pen- ingamarkaðurinn er ekki í jafnvægi vegna þess, að ríkið sinnir öllum kröfum hagsmunahópanna, kaupir frið á vinnu- markaðnum með því að auka peninga- magnið. Verðbólgan er raunverulegur en dýrkeyptur sáttasemjari ríkisins í kjara- baráttu borgaranna, eins og stundum er sagt. Vinnumarkaðurinn er ekki í jafn- vægi vegna einókurarvalds verkalýðs- hrevfingarinnar (verkalýðshreyfingin ein- okar sölu ivinnuafls). Launin (verð vinnuaflsins) eru ekki ákveðin í frjálsum samningum, heldur af verkalýðshreyfingunni. Vinnu- veitendur semja um hærra verð en þeir geta greitt í trausti þess, að ríkið sjái í bókun í upphafi skýrslunnar um landbúnaðinn. Takmörkun hagstjórnar Verkefni næstu ára er takmörkun hagstjórnar ríkisins, en ekki sú töfralækning, sem okkur er lofað af samhyggjumönnum með aukir.ni og bættri hagstjórn. (Hagstjórn hverra? Þeirra?) Nvtsamlegustu tillögur nefndar- innar eru þrjár hinar fyrstu. Sveiflur aflamagns og verðs í sjávarútvegi, aðalútflutningsgrein íslendinga, marg- falda verðbólguna, vegna þeirra er hún miklu meiri á Islandi en í nágrannalönd- unum. Tvær aðferðir eru til þess að jafna sveiflurnar: að reka jöfnunarsjóði — spara í góðæri, eyða því í harðæri — og að auka fjölbreytni í útflutningi. Nauð- synlegt er að efla Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins, taka hann úr höndum atkvæðaveiðimanna, setja fastar reglur um hann. Brýnna er þó, þegar til magn og gjaldeyri, og gæta þess umfram allt að takmarka aukningu peningamagns við aukningu þjóðarframleiðslu. Áframhaldandi vaxtahækkun er því nauðsynleg eins og aðstæður eru. Hún takmarkar útlán, sem auka umframeftir- spurnina, tryggir sparifjáreigendum sæmilega ávöxtun og eykur því innlendan sparnað. Ein ástæðan til offjárfestingar- innar með íslendingum er sú, að í rauninni er grcitt með útlánum, vextirnir af þeim eru neikvæðir. Mesta áhyggjuefn- ið er þó það, að innlendur sparnaður hefur ekki nægt til fjárfestingar, skuld- um hefur verið safnað í útlöndum. Jöfnun útlánakjara er einnig nauðsynleg til að gera fjárfestingar hagkvæmari þótt sumir hagsmunahópar telji sig hafa af því óhag. Ávöxtun fjár í erlendum gjaldeyri í góðæri er mjög athugandi eins og Verðbólgunefndin bendir á, því að ríkið ræður ekki peningamagninu, getur Verðhólgunefnd að störfum. SKÝRSLA VERÐBÓLGUNEFNDAR Verðbólguvaldurinn Hvað veldur verðbólgu? I skýrslunni segir, eins og viðtekið er með hagfræðing- um að verðbólga sé frá skammtímasjón- armiði einstaklinga og fyrirtækja vegna kostnaðarhækkana (kostnaðarverðbólga, „cost-push“ verðbólga), en frá langtíma- sjónarmiði þjóðarinnar vegna eftirspurn- ar eftir vöru umfram framboð hennar (eftirspurnarverðbólga, „demand-pull“ verðbólga). En eftirspurnarskýringin er auðvitað ekki tæmandi, því að saman- lagðar kröfur hagsmunahópanna (eða „þarfir" þeirra) fara alltaf fram úr því, sem hægt ér að sinna, ella er efnahags- vandinn enginn. Það veldur þeirri óeðlilegu og sífelldu verðhækkun vöru, sem kölluð er „verðbólga", að þessum kröfum, umframeftirspurninni, er sinnt með aukningu peningamagns. En að óbreyttu verðmætinu, sem peningarnir vísa á, rýrnar verð þeirra: Verðbólga er eins sífelld verðrýrnun peninga og sífelld verðhækkun vöru. Ávísununum (pening- unum) fjölgar, en innistæðan (þjóðar- framleiðslan) er óbreytt, ef svo má taka til orða. Stofnanir ríkisins (ríkisstjórn og seðlabanki) ráða peningamagninu, og ástæðan til þess, að þær auka það umfram það, sem aukning þjóðarfram- leiðslu gefur tilefni til, er sú skoðun, að ríkinu beri að sinna öllum kröfum hagsmunahópanna, fullnægja öllum „þörfum“ þeirra. Verðbólguvaldurinn frá hagfræðilegu sjónarmiði er því óhófleg aukning peningamagns. en frá siðferði- legu sjónarmiði riing skoðun á hlutverki ríkisins. Misvægi á markaðnum Frá hverjum er sú skoðun komin, að ríkinu beri að sinna öllum kröfum hagsmunahópanna, fullnægja öllum „þörfum" þeirra? Frá samhyggjumönnum eða sósíalistum. Skoðun frjálshyggju- manna er, að einstaklingarnir eigi að sinna kröfum sínum sjálfir og ekki á kostnað annarra, en ríkinu beri aðeins að gæta réttar þeirra með setningu og framkvæmd lága. Hagkerfi samhyggju- manna er miðstjórnarkerfið, frjáls- hyggjumanna markaðskerfið. Verðbólga er því frá heimspekilegu sjónarmiði siðaskoðun samhyggjumanna að verki í markaðskerfinu. „skrattinn í sauðar- þeim fyrir peningum. Undir þessu sjónarhorni er verðbólgan vegna þess, að markaðskerfið er ekki fullkomið á Islandi. Abendingar verðbólgunefndar Aöalhöfundur skýrslu verðbólgunefnd- ar, Jón Sigurðsson, er lýðræðissinnaður samhyggjumaður, sósíaldemókrat. í skýrslunni gætir víða skipulagshyggju þeirra, sem kjósa að breyta þjóðarbúinu í vöggustofu, lýðræði í sérfræðingaræði, að hætti sænskra samhyggjumanna. Ábendingarnar í skýrslunni eru þrátt fyrir það fróðlegar og athyglisverðar, hún er nauðsynlegt lestrarefni öllum íslenzk- um áhugamönnum um stjórnmál. Nefnd- in tekur svo mál sitt saman: „Er bent á nauðsynlegar umbætur í hagstjórn á næstu árum í sex greinum: 1) (iflugri jöfnunarsjóðir í sjávarútvegi. 2) Virkari stjórn peningamála með beitingu vaxta, verðtryggingar, bindiskylduákvæða og gengisskráningar. 3) Styrkari fjárfest- ingarstjórn með samræmingu útlána- kjara. 1) Traustari fjármáiastjórn með tilliti til árferðis. 5) Samræmdar tekju- ákvarðanir og launasamningar 6) Bætt skipan veriðlagseftirlits." En ábendingar nefndarinnar og tillögur ná allt of skammt, verðbólguvandinn er ekki greindur af nægilegum skilningi. Hag- stjórrtin verður ekki bætt með öðru en því að draga úr henni, leysa framtak einstaklinganna úr læðingi, setja lögmál franiboðs og eftirspurnar aftur í það .samband, sem það hefur verið tekið úr í lýðræðisríkjum að kröfu hagsmunahóp- anna. Verðbólguvandinn verður ekki leystur með því að herða tökin á atvinnulífinu með „styrkari" eða „traust- ari“ stjórn, heldur með því að lina þau, hleypa aftur grósku í atvinnulífið. Hann verður ekki leystur með samráði við hagsmunahópanna, því að hann er vegna samráðs við þá. Hagsmunasamtök hóps eru til að hámarka hagsmuni hans, það er ekki hlutverk þeirra að sýna þá ábyrgð, sem völdunum eru samfara, heldur valdhafanna. Þau geta aðeins mælt með ráðstöfunum vegna einhvers atvinnuveg- ar, „svo hagur hans verði tryggður," eins og Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttarsambands bænda, segir til dæmis Kristján Thorlaeíus mótmadir framtíðarinnar er litið, að auka fjöl- breytni í útflutning. En hvaða auðlindir eiga Islendingar aðrar en fiskimiðin? Fallvötnin og jarðvarmasvæðin. Þeirgeta selt útlendingum orku og iðnvörur. Iðn- og orkuvæðing með íslendingum eru framundan að fullnýttum fiskimiðunum. En útflutningsiðnað er ekki hægt að reka í verðbólgukerfi vegna sífelldra kostn- aðarhækkana,.og fjárfesting í orkuverum er ekki nægilega hagkvæm vegna verð- bólgunnar eins og reynslan sýnir. Enn kemur að kjarna málsins: verðbólguvand- ann verður að leysa, ef íslendingar eiga að halda sjálfstæði sínu Breytingar á peninga- kerfinu brýnastar Peningastefnan skiptir mestu máli, þegar til lengdar lætur, hvorki ríkisfjár- stefnan né tekjustefnan (þó að hvorar tveggja séu nauðsynlegar að svo komnu), en á það leggur nefndin ekki nægilega áherzlu. Peningakerfinu íslenzka ber öllu að breyta, skrá vexti og gengi á markaðsverði, hætta að skammta fjár- ekki takmarkað það nægilega, í hagkerfi, sem er eins háð utanríkisverzlun og hið íslenzka. En minnkun ríkisafskipta, greiðslujöfnuður fjárlaga og afnám verðlagshafta er allt sjálfsagt til viðbótar við þetta. Eg minni aðeins á þau gömlu reynslusannindi, að menn fara betur með eigið fé en annarra. Hægfara aðlögun að markaðskerfinu Verðbólgan hjaðnar, ef og þegar ríkið hættir að ausa peningum í hagsmuna- hópa til að kaupa frið í kjarabaráttunni. Þeir, sem hana he.vja, eiga að gera það á sína ábyrgð og sinn kostnað. En hinir, sem kjósa bætt kjör, eiga að reyna að auka þjóðartekjurnar. Kjarabætur og kjarabarátta eru sitt hvað. Mikilvægust er í rauninni til lausnar verðbólguvand- anum hugaríarsbreyting, önnur afstaða til ríkisins en er algengust. Undanfarar hennar eru rannsóknir og rökræður. En að mati frjálshyggjumanna ber umfram allt að stjórna atvinnulífinu með almenn- um. hlutlausum reglum, en ekki af einstökum. hlutdrægum mönnum. Verðbólguvandann verður að leysa með hugarfarsbreytingu og breytingu á skipu- lagi íslenzkra efnahagsmáia. Róttækling- ar, hvort sem þeir kenna sig við „hægri“ stefnu eða „vinstri“, kunna aðeins eitt ráð: byltingu, kollsteypu. En frjáls- hyggjumenn hafna byltingu, kjósa þróun, hvorki kyrrstöðu né kollsteypu, þeir kjósa breytingar og umbætur á því kerfi, sem er til. Eg held, að skynsamlegast sé að re.vna hægfara aðlögun að markaðskerf- inu. reyna að þróa það hagkerfi, sem er á íslandi, úr blönduðu hagkerfi — menguðu af miðstjórnarvaldi — í hreint hagkerfi, markaðskerfi í fullkomnu jafnvægi. Það er réttlátasta og hagkvæm- asta skipulag efnahagsmála, sem til er, bæði fræðilega og í framkvæmd. Þetta er og á að vera markmið frjálshyggjumanna í efnahagsmálum, en þeir verða að velja færar leiðir að því, stjórnmálin eru list hins framkvæmanlega. Óánægðum og úrræðalausum mönnum, sem skilja það ekki, hefur fjölgað síðustu árin. Fylgis- menn frjálsh.vggju verða að vera þolin- móðir, þótt hægt miði stundum í áttina. Þolinmæði er sönn dyggð lýðræðissinna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.